NT - 02.03.1985, Blaðsíða 5

NT - 02.03.1985, Blaðsíða 5
HRÍSALUNDUR MIÐSTÖÐ HAGSTÆÐRA VIÐSKIPTA ■ Við borð þetta getur fólk notið drykkjarins mitt í litlu landslagi. Borðplatan er nefnilega þykk gler- plata sem gerir það að verkum að hægt er að sjá fallega steina og kaktusa, eða aðrar valdar plöntur, í gengum hana. Sérstaklega getur verið ánægjulegt í svörtu skammdegi, að líta blómaskrúð, sem minnir á sumartíð. _ Veljið góðan við Plönturnar sem settar eru á botn borðsins verða að vera lágvaxnar, svo þær vaxi ekki upp í glerið. Helst ættu það að vera kaktusar eða aðrar jurtir sem ekki þarf að vökva mjög oft. Borðið sjálft er gert úr hefluðum furuborðum eða annarri fallegri viðartegund. Reynt skal að velja vel þurr og vönduð viðarborð og geyma þau í um það bil tvær vikur í því hita- og rakastigi sem borðið á að standa í. Þetta er mjög mikilvægt og gert til þess að fætur borðsins vindi sig ekki né hreyfi á nokkurn hátt. Sérhver borðfótur er samansettur úr tveimur lögum af borðum, innra borðið er styttra, þannig að það myndast lítið fals, sem lausa glerplat- an liggur á. Þess vegna er nauðsynlegt að viðurinn í borðfótunum hreyfi sig ekki, því þá gæti borðplatan dottið úr falsinu einhvern daginn. Af sömu ástæðu á ekki að kaupa glerplötuna fyrr en smíði borðsins er lokið - þannig fær maður nákvæmt mál á hana. Smíði borðsins Allir hlutar borðsins eru gerðir úr fjórum viðarborðum sem eru 21 mm á þykkt, 145 mm á breidd og 240 cm á lengd. Þau eru söguð vinkilrétt niður í réttar lengdir. Innri borðin í borðfótunum og helming þeirra ytri þarf að mjókka, það er, saga á langveginn. Við það má nota ristisög, en best væri að gera það í hjólsög. Þegar sagað hefur verið niður er réttast að pússa alla hlutana strax - það verður erfiðara eftir að búið er að setja borðið saman eins og sýnt er á teikningunum. Að lokum er borðið lakkað með tveim umferðum af völdu lakki og pússað yfir með fínum sandpappír á milli umferðanna. 4. tbl. mars 1985 5 ~ Blðð II Innanhú! Sófaborð með innbyggðu I || ■ ABOT Borðplatan Glerið skal vera 8 mm þýkkt. Það er hægt að kaupa tilskorið og með slípuðum köntum fyrir um 1500 krón- ur hjá glersölum. Samsetning borðsins Á teikningunum sést samsetning eins borðfótarins innanfrá. Athugið að borðin mætast eins á öllum fótun- um, kanturinn á vinstra borðinu kem- ur á innri hliðina á hægra borðinu. Eins og áður er sagt eiga viðarborðin sem notuð eru að vera hefluð og þykkt þeirra 21 mm og breidd 145 mm. Þau eru söguð í eftirfarandi stærðir: Fjögur stykki 14,5x43 cm (A) - fjögur stykki 12,4x43 cm (B) - fjögur stykki 14,5x82,9 cm (C) - fjögur stykki 12,9x26,5 cm (D) og fjögur stykki 10,8x26,5 cm (E). Þar fyrir utan er notað: Átta stykki 8 mm trétappar (dílar), 6 cm langir - 4,0x40 mm undirsinkaðar skrúfur - 21x34 mm heflaðir listar, samtals 4,50 metrar á lengd - botn úr 16 mm vatnsheldum krossvið, 80x80 - lakk - 8 mm glerplata, 85x85 cm - sterkur plastdúkur, 100x100 cm - sandur. ■ Byrjið á að setja saman ytri hlutana A og B á öllum borðfótunum. Borað er fyrir trétöppunum, þannig að aöeins er boraö inn í hálfa þykkt A (til þess að tapparnir sjáist ekki að utan), límborið og sett vinkilrétt sam- an (þvingað). Því næst eru fæturnir tengdir saman með borðunum C, sem eru skrúfuð föst þannig að neðri kantur þeirra verði einn cm frá gólfi. ■ Borðin C mætast á sama hátt í öllum hornum þannig að borðið verð- ur réttur ferningur. Einnig eru hlut- arnir D og E allir settir á eins hátt í öll horn, þeir límdir við A og B og notaðar þvingur við líminguna. Efsta brún D og E á að verá 10 mm fyrir neðan efstu brún A og B, þannig að fals myndast fyrir glerplötuna. ■ Innan á borðin C eru listarnir E skrúfaðir þannig að neðri kantar beggja liggi samsíða. Listarnir eiga að bera botnplötuna G. Á botninn og upp á hliðarborðin er plastdúkurinn lagður. Svoiítið lag af sandi er sett á botninn og steinum og blómum raðað á hann. Að lokum er svo glerplatan H lögð varlega á sinn stað.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.