NT - 24.01.1985, Síða 2

NT - 24.01.1985, Síða 2
tU' Fimmtudagur 24. janúar 1984 Konur í Reykjavík snúa baki við Sjálfstæðisflokki ■ Alþýðuflokkurinn og Samtök um kvennalista hafa unnið verulega á sé miðað við úrslit síðustu alþingiskosn- inga, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem NT framkvæmdi í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþlýðu- bandalagið hafa hins vegar tapað miklu fylgi, en Fram- sóknarflokkurinn og Bandalag jafnarðarmanna töpuðu minna. Sé miðað við síðustu skoðana- könnun NT, sem var fram- kvæmd í nóvember s.l., kemur í Ijós að fylgisaukning Alþýðu- flokksins er gífurleg eins og fram kemur á meðfyfgjandi töflu. Við framkvæmd könnun- arinnar vakti athygli, að Al- þýðuflokkurinn hlaut mjögmik- ið fylgi úti á landi. í því sam- bandi má minna á, að hinn nýi formaður flokksins, Jón Bald- vin Hannibalsson, hefur varið miklurn tíma til ferðalaga utan höfuðborgarsvæðisins. Framsóknarflokkurinn tapar verulega miðað við síðustu könnun og er það fylgishrun að lang mestu leyti á Reykjavíkur- svæðinu. Fylgishrun Sjálfstæðisflokks- ins heldur áfram og minna má á, að flokkurinn hafði yfir 50% í könnunum DV fyrir tæpu ári. I nær öllum könnunum frá þeim tíma, hefur flokkurinn tapað fylgi. Við framkvæmd könnunar- innar vakti athygli, og verður nánar greint frá því í NT á morgun, að Sjálfstæðisflokkur- inn virðist hafa rnisst fulltrúa kvenna í Reykjavík. Alls kusu 30% kvenna í Reykjavík flokkinn, en 37% karla. Skýringin gæti hugsanlega verið sú, aðíverkfalli BSRB í haust voru ráðherrar flokksins mjög i sviðsljósinu, en margaraf fjöl- mennustu kvennastéttum lands- ins voru þá í verkfalli, til að mynda kennarar. Og jafntefli enn ■ 45. einvígisskák Karpovs og Kasparovs lauk meö jafntefli í gær eins og allar skákir einvígis- ins frá og með skák nr. 33. Virðist Karpov gersamlega ófær um aö ná gagnlegu frumkvæði með hvítu mönnunum eftir að hin síðasta alvarlega vinningstil- raun í 4I. skákinni fór t'yrir bí en þar missti hann af röktum vinningi. Funagaddur er nú í Moskvu, þess konar veðurlag sem aldrei liefur átt við heims- meistarann og kann það að eiga sinn þátt í hinni litlausu tafl- mennsku hans. Þrátt fyrir bar- áttu í síðustu skákum og ýmis tilþrif í byrjunum þá bendir flest til þess að einvígið nái hinni næsta óhugnarlegu tölu 50. 45. einvígisskák: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 (Karpov viröist hafa vaknað til vitundar urn að þetta er eftir allt saman sigurvænlegasti byrjun- arleikur hvíts.) 1. ..c5 4. Rxd4 Rf6 2. Rf3 d6 5. Rc3 a6 3. d4 cxd4 (Þetta er í þriðja sinn sem Kasparov beitir Najdorfafbrigð- inu. Fyrst í 5. skákinni og síðast í 43. skákinni). 6. Be2 e6 9. Khl Dc7 7. 0-0 Be7 1«. a4 8. f4 0-0 (Karpov lék 10. Del í 43. skák- inni en komst ekkert áleiðis gegn markvissri byrjunartafl- mennsku áskorandans. Hann lék 10. Bf3 í 5. einvígisskákinni en þá náði Kasparov auðveld- lega jafntefli. Þessi skák þróast á mjög svipaðan hátt). 