NT - 27.11.1984, Side 1
1. tölublad
l.árgangur
Þridjudagur
27. nóv. 1984
Umsjón:
Magnús S. Krist-
insson og Eggert
Skúlason.
Póstkröfuhandbók árviss atburður
■ Póstkröfur og öll póstkröfuverslun er
verslunarmáti sem hefur átt auknum
vinsældum að fagna síðustu ár og er það
skiljanlegt, þar sem að þetta fyrirkomulag
sparar mörgum manninum sporin og tíma og
er það eitt af því sem lítið er til í nútíma
þjóðfélagi. Fólk úti á landi kann sérstaklega
vel að meta þessa þjónustu, og það er víst að
flest er hægt að kaupa í gegnum póstkröfur í
dag.
Nokkur nöfn hafa þó rutt sér meir til rúms
en önnur á þessu sviði og eru sumir þeirra
teknir tali í þessu blaði sem er helgað
póstkröfunum. Þó er einn aðili sem ekkert er
minnst á í þessu blaði, og er það af eðlilegum
ástæðum, þar sem allir eru kunnugir
starfsemi þess fyrirtækis. Pað er nefnilega
ÁTVR. Það er öruggt að þessi aðili er einna
stærstur í sendingum hér innanlands og eru
ófáir lítrarnir sem þeir senda um landið þvert
og endilangt.
Líklega er mest um póstkröfur og
póstverslun á þessum tíma sem nú fer í hönd
’ þegar jólin nálgast. Margar verslanir eru
einnig farnar að stíla upp á þennan
verslunarmáta í auglýsingum sínum. Það
hefuf verið árviss viðburður að dagblöðin gefa
út sínar póstkröfuhandbækur tímanlega fyrir
jólin oger þetta ein slík. Vafalítið er að margir
bíða þessa blaðs með óþreyju, þar sem rnikill
hluti undirbúnings jólanna felst í því að velja
og ákveða hvað eigi að gefa öllum
ættingjunum, og er þetta blað því vel þegin
hjálp ef að líkum lætur.
Orbylgjuofnar varanleg gjöf
sem skapar gleði og ánægju og kemur öllum í fjölskyldunni að notum
Allar gerðir THOSIBA örbylgjuofnanna (þó ekki ER562) eru búnir DELTAWAVE örbylgjudreif-
ingu, sem er alger bylting í dreifingu og nýtni örbylgjanna. Allir TOSHIBA örbylgjuofnarnir nema
ER562 eru búnir snúningsdisk til að tryggja bestu matreiðslu.
Kostir:
Kynntu þér stórkostlega kosti T oshiba örbylgjuofn-
anna, sem hafa skipað þeim í fremstu röð á
heimsmarkaðnum um árabil - enda koma nýjung-
arnar frá Toshiba stærsta framleiðanda heims á
örbylgjuofnabúnaði. Þú getur bakað, matreitt kjöt,
fisk og grænmeti með besta árangri svo leikandi
létt.
Þjónusta:
Þú færð stóra litprentaða matreiðslubók með
öllum ofnum (Þó ekki ER562) og nákvæmar
leiðbeiningar og tímatöflur á íslensku.
Dröfn Farestveit hússtjórnarkennari sérfræðingur
okkar í matreiðslu í örbylgjuofnum býður þér
slðan á matreiðslunámskeið án endurgjalds, þar
sem þú færð fullkomna kennslu og uppskrifta og
námskeiðagögn á íslensku.
Góðir greiösluskilmálar.
-mmm
ER 694 Töivustýrður ofn með klukku, kjöthitamæli og stillan-
legu kerfi fram í tímann. Verð kr. 24.900.-
33
ER 684 Tölvustýrður ofn með klukku stillanlegri í 2 sekúntur,
orkustillir með níu stillingum. Verð kr. 21.300.-
ER 674 Heimilisofninn, ofninn, sem fullnægjir þörfum allra ER 562 án snúningsdisks kr. 11.900.-
venjulegra heimila. 9 skiptur orkurofi, klukkustilling í 5 ER 644 með snúningsdisk kr. 15.900.-
sekúntur. Verð kr. 18.900.- Ofnar fyrir einfaldari matreiðslu.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - S I M I 16995
TQSHIBA stærstir í örbylgjuofnum.