NT - 29.01.1985, Síða 4

NT - 29.01.1985, Síða 4
Ll Þriðjudagur 29. janúar 1985 ■ Á aldrinum 2 Vi til 3 ára cru allar barnatennurnar komnar í Ijós, heilbrigðar og hreinar tennur... ■ Tannverndardagur í grunnskólum landsins: ...en svona geta þær líka litið út. Skemmdar og óhreinar tennur. Laugardagssælgæti getur dregið úr sælgætisneyslu aðra daga vikunnar - hægt er að draga úr tannskemmdum með fyrirbyggjandi aðgerðum ■ Sérstakur Tannverndiir- dagur verður í grunnskólum landsins í dag til að vekja athygli á liinni hágu tannheilsu þjóðarinnar. Eins og koinið hefur frant í umfjöllun undanfarið, virðast að jafnaði skemmast fleiri tennur í (slendingum cn í nokkurri annarri þjóð í heim- inum. Hinar Noröurlandaþjóðirn- ar hafa sýnt fram á að hiegt cr að fækka tannskemmdum með fyrirhyggjandi starfi og má sem dæmi nefna að Finnum hefur tekist að fækka tann- skemmdum um nær 50% á 6 árum og Norðmenn hafa náö sama árangri á 9 árum. Ein af orsökunum fyrir hinni háu tíðni tannskemmda hér- lendis er talin vera hin mikla sykurneysla íslendinga, cn við eigum hcimsmet í sykur- og sælgætisneyslu . auk þess sem mátar venjur okkar eru með afbrigðum slæmar fyrir tann- heilsuna. Meðal þess sem gert verður í tilefni Tannverndardagsins er að dreifa litprentuðum bæklingi í skólunum sem nefn- ist „Biti mili rnála" og verður rætt við börnin um matarvenj- ur og sælgætisát. Einnig verður skólanesti og skólamáltíðir at- huguð með tilliti til tann- verndar. Sérstök áhersla verð- ur lögð á svonefnt laugardags- sxlgæti, en með því er átt við að sælgæti sem börn og ung- lingar ef til vill fá í vikunni er geymt og þess neytt í einu, t.d. á laugardegi. Með því móti er tönnunum síður hætt við skemmdum. bessi regla hefur komist á meðal hinna Norður- landaþjöðanna og átt þátt í góðum árangri þeirra í fækkun tannskemmda. Hefur verið ákveðið að efna til samkcppni meðal 7-H) ára barna um efnið laugardags- sælgæti til að örfa áhuga þeirra á málefninu. Mun samkeppnin vcrða um ritgerð, myndasögu eða teikningu og verða veittar viðurkenningar fyrir bestu úr- lausnirnar í hverjum aldurs- hópi í hverjum skóla. Skal sam- keppninni (okið fyrir 20. febrú- ar nk. og þeim úrlausnum sem skal skilað til menntamála- Það er heilbrigðisráðuneytið eiga að hljóta viðurkcnningu ráðuneytisins fyrir l. mars. sem beitirsérfyrirTannvernd- \fm a lt®;a iftií:< ■ Glerungur tannanna á í vök að verjast þegar kúrfan fer yfir línuna eins og gerist þegar sætinda er neytt á milli mála eins og neðri kúrfan sýnir. ardeginum í samvinnu við Tannlæknadeild HÍ, Tann- læknafélag íslands og Skóla- tannlækningar Reykjavíkur- borgar. Til fróðleiks hefur ver- ið dreift í alla skóla landsins „kennarakveri um tennur", sem ætlað er til aðstoðar við fræðsluna. í tillögunum sem gerðar liafa verið um varnarað- gerðir gegn tannskemmdum er gert ráð fyrir að komið verði á skipulagðri fræðslu um tennur. varnir gegn tannskemmdum og réttar matarvenjur. Þá er gert ráð fyrir að foreldrar fái fræðslu um tennur og varnir gegn tannskemmdum við mæðraog ungbarnaskoðun, að foreldrum sé gefinn kostur á ókeypis flúortöflum fyrir börn sín, reynt verði að koma á skipulagðri flúortöflugjöf í leikskólum og komið verði á flúorskolun tanna skóiabarna með o,2% Naf upplausn, kennd verði tannhirða með flúorburstun einu sinni á ári og komið verði á skipulögðum skólatannlækningum þar sem þær eru ekki þegar fyrir hendi. Skelfiskdeilan leyst: Bíldudals- bátar aft- ur á sjó ■ Skelfiskbátarnir átta frá Kíldudal héldu út á rækjumiðin í gærmorgun, eftir að deila sjómanna við Rækjuver leystist á föstudagskvöld, fyrir milli- göngu sýslumannsins í Barða- strandasýslu. Höfðu hátarnir lcgið bundnir við hryggju í hálf- an mánuð. Samkomulagið felst í því, að Rækjuver grciðir sjómönnun- um rúmlega 7% ofan á fyrri greiðslur fyrir aflann, en síðan verða sjóprufur cndurteknar í byrjun næstu vertíðar. Fimm bátar úr félagi smábátaeigenda fá til samans 2-300 þúsund krón- ur og sjómenn á þremur bátum Rækjuvers fá samsvarandi í sinn lilut. SSK, I Verktakar verði metn | ir strangar en gert er ■ „Þetta eru mjög gagnleg- ar uinræður, cn það komu fram skiptar skoðanir um livort mikið væri að. Meiri- hlutinn var á því, að ástandið væri ekki nógu gott livað varðaði lágu tilboðin. Hins vegar komu frain raddir um, að það ætti að fara varlcga í að hnika því til,“ sagði Othar Örn Petersen framkvæmda- stjóri Verktakasambands ís- lands iiin ráðstefnu, sem samhandið hélt í síðustu viku. Þar voru saman konmir um 160 manns, verktakar, ráðgjafar og verkkaupendur, og ræddu vcrktakaiðnuðinn á Islandi. Nokkur framsöguerindi voru flutt á ráðstefnunni, og síðan fjölluðu starfshópar um afmarkaða þætti, sem snerta verktaka, verkkaup- endur, svo og hinn almenna skattgreiðanda. Othar Örn sagði, að umræðustjórarnir rnyndu hittast aftur í næstu viku og draga sarnan heild- arniðurstöður fundarins. Meðal þess, sem rætt var, var spurningin um hvort setja ætti reglur fyrir verktakaiðn- aðinn. Sagði Othar Örn að komið hefðu fram raddir um. að verktakar sjálfir hefðu frumkvæðið að því að skapa reglurnar. Einnig sagði hann, að menn hefðu al- mennt verið á því, að meta ætti verktaka strangar en nú er gert, áður en þeir fá verk- efnin, sem þeir hafa boðið í. ■ Um 160 manns niættu á ráðstefnu Vcrktakasambands íslands um verktakaiðnaðinn á íslandi. NT-mvnd: An Landleiðir: Samið við bílstjóra ■ Kjarasamingur milli Landleiða og bílstjóra fyrirtækisins var undirrit- aður í síðustu viku og hefur hann verið staðfest- ur af beggja hálfu. Samningurinn er nánast hinn sami og gerður var við bifreiðastjóra hjá al- mennum sérleyfisferðum í byrjun desember, en hann tók mið af samkomulagi ASÍ og VSÍ. Haldnir voru þrír samningafundir og að sögn Ágústar Hafbergs forstjóra Landleiða var mjög góður andi ríkjandi á þeim. Bílstjórar Landleiða voru með lausa samninga í september, en þeir fengu síðan hækkanirnar, sem samið var um á milli ASÍ og VSÍ.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.