10. ..Rc6 11. Be3 He8 12. Bf3 Ilb8 (Með breyttri leikjaröð er korn- in upp sama staða og í 5. skákinni en þá lék Karpov 13. Hel og var samið um jafntefli eftir aðein:, 21. leik.) 13. Dd2 („Endurbót“ heimsmeistarans en hún virðist þó breyta litilu um framþróun mála.) 13. ..Rxd4 16. Be3 Bd7 14. Bxd4 e5 17. a5 Hc8 15. Ba7Ha8 18. Be2 (Hindrar 18. - Dc4. Það tókst Karpov ekki í 5. skákinni sem tefldist þannigeftir 13. Hel: 13. - Bd7 14. Dd3 Rxd4 15. Bxd4 e5 16. Ba7 Hbc8 17. Be3 Dc418. a5 h6 19. h3 Bf8 20. Bd2 Dd4 21. Be3 Db4 - jafntefli. 1 18. .. Bc6 (Eftir 18. - Be6 getur hvítur leikið 19. Ha4 eða 19. Bb6.) 19. Dd3 (19. Bb6 Db8 20. fxe5 dxe5 21. Bc4 virðast gefa meiri mögu- leika á frumkvæðinu en svartur teflir betur og leikur 19. - Dd7 þó hvítur haldi nokkru frum- kvæði eftir 20. fxe5 dxe5 21. De3.) 19. ..Dd8! 23. Bxd6 Dxd6 20. Hfdl exf4 24. Dxd6 Bxd6 21. Bxf4 Bf8 25. Hxd6 Rxe4 22. Bf3 De7 26. Hxc6 (í fljótu bragði virðist hvítur vinna lið með þessum leik en Kasparov hefur reiknað fram- haldið nákvæmt.) 26. ..Hxc6 27. Rxe4 (Ekki 27. Bxe4 Hxc3! ogsvartur hefur bctur.) 27. ,.Hce6! III IIIIMIMII I I i i|| lllllllllllli AllllHII ■iiaiiii iiiii ■Ki llllSilil bihi l: Samtök um kvennalista vinna á miðað við kosningarnar, en tapa sé miðað við síðustu skoð- anakönnun NT. Þess ber þó að gæta, að þá fengu samtökin mjög mikið. BSRB verkfallið gæti hafa spilað þar mikilvægt hlutverk. Sú skoðanakönnun sem hér birtist var framkvæmd milli kl. 18 og 22 í gærkveldi ogmun það trúlega einsdæmi hérlendis að unnt sé að birta niðurstöðurnar svo snemrna. Um 20 manns sátu við símana hér á ritstjórninni og hringdu í samtals 600 manns um allt land. Svörin voru skráð inn á tölvu jafnóðum. Jöfn skipting var milii Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar og sörnu- leiðis milli kynja. „Hvað myndir þú kjósa, ef kosið væri í dag?" var spurt og ef fólk treysti sér ekki til að svara ákveðið var spurt hvað fólk teldi líklegast að það myndi kjósa. í þeim niðurstöðum sem hér birtast er ekki gerður grein- armunur á þessum spurningum. Um það verður fjallað síðar. Nánar verður fjallað um skoðanakönnunina á morgun og næstu daga og verður þá nánar skýrt frá niðurstöðum. ■ Lúðvík Jósepsson afhendir Jóhanni Hjartarsyni. ■ , m l l ■ ■ NT-mynd: Árni Bjama Johann Hjartarson: Hlaut skákverðlaun Landsbanka íslands Síðasta Siðustu Nú skoðana- alþingis- könnun kosningar Alþýðuflokkur: 15,8% 8,9% 11,7% Framsóknarflokkur: 18,2% 23,6% 19,0% Sjálfstæðisflokkur: 36,4% 37,8% 39,2% Alþýðubandalag: 15,0% 13,0% 17,3% Bandalag jafnaðarmanna: 6,7% 7,0% 7,3% Kvennalistinn: 7,9% 9,4% 5,5% ■ Jóhann Hjartarson, alþjóð- legur meistari í skák fékk í gær verðlaun að upphæð kr. 70 þús- und úr Verðlaunasjóði Lands- bankans