NT - 04.02.1985, Page 24

NT - 04.02.1985, Page 24
■ „Þetta voru grátleg mistök, ég sá Palla biðja um boltann og misskildi hann, líka af því að ég gat ekki sent hann beint inn á línuna. Ég tók séns sem ég hefði ekki átt að taka og þetta átti bara ekki að gerast, sagði Kristján Arason í samtali við NT í Lyon um mistök sín, undir lok leiksins í gær. Páll Ólafsson tók undir þessi orð, og sagði við ætluð- um ekki að taka neinn séns, að mínu mati, þetta átti ekki að verða neitt sirkusmark, ég bað Kristján um að horfa á línuna og boltinn átti að koma, því ég var frín Þetta var misskilningur, og við þessu er ekkert að gera. Það var slæmt að þetta skyldi gerast, og hreint og beint ótrúlegt að þetta skyldi skila sér í marki hjá Tékkunum. Einar Þorvarðarson mark- vörður íslenska liðsins sagði um þetta sarna atvik; „Ég reiknaði með boltanum yfir, hann átti að vera yfir, ég trúði ekki eigin augum, þegar boltinn lenti í net- inu. Ég var of framarlega, það er alveg rétt, en ég reiknaði heldur ekki með að við myndum glopra boltan- um beint í hendur þeirra, og allra sfst að það kæmi skot svona. Hann var ægilega fljótur að hugsa, enda mjög góður leikmaður. Ég hefði átt að klára þennan bolta, . það var þó lán í óláni að þetta gerðist ekki í mikilvæg- ara móti,“ sagði Einar Þor- varðarson í samtali við NT eftir leikinn við Tékka í gær. Bogdan sagði eftir leikinn í samtali við NT: „Þessi leik- ur var ekki slæmur. íslenska liðið lék í heildina vel, og strákarnir léku til sigurs. Þreyta einkenndi bæði liðin. Þessi úrslit eru ekki slæm gegn besta liði Tékka. Á góðum degi eigum við að geta unnið þetta lið með tveimur til þremur mörkum, en það gekk ekki upp.“ Spurður um lokamínútuna, sagði Bogdan: „Þetta var fáránlegt, að reyna þetta, að skora sirkusmark, í lok leiks sem var í raun ómögulegt að tapa. Þetta voru hrikaleg mistök, og Kristján Arason verður að skýra hvernig hon- um datt þetta í hug. Hinsveg- ar léku Tékkarnir upp á ann- að stigið og töfðu leikinn. Þetta var mjög góður árang- ur hjá íslenska liðinu, í þessu móti, eins og tékkneska liðið hefur leikið á þessu móti, og ekki síst þegar Iitið er á þá staðreynd að við höfðum jafntefli í vasanum." . , _ ■ Páll Ólafsson var góður í Frakklandi og í leiknum í gær á móti Tékkum skoraði hann 5 mörk. Páll varð í þriðja sæti í kjörinu besti Tournoi de France: maðurmótsms. NT*mynd: Sverrir HRIKALEGT LOKAMARK - er Tékkar lögðu íslendinga í síðasta leiknum á Frakklandsmótinu Lokastaðan ■ Lokastaðan á mótinu Tournoi de France varð sem hér segir: 1'aflan sýn- ir leiki, sigra fjalntefli, tapaða leiki og loks stiga- fjölda þegar upp var staðið. Tékkóslóvakía .... 5 5 0 0 10 ísland .........5302 6 Frakkland.......5302 6 Ungverjaland.... 5 3 0 2 6 lsrael..........6 104 2 Frakkland-B..... 5 0 0 5 0 NT spjallar við Sigga Jóns á Hillsborough — sjá bls. 18 Kristján Ara markahæstur ísland prúðast -sjá bls. 22 íþróttir á 8 síðum í dag bls. 17-24. ■ Ótrúleg lokamínúta gerði það að verkum að ísland tapaði fyrir Tékkum í síðasta leiknum í Tournoi de France keppninni í Frakklandi, með 17 mörkum gegn 16. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir ekki löngu fyrir leikslok, náði íslenska liðið þrátt fyrir mistök og harða mótspyrnu að jafna leikinn og brj.óta sókn Tékka á bak aftur, nokkrum sekúndum fyrir leiks- lok. íslenska liðið geystist í sókn, en komst lítið áleiðis gegn harðri vörn Tékkanna, sem ekki vildu jafnteflið úr hendinni, þrátt fyrir þá stað- reynd að eins marks tap fyrir íslandi, myndi duga Tékkum til sigurs í mótinu. Hrapallegur. misskilningur milli þeirra Kristjáns Arasonar og Páls Ólafssonar leiddi til þess að Kristján sendi ævintýralega sendingu inní teiginn sem Páll náði hvergi að koma nærri. Tékkneski markvörðurinn og besti maðurinn á vellinum náði boltanum, og eldsnöggt tók hann sína ákvörðun og kastaði boltanum yfir allan völlinn, og yfir Einar Þorvarðarson, sem stóð fyrirutan vítateiginn þegar Barda markvörðurTékka kast- ar boltanum. Það munaði ekki nema nokkrum millimetrum að Einari tækist að ná til boltans, þegar hann smaug undir þver- slána og sigur Tékka varð stað- reynd um leið og tíminn rann út. Tékkneska liðið byrjaði af krafti leikinn gegn íslending- um, og lék harða