NT - 03.01.1985, Blaðsíða 14

NT - 03.01.1985, Blaðsíða 14
líl' Fimmtudagur 3. janúar 1985 14 Utvarp kl. 22.35: Fimmtudagsumræðan: 1984gert upp ■ í fyrstu fimmtudagsum- ræðu ársins 1985, sem hefst í útvarpi kl. 22.35 í kvöld, verður umræðuefniö nokkurs konar uppgjör við árið 1984 að sögn stjórnanda þáttarins Páls Heiðars Jónssonar, og fær hann til liðs við sig ýmsa sem sitthvað hafa til málanna að leggja þar um. „Hugmyndin er að reyna að slá striki undir árið 1984, leggja saman debct og kredit og sjá hvernig okkur hefur vegnað. Ég reikna með að það verði fyrst og fremst fjallað um hvernig okkur hef- ur vegnað á efnahagslega sviðinu, en þaö er hugsanlegt að við rcynum að fara eitt- hvað víðar og spyrjum um uppskcru ársins á flciri svið- um en bara í fiskinum og ketinu," segir Páll Heiðar. Ekki kvað Páll þaö ætlun sína að fara út í stjórn- málabaráttuna á liðnu ári eða kalla til stjórnmálamenn, enda hafi þeir nógan vettvang til að láta í ljós álit sitt á. „Ég hef hugsaö mér frekar að lcita til manna, sem lást við þessar mælingar, hagfræð- inga og manna sem standa framarlega í atvinnumála- samtökum og verkalýðs- hreyfingunni,“ segir hann. ■ Viðmælendur Páls Heið- ars í iimmtudugsumræðunni verða m.a. hagfræðingarnir Utvarp kl. 21:40: Beethoven, Ravel og Chopin í túlkun Stephanie Brown Björn Björnsson hjá ASÍ, Björn Arnórsson hjá BSRB og Vilhjálmur Egilsson hjá VSÍ. ■ Stephanie Brown hélt hljómleika hér á landi með Islensku hljómsveitinni í nó- vember. ■ í nóvember síðastliðnum kom hingað til lands ung bandarísk stúlka, Stephanie Brown, og lék á píanó á tónleikum með íslensku hljómsveitinni. Tónleikarnir Rás2kl. 10. Morgunþáttur með gamla sniðinu - en breytingar fyrirhugaðar Þeir Sigurður Sverrisson ■ í morgunþætti Rásar 2 í dag halda þeir um stjórnvölinn Sigurður Sverrisson og Kristján Sigurjónsson. Að sögn Sigurðar veröur þátturinn með gamla góða sniöinu í dag, þ.e. hefst með leik á íslenskri tónlist, síðan verður kynntur tónlistarmaður cða hljómsveit, sem um hádeg- isbil í gær var óljóst hver yrði, o.s.frv. En nú eru einhverjar breyt- ingar í bígerð varðandi morg- unþættina, sem Sigurður vildi hafa sem fæst orð um. Pær koma þó ekki til framkvæmda á morgun, og verður þátturinn í dag því eins og fyrr segir með gamla góða sniðinu. og Kristján Sigurjónsson hafa veg og vanda af morgunþætti Rásar 2 í dag. urðu tvennir, aðrir á Selfossi en hinir í Reykjavík. Stephanie Brown er ekki nema 29 ára gömul, en vakti óhemju athygli og aðdáun fyrir fágaða túlkun sína á verkum m.a. eftir Chopin og Mozart. Hún er fædd í Color- ado, en fluttist til New York með foreldrum sínum 14 ára gömul. Þar hóf hún nám við Juillard tónlist- arháskólann, lauk þaðan BA prófi 19 ára gömul og meistaraprófi þrem árurn síðar. Pá þegar var hún orðin þekktur píanóleikari og síðan hafa streymt til hennar tilboð- in víðs vegar að úr heiminum að leika með heimsþekktum hljómsveitum undir stjórn enn þekktari stjórnenda. í kvöld gefst útvarpshlust- endum kostur á að hlýða á leik þessarar listakonu kl. 21:40. Þar leikur hún verk eftir Ludwig van Beethoven. Maurice Ravel og Frédéric Chopiti. Utvarp kl. 20.30: Sumarið ’37 til heiðurs Þorsteini Ö. ■ Þorsteinn Ö. Stephensen leikur aöalhlutverkiö Jökuls Jakobssonar Smnariö ’37. leikriti ■ í kvöld kl. 20.30 verður endúrflutt í útvarpi lcikrit Jök- uls Jakobssonar Sumarið '37. Leikritið er að þessu sinni flutt í tilefni af 80 ára afmæli Por- steins Ö. Stephensen þann 21. des. sl. Það var frumsýnt hjá Leikfélagi Rcykjavíkur árið 1968 og fvrst flutt í útvarp árið 1969. " Leikurinn fer fram á heimili Davíðs, efnaðs