NT - 03.01.1985, Blaðsíða 10

NT - 03.01.1985, Blaðsíða 10
líl’ Fimmtudagur 3. janúar 1985 10 á Hótel Sögu mmm §mm teðámaa ■ „Glæsilegasti fatnaður í heimi kemur frá Frakklandi, en það er ekki auðvelt að ræða um franska tísku, sérstaklega þá grein sem hefur verið kölluð „Haute-Couture“, vegna þess að saga þessarar næmu listgreinar, sem er á mörkum listsköpunar og lífsmáta, er svo samtvinnuð sögu Parísarborgar. Fataframleiðsla er þróttmikil atvinnugrein í stöðugri sókn, en franskur fatnaður er of sjaldséður á íslandi." Þannig kemst Gina Letang, verslunarfulltrúi Frakklands, að orði um franska tísku og víst var sjon sögu ríkari á Hótel Sögu í desember sl. þar sem Módelsamtökin 79 sýndul nýjustu tískuvörurnar frá París fyrir dömur, herra og börn. Glæsilegur varningur gerður af frægustu fatahönnuðum heims og fór sýningin hið besta fram undir stjórn heimsþekkts kóreograjs, Micky Engel, sem kom sérstaklega til íslands til að sjá um hana. Varningurinn sem sýndur var var frá fyrirtækjum eins og Anastasia, Cacharel, Pierre Cardin, Kenzo, Sonia Rykiel, Yves Saint Laurent og Givenchy, ásamt Christian Dior, svo eitthvað sé nefnt. Verslanir sem sýndu fatnað voru m.a. Eva, Gullfoss, Hjá Báru, Christine, Pelsinn, Herragarðurinn, Englabörnin, Pakkhúsið og Endur og hendur. En sjón er sögu ríkari eins og áður sagði og þvi verður þetta ekki haft lengra en við látum myndirnar hans Sverris Vilhelmssonar Ijósmyndara NT tala. Gjörið þið svo vel. /.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.