NT - 24.01.1985, Blaðsíða 23

NT - 24.01.1985, Blaðsíða 23
■ Valdimar Grímsson úr Val er eini nýliðinn sem fer til Frakklands. NT-mynd: Svcnir Ítalía: Verona kemur á óvart - Briegel og Larsen standa sig vel ■ Briegel er góður Knattspyrnupunktar: ■ ...Bræðurnir Klaus og Thomas Allofs eru markahæst- ir í vestur-þýsku Búndeslíg- unni. Klaus hefur gert 13 mörk fyrir Kölnara en Thomas 10 fyrir Kaiserslautern... ...Þegar Inter Mílanó leikur er alltaf læknir viðstaddur. Markvörður liðsins, Angelo Recchi notaði frítímann ekki til einskis, heldur lauk prófi í læknisfræði... ...Juan Lozano, sem fór frá Anderlecht til Real Madrid fyr- ir einu og hálfu ári, hefur sagt ■ Diego Maradona, Michel Platini, Socrates, Zico og Karl- Heinz Rummenigge! Hvað með þá? Víst eru þeir frægustu leik- mennirnir á Ítalíu en það eru samt tveir leikmenn hjá Verona sem hafa staðið sig best, þó þeir séu ekki eins frægir. Það eru Vestur-Þjóðverjinn Hans-Peter Briegel og Daninn Preben-Elkjær Larsen, sem eru mennirnir á bak við vel- gengni Verona í ítölsku 1. deildinni og hafa komið liðinu fyrir á toppi deilarinnar. Um hverja helgi búast allir framkvæmdastjóra Real, Am- ancio Amario.að hann geti ekki beðið eftir því að samningur hans renni út. Lozano, sem kostaði Real 900.000 pund, var settur út úr liðinu nýlega og sagði þá: „Mér fannst gaman að leika knattspyrnu og ég hlakkaði til hvers leiks þegar ég lék í Belgíu. En knattspyrnan á Spáni er of gróf. Enginn hugsar um annað en stigin sem hægt er að fá út úr leiknum. Um leið og samningur minn rennur út fer ég frá Real“. Þess má geta að hann þarf að bíða til júní 1986... við að þeir séu búnir að vera, stóru stjörnurnar taki völdin og þar með rætist orð þjálfarans Osvaldo Bagnoli: Verona er í rauninni ekkert meistaralið. Okkur hefur einungis tekist að ná fram nokkrum hagstæðum úrslitum. En það sem hefur skipt mestu máli er vanmat hinna liðanna. Bangoli, sem er 49 ára gamall, kom Verona upp úr 2. deild fyrir tveimur árum og á síðasta keppnis- tímabili lenti liðið í þriðja sæti og komst í úrslit í bikarkeppn- inni. í vetur hefur Verona haft forystuna frá upphafi. í fyrstu umferð vann liðið Napólí 3-1 og Briegel lék argentínska undra- manninn hjá Napóli, Mara- dona, ekki aðeins upp úr skón- um heldur skoraði einnig fyrsta markið. Síðan hefur gengið mjög vel hjá liðinu og það hefur enn ekki tapað leik. Briegel hefur leikið svo vel að Beckenbauer, hinn nýji landsliðseinvaldur Þjóðverja hefur orðið að endurskoða af- stöðu sína gagnvart honum. Þegar Briegel fór til Ítalíu gaf Beckenbauer hann opinberlega upp á bátinn en nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þessi stóri miðjuleikmaður hefur verið upp á sitt allra besta í vetur, jafnvel eins góður og hann var er hann lék með landsliðinu fyrst, í Evrópu- keppni landsliða á Ítalíu árið 1980. Daninn Preben-Elkjærhefur einnig leikið frábærlega jafnt með Verona og danska lands- liðinu og sennilega aldrei