NT - 24.01.1985, Side 4

NT - 24.01.1985, Side 4
■ Staðið upp frá kaffiborði á blaðamannafundi og Haraldur Henrysson forseti SVFÍ tekur við kortinu úr hendi Halldórs Ásgríinssonar sjávarútvegsráðherra. ■ Kortið góða sem ráðuneytið hefur gefið SVFÍ og hefur að geyma mikilsverðan og auðlæsan fróðleik um fískimiðin og sjávarútveginn. Nýtt kort fiskveiðilög- sögu íslands afhent SVFÍ Landmælingar teikna, ráðuneytið borgar og SVFÍ selur ■ Slysavarnafélagi Islands barst í gær að gjöl' fyrstu 2000 eintökin af korti af fískveiði- landhelgi íslands og útgáfurétt- ur af öðrum 8000 eintökum af kortinu. Kortiö lét ráðuneytið Landmælingar íslands og fleiri stofnanir vinna en útlagöan kostnað grciðir ráðuneytið; samtals um 400 þúsund krónur. SVFÍ mun svo selja kortið og fá það fé sem inn kcmur við sölu til eigin ráðstöl'unar. A blaðamannafundi í gær sagði Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra að með þessu væri hvorutveggja fenginn góð- ur dreifingaraðili og félaginu veitt viðurkenning fyrir góð störf sem tengjast öryggi sjó- manna og annarra landsmanna. Rciknað er með að kort þetta verði komið í sölu á næstu vikum og að verð þess verði um 750 krónur. Þannig gæti fyrsta upplag þess skilað SVFÍ hálfri annarri milljón. Munu öll 200 félög og deildir SVFI unt landið taka þátt í sölunni. Kort þetta er sett saman úr 13 kortum og sýnir það stærsta þeirra hafdýpi kringum landið, strauma í hafinu, útbreiðslu haf- íss og margt fleira. Þá eru minni kort sem sýna útbreiðslu og veiðisvæði einstakra fiskiteg- unda og örvera í sjónum. Fjórar skýringamyndir fylgja kortinu sem sýna meðal annars fiskafla frá ári til árs, útlit veiðarfæra og hlutfall útflutningseftiratvinnu- greinum í landinu á hinum ýmsu tímum. Aðalteiknari kortsins, sem er í mörgum litum og mjög smekk- legt á að líta, er Jean Pierre Biard starfsmaður Landmæl- inga íslands, en Kassagerðin prentaði. ■ Þórður Eyþórsson úr sjávarútvegsráðuneyti útskýrir kortið fyrir blaðamönnum. Hannes Hafstein, Haraldur Henrysson, sjávarút- vegsráðherra og aðrir á blaðamannafundinum fylgjast méð. NT-myndir Árni Bjarna W Sunnuhlíð: Aukin starfsemi Islenskar iðnaðar- vörur á undanhaldi Tækniskólinn ■ í tilcfni tuttugu ára afmælis Tækniskóla íslands 2. október s.l. tilkynnti menntamálaráðherra að i hann hefði ákveðið að sækja um byggingarlóð fyrir skólann í iKeldnaholti í nábýli við rann- sóknarstofurnar sem þar eru. Opið hús var á afmælisdegi skól- ans til að kynna starfsemi hans. Við lok haustannar. 21. des- ember s.l., voru braútskráðir 24 nemar úr byggingartæknifræði, rafiðnfræði og véliðnfræði. Á vorönn 1985 hófst kennsla á nýrri námsbraut í rekstrarfræði. Eru það 2.5 námsár að loknu sveinsprófi. T rá frcltaritara NT í Rópavoj>i Unni Stcfáns- dóttur ■ Síöustliðinn laugardag héldu stjórn og fulltrúaráð Sunnuhlíðar, sem er hjúkrunur- heimili aldraðra í Kópavogi, gestaboð, þar sent m.a. var boðið bæjarstjórn Kópavogs og ileiri gestum. Tilefni gesta- boðsins var það, að nú er liúsið allt (Itæð og kjallari) lullfrá- gengið. Fyrir tvcimur og háll'u ári tók hjúkrunarheimiliö