NT - 02.03.1985, Síða 11
2. mars 1985 11
BB
Einar J. Helgason
bóndi Holtakotum
Fæddur 7. júní 1896. Dáinn 20. febrúar 1985
„Fjallmenn að reka inn
fjallmenn að reka inn.
Farið frá dyrunum kóngur-
inn er að koma, til að reka
inn safnið." Loksins hafði
lítilll drengur fyrir 45 árum
séð sjálfan kónginn og hann
spurði; „en mamma hvar er
kórónan?" Svarið kom;
„okkar kóngur þar enga kór-
ónu!“ Þannig leit undirritað-
ur fyrst Einar í Holtakotum,
og níu árum síðar var ég
orðinn liðsmaður hans við
fjársmölun á Kili.
Einar var fæddur að Upp-
sölum í Flóa 1896 í byrjun
sumars sem var óvenju sól-
ríkt og gott. En í þann mund
er engjasláttur stóð sem hæst
dundi ógæfan yfir er hinir
hroðalegu jarðskjálftar á
suðurlandi gengu yfir. Bær-
inn í Uppsölum hrundi yfir
fólkið og um síðir var Éinari
bjargað út um rifu á stafnin-
um, þá tveggja mánaða
gömlum.
Foreldrar Einars sem ný-
lega höfðu byrjað búskap,
misstu allt sitt og stóðu uppi
slipp og snauð.
Bærinn og öll önnur hús
meira og minna hrunin, svo
var og í stórum hluta af öllu
Árnesþingi. Enginn cfnivið-
ur var til í landinu að reisa öll
þau hús sem hrunin voru, og
því aðeins þeir efnameiri sem
gátu greitt í peningum sem
fengu það sem til var. Ungu
hjónin í Uppsölum voru ekki
meðal þeirra, því ekki annað
að gera en hætta búskap og
fara í vinnumennsku. Var
Einari því komið fyrir hjá
frændfólki sínu er bjó upp í
Hrunamannahreppi. Með
þeim hjónum Jóhanni Ein-
arssyni móðurbróður sínum
og Ragnhildi Halldórsdóttur
flutti Einar sig svo út í Bisk-
upstungur árið 1909 að Hala-
koti í Bræðratunguhverfi.
Árið 1921 tók Einar svo við
búinu er hann gekk að eiga
heitkonu sína Jónasínu
Sveinsdóttur, er einnig var
úr Hrunamannahreppi. Árið
1925 fluttu þau sig að Holta-
kotum og bjuggu þar óslitið
til ársins 1967 er Jónasína
lést. Holtakotin höfðu verið
í eyði áður en Einar flutti
þangað, þurftu þau hjón því
að byrja á að byggja flest hús
frá grunni og erfiðir tímar
fóru í hönd, sem var heims-
kreppan mikla. Þar að auki
hlóðust fljótt á Einar marg-
vísleg félagsmálastörf. í
miðjum byggingafram-
kvæmdum var hann orðinn
oddviti sveitarinnar og hafði
í mörg horn að líta.
Kom þar mest til að Einar
var harðgreindur og treystu
sveitungarnir honum til að
standa fyrir forustu um
hreppsmál. Nokkur innan-
sveitarólga hafði ríkt árin á
undan. Þurfti því traustan
mann til að koma lagi á
hlutina.
Því trausti brást Einar
ekki, lagði nótt við dag og
hætti ekki fyrr en öllum mál-
um hafði verið komið í lag.
í oddvitatíð Einars var
byggður heimavistarskóli í
Reykholti. Var það mikið
starf fyrir bónda með stóra
fjölskyldu að sjá um ,svo
mikið fyrirtæki sem snríði
slíks húss var. Vegur var
aðeins kominn að Torfastöð-
um, og mikið af efninu keyrt
síðasta áfangann á hestvögn-
um. Engan síma hafði
oddvitinn heldur, og margar
ferðirnar fór hann ríðandi
að Torfastöðum vegna
hreppsmálanna.
Mörg önnur störf hafði
Einar með höndum þó fæst
verði hér talin upp. Hann var
í fjölda ára umboðsmaður
Samvinnutrygginga hér í
sveit. Kom í því starfi best
fram trúvekni hans, nýtti
hann hverja stund að sinna
tryggingarmálum, ferðaðist
hann þá um á milli manna og
benti þeim á það sem betur
mætti fara.
