NT - 30.03.1985, Síða 7

NT - 30.03.1985, Síða 7
Laugardagur 30. mars 1985 7 Gudmundur Einarsson alþingismaður: Fílabeinsturnar ■ í huga forn-jafnaðar- manna er draumaþjóðfélagið alsett stjórnum, ráðum og nefndum. sem framfylgja regl- um og refsa þeim sem ekki beygja sig. Það eru líka til nýjafnaðarmenn sem líta svo á. að sjálfræði fólksins sé það markmið. sem öll önnur niarkmið verða að beygja sig fyrir. Þeir telja einnig að ný- jafnaðarstefna sé besta leiðin til að ná þessu markmiði. Þannig telja þeir að völd samfé- lagsins eigi að nota til að auka frelsi, en ekki til að takmarka það. Völd eiga ekki að safnast á fárra hendur heldur á að dreifa þeim til eins margra borgara og hægt er. Á þeim grunni hlýtur að verða að byggja hug- myndir um valddreifingu, auk- ið sjálfstæði borgaranna og samtaka þeirra. Valddreifing er ýmissa hluta vegna mikilvæg í augum Bandalags jafnaðarmanna. í fyrsta lagi varðar hún grundvallarsjónarmið í stjórn- málum, það er, að valdi eigi að dreifa eins víða og hægt er um allt samfélagið; að það eigi að gefa fólki mikil tækifæri til að taka beinan þátt í ákvörðun- um, sem varða það sjálft. líf þess og afkomu og að framfarir verði til við fjölbreytileika og tilraunir frekar en steindautt forræði fámennisstjórnanna. í öðru lagi er áherslan á valddreifingu vegna augljósrar hnignunar og fjötra í efnahags- lífi og stjórnmálum við mið- stýringuna. Landshlutar veikj- ast þegar hæfileikar og auð- lindir flæða til miðstjórnarinn- ar, sjálfstæðið minnkar og sjálfsbjargarviðleitnin hverfur. í miðstýrðu stjórnkerfi eru ráðuneyti, ráðherrar og þing- menn yfirhlaðin af verkefnum, sem varða einstök og afmörk- uð tilfelli frekar en almenna stefnumótun. Þetta kemur í veg fyrir að þessir aðilar ein- beiti sér að því að leggja lín- urnar almennt og marka stefnu í stjórnmálum. Miðstýringin veldur því að lítið rými verður til fjölbreytileika og tilrauna- starfsemi og ríkisstjórn fjar- lægist þegna sína og lokast. I valddreifðu stjórnkerfi eru hins vegar ráðuneytin í höfuð- borginni minni. Alþingi og stofnanir ríkisstjórnarinnar fást þó aðallega við almenna stefnumörkun, en dreifing stjórnmálalegs valds út til landshluta hefur í för með sér að þar er fjörug og frjósöm pólitísk umræða og menning. Við slíkar aðstæður geta mis- munandi landshlutar sett sér ólík markmið og notað auð- lindir sínar á ólíkan hátt í samræmi við áhugamál og að- stæður á viðkomandi svæðum. Héraðsstjórnir Nauðsynlegt er að kjósa landshlutastjórnir í almennum kosningum þannig að lýðræðis- lega sé að þeim staðið og umboð þeirra til verkefna verði óumdeilanlegt. Landshlutastjórnir myndu hafa veruleg áhrif á efnahagslíf vegna þess að þannig væri hægt að takast á við verkefni í landshlutunum af reynslu og þekkingu og í samræmi við þarfir þeirra. Sérstaklega þyrfti að huga að fjármálum landshlutanna. Einhverskonar skattlagningu t.d. tekjuskatt og hluta af söluskatti. sem innheimtur væri á viðkomandi svæðum, mætti hugsa sér að tileinka landshlutunum sjálfum. Þegar ákveðin eru mörk hinna einstöku landshluta er nauðsynlegt að fara að vilja íbúanna. Landshlutaeining- arnar verða hafðar til tengsla sem þegar eru fyrir hendi í augum íbúanna. Þannig er nauðsynlegt að tekið sé tillit til skiptingar sem fyrir er, t.d. í sýslu eða fjórðunga. Einnig er rétt að taka tillit til hefða sem hafa skapast varðandi sam- göngur, atvinnuhætti, skóla- mál, verslun og fleira. Valddreifing af þessu tagi myndi breyta allri stjórnmála- lcgri umræðu í landinu. Á það ber að leggja áherslu að ekki er nóg að dreifa valdi einfaldlega á þann