vörn, sem íslendingar virtust ekki átta sig á í byrjun. Tékkar náðu forystu 2- 0. Fyrsta markið skoraði besta stórskytta liðsins og besti útileikmaður tékkneska liðsins, Bernard, og annað markið kom eftir glæsilega línusendingu þessa hávaxna leikmanns á línumanninn Kodrc sem skor- aði örugglega. íslenska liðið lét ekki deigan síga, og Kristján Arason skoraði fyrsta mark liðsins með glæsilegu langskoti undir tékknesku vörnina, á átt- undu mínútu leiksíns. Páll Ólafsson jafnaði metin, er hann komst einn í hraðaupphlaup, með tvo Tékka á hælunum og rakti hann boltann upp allan völlinn og skoraði. Tékkar eiga næsta orð, en Kristján jafnar metin með glæsilegu langskoti 3- 3. Síðan er jafnt á öllum tölum, Tékkar voru þó yfirleitt fyrri til þess að skora, og síðan komast íslendingar yfir í fyrsta skipti í leiknum með glæsilegu hraðaupphlaupi hjá Páli Ólafs- syni. Þá taka Tékkar góðan kipp og skora þrjú næstu mörk. íslendingar svara með tveimur, og voru þar að verki Alfreð Gíslason með fallegt mark úr langskoti, og síðan labbaði Páll í gegnum tékknesku vörnina eftir að hafa platað hana uppúr skónum, og jafnaði. Tékkar komast yfir 8-7, en Páll er enn á ferðinni og jafnar. Einar Þorvarðarson varði vítakast frá Bernard hinum hávaxna, þegar fintm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan í leikhléi var jöfn, 9-9. í seinni hálfleik byrja íslend- ingar af krafti og Kristján kem- ur íslendingum yfir. Slæmur kafli hjá íslenska liðinu leiðir til þess að Tékkar skora þrjú mörk og breyttist staðan úr 11-10 íslandi í hag, í 11-13 Tékkum í hag. Jafnt er síðan 14-14, þegar Bardek kemur Tékkum yfir. Nú fór í hönd kafli mistaka og óðagots hjá íslenska liðinu. Fyrst skýtur Alfreð í stöng, og Kristján kemst á auðan sjó, en á óskiljanlegan hátt ver Barda. Tékkar skora sitt sextánda mark, með heppni, þegar línu- maðurinn Korc fékk boltann eftir að Einar hafði varið stór- glæsilega skot frá einni stór- skyttunni. Alfreð minnkar muninn í 15-16, ogsíðan kemur annar slæmur kafli hjá íslenska liðinu, og hefði verið haldið öðruvísi á málunum, þessar mínútur, er hugsanlegt að leikurinn hefði farið á annan veg en raun ber vitni. En ís- lendingar gáfust ekki upp, og eiga heiður skilinn fyrir það. Sextánda mark Islands kom eftir góða línusendingu frá Páli Ólafssyni, inná Þorgils Óttar, sem skoraði eins og hann hefði aldrei gert annað. Staðan 16-16 og tvær og hálf mínúta til leiksloka. Tékkar ætluðu að halda fengnum hlut, og léku fyrir utan íslensku vörnina, og létu brjóta á sér, og héldu boltanum, þar til troðfull höllin í Lyon ómaði af ópum áhorf- enda, sem fannst dómararnir gefa Tékkum allt of mikinn tíma. Tékkar voru í sókn í heilar tvær mínútur sem ekki lauk fyrr en íslenski varnar- veggurinn með Geir Sveinsson í broddi fylkingar nær boltan- um. Hraðaupphlaup var í upp- siglingu, og þrír íslendingar fríir á veliinum, en Geir kom ekki boltanum frá sér, þar eð leikreyndasti maður Tékka Bardon, stökk á Geir og hélt honum föstum þar til dómar- arnir gáfu honurn rauða spjaldið. Nú voru fjörutíu sek- úndur eftir af leiktímanum, og þær nýttu íslendingar ekki sem skyldi. Kristján Arason fékk auka- kast þegar sjö sekúndur voru til leiksloka, og fór þá eins og áður segir. Leikurinn í heild var góður, hjá íslenska liðinu. Tékkneska liðið var besta liðið á mótinu, og hefur á að skipa mjög sterkum mönnunt, og m.a. Evrópumeisturum úr liði Dukla Prag^og liðið var nánast það sama og lék hér fyrir tveimur árum. Það er þó óhætt að segja að óðagot hafi sett svip á ís- lenska liðið á stundum. Það jákvæðasta við þetta allt saman var þó að íslenska liðið tapaði aldrei einbeitingunni, og barð- ist alltaf til sigurs, en ein mistök í lokin gerðu þann draum að engu. Páll Ólafsson var bestur ís- lensku leikmannanna, ásamt þeim Kristjáni Arasyni og Ein- ari Þorvarðarsyni sem varði vel í leiknum. Mörkin gerðu fyrir Island: Páll Óiafsson 5, Kristján Ara- son 4, Alfreð Gíslason 4, Þor- gils Óttar Mathiesen 2 og Þor- björn Jensson. MarkahæsturTékka varstór- skyttan Bernard og var ásamt markverðinum Barda besti ntaður leiksins. Barda varði alls 12 skot í leiknum. Samúel Örn Erlingsson skrifar frá Frakklandi

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.