Einar var um áratugi fjall-
kóngur og réttarstjóri í
Tungnaréttum sem að fram-
an getur, minnast flestir
Tungnamen hans í því em-
bætti sem hins rólega og
yfirvegaða foringja. Stýrði
hann liði sínu aíltaf heilu
heim. íengu var slakaðáfyrr
en síðasta kind var komin í
réttargerðið. Þá varhandtak-
ið hlýtt og þétt er kvaðst var
eftir oft volksamar ferðir um
þokudimman Kjalveg.
í bókinni Göngur og réttir
lýsir Einar þessum ferðum
og afréttinum. Má þar sjá að
jafnvel fór honum að hafa
pennann að amboði. í þess-
um lýsingum kom best fram
eiginleiki Einars sem for-
ingja, greind hans og að
finna farsælustu leiðina öll-
um til heilla.
Þau hjón eignuðust 5 börn
er öll hafa gifst.
Helgu er byggði Hjarðar-
land 1949, Ingigerði er býr á
Tálknafirði, Ragnhildi erbýr
á Selfossi, Hlíf sem býr á
Akureyri og Dórotheu er
býr í Reykjavík.
Upp úr 1950 byrjaði Einar
svo að byggja öll hús upp að
nýju á jörðinni og 71 árs
byggði hann að lokurn mynd-
arlegt íbúðarhús með tveim-
ur íbúðum aðra fyrir sig en
hina fyrir þá sem hann leigði
jörðina. Sýnir það best kjark
hans og áræði að þá er
flestir eru hættir umsvifum,
stóð Einar enn með hamar
og sög vann myrkranna á
milli. 1 þessu nýja húsi átti
Einar svo sitt æfikvöld meðal
bóka sinna og vina, þangað
var gaman til hans að koma
og fræðast um liðna tíð, fram
á síðustu ár var minni hans
óbilugt, og með gleði í huga
minntist hann þeirra fjöl-
mörgu Tungnamanna sem
hann hafði haft samskipti við
hér í 75 ár.
Með virðingu kveð ég
hann og býð honum blessun-
ar guðs. Björn Sigurðsson.
Þeim fækkar bændunum
sem hat'a alist upp og starfað
við búskaparhætti sem tíðk-
uðust fyrr á öldum og eiga
þannig rætur í þeirri menn-
ingu sem hefur mótað ís-
lenskt þjóðlíf sterkast fram
til þessa. Einn þeirra, Einar
J. Helgason, fyrrum bóndi í
Holtakotum Biskupstung-
um, verður til moldar borinn
í sveit sinni í dag. Líf hans og
starf bar þess glöggt vitni að
ræturnar lágu eftur í aldir.
Hann byrjaði að búa áður en
hægt var að panta flesta hluti
úr kaupfélaginu. Menn urðu
að framleiða sjálfir flest það
sem til framfærslu þurfti -og
smíða þau tæki og áhöld sem
þurfti til. Stundir til að sinna
öðrum hugðarefnum voru
fáar. En nýttar vel. Og raun-
ar er það svo að jafnan gefst
tími til að sinna því sem
einkum er hugleikið - þótt
lífsbaráttan sé ströng. Þannig
gafst Einari jafnan tími til að
sinna margháttuðum félags-
málum, miklum lestri og
nokkrum skriftum.
Einar Jörundur Helgason
var fæddur að Uppsölum í
Hraungerðishreppi í Flóa
þann 7. júní 1896. Foreldrar
hans voru hjónin Helgi Jóns-
son bóndi og Kristbjörg Ein-
arsdóttir. Þau hættu búskap
og fluttu til Reykjavíkur þeg-
ar Einar var um 2 ára að
aldri, og var hann þá tekinn
í fóstur af Jóhanni Einars-
syni, móðurbróður sínum,
og Ragnhildi Halldórsdótt-
ur, konu hans, sem bjuggu
lengst af í Halakoti (síðar
Hvítárbakka) í Biskupstung-
um.
Einar gékk í Flensborgar-
skólann og lauk þaðan prófi
um tvítugsaldur. Árið 1921
kvæntist hann Jónasínu
Sveinsdóttur, frá Kjarnholt-
um í Biskupstungum, sem
lést árið 1967. Þau byrjuðu
búskap í Halakoti en fluttu
1925 að Holtakotum í Bisk-
upstungum þar sem Einar
byggði bæinn upp. Þar
bjuggu þau Jónasína síðan
og eignuðust sex börn sem
öll eru á lífi nema ein stúlka
sem dó í bernsku.
