NT - 25.08.1984, Blaðsíða 4

NT - 25.08.1984, Blaðsíða 4
Túrismi: Verður Akranes ferða- mannabær? Hjálpin eign- ast nýjan bíl ■ Björgunarsveitin Hjáipin í Akranesi eignaðist á dögun- um nýja bifreið. Bíllinn, sem er af tegundinni Mercedes Benz Unimog, kostaði sveitina %().()()() krónur. Sveitin fékk niðurfelld að- flutningsgjöld og einnig gaf Ræsir hf. eftir sína álagningu, um 80.000 krónur. í sveitinni starfa 28 menn, og hefur starfsemin verið róleg nú seinni part sumars, að sögn gjaldkera sveitarinnar, Hreið- ars Sveinssonar. Hreiðar sagði að á síðustu tveimur árum hefði verið gert stórátak í fjarskiptamálum' sveitarinnar, og væru þau mál nú í góðu lagi. Sveitin átti fyrir GMC bif- reið, sem nú stendur til að selja. Félagar sveitarinnar ætla að byggja yfir bifreiðina sjálfir, og mun hún taka um 16 manns í sæti. Þá mun bíllinn vera útbúinn sem sjúkrabíll. Fjáröflun sveitarinnar er aðallega fólgin í jólatréssölu og auk þess nýtur sveitin að- stoðar bæjarins. ■ Hinn nýi bffll björgunarsveitarinnar. NT-mynd: Ámi Bjarna Rafn Hjartarson (t.v.) og Brandur Fróði Einarsson, varðstjórar. NT-mynd: Árni Bjarna Rólegur bær -segir lögreglan á Akranesi ■ „Hér er allt rólegt,“ sögðu þeir Rafn Hjartarson og Brandur Fróði Einarsson, varðstjórar í lögreglunni á Akranesi. Þeir sögðu að Akranes væri rólegur bær. Það væri helst um helgar sem eitthvað gerðist. Stefán Bjarnason, yfirlög- reglumaður, sagði að á Akra- en að þá vantaði betra port fyrir bílana. nesi væru nú starfandi 11 Viðar Einarsson, flokks- lögreglumenn, þar af einn stjóri, sagði að ölvun hefði rannsóknalögreglumaður. aukist við tilkomu bjórstof- Hann sagði að húsakynni unnar og aukning hefði orðið lögreglunnar væru viðunandi á ölvunarakstri. ■ Jóhannes Finnur Halldórs- son, bæjarritari á Akranesi sagði í samtali við NT að hann teldi ekki óeðlilegt að Akranes gæti orðið ferðamannabær. „Það hafa verið ferðir einu sinni í viku í sumar. í þessum ferðum er leiðsögumaður. Við bjóðum upp á skoðunarferð um venjulegt íslenskt sjávar- þorp. Það er farið í frystihús, skoðuð myndbönd, farið á byggðasafnið, og svo hefur verið útimarkaður þar sem seldir eru leirmunir," sagði Jóhannes. „Við teljum okkur geta keppt við Hótel í Reykjavík um t.d. „stop-over“ farþcga. Það sem okkur vantar er stærra hótel.“ Á Akranesi á nú að fara að byggja nýja sundlaug, og auk þess hyggur íþróttabandalagið á byggingu íþróttahúss. ísmynd hf. vinnur að gerð 20 mínútna kvikmyndar um Vesturland, og verður að sögn Jóhannesar, hluti myndarinnar um Akranes. Jóhannes sagði ennfremur að samgöngur með Akraborg- inni væru góðar, en samgöngur á landi lélegar. „Sæmundur í Borgarnesi stendur sig illa. Hann t.d. er ekki í takt við Akraborgina, þannig að fólk þarf að bíða eftir rútunni, ætli það lengra vestur." ■ „Við bara stöndum okkur betur. Verslunarferðir fólks í stórmarkaðina í Reykjavík hafa lagst af,“ segir Einar Olafsson kaupmaður á Akra- nesi. Einar er kaupmaður í Versl- unin Einar Ólafsson, sem er skráð á nafn móður hans Guð- rúnar Ásmundsdóttur. Versl- unin er orðin 50 ára, en hún var stofnuð af foreldrum Ein- ars, Einari Ólafssyni og Guð- rúnu. Þau voru Vestur-íslending- ar, og tóku upp ættarnafnið Ólafsson. „Það er viss samkeppni til staðar hér í bænum,“ sagði Einar. „Það er ekki verðstríð, ég fylgist ekki með á hvað hinir selja vöruna, en maður reynir að gera sitt besta. Ég er farinn að kaupa beint utanlands frá, aðallega frá Danmörku og Bretlandi og það gefur manni visst svigrúm." Verslunin hefur verið á sama stað í tæplega fjörutíu ár, eða síðan 1946 og hefur Einar staðið fyrir rekstri hennar í um 20 ár. ■ Jóhannes Finnur Halldórsson, bæjarritari á Akranesi. NT-mynd: Ámi Bjama Laugardagur 25. ágúst 1984 ■ Einar Ólafsson kaupmaður. NT-mynd: Ámi Verslað í 50 ár - í Verslunin Einar Ólafsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.