til starfa á jarðhæð hússins og liai'a alls 300 manns dvalið þar unt lengri eða skenunri tínia. Fyrir ári var liluti kjallara liússins tekinn í notkun er „Örvi“ verndaður vinnustaður fyrir aldraða og öryrkja tók til starfa. Nýlega var hinn hluti kjallara hússins tekinn í notkun og er þarstarfræktsjúkraþjálfun.sem sjúkraþjálfararnir María Ólafs- dóttir og Þjóðbjörg Guðjóns- dóttir starfrækja. Sjúkraþjálf- unin er fyrir það fólk er dvelur í Sunnuhlíð eða vinnur í Örva svo og aðrir sem sjúkraþjálfunar þarfnast. í kjallaranum ereinn- ig aðstaða fyrir sjúkravinastarf, en það er leitt af 15 konum í Rauðakrossdeild Kópavogs undirforystu Póru Eiríksdóttur. Þær koma reglulega í Sunnu- hlíð og aðstoða við handavinnu, samverustundir og heimsóknir til hinna öldruðu og sjúku, sem þar dvelja. Hluti af húsnæði Örva er notað fyrir félagsstarf aðildar- félaga Sunnuhlíðar á kvöldin og tekur salurinn um 50 manns. _____________________________________________________________ Að sögn Ásgeirs Jóhannes- ■ Þórdís Einarsdóttir í þjálfun hjá Maríu sjúkraþjálfara ■ Hlutur íslcnskrar kafflbrennslu á innanlandsmarkaði minnkaði um 4,9% á þriðja ársfjórðungi ársins 1984, úr 80,4% af heildarneyslu í 75,5%. Sé miðað við þriðja ársfjórðung 1983, jókst markaðshlutdeildin aftur á móti, en hún var þá 72,7%. Hlutur íslcnskra kaffiframleiðenda á markaðinum var 92,6% árið 1978 en árið 1983 var hún koniin niöur í 76,6%. NT-myndir: Unnur sonar formanns Sunnuhlíðar- samtakanna, þá er mikill hugur í stjórn fulltrúaráðs hússins að halda áfram frekari uppbygg- ingu fyrir aldraða og er m.a. uppi hugmynd um að stækka Sunnuhlíö, með því að fá lóð undir byggingu við Kópavogs- braut norðan núverandi Sunnu- hlíðar. Það kom fram í ávarpi bæjar- stjóra Kópavogs við þetta tæki- færi að skipulagsnefnd bæjarins hefur samþykkt fyrir sitt leyti að byggt verði hús fyrir aldraða á. fyrrnefndri lóð. Hitaveita Reykjavíkur hefur einnig sam- þykkt tilfærslu hitaveituröra vegna hugsanlegra framkvæmda og bæjarstjórn hefur haldið fund með íbúum í nágrenni við Sunnuhlíð. ■ Ásgeir Jóhannesson, for- maður Sunuhlíðarsamtakanna. Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta tölublaði fréttabréfs Fé- lags íslenskra iðnrekenda. Þar kemur einnig fram, að markaðs- hlutdeild innlendrar hreinlætis- vöru minnkaði um 3,5% milli 2. og 3. ársfjórðungs 1984, úr 60.1% í 56,6% af heildarneyslunni. Hlut- ur þessarar vöru minnkaði úr 72,3% í 63.3% af heildarneyslunni á árunum 1978-1983. íslenskar málningarvörur juku hlut sinn á markaðinum á þriðja ársfjórðungi 1984 um 1,5% miðað við annan ársfjórðung, -eða upp í 55,7%. Aftur á móti minnkaði markaðshlutdeildin frá þriðja árs- fjórðungi 1983, en þá var hún 60,4%. íslensk sælgætisframleiðsla er einnig á undanhaldi á markaðin- um. Á þriðja ársfjórðungi 1984 minnkaði markaðshlutdeild henn- ar um tæp 8% miðað við sama tíma árið áður, eða úr 43,8% í 35,5%. Þrátt fyrir þetta, hefur hlutur íslensks sælgætis aukist frá árinu 1980. er ntælingar hófust, úr 44,1% í 49,5% árið 1983.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.