NT


NT - 19.03.1985, Síða 21

NT - 19.03.1985, Síða 21
 (Jtlönd Stríðið milli írans og írak: Óbreyttir borg- arar skotmörk Bahrain-Brussel-Teheran-Reuter ■ Stríðið milli írana og íraka hefur magnast mikið á undan- förnum dögum. Báðir stríðs- aðilar hafa ráðist á borgir, þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið, og margir óttast að fleiri ríki dragist inn í átökin. íranir segjast hafa skotið nið- ur fjórar orrustuþotur frá írak í gær og ráðist á Bagdad jafn- framt því sem þeir hafa hótað nýjum árásum hvenær sem er. Mikil sprenging varð í miðborg Bagdad í gær sem íranir segja stafa af flugskeytaárás þeirra á borgina. Sprengingin truflaði hátíðahöld almennings í Bag- dad sem var að halda upp á sigur sem írakar segjast hafa unnið á írönum í Suður-írak. íranir halda því fram að þeir hafi fellt eða sært 12.000 her- menn frá írak og tekið 3000 fanga í síðustu sókn sinni inn í írak á fenjasvæðum í Suður- írak en Irakar segja að þessi sókn þeirra hafi nú verið stöðvuð. Hussein konungur Jórdaníu og Hosni Mubarak forseti Egyptalands komu til íraks í gær til að ræða um möguleika á friðsamlegri lausn stríðsins en á sama tíma vöruðu íranir íbúa og gesti í Bagdad við því að borgin Sovéskar kjarnorku flaugar í Hollandi? Bóndi heimtar virkt hlutleysi og býður landið sitt Amstcrdam-Rcukr ■ Hollenskur bóndi hefur undir SS-20 eldflaugar fari svo ákveði að heimila Bandaríkjun- boðið Sovétríkjunum landið sitt að hollenska ríkisstjórnin um að koma stýriflaugum fyrir í landinu. Albanskir kommúnistar: Skutu forsætis ráðherra sinn Vín-Reuter ■ Opinbert málgagn Flokks vinnunnar í Albaníu, Zeri I Poppullit, viðurkenndi nú á laugardaginn að fyrrverandi forsætisráðherra Albaníu, Meh- met Shehu, hefði verið skotinn árið 1981. Áður héldu stjórn- völd því fram að hann hefði framið sjálfsmorð. Shehu var áður einn nánasti aðstoðarmaður Enevers Hoxha, æðsta leiðtoga Albana. En Albanir halda því nú fram að Shehu hafi alla tíð verið njósnari Bandaríkjamanna, Sovétmanna og Júgóslava sent hefði tekist að lauma sér inn í æðstu stöður flokksins á fölsk- um forsendum. Fyrst þegar skýrt var frá dauða Shehu í Albaníu var sagt að hann hefði framið sjálfsmorð vegna taugaálags. Síðar réðst Hoxha á hann fyrir að hafa verið njósnari og sagði að hann hefði framið sjálfsmorð þegar Hryðjuverk: Rafmagn rof* iið á Korsíku Ajaccio-Reuter ■ Háspennustöð nálægt Ajaccio á Korsíku skemmdist mikið nú í sprengingu á sunnu- dnginn. Rafmagnslaust varð á svæðinu eftir sprenginguna. Enginn særðist í sprenging- unni sem talið er að aðskilnaðar- sinnar á Korsíku hafi staðið fyrir. upp komst um svik hans. Og nú hafa Albanir loksins viðurkennt að þeir hafi sjálfir skotið hann þótt ekki sé með fullu ljóst hvort hann var beinlínis tekinn af lífi eða hvort hann féll í skotbardaga. Leendert Plaisier sagði Reut- ers-fréttastofunni að hann hefði skrifað sovéska sendiráðinu og boðið fram 44 hektara land sitt sem staðsett er í miðju Hollandi. „Ef ríkisstjórnin ákveður að styðja ekki afvopnun verðum við að sýna virkt hlutleysi,“ sagði hann. Holland er eina NATO- landið, sem Bandaríkjastjórn hefur augastað á undir stýri- flaugar sínar, sem hefur enn ekki sæst á að leyfa þær. Holl- enska stjórnin mun taka ákvörðun sína í nóvember. 