betur á ferli sínum. Bræðurnir skora I* t ♦ * 4 ♦ ý M I t » f ♦ M Fimmtudagur 24. janúar 1984 23 fþróttir Frakklandsferð handknattleikslandsliðsins: Sterkur hópur Leika fimm leiki á fimm dögum ■ íslenska landsliðið í hand- knattleik er á förum til Frakk- Iands á mánudaginn og mun liðið taka þátt í stóru móti þar sem leikið verður gegn Ung- verjum, Frökkum A og B, Tékkum og ísrael. Nú hefur verið valinn hópur sem taka mun þátt í þessum leikjum og skipa hann eftirtaldir: MARKVERÐIR: Einar Þorvarðarson Brynjar Kvaran Jens Einarsson AÐRIR LEIKMENN: Þorbergur Aðalsteinsson Páll Ólafsson Kristján Arason Þorgils Óttar Mathiesen Þorbjörn Jensson Geir Sveinsson Jakob Sigurðsson Valdimar Grímsson Atli Hilmarsson Alfreð Gislason Sigurður Sveinsson Bjarni Guðmundsson Sigurður Gunnarsson Val Stjarnan KR Vikingi Þrótti FH FH Val (fyrirliði) Val Val Val Tura Bergkamen Tusern Essen Lemgo Wanne Eickel Tes de Mayo Mótið í Frakklandi ■ Eins og skýrt er frá annarsstaðar á síðunni þá er hand- knattleikslandsliðið á leið til Frakklands til keppni á móti miklu. Hér á eftir fer leikjaniðurröðun á mótinu: 30. jan: Ísl.-Ungverjal. Frakkl.-ísrael Frakkl. B-Tókkó 31. jan: Tókkó-ísrael Frakkl.-ísl. Frakkl. B-Ungverjal. 1. feb: Frakkl.-Frakkl. B Ungverjal.-Tókkó ísrael-ísl. 2. feb: Ísrael-Ungverjal. Frakkl.-Tékkó Frakkl. B-lsl. 3. feb: Frakkl. B-ísrael Ísl.-Tókkó Frakkl.-Ungverjal. ■ Herbert Prohaska, aust- urríski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, hefur sagt að ef Eric Hof verði ekki fenginn til að draga uppsögn sina til baka sem landsliðsþjálfari, þá muni hann ekki leika fleiri landsleiki fyrir Austurríki. Ekki er alveg fullljóst hvort Bjarni verður með í öHum leikjunum né hvort Þorbergur getur komist með. Leikirnir verða í eftirtaldri röð. Fyrst verður leikið viö Ungverja þann 30. jan. síðan við Frakka 31. jan. ísrael 1. feb., Frakka B 2. feb. og við Tékka 3. feb. Þessi ferð verður rnjög erfið, fimrn leikir á fimm dögum. Fljótlega eftir að komið verður heini verður leikið við Ólym- píumeistara Júgóslava (eða um niiðjan febrúar) Enskir punktar: Docherty ræður litla Docherty „United vinnur“ segir Baily Frá Hcimi Bergssyni frcttaritara NT í Kng- landi: ...Tommy Docherty fram- kvæmdastjóri Úlfanna hefur ný- lega ráðið son sinn Michael sem aðalþjálfara liðsins. Hann hafði áður boðið þeim Brian Hamilton frá Trammer Rovers og Ken Shellito starfið en báðir •neituðu góðu boði. Docherty hafði eftirfarandi að segja um ráðningu sonar síns: „Michael var ráðinn vegna einnar ástæðu, hannermjögsvo góður þjálfari." Ekki hefur enn sem komið er frést að Docherty liafi ráðið aðra fjölskyldumeðlimi til félagsins en heyrst hefur að amma hans hafi alltaf haft lúmskan áhuga á fótbolta.... ...Gary Baily markvörður manchester United er svo sann- arlega ekki á þeirri skoðun að United sé eitthvað að gefa eftir í baráttunni um enska meist- aratitilinn. „Gefa eftir,“ segir hann „þvert á móti. Við höfum