NT - 27.11.1984, Síða 9
Þriðjudagur 27. nóvember 1984 8!
z_j kki er hægt að fjalla
um póstverslun án viðtals
02 álits þess manns sem er
höfuð herdeildarinnar sem
stendnr í víglínunni við
dreifingu á þeim post-
kröfum og sendingum sem
berast hverju sinm. Þessi
yfirmaður er enginn annar
en póstmeistari sjálfur
Björn Björnsson.
■ íslendingar kunna misvel á póstkerfíð. Það er kannski ekki furða, hér sjáum við hluta af hinum mörgu umsóknum sem fólk getur
þurft að fvlla út.
Litið inn hjá póstmeistara
Við lögðum leið okkar til
Björns og þáðum hjá honurn
kappisopa, og á milli þess sem
við sötruðum kaffið þá lögðum
við fyrir hann nokkrar spurn-
ingar.
- Eru póstkröfur stór þáttur
í jólagjafakaupum íslendinga?
„Póstkröfur eru verslunarmáti
sem á auknum vinsældunt að
fagna hérlendis. Hingað til hef-
ur verið ntikið um að kröfur
bærust frá öðrum löndum, en í
dag er þetta fyrirkomulag orð-
ið mun viðurkenndara meðal
almennings, og einnig býður
þetta uppá öruggari og fljótari
þjónustu fyrir fólk. Öryggið er
fólgið í því að verslanir sem
bjóða þessa þjónustu ganga
undantekningarlaust mjög vel
frá vörunni og merkja hana
skilmerkilega Þessar stóru
sendingar fá líka skjótari af-
greiðslu en pakkar frá einstak-
lingurn."
- Hvenær er mesta vertíðin
í póstkröfunum?
„Hún er í kringum mánaða-
mótin nóvember-desember.
Þá eru einkaaðilar að panta
jólagjafir frá þeim verslunum
sem auglýsa þessa þjónustu.
Skór eru sérstaklega vinsælir
og koma oft heilu og hálfu
sendiferðabílarnir til okkar
með jólaskó fyrir fólk sem býr
úti á landi. Matarsendingar
eru líka mjög algengar og þá
sérstaklega fyrir jólin.“
- Verður meira að gera í
jólaösinni í ár en vanalega?
„Það verður líklega mjög
svipað og undanfarin ár. Fólk
dregur oft fram á síðustu
stundu að senda frá sér það
sem á að fara í póst fyrir jólin
og því skapast þessi mikla ös
síðustu tíu daga fyrir jól. Við
þessu er ekkert að gera, þetta
hefur verið svona undanfarin
ár, og ég á ekki von á að þetta
breytist í bráð. Mig langar að
koma því á framfæri að megin-
þorri fólks .sem skilar af sér
pökkum sem senda á til út-
landa fer með pakkana niður í
Tryggvagötu þarsem bögglap-
óststofan er til liúsa. Suniir
keyra jafnvel ofan úr Breið-
holti til þess að skila pökkum
sem fara eiga til útlanda. Þetta
fólk gerir sér ekki grein fyrir
því að þó svo að þessum um-
ræddu pökkum sé skilað á hin
pósthúsin í Reykjavík þá
gengur afgreiðslan alveg jafn
fljótt fyrir sig, því að við tæm-
um þessi útibú þrisvar á dag og
færum pakkana niður í Tryggva-
götu.
- Eru Islendingar illa að sér
í póstmálum?
„Það eru til tvær gerðir af
fólki sem kemur á pósthúsin.
Önnur gerðin er fólk sem versl-
arviðokkuralltárið.og kann
vel á kerfið. Hin gerðin er mun
sjaldséðari, í þeim skilningi að
þeir koma til okkar sjaldan og
þá helst í kringum jólin þegar
mest er að gera. Þetta fólk er
lítið inn í öllum þeim pappír-
um sem fylla þarf út með
hinum ýmsu sendingum. Oft
heyrum við afsakanir á borð
við „Ég gleymdi gleraugunum
heima, og sé bara ekki hvað
stendur á eyðublaðinu. Getur
þú ekki fyllt það út fyrir mig?“
Að sjálfsögðu hjálpum við
öllum þeim sem til okkar leita.