19. mars 1985 21 væri óörugg þar sem þeir myndu gera fleiri árásir á hana. Mörg ríki hafa hvatt írani og íraka til að þyrma óbreyttum borgurum í þessu stríði sínu. Efnahagsbandalag Evrópu sendi í gær frá sér hvatningu til stríðsaðilanna þar sem þeir voru hvattir til að ráðast ekki á skot- mörk þar sem lífi almennings væri steypt í hættu. Forseti Sam- einuðu þjóðanna, Paul Lusaka frá Zambiu, hvatti líka til friðar í gær og lýsti vonbrigðum með að stríðsaðilar skyldu ekki hafa hlustað á friðartillögur alþjóð- legra stofnana. Vísindagarðar hafa víða verið stofnaðir á Vesturlöndum til að auka samstarf háskóla og iðnfyrirtækja á sviði þróunarstarfsemi og rannsókna sem ætlað er að leiði til tækninýjunga. Árangur af starfsemi vísindagarða er umdeildur. Bretland: Hagnast háskólarnir mest á vísindagörðum? ■ Háskólar hagnast meira á þátt- töku í vísindagörðum en iðnaðar- fyritækin sem þátt taka í þeim með háskólunum. Eða svo segir í niður- stöðu nýlegrar skýrslu sem birt var í síðustu viku. Skýrslan, sem hagfræðingurinn Jean Curríe tók saman, er hluti rítraðar sem fjallar um hagfræði tækniþróunar. Currie byggir athugun sína á viðtölum við embættismenn við- skiptaráðuneytisins á Bretlandi og í iðnaðarráðuneytinu þar, stjórn- endur vísindagarða, yfirvöld í við- komandi bæjar- og sveitarfélögum og stjómendur fyrirtækja sem taka þátt í vísindagörðum. Háskólarnir hagnast á því að stunda rannsóknir með fyrirtækj- unum sem standa að vísindagörð- unum og með því að skipuleggja kennslu sína og námskeið á grund- velli rannsóknanna. Eitt þeirra dæma sem Currie nefnir er Brunel háskóli, en í vísindagarði honum tengdum heldur fyrirtækið Bow- ford Engineering suðunámskeið fyrir stúdenta. Menn greinir þó á um ágæti vísindagarða. Allan Jones sem starfar hjá Tækniþróunarmiðstöð- inni á Bretlandi, sagði á ráðstefnu í V-Berlín í febrúar s.h „Vís- indagarðar á Bretlandi, sem byggj- ast á samstarfi við háskóla, eru ekki nægilega atvinnuskapandi, vekja ekki áhuga fyrirtækja sem eru leiðandi á sviði tækninýjunga og fyrirtæki sem hafa verið stofnuð á grundvelli rannsókna viðkom- andi háskóla eru ekki þátttakend- ur í vísindagörðum þeirra." Ian Dalton dregur þessa skoðun Jones mjög í efa. Dalton starfar við Herriot-Watt háskólann og er forseti Samtaka vísindagarða. Herriot-Watt háskólinn varð fyrst- ur til að stofna vísindagarð á áttunda áratugnum. Dalton segir að einn þriðji hluti fyrirtækja sem standa að vísinda- görðum séu í eigu háskólanna og hafi útbreiðslu tækniþekkingar að markmiði; einn þriðji hluti fyrir- tækjanna eru bein afsprengi tækni- nýjunga sem einstakir starfsmenn háskólanna hafa stofnað og einn þriðji hluti fyrirtækjanna eru utan- aðkomandi fyrirtæki sem hafa ekki áður haft nein tengsl við háskól- ana. Currie segir að hver vísinda- garður hafi leitt til að minnsta kosti eins tæknifyrirtækis. Dalton segir að rangt sé að mcta vísindagarðana á grundvelli mögu- leika þeirra til að skapa atvinnu til skamms tíma, árangur af starfi þeirra felst í tækniþróun sem þeir stuðla að og