NT - 30.03.1985, Qupperneq 9
Laugardagur 30. mars 1985 9
Spenna og sálarköfun
- fundin bók eftir Graham Greene
■ Það er kannski ekkert óvenjulegt þótt ofurhvers-
dagslegu fólki líði úr minni sendibréf sem það hefur
skrifað endur fyrir löngu, gamlar skólaritgerðir og
sitthvað sem látið er á blað í dagsins önn. En að glevma
því að hafa skrifað heila bók, það er sannarlega
óvenjulegt og hefði máski getað hent fáa aðra en hinn
feikn afkastamikla rithöfund Graham Greene. Fyrir
tveimur árum bárust Greene, sem nú er áttræður,
fregnir um það að óbirt verk eftir hann hefði fundist í
skjalaskápum kvikmyndafélagsins Metro-Goldwyn-
Mayer. Greene rak minni til þess að árið 1944 hefði hann
verið samningsbundinn MGM og þá skrifað lítið sögu-
korn, eins konar frumdrög að kvikmynd. En þegar
honum barst handritið í hendur var hann furðu lostinn;
„Þetta var ekki tveggja síðna sögugrind,“ segir hann,
„heldur stutt skáldsaga, um það bil 30 þúsund orð. Það
sem kom mér mest á óvart var að mér fannst þessi
gleymda saga ágætlega læsileg.“
Nú er sagan komin á prent
og ber titilinn „The Tenth
Man“ eða Tíundi maðurinn.
Pað er ekki líklegt að aðdáend-
ur Greenes greini á við meist-
arann um að bókin sé „ágæt-
lega læsileg". Hún er skrifuð á
þeim tíma er Grámann Græni
var hvað sterkastur á ritvellin-
um, á árunum milli þess að
„Brighton Rock“ kom út árið
1938 og „The Third Man“ árið
1950. Á þessum árum komu
meðal annars út tvær helstu
bækur hans, „The Power and
the Glory" 1940 og „The Heart
of the Matter" 1948. Tíundi
maðurinn er kannski fullrýr til
að lenda í þessum glæsilega
bókaskáp, en höfundarbragðið
leynir sér þó ekki, einstök
blanda Greenes af spennusögu
og sálarköfun, þar sem er í
brennidepli maður sem ekki
þarf einvörðungu að berjast
fyrir lífi sínu heldur einnig
sálarheillsinni.
Söguhetjan, Jean-Louis
Chavel, er í hópi þrjátíu
franskra fanga sem þýski inn-
rásarherinn geyrnir í sérstakri
fangelsisdeild. Chavel, sem er
lögfræðingur, og samfangar
hans vita mæta vel hvers vegna
þeir fá forréttindameðferð í
fangelsinu; þeir eru gíslar, sem
nasistar vona að muni letja
andspyrnuhreyfinguna til
stríðsaðgerða. En það er nátt-
úrlega borin von. Tveir Pjóð-
verjar eru felldir og fangelsis-
stjórinn fyrirskipar að einn af
hverjum tíu gíslum skuli líf-
látnir í dögun. Fangarnir eiga
sjálfir að velja fórnarlömbin.
Þeir varpa hlutkesti og Chavel
reynist vera einn af hinurn
þremur óheppnu. Við þetta
sættir hann sig ekki. Hann er
sá eini meðal fanganna sem
kemur úr áhrifastöðu og auk
þess er hann vel stöndugur
efnalega. Því finnst honum
þessi niðurstaða óréttlát, auk
þess sem hann getur hreinlega
ekki fellt sig við þá tilhugsun
að láta lífið. Hann býður þeim
sem vilji leysa hann af hólmi
lausafé og allar eignir sínar,
þar á meðal ættaróðal sitt. Það
óvænta gerist, ungur maður
býður sig fram í því augnamiði
að geta séð systur sinni og
aldraðri móður farborða að
sér látnum.
Þeir sem eitthvað þekkja til
í hugarheimi Grahams Green-
es renna kannski grun í það
sem gerist næst. Þjóðverjar
eru reknir frá Frakklandi, Cha-
vel losnar úr fangelsi og heitir
nú Jean-Louis Charlot. Hann
hefur glatað öllu nema lífinu
og finnur sig knúinn til að leita
þess heimilis sem er ekki leng-
ur hans. Þar finnur hann gamla
konu sem veit ekkert um örlög
sonar síns og systurina sem
getur um fátt annað hugsað.
Teresa heitir hún og veitir
flökkumanninum skjól og segir
honum frá þrjótnum sem atti
bróður hennar út í dauðann.
„Ég segi við sjálfa mig að hann
muni ekki geta staðist þá freist-
ingu að koma aftur til að sjá
hvað varð urn fallega húsið
hans." Og hvað gerist þá? spyr
Chavel. „Þá hræki ég í andlit
hans," svarar Teresa.
Og Greene heldur áfram,
sjálfum sér líkur. Chavel
kemst að því að stúlkan er ein
af þeim „ólánsömu sem trúa".