til styrktar skákíþrótt- inni. Þetta er í þriðja sinn sem veitt eru verðlaun úr sjóðnum, en hann varstofnaður árið 1982. Jóhann var útnefndur alþjóð- legur skákmeistari á síðasta ári, hlaut tvo áfanga af þrem að stórmeistaratitli og er jafnframt skákmeistari íslands árið 1984. Lúðvík Jósepsson formaður bankaráðs afhenti Jóhanni verðlaunin. Jóhann sagði er hann þakkaði fyrir verðlaunin að hann liti á þau sem viðurkenningu til ís- lenskra skákmanna og skák- hreyfingarinnar og í sama streng tók forseti Skáksambandsins, Þorsteinn Þorsteinsson, sem þakkaði bankanum fyrir þann stuðning við íslenska skák- hreyfingu sem í verðlaununum fælist. „Anarki“ í borg Davíðs ■ Vagnstjórar á leið 2 breyttu leiðarkerfinu í vik- unni og er það önnur breyt- ingin það sem af er á þessu ári. Hin breytingin var gerð með samþykki og að undir- lagi stjórnarinnar. Það mun vera svo að umferðarnefnd hafi ekki neitt ákvörðunarvald um hvaða leiðir SVR aki og er ákvörðunarvaldið í hönd- um borgarráðs. Stjórnkerfi borgarinnar er hins vegar nokkuð seint í svifum þann- ig að segja má að vagnstjór- arnir, sem hljóta óbeinan stuðning forstjóra SVR, hafi gert hallarbyltingu í borg Davíðs. Nú er bara að sjá hvernig borgarstjórinn tekur þessu og hvort hann metur meira, þessar sjálf- stæðu framkvæmdir vagn- stjóranna eða vilja íbúa- samtakanna. Að dropatelj- ara læðist sá grunur að það verði hinir fyrrnefndu sem sitji með pálmann í höndun- um... „það er alltaf seilst í vasa þeirra sem varnarlausastir eru. Ég held að það sé mál til komið að fólk geri sér grein fyrir því að Alþingi skiptist í tvær deildir, - nefnilega efri gripdeild og neðri gripdeild.“ Ólafur Ragnar Grímsson fær friðar- verðlaun frá afvopnunarsamtökum í Kanada Alþingi er tvískipt... (Á þenhan hátt nær svartur aftur hinu fórnaða liði. Takið eftir að 28. Hel f5 29. Rf6t gagnar ekki vegna 29. - Kh8! og svartur vinnur, en ekki dú. - gxf6?? 30. Bd5! og hvítur hefur vinninginn. Nú leysisl skákin upp í jafntefli.) 28. KylHxe4 33. Kf2 Kg7 29. Bxe4 Hxe4 34. g4 1)6 30. Hdl g5 35. h3 Kg6 31. Hd5 h6 36. Kf3 h5 32. c3 He6 - og hér var samið jafntefli. baráttuskák þrátt fyrir úrslitin. Helgi Ólafsson skrifar ■ Ýmsir finna sárt fyrir þeim álögum sem Alþingi leggur á landann árlega í formi skatta til ríkissjóðs og að vonum eru ekki allir á eitt sáttir um það hvernig þessum byrðum er skipt niður á landslýðinn. Einum viðmælanda dropateljara þótti nóg um þegar söluskatturinn var hækkaður um áramótin og taldi að vænlegra hefði ver- ið að leggja einhverja auka- skatta á þá sem betur mættu sín, enda kæmi söluskattur hlutfallslega verr við fátæka en ríka. „En það er alltaf sama sagan", sagði hann, ; ' ' -4.. ,lh ’l, I.t'' I!',,"|. 'i y i' ' víkjÁf 1 \x ’V.'K V- Óli minn blessaður komdu niður, þetta er alltof ábcrandi!

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.