NT - 24.01.1985, Blaðsíða 20

NT - 24.01.1985, Blaðsíða 20
Útlönd Fimmtudagur 24. janúar 1984 20 Svíþjóð: Stutt í að þeir framleiði kjarnavopn? Bændur hreinsa Haf nargötur ■ Eftir mikla kulda lyrr í þessum mánudi hefur slabb og snjóbleyta plagad frændur okkar Dani. Nú á þriðjudag kölluðu þeir út her snjómokstursmanna til að hreinsa Kaupmannahafnar- götur. Til þess að verkið gengi sem allra fljótast fyrir sig fengu þeir bændur frá Sjálandi til að hjálpa til. Símamynd-POLFOTO útbreiðsiu kjarnorkuvopna, sem varð til þess að Bandraíkja- menn neituðu að aðstoða þá við uppbyggingu kjarnorkuiðnað- arins af ótta við að Brasilíumenn myndu koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Pessvegna gerðu Brasilíumenn samninga við Vestur-Þjóðverja um byggingu átta 1.245 megawatta kjarn: orkurafstöðva fyrir árið 1990. í þessu samkomulagi skuldbindur þýska fyrirtækið Kraftwerk Un- ion sig meðal annars til að veita Brasilíumönnum fulla aðstoð við öflun nauðsynlegrar tækni- þekkingar til að þeir geti endur- unnið úraníum sem eldsneyti. Þannig eiga Brasiiíumenn að geta sjálfir framleitt eidsneyti fyrir kjarnaofnana úr úraníum sem finnst í Brasilíu og endur- unnið það síðan á þann hátt að það verði hægt að nota það í kjarnorkusprengjur. Sem stendur er samt ekki víst hvað verður úr þessum kjarn- orkuvæðingaráformum Brasi- líumanna þar sem ný borgaraleg ríkisstjórn hefur sterkar efa- semdir um ágæti kjarnorkunn- ar. Brasilíumenn eign- ast kjarnorkuver Brasilía-Reuler ■ Brasiiíumenn tóku fyrsta1 kjarnorkuver sitt í notkun nú í þessum mánuði eftir sjö ára tafir vegna ýmissa tækniörðug- leika. Þegar vinna hófst við kjarn- orkuverið fyrir 13 árum lýstu stjórnvöid því sem hagkvæmu fyrirtæki sem myndi spara Brasiiíumönnum 22.000 tunn- ur af olíu á dag, eða sem svaraði um 220 milljón dollur- um á ári. En andstæðingar vers- ins liafa bent á að bygging kjarnorkuversins hefur kostað 1,8 milljarða dollara, þar af 40% í erlendum lánum. Þeir segja að sambærileg virkjun á vatnsafli hefði aðeins kostað þriðjung á viö kjarnorkuverið. Nýkjörinn forseti Brasilíu, Tancredo Neves, segir kjarn- orkuverið eitt af mörgum dæm- um um óhagkvæma fjárfestingu sem leitt hafi til þess að Brasi- líumenn skulda nú um hundrað milljarða dollara erlendis. Þrátt fyrir þetta segir forsetinn að samningum Brasilíumanna við Vestur-Þjóðverja um byggingu fleiri kjarnorkuvera verði ekki ■ Hinn nýkjörni forseti í Brasilíu. Tancredo Neves. læt- ur sér fátt uni finnast um kjarnorkuvæðingu iandsins. rift þótt það verði að endur- skoða þá. Herstjórnin í Brasilíu neitaði á sínum tíma að skrifa undir alþjóðasamning um bann við ísraelsher gjaldþrota Jerúsalem-Keuter ■ Embættismaður í varn- armálaráðuneyti ísraels segir að herinn sé gjaldþrota og ekki séu lengur til peningar til að greiða reikninga fyrir elds- ■ Myndin sýnir líkan að her- þotum sem Israelsmenn hafa byrjað framleiðslu á. Fram- leiðsla þeirra er umdeild enda talið af mörgum að framleiðsla þotanna kosti efnahagslífið of mikið. 3000 manns vinna við framleiðslu hennar. neyti, síma, matvæli og jafnvel vopn og skotfæri. Sparnaðarráðstafanir stjórnarinnar í ísrael hafa bitn- að mjög á hernum sem skuldar til dæmis sjö milljón dollara í símakostnað. í þessari viku fyrirskipaði samgönguráðherra Israels símafyrirtæki ríkisins að loka símum hersins vegna vangoldinna skulda. Einungis þær línur, sem eru taldar mjög nauðsynlegar, eru hafðar opnar. Talsmaður heilbrigðisráðu- neytisins segir að í sumum sjúkrahúsum sé hætt að láta bæklaða hermenn fá lyf vegna skulda varnarmálaráðuneytis- ins