skapar atvinnu þegar til langs tíma er litið. New Scicntist. Breskur biskup: Lögregluríki á Bretlandi I.ondon-Rcutcr ■ Breskur biskup segir að Bretland sé að breytast í lögregluríki undir stjórn Margrétar Thatchers. Dr. David Jankins biskup af Durham, sem er þekktur fyrir ákveðnar skoðanir sín- ar á þjóðmálum, sagði í viðtali við breska sjónvarps- stöð nú um helgina, að útlit- ið fyrir framtíðina sé slæmt nema Thatcher breyti þeirri stefnu sinni að skipta þjóðfé- laginu upp í aðstæðar fylk- ingar. Biskupinn sagði að það væri útlit fyrir eflingu lög- regluríkis þar sem lítill hóp- ur auðmanna væri verndao- ur fyrir stöðugt stækkandi hópi fátækra og eignalausra. Eftir viðtalið gagnrýndu margir biskupinn fyrir að láta í Ijós svo ákveðnar skoðanir á stjórnmálum. En Robert Runcie erkibiskup af Kantaraborg varði David Jenkins biskup og sagði að kirkjunnar menn hefðu rétt til að ræða um stjórnmál. Það væri skylda þeirra að ræðaöllmannlegvandamál. Snjókoma íRóm Róm-Rcutcr ■ Snjóstormur og þrumu- veður gckk yfir Ítalíu nú á sunnudaginn aðeins fjórum dögum áður en ítalir lýsa opinberlega yfir vorkom- unni. Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem Rómverjar hafa lent í snjóbyl um miðj- an dag en slíkt er annars mjög sjaldgæft í þessari suðrænu borg. Bandaríkjamenn komnir í hóp skuldaþjóðanna Washinpton-Rciitcr ® ® ™ Washington-Rcutcr ■ Viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, Malcolm Baldríge, sagði í gær að Bandaríkjamenn skulduðu nú líklega meira en þeir ættu inni hjá öðrum þjóð- um og þeir hefðu tapað sterkri stöðu sinni sem alþjóðlegur fjárfestingaraðili sem þeir hefðu byggt upp eftir heimsstyrjöldina síðari. Ráðherran skýrði frá þessu um leið og hann sagði frá því að viðskiptahalli Bandaríkjanna hefði numið 101,6 milljörðum dollara á seinasta ári sem er meiri halli en nokkurn tímann áður í sögu Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn skulduðu erlendum lánardrottnum 3,7 milljörðum dollara meira en þeir áttu inni hjá útlendingum árið 1914 en síðan hafa þeir ávallt átt meira inni hjá útlend- ingum en þeir skulduðu. Engill dauðans hátt metinn: Milljón mörk fyrir Mengele Augsburg-Reuter. ■ Saksóknarinn í Frankfurt hefur boðið eina milljón vestur-þýskra marka fyrir upplýsingar sem leiði til handtöku stríðsglæpamannsins Josefs Mengele sem varð 74 ára þann 16. mars. Mengele er ásakaður fyrir morð á 400.000 föngum í Auschwitz-fanga- búðum Þjóðverja í Póllandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hann fékk ástríðs- árunum viðurnefnið engill dauðans vegna þess hvað hann myrti marga. Þjáningafullar „læknisfræðirannsókn- ir“ hans á föngunum voru líka al- ræmdar. Áður hafði saksóknaraembættið í Frankfurt boðið 50.000 mörk fyrir upplýsingar um Mengele en nú var þessi upphæð hækkuð upp í eina milljón marka sem er hæsta upphæð sem boðin hefur verið fyrir glæpa- mann í Þýskalandi. Auglýsingar um verðlaunin og mynd af Mengele hafa verið birtar. „Saturno“ leðursettin eftirspurdu fást nú í tveimur litum. Yerð kr. 67.500.- HÚSGÖGN OG * INNRÉTTINGAR oq f\(\ .SUÐURLANDSBRAUT 18 QO OíJ

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.