NT


NT - 19.03.1985, Síða 2

NT - 19.03.1985, Síða 2
(97 Þriðjudagur 19. mars 1985 Frumvarp Alexanders: Greiðslubyrði íbúðalánanna fylgi kauphækkunum framvegis ■ Greiðslubyrði verðtryggðra fasteignaveðlána hefur aukist um liðlega 37% umfram launahækkanir frá árinu 1980, sem er það mikið að jafnvel fólk sem sýndi ýtrustu aðgæslu á áformum sínum um fasteignakaup er nú komið að mörkum greiðslugetu sinnar eða yfír hana, segir m.a. í skýrslu nefndar sem félagsmálaráðherra hefur falið að kanna fasteignamarkaðinn og gera tillögur til úrbóta. Jafnframt segir að leiðir eins og breyting raunvaxta, afnám verðtryggingar og lenging lánstíma mundu ekki einar sér leysa þann vanda sem skapast hefur vegna hinnar auknu greiðslubyrði. Nýrra leiða verði því að leita. Niðurstaðan var „jöfnun greiðslubyrði'1, sem nú er til umfjöllunar í ríkisstjórninni í, formi lagafrumvarps, sem vænt-. anlega verður fljótlega lagt fram á Alþingi. í frumvarpinu ergert ráð fyrir að greiðslubyrði af lánum (þ.e. afborgun, verð- trygging og vextir) miðist fram- vegis við þróun launa, þ.e. kaupgreiðsluvísitölu. Áætlað er að þetta eigi við unr öll fast- eignaveðlán einstaklinga, sem tekin eru vegna íbúðakaupa/ bygginga til eigin nota, hvort sem er hjá opinberum sjóðum, lífeyrissjóðum eða innlánsstofn- unum og hvort sem þau eru verðtryggð eða óverðtryggð. Jafnframt að hægt sé að semja um greiðslujöfnun í sambandi við greiðslu eftirstöðva í al- mennum fasteignaviðskiptum. í bráðabirgðaákvæði í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að greiðslu- jöfnunin nái einnig til húsnæðis- SK»UHi!l*W»NAOUH ■ „Afborganir lána“ stendur á skiltinu - en það eru einmitt þessar afborganir sem orðið hafa mörgum íbúðakaupandanum erfiðar á hinum síðustu og verstu tímum. NT-mynd Sverrir. stjórnar- og lífeyrissjóðslána sem veitt hafa verið eftir 1. jan. 1983. Með lögunum á að koma í Beðið eftir frum- kvæði Seðlabanka Gera bankarnir tillögur um hækkun vaxta umfram verðtryggingu? ■ „Það verður ekki svo mikil breyting á hækkun lánskjara- vísitölunnar um næstu mánaða- mót að tilefni sé til stórlækk- unar vaxta,“ sagði Tryggvi Pálsson, hagfræðingur Lands- bankans, þcgar NT spurði hann um hugsanlegar vaxtabreyting- ar í þessari eða næstu viku. Því hefur verið spáð að láns- kjaravísitalan muni um mánaða- mótin hækka um 2,3% sem þýðir 31% hækkun á ársgrund- velli. „Lækkun vaxta hlýtur að koma fyrst og fremst frá Seðla- bankanum núna. Viðskipta- bankarnir eru svo aðþrengdir eftir vaxtaákvörðunina urn ára- mótin að þeir geta vart staðið fyrir lækkun útlánavaxta eins og stendur," sagði Geir Magnús- son, bankastjóri Samvinnu- bankans í samtali við NT. Seðlabankinn hafnaði ýmsum tillögum viðskiptabankanna um hækkun útlánavaxta um ára- mót, og beinlínis lækkaði vexti á verðtryggðum reikningum. Geir Magnússon sagði að síðan hefðu bankarnir verið að tapa peningum. Ákvörðun Seðlabankans um BHM ekki í verkfall ■ Vegna fréttar NT í gær um vinnustöðvun BHM er rétt að taka fram að stjórn BHM hefur ekki tekið ákvörðun uni eða boðað vinnustöðvun félaga BHM. lækkun vaxta umfram verð- tryggingu gildir til loka mars. Samkvæmt heimildum NT getur svo farið að bankarnir geri nú aftur tillögur um hækkun vaxta á verðtryggðum útlánum. Að hrista af sér krata ■ í hinu ágæta blaði „Dagskrá" í