NT - 30.03.1985, Side 23

NT - 30.03.1985, Side 23
 tilkynningar Skrifstofur Veður- stofu íslands verða lokaðar eftir hádegi mánudaginn 1. apríl vegna jarðarfarar. Veðurstofa íslands Panorama þéttilistinn • Hann er inngreyptur og harðnar ekki. • Hann einangrar gegn hitatapi og lækkar upphitunarkostnað. HÖFUM EINNIG FYRIRLIGGJANDI • Fræsara tennur • Fræsara stúta • Fræsaralönd Gluggasmiðjan upi ni 5 Sióumúla 20 simar: 81080&38220 Ef þú ætlar að selja eða kaupa fasteign, þá auglýsir þú auðvitað í Fasteignamarkaði NT. Auglýsingasími fasteigna t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa Jens Hólmgeirssonar Kleppsvegi 10 Olga Valdimarsdóttir Anna Jensdóttir Sigurður Jónsson Arnaldur Sigurðsson Árdís Sigurðardóttir Olga Sigurðardóttir t Þökkum innilega hlýhug og samúö við andlát og jaröarför föður okkar Bjarna Sigurðssonar Hofsnesi Öræfum Guðrún Bjarnadóttir, Sigurður Bjarnason, Guðrún Þórlaug Bjarnadóttir, Páll Bjarnason og aðrir vandamenn Laugardagur 30. mars 1985 23 Utlönd Forsetakosningarnar í Grikklandi: íhaldsmenn æfir Aþena-Reuter: ■ Stjórnarandstöðuflokkur íhaldsmanna í Grikklandi neitar að viðurkenna kosningu nýs forseta og hafa lýst hana ógilda. Þingið kaus Christos Sartzet- akis, sem tilefndur var af ríkis- stjórn sósíalista, með 180 at- kvæðum eða þeim lágmarksat- kvæðafjölda sem krafist er í stjórnarskránni, í þriðju og jafnframt lokaatkvæðagreiðsl- unni í gær. Eitt atkvæðanna sem Sartzet- akis hlaut greiddi Ioannis Alevr- as, sem gegnir nú embætti for- seta og er auk þess þingforseti og einn af leiðtogum sósíalista. Hinn íhaldssami Nýi lýðræð- isflokkur sagði að Alevras hefði ekki kosningarétt og að þeir litu á kosningu Sartzetakis sem ógilda. Talsmenn flokksins kváðust ekki myndu hafa nein samskipti við hinn nýja forseta þar til málið hefði verið borið undir grísku þjóðina í almenn- um kosningum. Andreas Papandreou forsæt- isráðherra, sem er sósíalisti, sagðist mjög ánægður með úrslit kosninganna því að þar með hefði landið öðlast verðugan lýðræðissinnaðan forseta sem væri hafinn fyrir flokkshags- muni. íhaldsmenn voru á annarri skoðun og hrópuðu þeir skammaryrði og börðu í borð. í stjórnarskránni frá 1975 eru ■ íhaldsmenn í Grikklandi eru nú æfir vegna forsetakosn- inganna í gær. Karamanlis, fyrr- verandi forseti sem við sjáum hér að ofan, sagði af sér fyrr í þessum mánuði eftir að stjórn sósíalista neitaði að styðja hann annað kjörtímabil og lagði auk þess til að gerðar verði breyting- ar á stjórnarskránni til þess að draga úr valdi forsetans. ákvæði um að kosning sem þessi skuli vera leynileg en Papandre- ou sagði að flokkur hans hefði ekki kosið stjórnarskrána frá 1975 yfir sig og að kosningar sem væru jafn mikilvægar og þessi ættu ekki að vera leynileg- ar. Voru þingmönnum því fengnir í hendur bláir miðar til marks um að þeir kysu Sartzet- akis og hvítir ef þeir ætluðu að skila auðu. Af 300 þingmönnum kusu 186 í gær. Fimm eyðilögðu sína miða en einn skilaði auðu. Forsetakosningarnar núna fylgdu í kjölfar afsagnar Karam- anlis sem sagði af sér eftir að sósíalistastjórnin neitaði