NT - 30.03.1985, Qupperneq 27
■ Snillingurinn Isakovic kominn inn í teiginn eftir eitt af hinum frábærlega útfærðu hraðaupphlaupum Metaloplastika Sabac. Þetta varð auðvitað mark, Isakovic varð ekki stöðvaður. Sverrir Kristinsson
markvörður FH er til varnar, en hann lék frábærlega í gærkvöld og var langbestur Hafnfirðinganna. NT-mjnd Svc-rnr.
Útsala og
markaðnum
lokað
Frá Hcimi Bergssyni fréttamanni
NT í Englandi:
■ írski landsliðsmaður-
inn Eamonn 0‘Keefe var
seldur hreinlega á útsölu
frá Port Vale í þriðju
deild ensku knattspyrn-
unnar, til Blackpool, sem
ætlar sér þriðjudeildar-
sæti í vor. Kaupverðið
var 20 þúsund pund, sein
er hlægilegt fyrir lands-
liðsmann, ef miðað er við
þær summur sem greidd-
ar eru á milli stóru félag-
anna. Þessi kaup auka
mjög sigurlíkur Black-
pool í fjórðu deildinni,
og öruggt að liðið tapar
ekki á kaupunum....
...Watfort keypti Colin
West frá Sunderland í
fyrradag, en þá var síðasti
dagur kaupa og sölu í
knattspyrnunni hér í
Englandi fyrir sumarfrí.
Fyrir kappann borgaði
Watford 150 þúsund
pund, en hann ku hafa
verið óánægður hjá
Sunderland...
FH tapaði 21*30 og er fallið úr Evrópukeppninni 38*62 samanlagt
■ FH er fallið út úr Evrópu-
keppni meistaraliða í hand-
knattleik. Liðið tapaði í gær-
kvöld síðari leik sínum gegn
Metaloplastika Sabac í undan-
úrslitum keppninnar 21-30. og
tapaði því samanlagt 38-62 fyrir
Júgóslövunum (17-32 í fyrri
leiknum). FH á heiður skilinn
fyrir góða frammistöðu í keppn-
inni, en sárt er þó fyrir Hafnfirð-
ingana að fá slíka útreið sem
þessa. Skýringin er einföld, Sa-
bac er eitt besta félagslið heims,
það sýndi liðið í gærkvöld, þeg-
ar það keyrði á fullri ferð. FH
er í öldudal þessa dagana, liðiö
er ekki nærri eins öruggt og það
hefur verið áður í vetur, og það
er einkar óheppilegt þegar átt
er í höggi við svo gífurlega
sterkan andstæðingsem Metral-
oplastika Sabac.
Leikurinn í gær var jafn fram-
an af, FH barðist vel en Sabac-
liðið hélt hraðanum einnig niðri
og hætti ekki á neitt. Það var
ekki fyrr en í lok fyrri hálfleiks
að liðið tók kipp, enda FH-ingar
þá tveimur mönnum færri.
Þriggja marka rnunur Júgósl-
övunum í hag í hálfleik, og
FH-ingar minnkuðu hann strax
í eitt mark í upphafi síðari
hálfleiks. En dýrðin stóð ekki
lengi, röð af mistökum FH, og
vaxandi hraði hjá Sabac breytti
stöðunni í sex marka mun, og
eftir það var aldrei spurning um
úrslit. Júgóslavarnir juku bara
hraðann meira og unnu að lok-
um stórsigur.
Þorgils Óttar skoraði fyrsta
markið eftir glæsilega línusend-
ingu Kristjáns. Sabac svaraði
með tveimur mörkum, og í
hönd fór kafli markvörslu og
feilsendinga. Kristján jafnaði og
Þorgils Óttar skoraði 3-2 eftir
góða línusendingu Jóns Erlings
eftir tæpra tíu mínútna lcik.
Jafnt var síðan á flestum tölum
upp í 9-9, en þá skaut Kristján
Arason klaufalega framhjá úr
vítakasti. Jafnt var 10-10, en þá
var Kristjáni vísað útaf, og
Guðjóni Árnasyni skömmu
síðar. Afleiðingin var þrjú mörk
Sabac í röð, 10-13 í hálfleik.
Kristján Arason skoraði
fyrsta mark síðari hálfeiks glæsi-
lega úr hægra horninu. Glæsi-
legt hraðaupphlaup sem Jón
Erling batt enda á dugði í 12-13,
en júgóslavneska stórskyttan
Vujovic jók muninn. Hanssvar-
aði strax með góðu rnarki, en
þá skall holskeflan yfir. Júgó-
slavarnir skoruðu fjögur mörk í
röð, 19-13, og smá juku síðan
sex marka muninn í ntu mörk
sem skildu í lokin.
