NT - 02.03.1985, Blaðsíða 2

NT - 02.03.1985, Blaðsíða 2
4. tbl. mars 1'9S3 2 — BTað II ÁBÓT Innanhúss og utan Mjög fjölbreytt úrval af loft- Eldvarnir í heimahúsum: Mikilvægt að tæk- in séu í lagi ■ Helstu eldvarnartæki fyrir heimili eru reykskynjarar og handslökkvitæki. Það eru margir sem fara og útvega sér þessi tæki, koma þeim fyrir á heimilium sínum og telja sér trú um að þá séu þeir öruggir. Er það svo? í mörgum tilfellum kannski, en spurningar vakna: Eru tækin á réttum stað, eru þau af hentugri gerð, eru þau nógu mörg og síðast en ekki síst, eru þau í lagi? Við leituðum til sérfræðings á þessu sviði og hittum að máli Höskuld Blöndal hjá I. Pálma- son hf. og hann sagði okkur sitthvað um þessi mál. Reykskynjarar Nú er hægt að kaupa tvær gerðir reykskynjara. Fyrri gerðin er skynjari sem notast einn og sér og flestir kannast við, en sú síðari er „samtengdir skynjarar". Pessi gerð er heppileg í stórum húsum t.d. einbýiishúsum með sérstakri svefnherbergisálmu eða rað- húsum á þrem hæðum og er þá einn skynjari settur á hverja hæð. Þar sem þeir eru sam- tengdir pípa þeir allir í einu þegar reykur kemst að einum. Lína þarf að liggja á milli þeirra og til þess má nota venjulega lampasnúru og það er auðvelt að tengja inná þá. Það er tvímælalaust öruggur kostur að hafa samtengda reykskynjara í stórum húsum, þar sem fyrr ætti að vera hægt að uppgötva eld og ráða niður- lögum hans á byrjunarstigi. Þeir sem eiga bílskúr ættu að hugleiða þennan möguleika. Staðsetning Meginreglan er að setja reykskynjara í loft fyrir miðju herbergi. Efhúsnæðið er lítiði og aðeins einn skynjari notað- ur er hann yfirleitt hafður í holi. Reykskynjara má ekki setja upp nær kverkum en þrjátíu sentimetra en kverkar eru samskeyti veggja og lofts. Þetta er dautt svæði sem reyk- ur kemst ekki að fyrr en her- bergið er fullt af reyk. Rafhlaða Til þess að reykskynjari vinni rétt þarf rafhlaðan að vera í lagi. Á flestum eða öllum gerðum skynjara er prófunartakki sem vinnur þannig, að þegar þrýst er á hann pípir skynjarinn og gefur þannig til kynna að hann sé í lagi. Ef það gerist ekki er líklegast að rafhlaðan sé tóm. Tvær gerðir rafhlaða má nota, það eru venjulegar rafhlöður og alkaline rafhlöður. Venju- lega rafhlaðan hefur þann galla að um leið og hún kemur úr framleiðslu byrjar að eyðast af henni. Menn geta því átt á hættu að kaupa hálftóma raf- hlöðu eða jafnvel tóma. Sé hún fullhlaðin á hún að duga sex til átta mánuði í reykskvnj- ara. Alkaline rafhlaðan hefur þann kost að ekkert eyðist af henni fyrr en hún er sett í tæki og getur dugað í um tblf mán- uði. Hún er um hclmingi dýrari en sú venjulegaen ætti að vera mun öruggari. Fólk á auðveldlega að geta skipt um rafhlöðu í reyk- skynjurum sínum, það þarf bara að þrýsta þeim vel í samband. Ef reykskynjari vinnur ekki rétt þrátt fyrir nýja rafhlöðu, þarf að láta yfirfara hann hjá versluninni. Slökkvitæki Um fjórar gerðir slökkvi- tækja er hægt að velja. Þessar gerðir eru vatnsslökkvitæki, kolsýrutæki, dufttæki og hal- ontæki. Vatnstækið ræður við eld í föstum efnum t.d. fötum, pappír og tré. Kolsýrutækið dugir á rafmagns-, olíu- og feitiselda. Dufttækið sameinar kosti þessara tveggja fyrr- netndu. Halontækið er nýtt á markuðnum og er alhliða slökkvitæki. Halon er loftteg- und og er hún blandast and- rúmsloftinu lifir ekki eldur. Óþrif eru töluverð af dufttæk- inu en engin af haloni. Tekið skal fram að halontækið