NT - 11.02.1985, Blaðsíða 10

NT - 11.02.1985, Blaðsíða 10
Mánudagur 11. febrúar 1985 10 heinmi Forstjóralaus fyrirtæki ■ Meðal ungra atvinnuleysingja í Vestur-Þýskalandi á sér um þessar inundir stað mikil hreyfíng í þá átt að sætta sig ekki lengur við framtíð í klóm atvinnuleysis. I stað þess að bíða hjálpar frá ríkisvaldinu hefur þetta unga fólk sjálft tekið frumkvæðið í eigin hendur með stuðningi vina og velvildarmanna og sett á stofn lítil samvinnufyrirtæki. Sem dæmi um slík fyrirtæki iná nefna viðgerðaverkstæði hvers konar, hæjarblöð, þjálf- unar- og endurhæfíngarstöðvar, bóksölur, verslanir með notaða vöru, krár og kaffíhús. 1 u.þ.b. áralug hefur veriö til á jaöri hins venjulega iónað- arsamfélags Vestur-Þýska- lands eins konar hliöar-vinnu- markaóur, sem er í grundvall- aratriðum ólíkur hefðbundna vinnumarkaðinum. I'essi nýja tegund fyrirtækja er í eigu. samvinnuhópa. þar scm hóp- urinn scm hcild tekur allar ákvaróanir. Sérhvcr verka- maður innan hópsins hefur sómu rcttindi og skyldur og ber cnnfrcmur það sama úr býtum, sem ci . venjulega frémur lág laun. Mikilvægi þessa valkostar í atvinnumál- um felst ckki cingöngu í að sjá eigendunum fyrir viðunandi lífsviðurværi, heldur cru fyrir- tækin jafnframt vcttvangur þar sem ópersónulegar skipanir, samkcppnisviðhorf og gróða- fíkn víkur fyrir sjálfsákvörðun- arrétti. sköpunargleði og samkennd. 100 þúsund störf Félagsvísindamaöurinn Pet- er Grottian frá Bcrlín telur að það séu nú um 14.000 slik samvinnufyrirtæki virk í Vcst- ur-Þýskalandi scm veiti um 100.000mannsatvinnu. U.þ.b. 4000 þessara fyrirtækja eru sjálfsstýrð viðskiptafyrirtæki en um 10.000 fást viö ýmis konar félagslega þjónustu. Nákvæmustu tölurnar um þcssa starfsemi koma frá sam- bandsfylkinu Norður-Rín Westphalia þar sem vinnu-i og félagsmálaráðherra sambands- fylkisins, Fricdhelm Farthmann, lét gera athugun á víðfcmi þessa þáttar efnahags- lífsins. Niðurstaöa athugunar- innar var sú, að í fylkinu mátti finna 800 slík samvinnufyrir- tæki og verkefni sem höfðu skapað 5000 ný atvinnutæki- færi. Helmingur þessara starfa voru á sviði „persónulegrar" þjónustu, s.s. menntunar. kvcnnaheimilum, félagslegum og þjálfunarmiðstöðum. og á sviði fjölmiöla, lista og menningar, s.s. lítil útgáfufyr- irtæki. blaöaútgáfu og bóka- verslanir. Takmarkaður fjármagnsgrundvöllur Hins vegar voru aðeins 16% nýju starfanna á sviði hand- verks eins og smíðaverkstæða og brauðgcrða (heilsufæðis). Orsakir hins háa hlutfalls fyrir- tækja á sviði félagslegrar þjón- ustu og fjölmiðlunar voru cink- um taldar vera hin tiltölulega litla þörf á byrjunarfjármagni. Hugmyndaflug og vilji, oft í tengslum við þjálfun á sviði félagsmála eða lista eru talin nægjanleg til að sctja á stofn litlar miðstöðvar er veita frek- ari menntun þrátt fyrir fjár- magnsgrundvöllurinn sé tak- markaður. Meginvandamál þessa nýja valkostar í atvinnurekstri er að útvega fjármagn. Bankar líta „forstjóralaus fyrirtæki" horn- auga og því hefur komið upp sú hugmynd að setja á stofn sérstakan banka fyrir þessa tegund atvinnurekstrar. Tákn þjóðfélagsþróunar Þcssi valkostur í efnahagslíf- inu hefur vakið athygli sem tákn ákveðjnnar þjóðfélagsþró- unar og þá sérstaklega á meðal ungs tólks og háskólamennt- aðra manna. Nokkur dæmi í borgfylkjunum Bremen og Vestur-Berlín sýna að mögu- legt er að skapa ný atvinnu- tækifæri meö hlutfallsicga litlu byrjunarfjármagni. Peter Grottian telur að með trygg- ingu aukins fjármagns samfara minni efnahagslegri, pólitískri og félagslegri mismunun gagn- vart þessum valkosti í athafna- lífi. þá mætti skapa 100.000 ný störf innan fárra ára. Að vísu er vart hægt að leysa meginvandamál hins viðvar- andi atvinnuleysis í