NT - 02.03.1985, Blaðsíða 6

NT - 02.03.1985, Blaðsíða 6
ÁBÓT 4. tbl. mars 1985 6 - Blaðll ■ Stærö stofunnar á myndinni er 5x4 m. Eig- andi hennar valdi að smíða sjálfur hillurnar, sófana og borðið við þrjá veggi stof- unnar. Ef að hann hefði keypt hefðbundin stofu- húsgögn hefði plássið þrengst til muna. Inn- byggðu húsgögnin falla vel inn í stofuna og gefa henni notalegan blæ. Húsgögnin má smíða á einfaldan hátt og fyrir að- eins hluta af þeim kostnaði sem ný húsgögn myndu kosta. Þau eru smíðuð úr 18mm spónaplötu, eins og hér er gert, eða úr 3/4 tommu hefluðum viðar- Innbyggðir sófar sem auðvelt er að smíða borðum. Stærstu kostir þeirra eru að það má breyta þeim í svefnsófa fyrir gesti og að það er geymslupláss undir setun- um. Hillurnar eru smíðaðar úr viðarborðum, en ekki verður farið út í smíði þeirra hér. Aðeins skal tekið fram að neðsti hluti þeirra er lokaður og notast sem bak fyrir sófana. cm spónaplötu. Á efstu brún hennar er límdur 6 mm þykkur harðviðarlisti. 2. 50x25 mm furulisti (B) er límdur og skrúfaður á bakhlið undirstöðunnar (A), 18 mm fyrir neðan efstu brún. 3. Sagaður er niður sá fjöldi sem til þarf af 20 cm breiðum framhliðum (C) og skilrúmum (hliðum) (D) í lengdum sem hver og einn velur. 4. 25x25 mm furulistar (E) eru skrúfaðir niður í gólfið um 70 cm frá veggj- um og samsíða þeim. 5. Næst er sagað úr skil- rúmunum (fyrir listunum) og þeim komið fyrir á milli fram- og bakhliðar. Borað er gegnum framhliðarnar, límt og skrúfað. 6. Þar sem framhliðarn- ar mætast í réttu horni (90) eru samskeytin styrkt með stuttum 25x25 mm furulistum sem eru límdir þar og skrúfaðir. 7. Nú eru lokin (F) gerð og í þau notað sama efni, 18 mm spónaplata. Breiddin á þeim skal vera um 88 cm og lengdin þann- ig að þau falli á mið skilrúmin. Þar sem lokin mætast á skilrúmunum skal hafa um 5 mm bil á milli þeirra þannig að auð- veldara verði að opna þau. Stærð sófanna Stærðin á innbyggðu sófunum ræðst af stærð stofunnar sem á að smíða þá inn í og er því breytileg. En til þess að þeir verði sem þægilegstir á fjarlægð milli baks og fremstu brún- ar að vera um 90 cm og hæðin á undirstöðunum minnst 30 cm. Seturnar Seturnar í þessum sóf- um eru 10 cm þykkar. Þær eru úr svampi og er hann keyptur sérstaklegga til- sniðinn. Hafðurernokkuð harður svampur í setunum en mýkri í bökunum. Sér- saumað áklæði er sett utanum hverja setu og hvert bak. Rennilásar eru hafðir á þeim, þannig að auðvelt verði að taka þau af og þvo eða hreinsa. 1. Bakhlið undirstöð- unnar (A) erskrúfuð föst við vegginn þar sem sófinn á að vera. Hún er um 20 cm á breidd og gerð úr 18 8. Á alla kanta skal loksins líma 6 mm þykka harðviðarlista. • 9. Lokin eru síðan fest við undirstöðurnar með lömum. Borað er gat í lokið, það rúmt að fingur komist í það. Þetta er gert til þess að auðveldara verði að opna það. 10. í þessu tilfelli er undirstaðan teppalögð. Ef það er ekki gert þarf að sparsla, pússa, grunna og lakka alla þá fleti hennar sem sjást. 11. Að lokum eru pass- andi setur settar á. Þegar hillubotninn er notaður sem bak á sófan- um er bakið (G) gert úr 18 mm spónaplötu og hæðin höfð 75 cm. Furulistar (H) sem eru 38x38 eru skrúfað- ir í gólfið 18,20 cm frá vegg. Hillan (I) er 20 cm breið og 38x25 mm furu- listi (J) er skrúfaður á vegginn sem undirstaða undir hana.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.