sett stefnuna á sigur í bæði bikar og deild." Hann gæti haft eitthvað til máls síns þótt Bryan Robson sé meiddur, því aðal- höfuðverkur United að undan- förnu, varnarmennirnir, eru nú óðast að skríða saman eftir að Úrvalsdeildin: hafa átt í miklum meiðslum að undanförnu. Baily bendir á: „Varnarmenn okkar hafa verið með ólíkindum óheppnir rneð meiðsli og því ekki getað unnið sarnan með góðum skilningi vegna sífeldra stöðuskipta. En góður skilningur er aðal sterks varnarliðs." Ástæðan fyrir hoppandi kæti Baily er sú að nú eru báðir miðverðir liðsins, þeir Moran og Hogg, tilbúnir í slaginn. Hvort þeir styrkja Un- ited liðið getur verið svarað á laugardaginn en þá mætir liðið Coventry á ný og nú í bikar- keppninni.... Stórsigur Arsenal ■ Arsenal vann í fyrra- kvöld stórsigur á Here- ford er liðin mættust á ný í ensku bikarkeppninni. Leiknum lauk 7-2 fyrir Arsenal og gerðu þeir Mariner 2, Talbot 2, Wo- odcock, Anderson og Nicholas mörk Arsenal en Kcarns og Melpejic fyrir Hereford. Urslitin Ijós ■ Eftir leik Valsmanna og Njarðvíkinga í fyrrakvöld hafa öll liðin leikið 14 leiki og er nú endanlega ljóst hvaða lið leika í úrslitakeppninni um íslands- meistaratitilinn. ÍS getur aðeins náð 14 stigum með því að vinna alla leiki sína sem eftir eru en það yrði að teljast meiriháttar kraftaverk. ÍR gæti náð 18 en það væri álíka ótrúlegt, auk þess sem hin liðin eiga eftir að bæta við sigstigum. f 1. deild karla berjast Fram og ÍBK um sætið í úrvalsdeild- inni og í kvennaboltanum er KR-liðið líklegasti sigurvegar- inn: FráKKÍ ■ ...Dómaranámskeiðí körfuknattleik verður haldið í Reykjavík dag- ana 9. og 16. febrúar n.k. Kennari verður Robert Iliffe. Þátttöku þarf að tilkynna til skrifstofu KKÍ fyrir 6. febrúar og þátt- tökugjald er kr. 250,-... STAÐAN í KÖRFUBOLTAN- UM ER NÚ ÞESSI: ÚR VALDSDEILDIN: Njarðvik ..... 14 13 1 1264-1040 26 Haukar........ 14 11 3 1166-1063 22 Valur ........ 14 7 7 1224-1169 14 KR ........... 14 7 7 1137-1091 14 ÍR............ 14 3 11 1062-1186 6 ÍS ........... 14 1 13 1003-1296 2 STIGAHÆSTIR: Valur Ingimundarson, Njarðvik .... 349 ívar Webster, Haukur........... 297 Pálmar Sigurðsson, Haukur ..... 291 Guðni Guðnason, KR............. 259 Guðmundur Jóhannsson, (S....... 242 Tómas Holton, Val ............. 224 Kristján Ágústsson, Val........ 215 Ðirgir Mikaelsson, KR ......... 214 Árni Guðmundsson, ÍS .......... 211 Ólafur Guðmundsson, KR......... 202 Aðrir hafa skorað minna en 200 stig. 1.DEILD KARLA: Keflavík........ 12 10 2 1066-806 20 Fram ........... 11 8 3 866-661 16 Reynir S ....... 13 7 6 926-945 14 Þór A............ 8 4 4 614-630 8 Grindavík........ 9 2 7 611-712 4 Laugdælir........ 9 0 9 437-766 0 l.DEILD KVENNA: KR ................ 10 8 2 481-383 16 f Haukar............. 10 7 3 400-385 14 ÍR................. 11 6 5 386-395 12 ÍS ................ 10 4 6 439-382 8 Njarðvík .......... 909 232-403 0

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.