Vestur- Þýskalandi með þessum hætti. Hins vegar ber að hafa í liuga að þessi tegund athafnalífs sparar umtalsverð félagsleg út- gjöld auk þess sem hún kemur viðkomandi einstaklingum til góða á allan hátt. Menning Strengjakvartettar ■ Guðný Guðmundsdóttir. ■ Um þessar mundir eru „Myrkir músíkdagar" í algleym- ingi, og ekki á færi almennra áhugamanna í fullu starfi að sækja nema fáa þeirra. Formað- ur tónskáldafélagsins. Þorkell Sigurbjörnsson, segir svo í for- mála aö samcinaöri efnisskrá Myrkra músíkdaga: „Stórátaka ei þörf. íslensk tónskáld standa nefnilega flest í svipuðum sporum og starfs- systkin þeirra erlend fyrir hálfri annarri öld. íslenskur tónskáld- skapur er að mestu frístunda- iðja. Eitt meginstef „Árs tónlistar- innar í Evrópu 1985" er tónlist samtímans og hlutskipti núlif- andi höfunda og flytjenda þeirra. Þetta stef þurfa íslenskir tónlistarunnendur að taka til alvarlegrar meðferðar. Hve miklu rýrari væri tónlistar- arfur Evrópu, ef þau ágætu tónskáld sem nú eiga stóraf- mæli, heföu á sínum tíma - þegar best lét - getað átt von á 3-6 mánaða starfsstyrkjum á 10- 15 ára fresti?" Óskemmtileg tilhugsun það. Hins vegar lét Nóbelsmaðurinn Niels Jerns, sem sagt var frá í NT á dögunum, sér detta í hug að kannski væri réttast að fara eins með vísindamenn og með listamenn, að borga þeim ekki fast kaup hcldur einungis fyrir vel unna rannsókn eða snjalla grein. Svona halda allir að kjör hinna séu á einhvern hátt betri en þeirra sjálfra. Hér á landi er sannleikurinn sá að nær því allir -tónskáld, hjóðfæraleikarareða vísindamenn - verða að kcnna fyrst og fremst til að halda lífi, cn sinna köllun sinni nánast í hjávcrkum. Laugardaginn 2. febrúar flutti Strengjakvartett Guðnýjar Guðmundsdóttur fjóra kvartetta í Bústaöakirkju, þrjá íslenska og 7. kvartett Sjostak- óvitsj í fís-moll. Félagar í strengjakvartett Guðnýjar eru, auk hennar. Szymon Kuran, Robert Gibbons og Carmel Russill - allt útlendingar úr Sinfóníuhljómsveitinni, en þeir eru sjálfsagt minna flæktir í kennslu-brauðstrit en hið ís- lenska fastalið. og gefa sér þess vegna tíma til að spila kammermúsík. En jafnframt eru litlar líkur á að kvartett þannig skipaður verði langlífur, því sumt af þessu fólki gerir hér einungis stuttan stans. Fyrsti frumflutti kvartettinn Net til að veiða vindinn eftir Gunnar Reyni Sveinsson (1984). verulega fallegt verk, fannst mér. Þá heyrðist Kaup- mannahafnarkvartett (1978) Þorkels Sigurbjörnssonar öðru sinni. Þegar hann var fluttur fyrst í Norræna húsinu 1978 lagði ég einmitt sérstaklega við eyrun til aö heyra danska lagið „Det bor en bager í Nörreg- ade", sem e'r sagt gægjast fram undir lokin, en meðfylgjandi skýringar segja jafnan að" lagið leynist þarna. en missti af því þá sem nú. Og ég var ekki einn um það. Kannski þetta sé bragð hjá hinum fjölvísa Þorkatli til að fá menn til að leggja eyru við? Sex lög fyrir strengjakvartett (1983) eftir Karólínu Eiríksdótt- ur var „nútíma-tónlistarlegast" þess sem þarna var flutt. og í lokin kont svo kvartett Sjostak- óvitsj, sarninn 1960 til ntinning- ar um konu hans. Guðný Guömundsdóttir er mjög sleip í tónlist sem þessari og ég heyrði ekki betur en kvartett hennar sé hið ágætasta hljómeyki. Tónleikana sótti hinn harði kjarni áhugamanna um nútímatónlist. orðin og verðandi tónskáld. fáeinir hljóðfæraleikarar, og nokkrar hræður aðrar. Og skemmtu sér vel, sem við var að búast. S.St. Ný tónleikaröð, nýr tónleikasalur ■ Síðastliðinn þriðjudag vígðu Elísabet Erlingsdóttir, sópran, og Selma Guð- mundsdóttir, píanóleikari, nýjan sal í Gamla bíói, með söngskemmtun sent markaöi upphaf hádegistónleika á þriðjudögum. Salurinn, sern raunar er anddyri Gamla bíós, hefur líflegan hljóm- burð