Hún segist vera Guði glötuð
og týnd, hún getur ekki leitað
til almættisins vegna þess að
hún getur ekki fyrirgefið óvini
sínum. „Það er hatrið sem
stendur í veginum" játar hún
fyrir Chavel. „Sumt fólk getur
skilið hatrið eftir við kirkju-
dyrnar í smástund. Ég get það
ekki, þótt ég vildi gjarna."
Chavel ílengist á setrinu sem
vinnumaður, verður náttúr-
lega ástfanginn í Teresu og
gerir sér þær grillur að með því
móti geti hann hvort tveggja
bjargað henni frá hatrinu og
fengið afbötun sektar sinnar.
Elski hún manninn sem kallar
sig Charlot mun hatrið í garð
Chavels gufa upp. En málið er
ekki svona einfalt, Greene á
ýmislegt óvænt í pokahorninu
handa þessari sögupersónu
sinni og að lokum neyðist hann
til að horfast í augu við þá
skuld sem hann þarf að rogast
með um aldir alda.
Þetta er stutt saga og greini-
lega skrifuð í því augnamiði að
hún yrði kvikmynduð. Samt
eru þræðir hennar fínlega sam-
ofnir og frásögnin skýr. Þreyt-
an og dapurleikinn sern greip
Evrópu eftir undanhald Hitl-
ersherjanna marar undir yfir-
borði sögunnar, það eru ekki
til neinar einfaldar undan-
kontuleiðir, engar hreinar og
afdráttarlausar tilfinningar. Fá-
brotinn sveitaprestur segir í
stólræðu:,.Allar mannlegar til-
finningar eiga eitthvað
sammerkt. Fólk skynjar sorg-
ina sem alltaf býr í lostanum,
en skynjar kannski ekki lost-
ann sem býr í sorginni."
Bréfberar
kvörtuðu
ekki viðyfir-
menn sína
■ í tilefni af opnu bréfi til
Póst- og símamálastjóra frá
nokkrum bréfberum í Reykja-
vík, sem birtist í Morgunblað-
inu miðvikudaginn 27. mars sl.
og í NT í dag, þar sem annars
vegar er fjallað um útburðar-
hverfi bréfbera og spurt eftir
hvaða reglum þau séu ákveðin
og hins vegar urn að misbrestur
sé á að farið sé eftir gildandi
reglum um bréfakassa og
bréfarifur, merkingar þeirra
o.s.frv. skal eftirfarandi tekið
fram:
Útburðarhverfi brétbera
miðast við að þeir geti innt af
hendi starf sitt á venjulegum
vinnutíma. Sé póstur óvenju
ntikill eða aðrar óeðlilegar að-
stæður skapist, ber bréfberum
að snúa sér til yfirmanna á
póststöð sinni, sem gerir þá
viðeigandi ráðstafanir í sam-
ráði og í samvinnu við þá.
Sama gildir að sjálfsögðu ef
bréfberi verður var við, að
ekki er fylgt settum reglum
varðandi uppsetningu einka-
póstkassa, merkingar þeirra
o.s.frv. Er honurn þá skylt að
láta yfirmenn sína vita svo að
unnt sé að gera viðeigandi
ráðstafanir, sbr. reglugerðar-
grein þá, sem vitnað er til í
bréfinu (10.4.7.)
Ekki er vitað o! að höfundur
bréfsins hafi komið ábending-
um varðandi þessi atriði á
framfæri meðframangreindum
hætti.
Reykjavík 28.03. 1985
Amað heilla
90 ára
Benedikt Sigurður Krist jánsson
Níræður verður á mánud. 1. apríl
Benedikt Sigurður Kristjánsson fyrr-
verandi bóndi að Stóra-Múla í Dala-
sýslu. Hann er sonur hjónanna Hólm-
fríðar Benjamínsdóttur Hjálmars-
sonar Jónssonar frá Bólu og Kristjáns
Benjamínssonar frá Hrófbergi í
Hnappadalssýslu. Foreldrar Bene-
dikts hófu búskap að Lambanesi í
Saurbæjarhreppi og þar fæddist
Benedikt. Vorið 1904 keyptu þau
Hólmfríður og Kristján jörðina
Stóra-Múla af bændafrömuðinum
Torfa í Ólafsdal. Þau eignuðust sex
börn og var Benedikt elstur þeirra og
eini sonurinn. Af systrahópnum er nú
aðeins ein á lífi, en það er Karólína
Bríet Friðbjörg, sem dvelur nú í
Stykkishólmi.
Þegar Benedikt óx fiskur um hrygg
var hans aðalstarf á vorin að rækta og
slétta túnið kringum bæinn. Það var
bæði seinlegt og erfitt verk, þar sem
eingöngu varð að notast við handaflið
og handverkfærin. Seinna var svo
farið að beita hestum fyrir plóga og
herfi. Á sínum æskuárum fór Bene-
dikt nokkrar vertíðir til sjós og var
bæði á teinæringum og skútum, sem
voru aðal fiskiskip þess tíma. Auk
þeirrar barnafræðslu sem veitt var,
stundaði Benedikt nám við unglinga-
skólann í Hjarðarholti í tvo vetur, en
þann skóla hélt prófasturinn þar á
staðnum, séra Ólafur Ólafsson um 20
ára skeið. Þetta nám nýttist honum
vel ásamt góðum gáfum, til að taka
að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit
sína.