er enn sem komið er mjög dýrt. Mælt er með að fólk hafi heima hjá sér sex kílóa duft- tæki. Tveggja kílóa tæki eru einnig til, en þau eru það lítil, aðóvanurmaður næði ef til vill ekki að slökkva eld með þeim. Slökkvitæki eiga áð vera ná- lægt útgöngudyrum. Megin- réglan við notkun þeirra er að menn fari útgöngumegin við eldinn og reyni að slökkva þaðan. Ef það tekst ekki eiga menn þá alltaf kost á að forða 'sér út. Tekið skal fram að handslökkvitæki eru aðeins ætluð til þess að slökkva eld á byrjunarstigi. Mælt er með að láta athuga og yfirfara tæki þessi einu sinni á ári. Gömul hús Eldhætta er mikil í gömlum timburhúsum og í risum sem byggð eru úr timbri. Útgöngu- leiðir eru oft þröngar af efri hæðum og risum gamalla húsa og íbúarnir í mikilli hættu ef eldur kemur upp. Sjálfsögð öryggistæki í slíkum húsum, fyrir utan reykskynjara og slökkvitæki, eru björgunar- kaðlar. Þeir eru hafðir við glugga, svalir eða útgönguleið- ir. Oft eru krókar settir upp í gluggakarma og björgunar- kaðallinn festur í þá. Áðurfyrr voru haldnar brunaæfingar í stórum timburhúsum að minnsta kostieinu sinni á ári. íbúar slíkra húsa ættu að taka upp þann gamla sið bæði sér til ánægju og öryggis. Hér er að lokum listi yfir þá sem selja eldvarnartæki á Reykjavíkursvæðinu. Kolsýruhleðslan s/f, I. Pálma- son hf., Ólafur Gíslason & Co. hf. Eldvarnarmiðstöðin, Landsamband slökkviliðs- manna og Brunavarðafélagið í Slökkvistöðinni í Reykjavík. klæðningarefni I Það er um margt að velja þegar komið er að því hjá fólki að veljaefni á loftin í íbúðum sínum og húsum. Mörg loft nægir að mála, sum þarf að klæða, önnur þarf að lækka niður og jafnvel einangra og enn önnur þarf að breyta á einhvern hátt. Smekkur fólks og tíska ræður mestu um val á loftklæðningu. Blaðamaður kynnti sér vöruvalið í loftklæðningu í nokkrum verslunum og spjallaði við sölumenn umþettaefni veggklæðningarefni hér á landi og þær má einnig nota í loft. Þær er hægt að kaupa nótaðar allan hringinn þannig að öll samskeyti verða slétt og felld. Plöturnar má síðan mála eða setja aðra klæðn- ingu yfir þær eða veggfóð- ur. Panell hefur mikið ver- ið notaður sem loftklæðn- ing. Hann býðst í nokkr- um viðartegundum og með margs konar útliti (prófíl). Hann er einnig til í nokkrum breiddum og með nót og tappa á endun- um, þannig að hann á að geta fallið vel á loftin. Mikið er á markaðnum af plötum sérstaklega ætl- uðum til klæðningar í loft. Það sem þær hafa sameig- inlegt er að þær eru léttar, í viðráðanlegri stærð og eru nótaðar allan hringinn. Þær eru með margs konar yfirborðsá- ferð, fínni eða grófri og yfirleitt í ljósum litum. Pær fást einnig með viðará- ferð í mörgum tegundum. Fer eftir húsum í hefðbundnum stein- steyptum byggingum með íbúðum, sem hafa eðlilega lofthæð, eru loftin yfirleitt pússuð og máluð. Yfirleitt setur fólk ekki klæðningu á slík loft nema sérstakar ástæður liggi til. í timbur- húsum og einingahúsum er alltaf nauðsyn að klæða loftin, og þeir sem byggja slík hús þurfa að velja loftklæðningu. í gömlum timburhúsum stendur fólk oft í breytingum og verður þá oft að skipta um efni í loftum ef um róttækar breytingar er að ræða. Ris húsa þarf alltaf að klæða og hús með nýtísku bygg- ingarlagi þarfnast oft sér- stakra aðferða við loft- klæðningu. Margs konar plötur Já, það er um margt að velja í þessum vöruflokki. Spónaplötur eru algengsta

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.