NT - 24.01.1985, Blaðsíða 3

NT - 24.01.1985, Blaðsíða 3
■ Það leynast margar hættur á leiðinni í skólann og þó hafi verið komið fyrir hraðahindrun- um þarf samt oft að bíða til að komast yfir götuna. NT-raynd Róbert Fimmtudagur 24. janúar 1984 3 Fréttir SVR hættir að aka Vesturgötuna vegna hraðahindrana: „Nauðvörn hjá vagnstjórunum" - segir Sveinn Björnsson forstjóri SVR og ætlar að biðja borgarstjóra að taka málið upp í dag ■ „Stjórn SVR hefur ekki fjallað um málið og það voru vagnstjóramir sjálfir sem tóku þetta upp hjá sér en við munum hafa samband við borgarstjór- ann og biðja hann um að taka þetta mál til athugunar‘>; sagði Sveinn Björnsson forstjóri SVR er NT leitaði álits hans á þeirri ákvörðun bflstjóra á leið 2 að hætta að aka Vesturgötuna eftir að hraðahrindrunum var komið þar upp. Telja bílstjórarnir að hraða- hindranirnar þjóni ekki þeim tilgangi sem þeim var ætlað í upphafi, heldur skapi þær vissa hættu í umferðinni. Benda þeir á að það sé óþolandi að þurfa að aka á öfugum vegarhelmingi að gatnamótum og stafi af því mikil hætta, auk þess sem það sé brot á umferðarlögunum. Hafa allir bílstjórarnir á leið 2, Grandi- Vogar, undirritað mótmæla- skjal sem sent hefur verið um- ferðarnefnd Reykjavíkur, borg- arstjóra og forstjóra SVR. Umferðarnefnd hélt fund í gær þar sem m.a. var fjallað um þetta mál, en að sögn Guttorms Þormar, framkvæmdastjóra, munu nefndarmenn ætla að skoða málið betur og verður annar fundur haldinn að viku liðinni. Sagði Guttormur að þessar hindranir væru til komn- ar eftir ítrekaðar óskir íbúa og hverfissamtaka, sem lengi höfðu hamrað á því að hraðinn á Vesturgötunni væri allt of mikill. Árið 1983 voru sett niður skilti um 30 km hámarkshraða en þau dugðu lítið. Sú leið var valin að reyna vegaþrengingar, í stað vegahækkana sem væru mjög illa séðar af hálfu SVR, en eins og nú væri komið í íjós mæltist þetta ekki heldur vel fyrir. Guttormur sagði aðspurður að ekki kæmi til þess að þessar þrengingar yrðu fjarlægðar eða þeim breytt að svo stöddu, það yrði rætt á næsta fundi, nema þá að borgarráð, sem er æðsta vald í þessum málum, ákveði að breyta þessu. Átti hann von á að íbúar væru óánægðir með leiðarbreytinguna hjá SVR. Það kom og fram hjá Sveini að mikil óánægja væri meðal íbúa í Vesturbænum yfir þessari breytingu og hefði töluvert ver- ið hringt til þeirra til að kvarta. Sagði hann það skiljanlegt en á meðan verið væri að skoða þessi mál myndu vagnarnir aka áfram Mýrargötuna. Bætti hann því við að ef þrengingarnar yrðu hafðar á Vesturgötunni til fram- búðar þyrfti að huga vandlega að leiðum fyrir Granda-Voga í framtíðinni. Sagði Sveinn enn fremur að það hefði komið hálfflatt upp á sig þegar búið var að setja þetta upp í síðustu viku og hefði hann fulla samúð með aðgerðum vagnstjóranna sem ekki teldu sig geta ekið þarna áhættulaust. Hann sagði að deila mætti um hvernig standa ætti að svona ákvörðun en e.t.v. mætti kalla þetta sjálfsvörn hjá bíistjórun- um. Kvaðst hann mundu fagna því að geta rætt þessi mál við borgarráð, því þetta væri þeim til ama hjá SVR, en engin ákvörðun lægi fyrir um það. Kísiliðjan við Mývatn fær 15 ár: Námaleyf ið gefið út í næstu viku Náttúruverndarráð kemur af fjöllum skýrt var frá ákvörðun iðn- aðarráðherra. Segir í at- hugasemdinni, að frétt þessi hafi komið náttúru- verndarráði mjög á óvart, þar sem yfir stóðu viðræð- ur við iðnaðarráðuneytið um ýmis atriði er varða leyfisveitinguna. Eftir því, sem NT kemst næst, verður tekið tillit til ýmissa ábendinga Náttúruverndarráðs við framlengingu námaleyfis- ins. Þannig mun eiga að veita ákveðnum tekju- stofni til rannsókna á líf- ríki svæðisins á næstu þremur árum og ennfrem- ur mun vera gert ráð fyrir endurskoðunarákvæði í leyfinu. Verður hægt að endurskoða það hvenær, sem er, ef þurfa þykir. Óperutónleikar Sinfóníunnar í kvöld: ítalskur tenórsöngvari í stað Nicolai Gedda ■ Það er ungur ítalskur tenór- í haust. söngvari, Pietro Ballo, sem hleyp- Pietro Ballo er í hópi þekktustu ur í skarðið fyrir Nicolai Gedda á ungra söngvara ítalíu. Hann kom óperutónleikum Sinfóníuhljóm- fyrst fram á óperusviði í Treviso sveitar lslands í kvöld. Gedda skammt frá Feneyjum 1979 í aðal- forfallaðist á síðustu stundu vegna hlutverkinu íDon Pasquale eftir veikinda, en vonir standa til að Donnisetti. hann gisti ísland síðar í vetur eða ■ Námaleyfi Kísiliðj- unnar við Mývatn verður framlengt um 15 ár, þegar það rennur út á næsta ári, og mun Sverrir Her- mannsson iðnaðarráð- herra gefa það út í næstu viku. Upphaflega stóð til að tilkynning um það bær- ist í gær, en ákveðið var að fresta útgáfu leyfisins á meðan hugað væri frekar að einstökum atriðum þess. Náttúruverndarráð vildi aðeins framlengja náma- leyfið um 5 ár, þar sem ekki væri lokið lágmarks- rannsóknum á lífríki nýja námasvæðisins. Ráðið sendi í gær frá sér athuga- semd við frétt sjónvarps- ins á þriðjudag og Morg- unblaðsins í gær, þar sem JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 □NS KR.169.000 Viö höfum náö slíkum,,kjarasamningum” um verö á Skoda aö síöasta gengisfelling er hér meö afturkölluö. verðið hefur aldrei veriö hagstæöara. EF ÞETTA ERU EKKI EFNAHAGSRAÐSTAFANIR. ..ÞA HVAÐ?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.