NT - 04.02.1985, Page 19
caj
Decker gifti sig..
...og heitir nú
Mary Slaney
■ Mary Decker, banda-
ríska hlaupadrottningin,
gifti sig í byrjun janúar.
Eiginmaður hennar er
breski kringlukastarinn
Richard Slaney. Frá og
með 9. febrúar mun
Decker því heita Slaney
og taka þátt í mótum
undir því nafni.
Fyrsta keppni Slaney
verður í East Rutherford
í New Jersey á næstunni.
Þar mun hún keppa í
1500m hlaupi og meðai
keppenda verður ólympí-
umeistarinn Maricica Pu-
ica frá Rúmeníu.
Decker heitir nú Mary Slaney, enda nýgift
Mánudagur 4. febrúar 1985 19
íþróttir
,Handknattleikur:
Armenningar lágu á Akureyri
Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri:
■ Ármenningar léku tvo leiki
í 2. deildarkeppninni í hand-
knattleik á Akureyri um helg-
ina, gegn KA og Pór.
Þeir máttu sætta sig við að
halda heim án þess að hafa
fengið svo mikið sem eitt stig,
því liðið tapaði báðum leikjun-
um.
Fyrri leikurinn var gegn Þór
og var hann æsispennandi á
lokamínútunum en ekki að
sama skapi vel leikinn.
Liðin skiptust lengst af um
forystuna en Þór hafði eins
marks forystu í hálfleik 11-10.
Árntenningar kontust vel yfir
þegar líða fór á seinni hálfleik,
staðan var til dæmis 19-16 fyrir
þá þcgar um 10 mínútur voru
eftir. Þór tókst að jafna 20-20
en þegar 2 og xh mínúta var
til leiksloka komst Armann aft-
ur yfir.
Kristján Kristjánsson sem er
betur þekktur sem knatt-
spyrnumaður hjá Þór, jafnaði
úr vítakasti þegar ein mínúta
var til leikslóka og þegar 13
sekúndur voru eftir skoraði
hann sigurmarkið með gegn-
umbroti.
Kristján, Sigurður Pálsson
og Aðalbjörn Sveinbjörnsson
skoruðu 5 mörk hver fyrir Þór
en þeir Haukur Haraldsson og
Ingólfur Steingh'msson gerðu
einnig 5 ntörk fyrir Árntann.
Á laugardag léku KA og
Ármann, en Ármann vann KA
létt í fyrri umferð mótsins og er
það eini ósigur KA í mótinu.
Að þessu sinni urðu
Armenningar þó að sætta sig
við ósigur, KA sigraði 22-17
eftir að staðan var 11-9 í leik-
hléi.
Þessi leikur var aldrei góður,
fullur af mistökum á báða bóga
og bæði liðin geta eflaust leikið
betur. Jón Kristjánsson var
markahæstur hjá KA með 6
mörk og Logi Einarsson gerði
4. Bragi Sigurðsson skoraði 4
mörk fyrir Ármann.
Einn leikur var í 1. deild
kvenna á Akureyri, Þór fékk
Fram í heimsókn og er
skemmst frá því að segja að
Framstelpurnar unnu auðveld-
lega eins og við var búist ,28-13.
Það bar helst til tíðínda að
Guðríður Guðjónsdóttir skor-
aði 15 mörk í leiknum.
1. deild kvenna:
FH vann ÍBV
Frá Sigfúsi Guúmundssyni í Eyjum:
■ Einn leikur var í 1. deild
kvenna í handknattleik á föstu-
dagskvöldið. ÍBV og FH spil-
uðu í Eyjum og er óþarfi að
eyða mörguni orðum á leikinn.
FH-stúlkunar höfðu mikla yfir-
burði og sigruðu með 38 mörk-
um gegn 13. Staðan í hléi var
21-6.
Mörk FH gerðu Kristjana 7,
Margrét 6, Kristín og Sigurborg
og Arndís 4 hver, Anna 5,
Hildur 3, Heiða og María 2 og
Inga 1. Fyrir IBV skoraði Anna
5, Eyrún 3 og Ragna, Unnur,
Andrea, Vilborg og Ólöf 1
mark hver.
Maraþonhlaup:
Wellssigraði
■ Bandaríkjamaðurinn Jeff
Wells sigraði í maraþonhlaupi
sem fram fór á Nýja Sjálandi á
laugardaginn. Wells skaust
framúr heimamanninum Gra-
ham Macky á síðustu metrum
hlaupsins en Macky hafi haft
forystu í hlaupinu allan tíinann
fram að því.
Þriðji var Rick Sayre frá
Bandaríkjunum. Tími Wells
var 2:16,43 klst., en Macky fór
sprettinn á 2:17,40 klst.
í kvennaflokki sigraði Kersti
Kakobsen frá Danmörku á
tímanum 2:37,12 en önnur var
Sue Schneider frá Bandaríkj-
unum á tímanum 2:42,44.
Götuhlaup:
Kenýa-sigur
■ Kenýainenn voru í sviðs-
Ijósinu í 10 kílómetra götu-
hlaupi sem fram fór á laugar-
daginn í Florida. Úrslit í hlaup-
inu réðust ekki fyrr en á síðasta
metranum. Sigurvegari varð
Simeon Kigen frá Kenya, en
hann hljóp á tímanum 28 mín
og 38 sekúndum. Annar varð
Bretinn Mike McLeod sem
varð einni sekúndu á eftir
Kigen. Sama tíma og McLeod
fékk Kenyamaðurinn Sosthen-
es Bitok, en var úrskurðaður í
þriðja sæti.
Það var heitt í veðri þegar
hlaupið fór fram, og sagði Kig-
en að hann kynni best við að
hlaupa ef hitinn væri mikill
„það minnir mig á Kenya,“
sagði hann eftir hlaupið.
I kvennaflokki sigraði Lyn
Williams frá Kanada á tíman-
um 32,34 mínútum.
Budd sigraði
■ Zola Budd sigraöi sanníærandi
í víðavangshlaupi sem haldið var í
Ipswich um helgina. Vegalengdin
sem hlaupin var var 5,7 kílómetrar,
og var Zola rúmum fjögur hundruð
metrum á undan næsta keppanda.
Hin fyrrum suður-afríska Zola
Budd mun líklega taka þátt í al-
þjóðlegu víðavangshlaupi um
næstu helgi sem haldið verður í
Birkendhead.
Gengur þú frá framtali þínu eða
bókhaldi eins og
þjóflirá nóttu
eða þolir það dagsbirtu og nákvæma rannsókn?
Skattsvikarinn er innbrotsþjófnum engu betri, en fórnarlömbin margfalt
fleiri - hver einasti heiðarlegur framteljandi.
Á árinu 1984 var stöðum við skatteftirlit
fjölgað um tuttugu. Því má búast við
stórauknu eftirliti með skattalagabrotum.
Viðurlög sem brotlegir skattaðilar geta átt
yfir höfði sér fara eftir eðli hvers brots.
Dæmi eru um að skattaðilar hafi þurft að
greiða hundruð þúsunda í skattsektir, auk
skatta af vantöldum tekjum og eignum.
fjármálaráðuneytið