FH-ingar léku mjög illa þenn-
an kafla. Hans skaut m.a. yfir
úr víti, og Kristján lét verja
annað. Guömundur Magnússon
þjálfari FH skipti eftir þetta
þeim Hans og Óttari útaf og gaf
nýliðunum Óttari Ármannsyni
og Sigþóri Jóhannessyni tæki-
færi. Þeir stóðu sig vel, og FH
lék þokkalega lokamínúturnar.
Það var stigsmunur á liðun-
um. Metaloplastika virtist ekki
setja á fulla ferð fyrr en í síðari
hálfleik, og þá stóð ekki steinn
yfir steini hjá FH. Frábær leikur
þeirra, með snillingana Vujo-
vic, óstöðvandi stórskyttu sem
slær allar slíkar íslenskar langt
út, Isakovic, líklega besti
hornamaður í heimi, og mark-
vörðurinn Basic, frábæran
markvörð.
Að auki var enginn veikur
punktur í liðinu. FH-liðið aftur
á móti var lengst af borið upp af
frábærri markvörslu Sverris
Kristinssonar. Kristján Arason
var þokkalegur, en var í mjög
strangri gæslu. Hans kom ekki
nógu vel út, en Jón Erling
Ragnarsson á heiður skilinn fyr-
ir góða baráttu. Afgangurinn af
liðinu var og er garður flatn-
eskjunnar, og var hvorki betri
né verri en venjulega.
Leikurinn sjálfur var ekki
spennandi nema fyrri hlutann,
en ekki skemmtilegur nema
seinni hlutann þegar frábær til-
þrif snillinganna frá Júgóslavíu
glöddu augað. Dómarar voru
danskir. og óttalega smámuna-
samir, en héldu vel utan um.
Mörkin: FH: Kristján 4/1,
Hans 4, Þorgils Óttar 3, Jón
Erling 3, Guðjón Árnason 2,
Valgarð Valgarðsson 2, Guðjón
Guðmundur 2/1 og Sigþór Jó-
hannesson 1. Svcrrir varði 20
skot. Metaloplastika: Vujovic
8/1, Isakovic 8/1, Mrkonja 4/1,
Portuer 4, aðrir minna. Basic
varði 12 skot.
Sagt eftir leikinn:
Kristján Arasun FH: „Við
vorum lélegir, og baráttuleysið
olli mér vonbrigðum. Þeir náðu
6 marka muninum bara fyrir
klaufaskap í okkur, og þar með
var þetta búið. Þeir eru frábærir
Vujovic, Isakovic og Basic. -
F.n nú er bara að gleyma þessu,
og hugsa um íslandsmótið. Við
ætlum að sigra í því.“
Aleksander Pavlivic þjálfari
Metaloplastika:
„Við höfum sýnt að við erum
með betra lið en FH. Við erum
með eitt af bestu liðum Evrópu,
það er enginn vafi. En þessi
leikur var ckki nógu góður hjá
okkur, hann var miklu betri
leikurinn í Sabac.
FH er með gott lið. Það er
engin tilviljun að þeir eru í
undanúrslitum. Þetta lið mundi
vera eitt af þeim fimm efstu í
Júgóslavíu. En það er jafnan
einhver betri...
- Við stefnum á aö verða
Evrópumeistarar. Ég vildi helst
fá Atletico Madrid í úrslitin
gegn okkur, en ég held að það
verði Dukla Prag.“
AC Mílanó
vill fá
lan Rush
■ Forseti ítalska knatt-
spyrnufélagsins AC Mfl-
anó sagði í fyrradag að
hann mundi fara til Liv-
erpool á Englandi í næstu
viku til að ræða við for-
ráðamenn enska liðsins
Liverpool um hugsanleg
kaup á vels .a landsliðs-
miðherjanu iíi og mark-
mannshrell. mm Ian
Rush. Fors tinn, Anton-
io Cardillo. neitaði alfar-
ið að nokku* t tilboð hefði
enn verið g rt i Rush, en
hins vegar ;æti það vel
komið til. '
Nú ríkir ann á ítahu
við kaupui: á crlendum
leikmönnui >g gildir það
til 1986. A auki hefur
AC Mflam veimur út-
lcndingum að skipa,
sem er hé k á Ítalíu,
þeim Mar lateley og
Ray Wilk landsliðs-
mönnum æjlands. En
til greina g r komið að
kaupa Ri' og leigja
Liverpool 1 n til 1986.