NT

Ulloq

NT - 30.03.1985, Qupperneq 2

NT - 30.03.1985, Qupperneq 2
Heyrðu góða þetta er nú einum of áberandi. Hafnarfjörður: Dagheimili lokað vegna lúsagangs kvikmyndahátíð ' ■ Eldsmiðurinn, kvikmynd i Friðriks Þórs Friðrikssonar, hefur verið valin til keppni á kvikmyndahátíð, sem Evrópu- ráðið gengst fyrir í Dortmund í Þýskalandi. Hátíðin er að þessu sinni helguð efninu Iðnaður og umhverfi. Eldsmiðurinn er ein 40 mynda, sem valdar voru í úr- slitakeppnina, en 300 myndir tóku þátt í undankeppninni. í tengslum við hátíðina fara fram umræður um umhverfis- mál í Evrópu og víðar og þar verður fjöldi þekktra náttúru- fræðinga og umhverfisfrömuða. Friðrik Þór gerði kvikmynd- ina á árinu 1981, en hún var frumsýnd í sjónvarpinu í febrú- ar 1982 og fékk lofsamlega dóma. _lil____ FréKir___________ Geta veritryggð lán étið upp eignina mina? % Sigið á ógæfuhlið- ina fráárinu 1982 Milljón króna gat - en engum um að kenna Tuborg framleiddur á Akureyri? Sanitas í viðræð um við Tuborg og fleiri aðila ■ „Það hefur enginn samn- ingur verið gerður, eins og sagt er,“ sagði Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas, í samtali við NT, er hann var inntur eftir því hvort eitthvað hefði komið út úr viðræðum þeirra við dönsku Tuborgverksmiðjuna um hugs- anlega framleiðslu undir vöru- merki Tuborg hérlendis og jafn- vel yfirtöku á umboðsréttindum sem nú er í hönduin Vífílfells. Sanitas mun vera farið að huga að byggingarframkvæmd- um á Akureyri fyrir væntanlega bjórverksmiðju, en Ragnar staðfesti í samtali að ekkert yrði úr framkvæmdum, fyrr en Ijóst væri að bjórfrumvarpið yrði samþykkt og hvað það innibæri. „Það verður ekki farið út í nein Kröfluævintýri hér,“ sagði hann. Sagði hann að möguleik- inn á bjórframleiðslu á Tuborg- merkinu hcfði verið ræddur á þeirri forsendu að hér yrði ekki leyfður innflutningur á erlend- um bjór, heldur eingöngu inn- lend framleiðsla leyfð. Ef það yrði úr þá hefði Tuborg lítið' gagn af Vífilfelli, nema þá að þar yrðu gerðar einhverjar skipulagsbreytingar. En Ragnar undirstrikaði að þessi mál væru öll mjög óljós ennþá og mest lítið hægt að segja til um hvað yrði. Aðspurður, kvað hann Sanitas vera í viðræðum við fleiri erlenda bjórframleiðendur en vildi á þessu stigi ekki gefa upp nein nöfn. Lýður Friðjónsson hjá Vífil- felli vildi lítið tjá sig um þetta mál, sagði að þeir væru með umboð fyrir Tuborg og. hann vissi ekki til að breytingar væru fyrirhugaðar þar á. Um hvort þeir færu út í bruggun bjórs sagði hann að ef sá möruleiki væri fjárhagslega vænlegur, yrði hann skoðaður,enáþessustigi væri ótímabært að segja neitt um það. Ýmsir möguleikar hefðu verið kannaðir, en það væru of margar óþekktar stærðir í dæminu, til að vera með ein- hverjar yfirlýsingar. Laugardagur 30. mars 1985 2 Eldsmiðurinn á Norska hreiðursambandið: Hús fyrir smáf ugia í Laugardalsgarðinum ■ Fulltrúi Norska hreiðursambandsins festir fuglahúsið uppi í tré í grasgarðinum í Laugardal. Á innfelldu myndinni má sjá hvernig húsið lítur út í návígi. NT-myndír: Ámi Bjama ■ Munið eftir smáfuglunum! fulltrúar sambandsins komu fyr- Þessi einkunnarorð Norska jr litlu fuglahúsi uppi í tré í hreiðursambandsins áttu einkar grasgarðinum í Laugardal. vel við í kuldanum í gær, þegar Húsið er úr forkunnarfögrum ljósum norskum