Samt tel ég það æskilegt og
sjálfsagt að fólk kynni sér betur
hinar ýmsu reglur sem gilda
varðandi skaðabætur fyrir tap-
aðar sendingar og bréf og ann-
að sem máli skiptir. Það myndi
spara mörgum óþarfa fyrirhöfn
og snúninga og ekki síst
okkur.“
Að gefnu tilefni bað Björn
Björnsson okkur um að birta
hér með þessari grein yfirlit
yfir þann frest sem fólk hefur
til þess að koma pökkum og
bréfum til hinna ýmsu landa
eigi þau örugglega að komast
til viðtakanda fyrir jól. Jafn-
framt skorar Björn á lands-
menn að vera nú tímanlega á
ferðinni með jólapakkana svo
að öruggt sé að allt komist til
skila í tæka tíð.
Eftirfarandi dagsetningar
segja til um þann frest sem fólk
hefur til að koma bréfum og
bögglum í póst svo að tryggt sé
að þeir komist til viðtakanda
fyrir jól.
Norðurlönd 16. desember
Evrópa og
önnurlönd ll.desember
Innanlands 17.desember
ABU veiðivörur
‘TiívaGni'
Ambassadeur veiðihjól
Cardinal veiðihjól
Sendum í póstkröfu
V
Hafnarstræti 5 sími 16760
J
■ Björn Björnsson póstmeistari. í baksýn má sjá póstfjallið sem er að hlaðast upp.
Þriðjudagur 27. nóvember 1984 9
þjónusta
- útlendingar panta mikið
- jafnt að gera allt árið
■ Starfsfólk Kjötbúrsins
ásamt eigandanum Pétri Pét-
urssyni. A gólfínu má sjá hluta
af þeim póstsendingum sem
senda átti þennan daginn til
útlanda.
■ Flest allt virðist vera hægt að fá póstsent gegnum
verslanir í dag. Föt, gjafavörur og ýmiskonar þjónustu-
vörur er hægt að fá sent með pósti gegnum verslanir
sem hafa þessar vörur á sínum snærum. Pó er nokkuO
öruggt að póstverslun með mat er fáþekkt fyrirbæri, og
jafnvel enn sjaldgæfara að þær sendi mat eftir pöntun
út um allan heim.
Við íslendingar getum
þó státað af nokkrum slík-
um verslunum. Ein slík er
staðsett í Reykjavík, nán-
ar tiltekið á Laugavegi 2.
Ábyggilegt er að flestir
kannast við heimilisfangið
þar sem kjötbúð Tómasar
var um árabil. Nú eru nýir
eigendur teknir við og
heitir verslunin Kjötbúrið.
Við litum inn í Kjötbúrinu
og vildum fræðast nánar
um þessa sérstæðu starf-
semi. Við hittum að máli
Pétur Pétursson eiganda
Kjötbúrsins og lögðum
fyrir hann nokkrar spurn-
ingar.
Jafnt og þétt
allt árið
„Það er alltaf nóg að
gera í póstversluninni allt
árið. Á sumrin til dæmis
sendum við mikið út af
vörum sem útlendingar
panta hjá okkur, og þá
helst reyktan lax, harðfisk
og kavíar. Námsmenn
búsettir erlendis og aðrir
íslendingar sem dvelja
langdvölum erlendis eru
fastir kúnnar hjá okkur
allt árið," sagði Pétur þeg-
ar við spurðum hann um
hvernig vertíðinni væri
háttað hjá þeim.
Hvenær er mest að gera
hjá ykkur?
„Það er í kringum jólin,
þá sendurn við mikið út af
rjúpu og hangikjöti, einn-
ig hér innanlands er mikið
um að fólk panti hjá okkur
jólasteikina, og þá oft
sama fólkið ár eftir ár,“
sagði Pétur og vildi ítreka
það fyrir fólki að ef það
ætlaði að senda til ættingja
eða vina erlendis yrði það
að vera tímanlega í því að
panta. Yfirleitt þegar
pantað er fáum við sent
bréf, eða kunningi þess
sem pantar kemur til okk-
ar og lýsir óskum þess sem
fær sendinguna. Símapant-
anir eru neyðarúrræði að
okkar mati. Síðan sendúm
við reikning til viðkomandi
og hann sendir okkur pen-
inga og þá afgreiðum við
pöntunina. Þjónustan
gengur mjög hratt fyrir sig
vegna þess að við fáum
sendan til okkar sér bíl
sem flytur pantanirnar
niður á pósthús, og þaðan
skila þeir vörunni til neyt-
enda.
