NT - 11.02.1985, Blaðsíða 9

NT - 11.02.1985, Blaðsíða 9
w Mánudagur 11. febrúar 1985 9 Margir keyptu dýrari íbúðir en þeir ætluðu: Um 10% leyniverðhækk un fasteigna í fyrra Kaupendur vanmeta verðtryggðu skuldirnar ■ Taliðeraðfjöldifasteigna- kaupenda hafi á síöasta ári keypt íbúðir sínar á verulega hærra raunverði en þeir hafi gert sér grein fyrir. Felst það bæði í minni rýrnun afborgana í kjölfar hjaðnandi verðbólgu, sem talið er að numið hafí 10% verðhækkun eigna. En einnig í mörgum tilfellum vegna þess að kaupendur hafí tekið við verðtryggðum áhvílandi iánum á jafn háu verði og ef um óverðtryggð lán var að ræða. Haldi kaupendur áfram að taka við verðtryggðum bréfum sem jafnvirði óverðtryggðra í fasteignakaupum, telur Fast- eignamatið Ijóst að margir kaupendur komi til með að tapa umtalsverðum fjárhæð- um, í þessum viðskiptum á næstu árum, þar sem áhvílandi verðtryggðum lánum fjölgar nú óðfluga. Samkvæmt útreikningum Fasteignamats ríkisins hækk- aði nafnverð fasteigna (sölu- verð í kaupsamningi) um 15% frá 1983 til 1984 (miðað við okt.-okt.). Raunverulegt sölu- verð er hins vegar talið hafa hækkað uni 10% meira, þannig að alls hafi fasteignaverð hækkað um 25% að meðaltali á árinu. Samkvæmt því hækk- aði fasteignamat eigna um 25% nú unt áramótin. Benda má á, að byggingarvísistala hækkaði aðeins um 13% á þvt' tímabili sem hér er miðað við. Það sem þarna um ræðir er að síðari greiðslur útborgunar (t.d. 6-12 mán eftir að kaup eru gerð) hafa stóriega aukist að verðgildi með nrjög minnk- andi verðbólgu og það sama á við um óverðtryggð skuldabréf fyrir eftirstöðvum kaupverðs. Þessa tvo þætti metur Fast- eignamatið til 10% raunveru- legrar verðhækkunar, og vafa- samt að kaupendur hafi áttað sig nægilega á gerbreyttum forsendum frá því að verð- bólga var 60-80%. Auk þessa telur Fasteigna- matið að svo virðist sern lítill greinarmunur sé gerður á því í fasteignaviðskiptum unt hvers konar kjör er að ræða, en þau geti verið gífurlega mismun- andi. Þannig sé t.d. 5. hver eign seld með engurn verð- tryggðum lánuni, en aftur á móti 7. hver eign með ein- göngu verðtryggðum lánum. Á þeini síðartöldu sé að nieðal- tali 32% söluverðsins greidd með yfirtöku verðtryggðra lána, og útborgunin fari því. niður í 68% að meðaltali. Dærni sé um það mikil áhvíl- andi verðtryggð lán að útborg- un hafi farið allt niður í 30% af söluverði. Fleiri bækur í Kópavogi ■ Út er kornið fjölrit frá bókasafni Kópavogs, sem gerir grein fyrir öllum nýj- um aðföngum scm safnið bætti við sig á síðastliðnu ári. Þar kennir ýmsra grasa, og má m.a. nefna myndbönd, kort, nótur, plötur, snældur og firnin öll af skáldsögum og fræði- ritum. í ritinu er gerö grein fyrir hverjum llokki fyrir sig og er um að ræða umtalsvert magn sem talið er upp í þessu tuttugu og tveggja síðna fjölriti. C/- ]>u e/cuií UFATT. . . \ V' -yi,,; -x V, v- ^ *... ú-' '• - y.