Einar naut þess að starfa
að félagsmálum og ávann sér
fljótlega traust og virðingu á
þeim vettvangi meðal sveit-
unga sinna. Flest búskaparár
sín átti hann sæti í hrepps-
nefnd og oddviti var hann
um skeið. Einnig var hann
áratugum saman í stjórn
Búnaðarfélags Biskups-
tungna og formaður Fóður-
birgðafélags Biskupstungna
var hann meðan það félag
starfaði, 1940-1968.
Það trúnaðarstarf sem
Einari mun hafa þótt vænst
um var starf fjallkóngs þeirra
Biskupstungnamanna, enda
tengdist það sérstöku áhug-
máli hans, landfræðum og
staðfræðum. Fjallkóngur var
hann 1930-1963 ogmunýkju-
laust að fyllyrða að afrétt
Biskupstungnamanna hafi
Einar þekkt eins og lófa
sína. Hann ritaði afargeinar-
góða afréttarlýsingu í
„Göngur og Réttir" sem
Bragi Sigurjósson tók saman
og auk þess ritaði hann kafla
í bókinni „Sunnlenskar
byggðir - Tungur, Hreppar,
Skeið" sem Búnaðarsam-
band Suðurlands gaf út árið
1980.
Einar var hagur maður og
smíðaði margt - rn.a. sá hann
urn byggingu nýju réttanna í
Tungunum á sínum tíma. .
Auk félagsmálanna gegndi
Einar lengst af aukastarfi
sem umboðsmaður trygg-
ingafélags í sveit sinni, enda
naut nákvæmni hans og sam-
viskusemi sín vel við þau
störf. Hann undi sér vel við
skrifborð sitt - við skriftir
eða lestur hin seinni ár.
Einar var hæglátur maður
og dagfarsprúður. Hógværð
og mannúð einkenndu tal
hans og framgöngu. Hann
var vel ern og hélt skýrri
hugsun til hins síðasta. Þótt
heilsunni hrakaði síðustu
árin fylgdist hann vel með -
og aldrei leið svo dagur að
hann tæki sér ekki bók í
hönd. Hann var ekki í rónni
fyrr en mest af hinu vandaða
bókasafni hans var komið til
hans íherbergiðá hjúkrunar-
heimilinu Ljósheimum á
Selfossi þar sem hann lést 20.
febrúar s.l. Hörður Bergmann
VALFODUR:
INNIHALOSRIKT 06
FÓDURSPARANDI
Iralfóöur er fljótandi dýrafóöur,
framleitt úr nýjum fiski. Við fram-
leiösluna er ekki notast viö hita, sem
skaðar næringargildi hráefnisins.
Jralfóöur er fóöursparandi, vegna
þess hve prótein i ööru fóðri nýtist
vel, sé Valfóður gefiö með.
V
’alfóöur er mikilvægt meö ööru
fóöri, vegna liffræöilegs gildis þess.
v
leid
L
r alfóöur er ódýr, innlend fram-
leiósla.
eitið nánari upplýsinga.
VIÐ SETJUM CEYMSLUTANK HEIM
Á BÆ, ÞÉR AO KOSTNAOARLAUSU.
P.O. BOX 269
222 HAFNARFJORÐUR
SIMI 91-651211
SIMI i VERKSMIÐJU: 92-2273
Eigum eitt ókeyrt eintak af þessum frábæra
og eftirsótta bíl. Er verðurtil sýnis í sýningar-
sal okkar að Smiðjuvegi 4.
Laugardag kl. 1-6
og
sunnudag kl. 1-5.
EGILL VILHJÁLMSSÖN
Sm/ðjuvegi 4c, Kópav.
mmmmm^
Willys Cherokee 1983 j
I
Hiólastólarall
í Laugardalshöll
36 þekktir stjórnmálamenn, íþróttamenn og
hjólastólanotendur keppa á stórkostlegu
hjólastólaralli, sem Sjálfsbjörg, landssamband
fatlaðra, stendur fyrir í tilefni 25 ára afmælis
síns, í Laugardalshöll sunnudaginn 3. mars.
Keppnin verður sett kl. 14:00 en Lúðrasveitin
Svanur mun leika frá kl. 13:30.
Á milli umferða verður sýndur breakdans,
Rúrik Vignir Albertsson og fél.,
Þjóðlagakvartettinn Frost syngur.
Sjálfsbjörg