NT - 19.03.1985, Síða 3
Þriðjudagur 19. mars 1985
Engin
\ausn
í kjara-
dei\u
kennara
ogrikfeins!
„Búnir að gera allt
sem hægt er að gera“
- segir Albert Guðmundsson fjármálaráðherra
■ Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér greinargerð í
tilefni af samþykkt Launamálaráðs BHMR, þar sem
skorað er á ríkisstjórnina að ganga til samninga við Hið
íslenska kennarafélag. Þar kemur m.a. fram að samninga-
nefnd ríkisins hefði verið tilbúin að vinna að samkomulagi
við HÍK á hliðstæðum grundvelli og í samninum við önnur
aðildarfélög BHMR, auk þess sem tekið skyldi tillit til þess
munar á heildarkjörum kennara og annarra háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna.
„Við erum búnir að gera allt
sem hægt er að gera til að
reyna að ná samkomulagi við
kennara,“ sagði Albert Guð-
mundsson fjármálaráðhcrra í
samtali við NT í gær. Við höfum
tekið til greina skýrslu þá sem
menntamálaráðherra lét gera
um endurmat á störfum
kennara, við höfum viðurkennt
að þeir hafi dregist aftur úr og
til þess að leiðrétta það þarf að
hækka þá um l-3 launaflokka.
Við höfum boðið ákveðna
hækkun sem svarar einum
launaflokki í raunstuðlum og
þeir hafa þegar fengið 20% eftir
verkfall BSRB, þegar önnur
félögfengu 16,4%. Krafaþeirra
ofan á þessa 20% hækkun, er
70-80%-, eins og öll aðildarfélög
BHMR fara fram á, auk 30%
Tveir
til Togo
■ Þingmennirnir Friðrik
Sophusson og Svavar
Gestsson eru á ieið til
Togo í Afríku í vikunni til
að sitja fund Alþjóða
þingmannasambandsins
sem flest þjóðþing í heim-
inum eiga aðild að.
Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem þessir fundir
eru haldnir í Afríku, en á
þeim er fjallað um sam-
skipti í alþjóðamálum.
Áður fyrr fóru íslenskir
þingmenn ekki á þessa
fundi, sem eru haldnir 1-2
á ári, nema þegar þeir
voru haldnir í Evrópu, en
fyrir nokkrum árum var
því breytt þar sem þessa
afstöðu hefði mátt túlka
sem kynþáttafordóma.
hækkunar þar ofan á og þjóðfé-
lagið hefur bara ekki efni á því.
Við höfum náð samkomulagi
um að deilan fari fyrir Kjara-
dóm, þannig að það er ekki
einhliða ákvörðun mín, eða
ríkisstjórnarinnar."
Enn fremur tók Albert það
fram að innan ríkisstjórnarinnar
hefði öll málsmeðferð verið
kynnt jafnóðum og væn alger
samstaða um málið þar.
- Þú telur semsagt að það
sem samninganefnd ríkisstjórn-
grinnar hefur boðið sé í fullu
samræmi við ályktun ríkisstjórn-
arinnar?
„Já, það er alveg í samræmi
við ályktanir hennar.“
- Hverjar eru kröfur ríkisins
fyrir Kjaradómi?
„Ríkissjóður, eða fjármála-
ráðuneyti flytur eitt mál og
kröfurnar þær koma bara fram
í Kiaradómi, ég vil ekki fara að
upplýsa þær neitt fyrirfram.
Kennararnir flytja sitt mál líka,
síðan verður þessi hlutlausi
dómur að kveða upp sinn dóm.“
- Þú telur að það þurfi ekki
að grípa til neinna sérstakra
ráðstafana vegna þess að
skólarnir eru nú alveg óstarf-
hæfir.
„Nei, það er ekki hægt. Við
erum búnir að reyna að komast
að bráðabirgðasamkomulagi
eins og ég sagði áðan og kennar-1
ar hafa hafnað því. Það var
langt verkfall í október og svo
þetta sem komið er núna þannig
að það er þegar búið að gera
þann skaða fyrir þetta skólaár
að ég veit ekki hvort hann
verður bættur aftur, tíminn
verður að leiða það í ljós. Það
getur vel verið að það séu til
leiðir til úrbóta en ég þekki þær
ekki.“
- En þú ert ekki sammála
kennurum um að laun þeirra
séu allt of lág miðað við aðrar
stéttir?
Ríkisstjórnin sam
mála Steingrími?
Gæti leyst kennaradeiluna
■ „Ég met það svo að margir
félaga okkar myndu hverfa á ný
til kennslu ef afdráttarlaus yfir-
lýsing fæst frá ríkisstjórninni
um þetta,“ sagði Kristján
Thorlacius formaður HÍK í gær,
aðspurður um ummæli Stein-
gríms Hermannssonar forsætis-
ráðherra í útvarpsfréttum í
fyrrakvöld. Steingrímur lýsti
því þá yfir að hann teldi eðlilegt
að dagvinnutekjur yrðu hafðar
til viðmiðunar þegar bornar
væru saman tekjur ríkisstarfs-
manna og starfsmanna á hinum
almenna vinnumarkaði. Um
„Ríkissjórnin öll, og ég nátt-
úrlega þar með, hefur komist að
þeirri niðurstöðu að kennarar
hafi dregist aftur úr í launum.
en við erurn ekki sammála því að
þeir eigi að vera betur launaðir
allir aðrir háskólaborgarar
en
með sérþekkingu. Við viður-
kennum að leiðrétta þarf unt
1-5 launaflokka, til þess að jafna
það sem þeir hafa dregist aftur
úr.
