NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 19.03.1985, Qupperneq 9

NT - 19.03.1985, Qupperneq 9
Þriðjudagur 19. mars 1985 9 Rússar hafa hagnað á vöru- skiptum sínum við OECD-ríki - ætla að sniðganga kaup frá Bandaríkjunum ■ Sovétríkjunum hefur lærst af misjafnri reynslu að dreifa verslun sinni við Vesturlönd sem mest á milli einstakra vestrænna ríkja. Þannig leitast stórveldið við að draga úr hætt- unni á alvarlegri truflun við- skipta, af völdum enn einnar uppstyttu í samskiptum austurs- og vesturs,á vestrænum vörum og tækjum sem Sovétmenn virðast jrurfa á að halda áfram næstu árin. Yfirleitt hafa Sovétríkin leikið hlutverk þolandans af viðskiptalegum refsiaðgerðum stórveldataflsins. Er skemmst að minnast viðskiptabanns Bandaríkjanna á Sovétríkin vegna Afghanistan árið 1980. En nú er svo komið að Sovét- ríkin vilja svara fyrir Afghanist- an. Stjórnvöld þar hafa látið Verslun Sovétríkjanna við OECD Útflutningur Skipting innfl. frá OECD, sept. '83 - sept. '84 Samtals 21,8 milljaröar dollara V-Pýskaland 18 . Finnland 13 - Japan 12 • Frakkland 9 Bandarikin 14 önnur OECD lönd 11 það spyrjast út að pöntunum ári, verði beint til Japans og Spurningin er enn sem fyrr vegna næstu fimm ára áætlunar Vestur-Evrópuríkja en fram sú hvort verslun Sovétríkjanna ríkisins, sem byrjar á næsta hjá Bandaríkjunum. við Vesturlönd sé svo mikil að vöxtum. að pólitísk stýring verslunarinnar hafi áhrif? Samkvæmt upplýsingum The Economist þá nemur vörusala OECD ríkja til Sovétríkjanna nú samtals um 22 milljörðum dollara á ári, eða -um 2% af öllum heildarútflutningi þess- ara ríkja. Sovétríkin hafa búið við hagstæðan vöruskiptajöfnuð gagnvart OECD-ríkjunum á síðustu árum. Þau hafa því vel efni á að auka innflutning sinn á næstu árum. Þó er staða Sovétríkjanna álitin nokkuð óviss að þessu leyti vegna þess að þau afla meginhluta gjald- eyris síns með sölu á olíu. Olíuverð hefur farið lækkandi á síðustu mánuðum, og ýmsir spá því að verðið muni fara enn lækkandi. 7,8% af út- flutningi okkar til Sovét ■ Eins og flest önnur OECD- ríki þá hefur ísland búið við halla á vöruskiptareikningi sín- um við Sovétríkin undanfarin ár. Stefndi þó í rétta átt í þessum efnum á árinu 1984, þegar hallinn varð um 19 mill- jónir dollara miðað við 30 mill- jónir dollara árið áður. Útflutningurinn til Sovétríkj- anna varð 7,8% af öllum út- flutningi okkar í fyrra, og hafði hækkað úr 7,4% árið áður. Innflutningurinn frá Sovét lækkaði hins vegar hlutfallslega úr 10,4% af öllum innflutningn- um árið 1983 í 9,1% árið 1984. Jón Ögmundur Þormóðsson í viðskiptaráðuneytinu sagði í samtali við NT að Sovétríkin hefðu á sjötta áratug aldarinnar verið mun mikilvægari verslun- araðili okkar, en þá fluttum við eitt sinn 18,6% af útflutningn- um þangað, en keyptum 16% af innflutningnum. Enn eru sovétviðskiptin mjög mikilvæg í einstökum atvinnu- greinum. Jón Ögmundur sagði að um þriðjungur af saltsíldar- framleiðslunni, helmingurinn af karfanum og heilfrysta fiskin- um, og meira en helmingsmagn af ullarvörum okkar færi nú til Sovétríkjanna. Sambandið og nokkrar máln- ingaverksmiðjur gerðu í síðustu viku um 180 milljóna króna samning um sölu á ullarvörum og málningu til Sovétríkjanna, en að sögn Jóns Ögmundar verða heildarviðskiptin við Sovét mjög svipuð í ár og í fyrra, þegar útflutningurinn varð um 60 milljónir dollara eða 1,8 milljarðar króna. SPÁ UM HÆKKUN FRAMFÆRSLUVÍSITÖLU -úLgangsspá- 30, 3?, r I r*----** Arshraða Arsfjórðungshækkun ------------------------------1 3,3%. 10,7?á | 7,7? 11,5? 2,8? 