Hvernig hefur fólk
kunnað að meta þessa
þjónustu?
„Fólk er mjög ánægt
sem gefur að skilja. í 99%
tilvika kemst pöntunin til
skila á réttum tíma, og
þessi fáu skipti sem eitthv-
að fer úrskeiðis er það
yfirleitt erlendum póst-
keðjum að kenna, og þá
bera þeir ábyrgð á send-
ingunni. Við eigum marga
fasta kúnna bæði hér
heima og erlendis og við
sendurn þeim reglulega
þá vöru sem þeir óska eftir
hverju sinni. Til dæmis er
listamaðurinn Erró mjög
góður kúnni og höfum við
sent honum pakka til
Thailands og víðar,“ sagði
Pétur og benti jafnframt á
að kvartanir væru svo til
óþekkt fyrirbæri hvað
þessa þjónustu snertir.
Osló - hákarlinn
Pétur sagði að yfirleitt
væri um fljótlega þjónustu
á matarsendingum að
ræða erlendis, og væri
honum sérstaklega minn-
istætt eitt atriði, þegar
sendur var hákarl til við-
skiptavinar í Osló. Pakk-
inn hafði orðið fyrir ein-
hverju hnjaski á leiðinni
og þar af Ieiðandi hafði
losnað um umbúðirnar.
Norsku tollverðirnir
þekktu ekki þessa lykt og
var pakkinn drifinn út í bíl
og hann keyrður heim til
eigandans. Honum var
fenginn pakkinn með
miklum afsökunum yfir
því að sendingin hefði
„skemmst" á leiðinni.
Að lokum vildi Pétur
segja þeim sem hefðu hug
á því að notfæra sér þessa
þjónustu, aðsendingarsem
eiga að fara erlendis annað
en til Norðurianda yrðu
að vera komnar til versl-
unarinnar fyrir 25. þessa
mánaðar til þess að öruggt
væri að þær kæmust til
skila. Mun styttri frestur
er að sjálfsögðu fyrir
innanlands sendingar og á
Norðurlöndin.
....jgi
ögSB[3Q
QEj3G3EH3EJ
oobbqs
BiSII
121101301
nBBOB
FX-3600P Fonitanteg, ún
meó öfei. Þar á meðal fytgni
og tegnm. Verð kr. 1990,-
□ a □ □ □ □
□ □ □’□ □ □
iÍiSB
mmmmm
m m o m m
illlÉ
j * > • ;
Dömuúr. Verð kr. 1390,- Dömuðr. Verð kr. 980.
FX-180P
skðbtöhm. öflug tölvt sem
hagt er eð forriti.
Fytgniog tagnm.
Verð kr. 1790,-
CAStO
SL7S0
S 'íí-:."'
7 8 9 +%
4 5 6 X MR
•T 1 2 3 - M-
AC C 0 • = + M+
Mjðg þunn, snertitakkar. Vorð kr. 970,-
CABH3
Úr nwð snart&ri vekjmi. Vakjari AJUAAtm, tvö-
skeiðkkðdta. Varð kr. 3200,- fakka timL Vorð kr. 27S0,
Vakjatakkáka. Varð kr.
790,-
Veggklukka. Varðkr. 1300,-
VI VII
. .. ..
T' *' “T T- sr t V
CASIO
"*pb“io6
Jjjjj
CpCpCpCpEpCplIplI'IIIIpŒl
Hác|:[Í!iá[!p[±iácps
séaáápáá Siö
Frðbart Mjðmbarð kenrár þér að sgla með aðstoð fðts. Vorð kr. 3970,
«n3BNMBKÍMm ' '•aaaáJnMMBNaua
Ki I I 1» 111 i i M
Ödýr baaictöbm. Varð hr. 1990,-
Híðmbarð mað anðbagS. Vari ks. 3*70,-
,|M, Af. ..Mpn-<n - m. • -- *aa - - . T » a. m t « .. .».
•miniaiwrai 0| 1Q MBMrWMUMUMA. IVIMB qf!¥ mklMfMN-
ur Mk hver) aam gayma forrit aða upgfýsingar I aða utan mi tðb^
arn. Varðkr. S2M,-
Þegar gæðin eru á gjafvarðl
Umboðið Bankastrsti,«. 27510.