Benedikt var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Gíslína Ólöf Ólafsdótt-
ir frá Þórustöðum í Óspakseyrar-
hreppi. Þau gengu í hjónaband árið
1921 og tóku við búsforráðum að
Stóra-Múla sama ár. Þau eignuðust
fimm börn. Eitt þeirra, drengur,
fæddist andvana, en hin eru: Kristján
framkvæmdastjóri og borgarfulltrúi í
Reykjavík, Anna María húsfreyja í
Hafnarfirði, Ellert Ingiberg bóndi að
Stóra-Múla og Benedikt kennari í
Reykjavík. Hjónaband þeirra Bene-
dikts og Gíslínu Ólafar var farsælt og
þeim búnaðist vel. Samvera þeirra
varð allt of skammvinn, því að Gísl-
ína Ólöf andaðist árið 1931. Seinni
kona Benedikts var Vigfúsína Krist-
rún Jónsdóttir frá Þóroddstöðum í
Ölfusi, dugnaðar og myndar kona.
Hún lést fyrir nokkrum árum.
Auk þess að sinna bústörfum tók
Benedikt virkan þátt í félagslífi sveit-
arinnar. Hann var um árabil formað-
ur Kaupfélags Saurbæinga og í
hreppsnefnd. Ennfremur var hann
um skeið formaður búnaðarfélagsins
og sjúkrasamlagsins og í stjórn sókn-
arnefndar Staðarhólskirkju. Á sínum
yngri árum tók Benedikt einnig mik-
inn þátt í starfsemi ungmennafélags-
ins. Árlega voru færð upp leikrit og
lék Benedikt í flestum þeirra. Meðal
annars lék hann Sigurð í Dal í
leikritinu Skugga-Sveini. Var á orði
haft, að þrír leikendur hefðu borið
þar af, en það voru þeir Benedikt,
Markús Torfason frá Ólafsdal, sem
lék Skugga-Svein og Rögnvaldur
Guðmundsson í hlutverki Grasa-
Guddu.
Það má með sanni segja að þeir,
sem fæddir eru um eða fyrir síðustu
aldamót og eru meðal okkar enn í
dag, hafi lifað mesta byltingarskeið í
atvinnuháttum, sem orðið hefur í
sögu þjóðarinnar. Þegar hinar stór-
virku jarðvinnsluvélar komu til sögu-
nnar, fylgdist Benedikt vel með þeim
breytingum og þurrkaði og ræktaði
stórar spildur af landi sínu. Má segja,
að síðustu árin, sem hann bjó, hafi
allur heyfengur verið tekinn á rækt-
uðu landi. Benedikt brá búi árið 1959
og seldi jörð og bústofn í hendur syni
sínum og tengdadóttur. Hann vildi
samt ekki yfirgefa sveitina sína að
sinni. Byggði hann þá lítið en snoturt
hús á landareigninni yfir sig og konu
sína, Vigfúsínu og dvöldu þau þar í
allmörg ár.
Benedikt hefur alltaf haft ákveðnar
stjórnmálaskoðanir. Hann var á sinni
tíð traustur fylgismaður stjórnmála-
foringjans Tryggva Þórhallssonar og
síðar framfara og hugsjónamannsins
Jónasar frá Hriflu. Benedikt er enn
vel hress og fylgist með þjóðmálum.
Hann er minnugur og fróður og á gott
með að halda uppi samræðum við
fólk. .
Það gefur auga leið að á svo löngu
lífshlaupi, sem æviskeið Benedikts er
orðið, hljóta að skiptast á skin og
skuggar. Þó hygg ég að Benedikt sé á
margan hátt sáttur við lífið, þegar
hann lítur yfir farinn veg. Barnabörn-
in eru nokkuð mörg og barnabarna-
börnin þegar farin að vaxa úr grasi.
Benedikt dvelur á morgun, sunnu-
dag, á heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar að Miðvangi 55 í Hafnarfirði og
tekur á móti ættingjum og vinum,
sem vilja heilsa upp á hann á þessum
tímamótum í lífi hans.
Baldur Kristjánsson
íEhoward
Keðjudreifari
fyrir tað og seigfljótandi mykju.
Aratuga reynsla á Islandi.
Tvær stærðir
Spr 3,0m3 verð kr. 75.000.-
Til afgreiðslu strax
Spr 4,2m3 verð kr. 95.000.-
Til afgreiðslu nú þegar.
Hafið samband við sölumenn okkar,
sem veita allar nánari upplýsingar
Gfobusi
LAGMOLI 5. SlMI 815SS