3-84 4-84 1-85 2-85 3-85 4-85 Arsfjórð ungar Verður verðbólgan 15%áárinu? ■ Vinnuveitendasambandið hefur gert nýja verðbólguspá sem felur í sér að verðbólgan hér á landi frá byrjun til loka þessa árs gæti orðið innan við 15%. Samkvæmt spánni hrapar verðbólgustigið hratt á næstu mánuðum. Þannig verður það 11,5% á öðrum ársfjórðungi ársins, 8,0% á þriðja ársfjórð- ungi, og 6,7% á fjórða árs- fjórðungi. Séu þessar tölur bomar saman við 50,3% árshraða verðbólgunnar á síðasta árs- fjórðungi 1984 og 34,7% hraða á fyrsta ársfjórðungi 1985, þá verður hrapið mjög greinilegt. En er hér um raunhæfa spá að ræða? VSÍ tekur fram að spá in geri ekki ráð fyrir neinum launahækkunum eftir 1. maí í vor, þrátt fyrir að ýmsir samn- ingar séu lausir um og eftir mitt árið. Einnig gerir hún ráð fyrir að boðaðri gengisstefnu stjórnvalda verði framfylgt. „Þetta er útgangsspá, sem segir aðeins til um hvaða verðbólgu menn eiga kost á, sagði Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur Vinnuveitenda- sambandsins í samtali við NT. „Hún segir ekkert um hvað við höldum að verði samið um í haust.“ Verslunarvelta: Raun- hækkun 2,7% ífyrra ■ Velta í samanlagðri heild- og smásöluverslun landsmanna jókst á síð- asta ári um 38,6% frá ár- inu áður. Á sama tíma hækkaði smásöluverð vara sem tengjast vísitölu fram- færslukostnaðar unt 35,9% þannig að hækkun verslunarveltunnar varð í raun 2,7%. Veltuaukningin í heild- verslun varð 39,6% en í smásöluverslun 37,7%. Af einstökum greinum varð 59,1% aukning veltu í bifreiðaverslun, 53,7% aukning í skóverslun, 44,7% aukning í sælgætis- sölu og 21,5% aukning í lyfjaverslun. Reykjavík jók hlutdeild sína í smásölu' versluninni ■ Samkvæmt tölum sem Þjóðhagsstofnun hefur unnið þá hafa landsmenn beint versl- un sinni til Reykjavíkur í aukn- um mæli á síðasta ári. Hlut- deild borgarinnar í allri smá- söluverslun landsmanna varð 48,5% í fyrra, en var 46,6% árið áður. Smásöluverslunin á hvern íbúa í borginni var 32% yfir meðaltalsverslun á mann í landinu í fyrra, en var27% yfir meðaltalinu árið 1983. Svo virðist sem þessi aukn- ing Reykjavíkurverslunarinn- ar standi í beinu sambandi við stóraukningu blandaðrar versl- unar í borginni á árinu. Þessi verslun rúmlega tvöfaldaðist. Munar þar án efa mest um að stórmarkaðurinn í Miklagarði átti í fyrra fyrsta heila starfsár sitt. „Mér sýnist að þegar sorfið hafi að hjá fólki hafi það fyrst og fremst sparað við sig í matvörukaupum og farið í stórmarkaðina til þess;’ sagði Sigurður Jónsson hjá mark- aðsráði Sambandsins í samtali við NT um þessa þróun. Liggur beint við að álykta að fólk í nágrenni Reykjavíkur hafi í auknum mæli Iagt á sig ferðalög á síðasta ári til að gera innkaup í stórmörkuðum borgarinnar. Evrópska peninga- kerfið árangursríkt ■ Evrópumyntin (ECU) hef- ur nú náð fimmta sæti í við- skiptum banka heims sín á milli með gjaldeyri, að því er fram kemur í nýlegri athugun Bank of International Settle- ments. Er Evrópumyntin að þessu leyti orðin vinsælli en hollenskt gyllini, franskur franki og sterlingspund. Segja má að Evrópumyntin sé árangursríkasti þáttur evrópska peningakerfisins (EMS) sem stofnað var um miðjan mars árið 1979, nú fyrir réttum sex árum. Það voru Giscard D’Estaing, þáverandi forseti Frakklands, og Helmut Schmidt, kanslari Vestur- Þýskalands, sem höfðu for- gang um stofnun peningakerf- isins, en því var ætlað að styrkja viðskipti innan álfunn- ar og draga úr sveiflum í gengi Evrópumynta. Aðeins átta af tíu Efnahags- bandalagsríkjum hafa gerst að- ilar að evrópska peningakerf- inu. Bretar og Grikkir standa utan þess. Árangur peninga- kerfisins er m.a. sá að engar gengisbreytingar hafa orðið á milli mynta aðildarríkjanna síðan í mars 1983.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.