að styðja hann annað kjörtímabil og lögðu auk þess til stjórnar- skrárbreytingu til að draga úr valdi forsetans. Yfir 5000 sósíalistar hópuðust saman fyrir utan þinghúsið og hrópuðu slagorð til stuðnings Saratzetakis. Kosning hans gerir ríkis- stjórninni kleift að halda áfram umbótum sínum á stjórnar- skránni en stjórnin verður að boða til kosninga í október þegar fjögurra ára kjörtímabili hennar lýkur. Karamanlis var almennt álit- inn hemill á róttæka utanríkis- stefnu sósíalista sem stefna að því að ganga úr NATO, loka bandarískum herstöðvum og gera Grikkland óháð hernaðar- bandalögum. Ríkisstjórnin segir að ekki verði um neinar aðgerðir í þessa átt að ræða af hennar hálfu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ríkisstjórn El Saiva- dor sek um stríðsglæpi San Salvador-Reuter: ■ Jose Napoleon Duarte forseti E1 Salvador er ekki fær um að koma í veg fyrir stjórnlaus morð hersveita sinna á óbreyttum borgurum og nú er svo komið að unnt er að kæra ríkisstjórn hans fyrir stríðsglæpi, að því er óháður bandarískur mann- réttindahópur segir. 1 skýrslu hópsins, sem barst Reuter-fréttastofunni í fyrradag segir að herinn í E1 Salvador noti hryllilegar aðferðir, þ. á m. sprengjuár- ásir í návígi og fjöldamorð gegn óbreyttum borgurum sem búa á stöðvum sem vinstri sinnaðir skæruliðar ráða. í skýrslunni segir enn- fremur að aðferðir hersins, sem miðaða því að neyða óbreytta borgara til að yfir- gefa þau svæði sem skæru- liðar ráða, samræmist ekki alþjóðlegum lögum og Genfar-sáttmálanum sem banna árásir á fólk sem ekki er beinir þátttakendur í át- ökum. „Þar sem sýnt er að notk- un slíkra aðferða er kerfis- bundin og greinilega fram- kvæmd af ráðnum hug erum við þeirrar skoðunar að rétt- mætt sé að kæra ríkisstjórn- ina í El Salvador fyrir stríðs- glæpi," segir í hinni 80 blað- síðna skýrslu. Nú hafa yfir 50.000 óbreyttir borgarar látið lífið í hinni blóðugu borgarast- yrjöld sem staðið hefur yfir í E1 Salvador í fimm ár. Óeirðir í Khartoum: Hungrið sverfur að Súdönum Khartoum-Reuter. ■ í gær gætti herinn í Súdan stjórnarbygginga og annarra mikilvægra staða í Khartoum eftir tveggja daga óeirðir vegna matvælaskorts. Hópar hermanna í fullum stríðsskrúða gættu ráðuneyta, bensínstöðva og aðalbrúarinnar yfir Níl, sem tengir Khartoum og tvíburaborgina Omdurman svo og bandaríska sendiráðs- menn. Óeirðalögreglan var einnig í stórum hópum á götum borgarinnar. Erlendir sendimenn segja að að minnsta kosti þrír hafi fallið á miðvikudag og fimmtudag en ríkisstjórnin hefur einungis til- kynnt lát eins árs gamals barns sem varð fyrir grjótkasti. Lög- reglan segist hafa handtekið 1.400 manns og hafi sumir þeirra verið hýddir. Fólkið í borginni segir ástæðu óeirðanna vera verðhækkun á brauði og öðrum neysluvarn- ingi. Ríkisstjórnin sakar Múham- eðska bræðralagið, sem er strangtrúarhópur, um að standa fyrir óeirðunum og leitar nú ákaft 17 leiðtoga þeirra. Forseti landsins Jaafar Nimeiri segir að Múhameðska bræðralagið hafi í hyggju að ræna völdunum sem hann hefur haldið í 16 ár með stuðningi hersins. Nimeiri er nú í