og virðist munu henta vel fyrir kammertónleika. A.m.k. 8 tónleikar hafa þeg- ar verið ákveðnir, og næstu þriðjudaga syngja þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, John Speight, Elísabet F. EiríkSdóttir. Guðmundur Jónsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir. Halldór Vil- helmsson og Sigurður Björnsson. Þær Elísabet og Selma iluttu sönglög tveggja tón- skálda, Páls ísólfssonar og Jeans Síbelíus. Páll var löng- um meðal ástsælustu tón- skálda vorra, og mörg þcss- ara laga eru, að ég held, orðinn hluti af menningararf- inum, og allir kunna þau, t.d. Í dag skein sól, Sáuð þið hana systur mína og Kossa- vísurnar. Og dæmalaust skáld var Jónas Hallgrímsson. Söngljóð Síbelíusar eru stór- brotnari í sniðum, á tíðum með ólman í undirspili, og þar sem mest var „drama" í lagi og Ijóði, naut Elísabet sín best. Elísabet Erlingsdóttir er mikil söngkona og lærð vei. Líklega hentar hennar mikla rödd cnnþá betur óperu en Ijóðsöng, og mér finnst við hafa heyrt alltof lítið til henn- ar - hún lauk einsöngsnámi frá Múnchen 1968. Selma er hins vegar alltaf spilandi; þetta eru þriðju tónleikar ■ Klisabi't ■ Stlma Erlingsdóltir. Guðmundsdóttir hennar á skömmum tíma„ef ég man rétt. Hádegistónleikar tsiensku óperunnar fóru vel af stað, fyrir fullu húsi og við mikinn fögnuð. S.St. Píanólög fyr- ir byrjendur ■ Háskólatónleikar og Myrkir músíkdagar hafa oft haft sam- vinnu unt tónleika, og6. ferbúar voru háskólatónleikarnir í Norræna húsinu hluti af Myrk- um músíkdögum: Þá frumflutti Snorri Birgir Sigfússon 25 píanó- lög fyrir byrjendur, en þau samdi hann að tilhlutan MOMUS. Tildrög voru þau, að eitt tónskáld frá hverju hinna fintm Norðurlanda var fengið til að semja 25 slík lög, en síðan átti að velja úr þeim í hefti, sem gefið yrði út. íslendingar völdu Snorra til þessa starfa af sinni hálfu. en nú er nýbúið að ganga frá vali í heftið. 36 af hinum 125 lögum voru valin, þar af 13 eftir Snorra. Snorri lfutti lög sín fyrir troðfullu húsi og var fel fagnað. Píanókennarar segja mér, að lög þessi hafi verið reynd viö byrjendakennslu og gefist vel. Því kann svo að fara, að ýmsir íbúar fjölbýlishúsa framtíðar- innar eigi eftir aö heyra sum þeirra oftar en góðu hófi gegnir, þegar hver kynslóö æskumanna af annarri leggur út á braut píanólistarinnar. Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld segir í ritgerö í tónleika- skrá, að með lögum þessum geri Snorri „djarfa aðför að þeim hugmyndum sem ríkt hafa í byrjendakennslu á píanó hér á landi", og var kominn tími til. því mér sýnast þeir skandin- avísku „skólar" sem virðast vera notaðir núna vera drepleiðin- legir, og miklu verri en þau hefti sem Róbert Abraham lét mig fást við fyrir tæpum 40 árum þegar ég var að stíga mín fyrstu (og síðustu) spor á þessu sviði. Snorri Sigfús kynnir nemendum þarna ýmsa eiginleika hljóðfæris- ins, pedala, yfirtóna og hvað- eina. og allt í formi leiks. Þarna ■ Snorri Birgir Sigfússon eru verk eins og „Slökkviliðið" þar sem ba-bú-ba-bú heyrist, og „Köttur og mús" þar sem músin endar víst í maga kattarins - einn gamalreyndur píanóleikari og kcnnari sagöi mér reyndar, í sambandi við það lag, að reyk- vískir kettir væru orðnir svo „pervers" að þeim klígjaði við músum - nú dygði ekki annað en innfluttur kattamatur. En þá getur „Köttur og mús" líka orðið hluti af kennslu í íslensk- um þjóðháttum handa byrjend- um, þar sem siðir katta fyrri tíma eru kynntir. Sum af þessum lögum voru bráðsmellin, og ekki sakar að geta þess að fáein eru fyrir fjórar hendur: Gísli Magnússon tók þá þátt í flutningi, og enn- frentur Sigríður Einarsdóttir. sem stýrði^egulbandi. S.St.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.