Vestmannaeyj- um, birtist nýlega eftirfar- andi vísa: Málglaður hann metið setti mun það cflaust lengi standa af sér hristi á cinu bretti alla krata Norðurlanda Fyrir þessu er hið heims- þekkta skáld í Eyjum, Göngu-Hrólfur, skrifað og blaðið bætir síðan við: Nú er að bara spurning hver eigi sland. ' „Það var verst að þurfa að missa þetta einbýlishús," sagði ein daman við tíðinda- mann NT á staðnum þegar spjalli um ferðina var lokið. Og herrann bætti við: „Þú skalt bara ekki minn- ast á þetta við fasteignamat- ið, - þetta með húseignina þarna uppfrá." Nei ekki orð, - þið munið það lesendur góðir. £ Leyndarmál á fjöllum uppi ■ Það var hress hópur sem kom ofan af Landmannaaf- rétti í gærdag eftir hrakning- ar í illviðri á snjósleðum fjarri mannabyggðum. En eins og sagt er frá annarsstað- ar í þessu blaði þá tókst þeim að koma sér upp snjóhúsi þar sem fötin voru þurrkuð og hópurinn sat svo þar í einum hnapp. Þegar einn þurfti að rétta úr fótunum varð annar að draga sínar býfur að sér en allt gekk í sátt og samlyndi. Það var því ekki nema von að þau söknuðu hússins síns lítilega sem nú bíður autt og yfirgefið uppi á Hrafntinnu- skeri, fjarri mannabyggðum og engum til gagns. Við verðum að setja skjáturnar inn, Víkingarnir eru að koma! veg fyrir að greiðslubyrði af fasteignaveðlánum hækki um- fram kaupið, þó svo að raun- vextir eða lánskjaravísitala hækki umfram laun, eins og gerst hefur undanfarin ár. I slíkum tilfellum yrði hluti greiðsl- unnar færður sem skuld á ákveðnum „mismunarreikn- ingi", sem gæti orðið til að léngja lánstíma’nn éf kaupþró- unin væri neikvæð allan lánstím- ann. Ef tekið er mið af 100 þús. króna láni teknu í ársbyrjun 1980 til 5 ára með 5% vöxtum og lánskjaravísitölu og tveim afborgunum á ári væri ioka- greiðsla þess nú rúmlega 76 þús. krónur. Með greiðslujöfnun hefði heildargreiðsla nú verið rúmlega 51 þús. krónur. Á mis- munarreikning hefði hins vegar safnast upp 106 þús. króna skuld, sem greiddist upp á þrenr viðbótargjalddögum. En raunvextir og lánskjara- vísitala getur líka hækkað minna en kaup. Þannig hækkaði lánskjaravísitala t.d. 15,2% minna en kauptaxtar á árabilinu 1977-1982. I þeim tilfellum hækka heildargreiðslur af lán- unum og lánstíminn styttist. Svo aftur sé tekið mið af láni eins og að ofan greinir, teknu í ársbyrj- un 1977 en til 6 ára hefði lánstíminn styst í 5 ár. Þótt breytingar á hinum ýmsu vísitölum gangi í nokkrum bylgjum telja hagfræðingar að þær muni nokkuð haldast í hendur þegar til lengri tíma er litið. Varðandi langtímalán eru því taldar yfirgnæfandi líkur á að lánskjara- og kaupgjaldsvísi- tala muni fylgjast sæmilega að, og lánin þar með borgast upp á svipuðum tíma og reiknað er meðviðtöku þeirra. Þ.e. að á „slæmu“ árunum safnist inn á mismunarreikninginn, sem eyð- ist síðan eða lækki í „góðu“ árum. ■ Jósep Lilliendahl. Enn yfir- heyrslur ■ Maðurinn sem lést í rysking- um á trésmíðaverkstæði JHS- innréttinga í Kópavogi aðfara- nótt fímmtudagsins 14. mars s.l. hét Jósep Lilliendahl Sigurðs- son. Hann var fæddur 14.11 1955 og lætur eftir sig þrjú börn. Enn er unnið að yfirheyrslum yfir Sigurði Adólf Frederiksen sem hefur játað að hafa myrt hinn látna. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júní.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.