Washington í læknisrannsókn og reynir einnig að fá Reagan forseta til að veita sér fjárhagsaðstoð en landið rambar nú á barmi gjaldþrots. í gær virtust aðgerðir her- sveitanna vera fyrst og fremst fyrirbyggjandi. Það var rólegt í Khartoum en spenna í loftinu og sögðu vitni að fremur fáir hefðu verið handteknir á mat- vælamarkaðnum en þar lét fólk greipar sópa í fyrradag og á miðvikudaginn. Lögreglan sagði að sumir óeirðaseggirnir væru innflytj- endur frá svæðum þar sem hin afríska hungursneyð herjar nú grimmilega. Listasaur á uppboði Mflanó-Reutcr: ■ Dós með saur ítalsks lista- manns, sem lést 1963, seldist fyrir 2,8 milljónir líra (um 56 þús. ísl. kr.) á uppboði í Míl- anó, að sögn uppboðshaldara þar í borg í gær. Það var 38 ára bankamaður sem keypti dósina, en hún er ein af 90 sambærilegum dósum sem Piero Manzoni útbjó snemma á sjötta áratugnum og merkti „listamannssaur“. Bankamað- urinn kýs að halda nafni sínu Ieyndu en segist ætla að geyma gripinn í svefnherbergi sínu. Hann segist ennfremur ætla að arfleiða börn sín að hinni forláta dós. Spennum beltin ALLTAF - ekki stundum V Marc Chagall einn mesti lista- maður aldarinnar fallinn frá París-Reuter ■ Listamaðurinn Marc Chagall lést í fyrradag, 97 ára gamall. Chagall var rúss- neskur gyðingur en varð einn mesti málari Frakklands og sérstakur kapítuli í listasögu 20. aldarinnar. Chagall lést á heimili sínu í Saint-Paul-de-Vence, fjallaþorpi í grennd við Nice þar sem hann málaði og bjó frá 1950. Chagall varð þeirrar ánægju aðnjótandi að hljóta alþjóðlega viðurkenningu þegar í lifanda lífi og var fagnað hjartanlega þegar hann sneri aftur í heimsókn til Moskvu 1973. Á 97. af- mælisdegi hans voru opnaðar þrjár stórar sýningar á verk- um hans í Frakkandi. „List mín er villt,“ sagði Chagall einhverju sinni og mun sú lýsing einnig eiga við um óvenjulegt líferni hans. Hann kom fyrst til Parísar árið 1910 og lifði þá sem bóhem. Þótt hann væri tæp- ast mælandi á franska tungu var honum strax veitt inn- ganga í alþjóðlegt samfélag listamanna í París. Hann flutti inn í listamannaný- lendu á vinstri bakkanum þar sem ýmsir frægir málarar voru nágrannar hans en á meðal náinna vina hans voru skáldin Blaise Cendrars og Guillaume Appolinaire. Á stríðsárunum vann Chagall á stjórnarskrifstofu í Moskvu. Hann aðhylltist hugsjónir rússnesku bylting- arinnar og rak listaskóla ör- eiga í heimaþorpi sínu, Vitebsk, árið 1918. En þegar hann fór ásamt nemendum sínum að skreyta framhliðar þorpshúsanna með risastór- um fljúgandi húsdýrum þótti bolsévískum yfirvöldum of langt gengið og ráku hann. Eftir nokkurra ára harð- ræði í Moskvu, þar sem hann sá fyrir sér með því að teikna sviðsmyndir og búninga fyrir gyðingaleikhús Granovskys yfirgaf hann Rússland ásamt Bellu, eiginkonu sinni, og dótturinni Idu. Sá heimur fiðlara, fljúg- andi kúa, fimleikafólks, rabbía og elskenda fljótandi ofar þökum þorpshúsa eða Eiffel turninum, sem Chagall skóp lifir hann og stendur komandi kynslóðum opinn á listasöfnum og opinberum byggingum víða um heim.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.