hátt að flytja vald eða verkefni frá hagsmunaklíkum í Reykjavík og út á land. Það sem skiptir höfuðmáli er að í öllu stjórn- kerfinu eigi sér stað samfelldur flutningur valds og ákvarðana- töku í átt til fólksins sjálfs. Valdið á ekki einungis að fær- ast til hinna nýju landshluta- Á það ber að leggja áherslu að ekki er nóg að dreifa valdi einfaldlega á þann hátt að flytja vald eða verkefni frá hagsmunaklík- um í Reykjavík og út á land. Það sem skiptir höfuðmáli er að í öllu stjórnkerfinu eigi sér stað samfelldur flutningur valds og ákvarðanatöku í átt til fólksins sjálfs. Völd eiga ekki að safnast á fárra hendur heldur á að dreifa þeim til eins margra borgara og hægt er. Á þeim grunni hlýtur að verða að byggja hugmyndir um vald- dreifingu, aukið sjálfstæði borgaranna og samtaka þeirra. stjórna heldur til bæjar og sveitarstjórna og frá þeim til hverfasamtaka og skólastjórna svo dæmi séu nefnd. Þessi breyting, þessi riýi hugsunar- háttur þarf að ná til einstakl- inganna og heimilanna. Aukin sjálfstjórn landshluta á því ekki að þýða eingöngu að auk- ið vald færist í hendur lands- hlutafulltrúa heldur á vald- dreifingin að halda áfram til fólksins sjálfs. Einræði fulltrúanna Fulltrúalýðræðið hefur orð- ið til bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum vegna þess að fólkið er of margt til að beinu lýðræði vcrði komið við. En við megum aldrei gleyma því að fulltrúalýðræðið er næst besta leiðin sem við höfum og við skulum líta svo á að kjós- endur hafi ekki afsalað sér öllu valdi í hendur kjörinna fulltrúa heldur hafi þeir með fúsum vilja framselt það til þeirra svo þeir megi fara með það af þeirra hálfu og í þeirra þágu. Það er spor í rétta átt að færa valdið til landshluta og sveitar- stjórna. Það er hins vegar ekki alltaf nóg. Sveitarstjóraskrifstofan og héraðsstjóraskrifstofan geta verið jafn miklir fílabeinsturn- ar og þessir sem nú standa í kringum Arnarhólstúnið. Á sama hátt og Alþingi og ríkis- stjórn eiga að framselja sjálf- ræði til landshluta og sveitar- stjórna verða þessir aðilar að opna dyr sínar fyrir fólkinu. Lýðræðið þrífst ekki í skjala- skápum. Guðmundur Einarsson alþingismaður í Bandalagi jafnaðarmanna IN> k-ga»ar laj;l fram a Vlþinj-i fruim arp lil aga. 'iin in>ndi 'crulcua 'iurla luuþu'undir Mcmlinua. cl 'amþxkki >rrti. Ilcr cr all 'i«> Iruimarpid um virdi'auLa'kallinn. I'að cr mcft olikindum h» c !•*•» umra «ða hcfur ail 'cr 'iai> um uppliiku' ir«>i'auka'kall' hcr a laudi. þrall f>rir þa 'la«Vc>nd ai> 'kaUurinn xr,1i (agður a inil 2« þu'und a«>ila. I»að cr ciii' þc"ir aiðilar liali ckki jícrl 'cr urcin Urir allci«>inuuni uuploku 'kall'iii'. cnda ma 'Cjya að uppl' 'inuar hafi ckki hcinl.ni'»cr.«> a h» crju Mrai. I d ai> rc\na a«> koina lil mol' \ i«> þc"a a«>da. Iiiriir * I hcr ilarlcua ullckl uin virdi'auka'kallinn. truimarpi<>. rc>ii'lu aunarra þi«.«>a "««..U '..lu'kaU'kcrli.i oU ualla |.C". Fottudagi V'rðiuukatkatlur i Evropu Ahril a husbyggjendur Virðisaukaskattur í stað söluskatts: d/irðisaukaskatturirn myndi snerta um 20000 aðila. Ert þúeini raunar er ekki seinna vænna að hefja við hana samráð. Virðisaukaskatturinn Virðisaukaskatturinn fær aldeilis yfirhalningu þessa dag- ana og virðast allir vera sam- mála um að margs þurfi að gæta áður en hann verður tek- inn upp í staðsöluskatts. Þann- ig sýnir úttekt Magnúsar Ólafs- sonar í gær að þó að þetta kerfi hafi marga aðlaðandi kosti þá sé það þungt í vöfum og dýrt í framkvæmd. Þannig myndi gjaldendum fjölga um meira en helming. Þá þýðir virðis- aukaskattskerfið það að allar undanþágur eru úr sögunni og því munu allar matvörur hækka urn tæp 20%, einnig hitunarkostnaður og viðhald húsnæðis. Á þetta hafa róttæk- ir SFR menn einnig bent, svo og Stéttarsamband bænda. Nú er það svo að stjórnmála- menn tala um að ráðstafanir myndu koma á móti, en málið er að íslendingar þekkja sína stjórnmálamenn (og þcir von- andi sjálfa sig líka) og treysta þeim ekki til annars en að láta ríkiskassann hagnast eitthvað á breytingunni. M.