NT - 02.03.1985, Page 1

NT - 02.03.1985, Page 1
■ Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, í ræðustól á fundi þeim sem haldinn var með yfirmönnum í gær. Fundarsókn var góð, en hljóöið í mönnum var þungt. NT-inynd: Árni Bjama. Hveragerði: Árekstur milli hests og bíls ■ Árekstur varö milli bifreiöar og manns á hesti í Hveragerði í gær með þeim afleiðingum að flytja þurfti knapann í flýti til Reykjavíkur á sjúkrahús. Reyndist hann brotinn á báðunt fótum, og nreð höfuðá- verka Slysið bar að með þeint hætti, aðbifreiðinni var ekið að krossgötum um leið og hestamanninn bar þar að. Hafnaði hest- urinn á hliö bílsins nteð þeim afleiðingum að knapinn kastaðist yfir bílinn og hlaut fyrr- greinda áverka. Hestur- inn var hinsvegar leiddur á brott og bíllinn skemmdist lítillega. Gæftir aldrei betri en í vetur og: Sjómanna- verkfall nær ekki til Grímseyjar ■ Hann lét slagveðrið utanglugga ekkert á sig fá, þessi strætisvagnafarþegi, heldur las blöðin í rólegheitunum í gær. NT-mynd: ah. ■ Grímsey er sjálfsagt einn af fáum ef ekki einasti útgerðar- staður landsins þar sem yfir- standandi sjómannaverícfall hefur engin áhrif haft, en útgerð og fiskvinnsla ganga betur en oftast áður, vegna einstakra gæfta fyrstu mánuði þessa árs. Sem dæmi má nefna að í febrúar gaf á sjó í 25 daga af 28, sem þykir tíðindum sæta hjá smábát- um á þessum árstíma. í landi er unnið lágmark 10 tíma á dag og oftast um helgar líka, að því er NT frétti í Fiskverkun KEA í Grímsey. Frá Grímsey róa nú 4 bátar, 3 tíu til ellefu tonna, sem sleppa því við verkfall vegna stærðar/ smæðarinnar og auk þess einn u.þ.b. 30 tonna bátur. Áhöfn þess báts er eigendur hans ásamt öðrum útgerðarmönnum sem eru þar af leiðandi ekki í sjó- mannafélagi og því ekki í verk- falli eins og flestir aðrir sjómenn. Verða samningar yfirmanna á fiskiskipum samþykktir? „Búið að kreista hvern dropa úr þessu kjaftæði“ - sagði Helgi Laxdal, en víða heyrðust óánægjuraddir ■ Fundir voru haldnir víðs- vegar um land í gær, þar sem ræddir voru nýgerðir samningar Farmanna- og fískimannasam- bandsins við útgerðarmenn. Víða voru uppi óánægjuraddir, og ekki verður Ijóst hvort samningarnir verða samþykktir fyrr en á sunnudaginn þegar allsherjartalning fer fram í Reykjavík. Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Bylgjan á Isafirði gerði samkomulag við Útvegsmanna- félag Vestfjarða, og var það samkomulag lagt fyrir fund sem hófst í gærkvöldi klukkan 21. Ekki var vitað hvernig atkvæði féllu þegar NT fór í prentun í nótt. Sigurður R. Ólafsson, for- niaður Sjómannafélags Vest- fjarða, sagði í samtali við NT í gærkvöldi að sjónrenn á Isafirði væru ekki sáttir við það sam- komulag sem Bylgjan hefði gert, og að sjómenn þar vestra væru farnir að huga að kröfum þeinr sern yrðu lagðar fram þegar samningstími þeirra væri útrunninn. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, hvatti fund- armenn á fundi, sem haldinn var með Vélstjórafélagi íslands og skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Öldunni til þess að sam- þykkja samningana. „t>að er búið að kreista hvern dropa úr þessu kjaftæði," sagði Helgi þegar að hann steig úrpontu, og var á leið-til Eskifjarðar þar sern haldinn var fundur unr samning- ana í gær. Guðjón A. Krist- jánsson, forseti FFSÍ, hélt fund með yfirmönnum sjónranna á Snæfellsnesi, í félagsheimili í Ólafsvík. Samkvæmt heimild- um NT var hljóð í mönnum frekar þungt, og allsendis óvíst að samningarnir yrði samþykkt- ir. Samningafundur var haldinn í deilu sjómanna og útgerðar- manna í gærkvöldi en hann varð árangurslaus. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni klukk- an 10 í dag. Prófkjörumrektor Háskóla íslands: Páll og Sigmundur ótvíræðir sigur- vegarar ■ Páll Skúlason, próf- essor í heimspekideild, og Sigmundur Guðbjarnar- son, prófessor í verk- og raunvísindadeild, urðu ó- tvíræöir sigurvegarar for- kosninganna sem fram fóru um rektorsembætli háskólans í gærdag. Páli hlaut 30,6% at- kvæða þar af 49 atkvæði kennara og 345 atkvæði nemenda, en Signtundur hlaut 30,5% þar af áttatíu atkvæði kcnnara og 118 atkvæði nemenda. At- kvæði stúdenta giida ió á móti atkvæðum kennara, og því er Ijóst að Páll nýtur fylgis stúdenta, á nteðan Sigmundur hefur stuðning kennaranna. Aðspuröur kvaðst Páll Skúlason ekki kunna skýr- ingu á því mikia fylgi stúd- enta sem hefði komiðfram í prófkjörinu, en kvaðst þakklátur fyrir það traust sem honum væri sýnt. „Ég vona að þær kosningar sem framundan eru muni vekja umræðu um há- skólann, og stuðla að já- kvæðri umfjöllun um mál- efni hans, því það er ákaf- lega brýnt að almenningur geri sér grein fyrir mikil- vægi þessarar stofnunar í þjóðlífinu“ sagði Páll. „Ég er að sjálfsögðu mjög þakklátur fyrir þann áhuga sent mínir kollegar og samstarfsmenn hafa sýnt á því að ég sinni þessu starfi," sagði Sigmundur Guðbjarnarson, er NT sló á þráðinn til hans, eftir að úrslit prófkjörsins voru kunn. Kvaðst Sigmundur ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað kæmi út úr prófkjörinu, enda hefði hann lítið haft sig í frammi í þessum kosningum. Nýir kjósendur vilja nýja f lokka — sjá skoðanakönnun NT bls.8-9

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.