við sjúkrahúsin. Sam- kvæmt frétt í írsraelska út- varpinu skuldar ráðuneytið líka um 57 milljónir dollara til olíufélaga. Ymis fyritæki, sem selja hernum matvæli, kvarta einnig sáran yfir skuldunum. Á síðasta ári eyddu ísraels- menn meira en fjórum mill- jörðum dollara til hermála sem er meira en tvöfalt hærri upp- hæð en öll útgjöld til heil- brigðis- og menntamála. Varnarmálaráðherra ísra- els, Yitzhak Rabin, hefur farið fram á sérstaka fjárveitingu til þess að kosta flutninga fsraels- hers frá Suður-Líbanon. ■ í gær voru unnin skemmdarverk á fjölda trukka í nikkeinámu í Nýju-Kaledóníu. Ekki er talið að Kanakar, frumbyggjar eyjanna sem berjast fyrir sjálfstæði, beri ábyrgð á skemmdarverk- unum. Eyjarnar hafa verið undir stjórn Frakka síðan 1853. Alls skemmdust 4 jarðýtur og 21 trukkur í gær. Símaimnd POLFOTO Holland: Mótmæli til stuðnings breskum kolanámamönnum 100 hertóku hollenska Verkamannasambandið Frá Reyni Þór Finnbogasyni frétlaritara NT í Hollandi: ■ Nú í vikunni hertóku rúm- lega 100 verkamenn aðalstöðvar Verkamannasambandsins hol- lenska (FNV) í Amsterdam. Frakkland: Leiðtogi Kanaka rekinn úr þinginu Paris-Reuter ■ Jean-Marie Tjibaou, leiðtogi sjálfstæðishreyf- ingar Kanaka á Nýju-Kal- edóníu var neyddur til að yfirgefa þingfund í franska þinginu í gær. Hægrimenn mótmæltu nærveru hans en á dagskrá fundarins voru tillögur um að áfrant yrði lýst yfir neyðarástandi á eyjunum. Tjibaou sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann væri svona valda- mikill. Mennirnir mótmæltu því að Verkamannasambadið hefur ekki stutt verkfall kolanáma- manna á Bretlandi með því að stöðva kolaútflutning til Bretlands. Mennirnir sögðust ekki yfir- gefa bygginguna fyrr en Verka- mannasambandið hefði lofað að bæta ráð sitt og grípa til harðra aðgerða og stöðva kolaútflutn- inginn til Bretlands. Forsvarsmenn Verkamanna- sambandsins sögðust ekki geta fallist á þessar kröfur og kölluðu lögregluna á staðinn og rýmdi hún bygginguna. Mótmælaaðgerðirnar fóru friðsamlega fram og engin átök urðu þegar lögreglan rýmdi húsið. Verkamannasambandið hol: lenska hefur lengi haft áætlun á prjónununt um aðgerðir til stuðnings bresku kolanáma- mönnunum og hefur t.d. aö- stoðað þá með fjárframlögum sem nema urn 16 milljónum króna. Verkamannasambandið hefur ekki talið sér fært að stöðva útflutning á kolum þar sem það kæmi harðast niður á hollenskum verkamönnum og myndi stefna atvinnuöryggi þeirra í hættu. Enn eykst gróði Volvo Cautaborg-Reuter ■ Gróði Volvo jókst enn á síðasta ári. í frétt frá fyrirtækinu segir að deildir Volvo, sem framleiða þungavinnuvélar muni renna saman við banda- rískt fyrirtæki og verði stofnað nýtt risafyrirtæki á því sviði. Forstjóri Volvo, Per Gyllenhammar sagði að gróði fyrirtækisins á síð- asta ári hafi verið 7 mill- jarðar S.kr. (28 milljarðar í.kr) og hafi gróðinn aukist um 68% frá fyrra ári. Gyll- enhammar lýsti einnig áætlun fyrirtækisins um að reisa nýja bílaverksmiðju í Vestur-Svíþjóð. Gróði Volvo jókst þrátt fyrir minni sölu. Hið nýja risafyrirtæki sem Volvo og bandaríska fyrirtækið Clark Equip- ments munu stofna mun verða þriðja stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar, næst á eftir bandaríska fyrir- tækinu Caterpillar og jap- anska fyrirtækinu Ko- matsu. Volvo hefur þanist út á undanförnum árum og hefur m.a. fjárfest í olíuleit, matvælafram- leiðslu og í evrópskum bönkum. Volvo er almennings- hlutafélag en sænskir elli- lífeyrissjóðir eiga stóran hluta hlutafjársins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.