ö.o. þær hliðarráðstafanir sem gerðar verði verði ekki nægilegar. Hvað sem því líður þá er þörf á umræðum um þetta fyrir- brigði og er mönnum ráölagt að klippa úttekt Magnúsar út áður en 86. tölublað 69. ár- gangs NT hverfur á vit fortíö- ar. Baldur Kristjánsson 7 Málsvari trjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaösstj.: HaukurHaraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Þar sem fjármagnið verður til... ■ Eitt meginefni nútíma lýðskrumara eins og Jóns Baldvins Hannibalssonar er að ráðast að þeirri byggða- stefnu sem hér hefur verið rekin og miðar að því að standa vörð um þá byggð sem fyrir er í landinu. í þeim efnum er títtnefnd „offjárfesting í sjávarút- vegi“ og hún talin aðalsökudólgur hvað varðar erlendar skuldir og efnahagsörðugleika. Stefán Guðmundsson alþingismaður gerir þetta að umtalsefni í ágætri grein sem hann ritar í NT í gær. Hann segir: „Sjávarútvegurinn er ekki sá sökudólgur sem menn hafa viljað vera láta í þessum efnum. Það er mikill misskilningur, eða vísvitandi sett fram til að blekkja. Við athugun kemur í ljós, að sjávarútvegurinn aflar um 70-75% gjaldeyristekna þjóðarbúsins en hlutur hans í erlendum skuldum er ekki nema um 16%. Hins vegar er hlutur orkumála yfir 50%.“ Það vill oft gleymast hvar verðmæti þjóðarbúsins verða til. Stefán nefnir nokkrar tölur sem segja meira en löng ræða. Hann segir: „Vöruútflutningur á landinu öllu mun vera um 78 þús. krónur á mann. í Ólafsvík er vöruútflutningur á mann um 27.000 krónur. í Bolungarvík er vöruútflutningur á mann um 200.000 krónur. Á Skagaströnd er vöruútflutningur á mann um 305.000 krónur. Á Þórshöfn er vöruútflutningur á mann um 220.000 krónur. í Neskaupsstað er vöruútflutningur á mann um 205.000 krónur. I Þorlákshöfn er vöruútflutningur á mann um 275.000 krónur.“ „Það má sjá það hér,“ segir Stefán, „hvað það fólk sem dreifbýlið byggir starfar. Á mönnunt virkilega að líðast með lævísum áróðri að koma því inn hjá stórum hluta þjóðarinnar að þetta fólk, sem að framleiðslunni starfar, sé eitthvert sérstakt vandamál og jafnvel byrði á þjóðinni? Slík vanþekking á högum þjóðarinnar er forkastanleg og þeim er smyrja áróðursvélarnar til skammar.“ Þetta er laukrétt hjá Stefáni og NT tekur undir með honum er hann segir: „Það er orðið meira en tímabært fyrir þá sem harðast dæma byggðastefnuna að átta sig á því hvar fjármagnið verður til í þessu landi. íslendingum er nauðsynlegt að byggja landið allt, þannig að sem best takist að nýta gögn þess og gæði.“ Jafnaðarmannaraunir ■ Það dylst ekki að uppgjör er framundan í Alþýðu- bandalaginu. Annars vegar standa þeir sem þeíckja sögu flokksins og vilja að bandalagið haldi stöðu sinni sem flokkur hinnar endanlegu byltingar öreigalýðsins. Hins vegar eru flóttamenn úr öðrum flokkum sem héldu að bandalagið væri róttækur jafnaðarmanna- flokkur, hvað sem sögunni liði. Hinir síðarnefndu notuðu tækifærið þegar formaðurinn skrapp til Togó að knýja á um að Alþýðubandalagið gengi í alþjóða- samband jafnaðarmanna. Nú er formaðurinn að koma heim. Ljóst er að nýr Tónabíósfundur er í aðsigi.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.