■ Verða uppsagnir kennara teknar til greina af ríkisvaldinu, og þeir þannig atvinnulausir? Þessi
spurning leitaði óneitanlega á kennara í athvarfi þeirra að Borgartúni í gær. NT-m>nd: Ámi Bjama.
Fæðingarorlof í fjóra
mánuði á Húsavík:
Verðlaun fyr-
ir að f jölga
Þingeyingum
■ „Okkur finnst jákvætt
að gera eitthvað fyrir það
fólk sem ennþá nennir að
standa í þvi að eiga böm.
Þjóðinni er nú eiginlega
hættaðfjölga, þannig að við
teljuin ástæðu til að gera
a.m.k. þessa tilraun," sagði
Kári Arnór Kárason, starfs-
maður Verkalýðsfélags
Húsavíkur.
Aðalfundur félagsins
hefur nýlega samþykkt að
hækka fæðingarstyrk úr
sjúkrasjóði félagsins upp í
16.400 krónur, sem kemur
til greiðslu þegar lögbundnu
fæðingarorlofi lýkur, þ.e. 4.
mánuðinn. Jafnframt verð-
ur fæðingarstyrkur Verka-
lýðsfélagsins óliáður vinnu-
framlagi móðurinnar á árinu
öfugt. við fæðingarorlofið
sem miðast við vinnutíma.
Semsagt, að verðlauna
konur fyrir að eiga börn -
fjölga íslendingunt? „Já,
fjölga Þingeyingum - það cr
bráðnauðsynlegt," sagði
Kári. Hann kvað fæðingar-
styrkinn hugsaðan þannigað
mæður geti verið einum
mánuði legnur heima að
loknum barnsburði, enda
greiddist hann ekki út fyrr
en á' 4. mánuðinum, þ.e.
þegar greiðslum fæðingaror-
lofsins lýkur.
þetta atriði hafa staðið deilur
milli BHMR og samninganefnd-
ar ríkisins.
Launamálaráð BHMR mun
senda ríkisstjórninni bréf sem
tekið verður fyrir á fundi hennar
í dag. Þar fer launamálaráðið
fram á að ríkisstjórnin gefi sem
heild yfirlýsingu í anda ummæla
forsætisráðherra. Engir samn-
ingafundir hafa verið boðaðir í
kennaradeilunni og von um
skjóta lausn hennar byggist nú
einvörðungu á því að ríkisstjórn-
in gefi ofangreinda yfirlýsingu.
■ Jóhannes Agústsson, forstöðumaður at-
vinnumiðlunar kennara. NT-mynd:ÁmiBjama
Atvinnumiðlunframhaldsskólakennara:
Mikiðaðgera
- kennarar halda að sér
höndum um ráðningar
■ „Vinnumiðlunin fór af stað seinnipartinn í
dag og það hefur verið mikið um að atvinnu-
rekendur hafi haft samband við okkur," sagði
Jóhannes Ágústsson fyrrum kennari við Fjöl-
brautaskólannn á Akranesi, þegar NT tók
hann tali í athvarfi framhaldsskólakennara í
gær. Jóhannes veitir nýstofnaðri atvinnumiðl-
un framhaldsskólakennara forstöðu.
Jóhannes var spurður hvort stofnun at-
vinnumiðlunarinnar þýddi að kennarar ætl-
uðu ekki inn í skólana aftur og svaraði hann
því til að það væri skylda stéttarfélagsins að
kanna hvaða kostir bjóðast þeim kennurum,
sem sagt hafa upp störfum. „Hefðu samningar
verið í sjónmáli hefði þessi atvinnumiðlun
ekki farið af stað,“ sagði Jóhannes.
Kristján Thorlacius formaður HÍK sagði í
samtali við NT í gær, að hann gerði ekki ráð
fyrir að félagar í HÍK réðu sig til vinnu annars
staðar fyrr en niðurstaða deilunnar lægi ljós
fyrir. Hins vegar hlytu kennarar að kanna
hvaða kostir bjóðast þeim á almennum vinnu-
markaði.
*
AÐALFUNDUR
Hf. Eimskipafélags íslands uerður haldinn
í Súlnasal Hótel Sögu,
fimmtudaginn 18. apríl 1985, kl. 14:00.
DAGSKRA
1.
2.
Aðalfundarstörf samkvæmt 14.
samþykkta félagsins.
Sr.
Lagðar fram til fullnaðarafgreiðslu
tillögur til breytinga á 4. gr. samþykkta
félagsins.
3. Onnur mál, löglega upp borin.
TiIIögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega
í hendur stjórnarinnar eigi síðar
en sjö dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar að fundinum uerða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa
á skrifstofu félagsins í Reykjauik frá 12. apríl.
Reykjauik, 16. mars 1985
STJÓRNIN
EIMSKIP
*