útgerðarmanns senr leikinn er af Þorsteini Ö. Stephensen. Eiginkona Davíðs, sem lengi hefur verið geðveik, er nýlátin og börn þeirra hjóna eru stödd á heimilinu ásamt mökum sínum að jarðarförinni lokinni. Leikurinn lýsir samskiptum og sambandsleysi þessa fólks; fortíðinni sem reist hefur ó- sýnilega og ókleifa múra milli þess. Með sumrinu '37 urðu at- hyglisverð þáttaskil á höf- undarferli Jökuls Jakobssonar en leikritið á rnun meira skylt við síðari verk hans eins og Dómarinn og Vandarhögg en fyrstu leikrit hans. Leikendur eru auk Þorsteins Helga Bachmann, Edda Þórar- insdóttir, Helgi Skúlason og Þorsteinn Gunnarsson. Leik- stjóri er Helgi Skúlason. Fimmtudagur 3. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn Á virkum degl. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurö- ar G. Tómassonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorö - Sigurjón Heiðarsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Umsjón: Sigrún Siguröardóttir (RÚVAK) 9.25 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Sagt hefur það verið“ Hjálm- ar Arnason og Magnus Gislason sjá um þátt af Suðurnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman. 13.30 Tónleikar. 14.00„Þættir af kristniboðum um víða veröld" eftir Ciarence Hall. „Skipstjórinn á Morgunstjörnunni" Eleanor Wilson á Kyrrahafseyjum. Ástráður Sigursteindórsson les þýðingu sína. 14.30 Á frivaktinni Þóra Marteins- dóttir kynir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar a. Sónata i Es-dúr op. 120 nr. 2 eftir Johannes Brahms. Pinchas Zukerman og Daniel Barenboim leika á víólu og píanó. b. Pianókvartett nr. 4 i Es-dúr op. 16 eftir ludwig van Beethoven. Flæmski píanókvarf- ettinn leikur. 17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Endurtekið leikrit: „Sumarið ’37. Höfundur: Jökull Jakobsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephens- en, Helga Bachmann, Þorsteinn Gunnarsson, Edda Þórarinsdóttir og Helgi Skúlason. (Áður flutt 1969). 21.40 Gestur í útvarpssal Stephanie Brown frá Bandaríkjunum leikur á pianó. a. Sónata nr. 10 op 14 nr. 2 eftir Ludwig van Beetho- ven. b. Prelúdia úr „Le Tombeau de Couperin" eftir Maurice Ravel c. „Berceuse" eftir Frédéric Chopin. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræðan Árið 1984 - Dróg aö uppgjöri. Umsjón; Páll Heiðar Jónsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 3. janúar 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Kristján Sigurjónsson og Sigurður Sverrisson. 14.00-15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveinsson. 15.00-16.00 Ótroðnar slóðir Kristi- leg popptónlist. Stjómendur: Andri Már Ingólfsson og Halldór Lárus- son. 16.00-17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.00-18.00 Gullöldin Lög frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir Ástvaldsson. Hlé 20.00-24.00 Kvöldútvarp Föstudagur 4. janúar 1984. 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdottir. 19.25 Krakkarnir i hverfinu. 3. Inga flytur í hverfið. Kanadískur myndaflokkur i þrettán þáttum, um atvik i lífi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 21.10 Skonrokk Umsjónarmenn: Anna Hinriksdóttir og Anna Kristin Hjartardóttir. 21.55 Hláturinn lengir lifið Breskur myndaflokkur i þrettán þáttum um gamansemi og gamanleikara í fjöl- miðlum fyrr og síðar. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 22.55 Fanný og Alexander. Siðasti hluti. Sænsk framhaldsmynd í fjór- um hlutum eftir Ingmar Bergman. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.50 Frettir i dagskralok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.