viði með gervi- grasmottu á þakinu. Undir þak- skegginu og á framhlið er fagurt munstur brennt inn á viðinn, og í gaflana eru greyptar kveðjur félagsmanna til vina sinna á íslandi. Norska hreiðursambandið hefur aðalstöðvar sínar í norska bænum Volda, og- hefur það komið samskonar húsum fyrir víða um heiminn, t.d. í London, París, Rómaborg, Las Vegas, Helsinki og nokkrum norskum I bæjum. Slysavarnafélagið: Festir kaup á fjórum björgun- arhraðbátum Bátarnireru25fet á lengd, og skríða 28 mílur ■ Slysavarnafélag ís- lands hefur afráðið kaup á fjórum stórum hraðbátuin til björgunarstarfa. Tveir bátar koma til landsins um mánaðamótin apríl-maí. Bátarnir tveir eru af gerð- inni Starr, sem þýðir að þeir eru úr hörðu og sveigjan- legu efni - trefjaplasti.' Bátarnir eru 25,5 fet á lengd, og ná hraðanum 28 mílur. Diesel vélar eru í stað utanborðsmótora, og þola bátarnir vel mikinn sjógang. ■ Dagheimilið Víðivellir í Hafnarfirði var lokað í gær vegna lúsafaraldurs sem kom upp á heimilinu í fyrradag. Heimilið verður opnað aftur eftir helgi, en þá er gert ráð fyrir að foreldrar hafi hreinsað börn sín og dagheimilið hafi verið hreinsað. Jóhann Ágúst Sigurðsson héraðslæknir á Reykjanesi sagði í samtali við NT í gær að tilfelli sem þessi væru alvanaleg. „Það má rekja sögu lúsarinnar allt aftur til Ingólfs Arnarsonar og Hrafna-Flóka. Fólki hættir oft til þess að leita að einum ein- staklingi sem á að hafa smitað alla hina en því er ekki til að dreifa.“ Aðspurður um hvort lúsin hefði farið víðar um Hafnar- fjörð sagði Jóhann að alltaf mætti búast við að lús smitaðist inni á heimilunum, og því væri ekki hægt að svara þessu. Flóamarkaður esperantista ■ Esperantistar í Reykjavík halda flóamarkað í dag, laugar- dag, á annarri hæð í húsnæði heyrnarlusra að Klapparstíg 28 frá klukkan 10 um morguninn til klukkan 6 um kvöldið. Flóamarkaðurinn er haldinn til styrktar hússjóði esperantista sem stefna að því að kaupa sér húsnæði undir starfsemi sína fyrir hundrað ára afmæli esper- anto eftir tvö ár. Aukinn krafur virðist nú vera að færast aftur í hreyfingu esp- erantista hér á landi og hefur ungum esperantistum fjölgað nokkuð upp á síðkastið enda hefur esperanto að undanförnu verið kennt í nokkrum frám- haldsskólum, þ.e. í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Laugar- vatni. Á sama tíma og esperantistar halda flóamarkað mun For- eldra- og styrktarfélag heyrnar- daufra halda kökubasar í sama húsnæði, þ.e. að Klapparstíg 28. Kökubasarinn hefst klukkan tvö eftir hádegi. Hætta við Hofsjókul ■ Landsvirkjun hefur sent frá sér aðvörun, sem beint er til kvíslaveita ’«HREYSISSKO«OUR I EYVIHOARSKUROUR SPRENCISANOSLEO SVARTARSKUROUW VERSSKUROUR KÖUHJKVISLARSKUROUR ferðafólks sem leið á um svæðið suðaustan Hofsjökuls. Grafnir hafa verið skurðir til vatnsmiðl- unar, og eru þeir samtals 6 kílómetra langir og allt að 23ja metra djúpir. Við veg að Kvíslaveitu og á holtum beggja megin skurðanna hefur verið komið fyrir að- vörunarskiltum um djúpa skurði með straumvatni, en Kvíslaveita er enn ekki sýnd á landabréfum. Aðvöruninni er sérstaklega beint til snjósleðamanna, og þá einkum ef skyggni er slæmt. ■ Meðfylgjandi kort sýnir skurði þásem Landsvirkjun hef- ur varað fólk við.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.