\ 'M \{ ■ . . xeMsru ry/e/z í ' A AFA/JáASTA& Heilræði fyrir ökumenn Framkvæmdastjóri og kynningarfulltrúi Samvinnuferða, þeir Helgi Jóhannsson og Gunnar Steinn Pálsson fylgjast með Unni Helgadóttur sem þarna situr við skerminn og fiskar út nöfn þeirra viðskiptavina sem rétt eiga á „arðgreiðslu“. NT-mvnd: Róbcn. Borga „kúnnanum" gróðann til baka Samvinnuferðir með 5 milljón króna auglýsingu ■ Þeir sem fóru í ferð með Samvinnuferðum Landsýn í sumar mega eiga von á glaðn- ing næstu daga. Húsbændur á þeirn bænum uppgötvuðu við uppgjörársins 1984aðarðuraf ákveðnum ferðum var langt umfram það sem eðlilegt gat talist og hafa því ákveðið að senda viðskiptavinum sínum hluta af greiðslu sinni til baka. En böggull fylgir skammrifi ef einhver er blankur núna á útmánuðum þá fær hann greiðsl- una samt ekki út núna. Reikn- að er með að þessar greiðslur komi til frádráttar á farseðlin- um næsta sumar. Ef svo ein- hver færi nú ekki í frí með Samvinnuferðum næsta sumar á hinn sami kost á því að leysa féð út á tímabilinu frá 1. sept- ember til áramóta. Er ekki búist við að greiðslan veröi á vöxtum á tímabilinu. Um er að ræða 1000 króna greiðslu fyrir fullorðna og 500 fyrir börn og alls talið að milli 5 og 6 þús. farþegar eigi rétt á greiðslunni. Samtals mun féð nema 4-5 milljónum króna. Þær íerðir sem taldar eru hafa skilað svona miklum hagnaði eru hópferðir til Rimini, ■ Verslunin Manila hefur opnað nýja verslun á Klappar- stíg 44, þar sem áöur var Sportvöruverslun Ingólfs Ósk- arssonar. í versluninni á Klapparstíg Grikklands, Dubrovnik í Júg- óslavíu, sumarhúsa í Danmörku og sæluhúsa í Hollandi. „Ef aö þetta er auglýsing þá er þetta allavega langdýrasta auglýsing sem gerð hefur verið,“ sagði Gunnar Steinn Pálsson kynningarfulltrúi Sam- vinnuferða Landsýn aðspurður hvort hér væri ekki um auglýs- ingu að ræða. vcrða aðallega á boðstólum kryddvörur og te, en gjafa- og byggingavörur verða áfram í verslúninni á Suðurlandsbraut 6. Ný kryddverslun Stytta fyrir mánaðarlaun ■ Margar konur eru í saumaklúbb m.a.s. ég. Saumaklúbburinn minn samanstendur.af bráðmyndarlegum konum. sem allar eru gæddar hinum ýmsu kvenlegu dyggðum og líta á húsmóðurstörf sem hugsjón þ.e.a.s. allarnemaég. Samt finnst mér bráðgaman í klúbbnum. Það er alveg makalaust, hvað þær geta talað lengi um einhverjar postulínsstyttur eða silfurmunstur. „Guð. stelpur vitið þið hvað ávaxtaskeiðin hjá Norðfjörð kostar núna?" Svo er nefnd einhver geigvænleg tala og ég skelli upp úr. Ég hef engar áhyggjur af hvað einhver silfurskeið kostar og finnst það drepfyndið. að einhver skuli gera sér rellu út af því. Einhvern tíma sagði ég við manninn minn fyrrv., að tæki einhver upp á því að gefa mér svona dýra postulínsstyttu, rnyndi ég brjóta hana strax, svo að ég hefði ekki eilíflega áhyggjur út af því að hún kynni að brotna. Maðurinn tók mig á orðinu og næst þegar hann kom heim að utan, færði hann mér pakka vandlega vafinn í bylgjupappa. Ég opnaði pakkann varlega og við mér blasti ein frægasta og dýrasta postulínsstytta okkar tíma. „Ætlarðu ekki að brjóta liana?" sagði hann og hló. Vitanlega skorti mig áræði til að brjóta annan eins dýrgrip, og lagði hann ofurvarlega frá mér hátt upp á skáp. Þá sýndi maðurinn mér reikninginn fyrir styttunni og svaraði upphæðin nokkurn veginn mánaðarlaunum verkamanns. „Þetta er nú dýrasta spaug, sem ég hef tekið þátt í." Það hnussaði í mér, ég hefði heldur viljað eyða þessum aurum á annan hátt. Þessi stytta mín er búin að brotnaþrisvarsinnum. í hvert skipti legg ég á mig gífurlega nákvæmnisvinnu við að líma hana aftur. Hún stendur enn hérna uppi á skáp með bresti þvers og kruss. Eiginlega er hún hálfgerður húskross á mér. Nú er ég ákveðin í að pakka henni vandlega inn í plastpoka og laumast með hana út í ruslatunnu að næturþeli.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.