NT - 02.04.1985, Page 1

NT - 02.04.1985, Page 1
 lagaboð ■ Þessi mynd var tekin af mótmælafundi fyrir framan danska þinghúsið í gær en 100.000 manns tóku þátt í honum. Hluti mótmælend- anna réðst til inngöngu í / þinghúsið og reyndi að leggja það undir sig. Verkamenn víðsvegar um Danmörku hafa nú hafið skæruverkföli í trássi við lög og verkalýðsfor- ystuna og margir hvetja til ólöglegs allsherjarverkfalls. , Sjá nánar um verkföll / og mótmælaaðgerðir í / Danmörku bls.21 / Verður ekkert úr einvígi Margeirs og Shvidlers? Deilt um mótsstaðinn ' & vegna ferðakostnaðar ■ Svo gæti farið að ekkert verði úr einvígi Margeirs Pét- urssonar og ísraelsmannsins Shvidlers um réttinn til að tefla • á millisvæðamóti. Finninn Helme sem er forseti Evrópu- sambands FIDE, situr fast við sinn keip og ætlar einvíginu að fara fram í ísrael. Hann hefur hins vegar skrifað til Skáksam- bands Norðurlandanna bréf og beðið um að þau kosti ferð Margeirs þangað sameiginlega að einhverju leyti. Þorsteinn Þorsteinsson forseti Skáksam- bands íslands sagði í gærkvöldi að hann teldi ólfldegt að norrænu skáksamböndin kærðu sig um að leggja út fé í ferða- kostnað íslendinga. jafnt á milli íslenska skáksam- bandsins og þess ísraelska. Þessu hefur Helme hafnað. Þor- steinn Þorsteinsson ræddi hins vegar í gærkvöldi við aðalrítara FIDE í Luzern í Sviss og hefði sá ætlað að setja sig í samband við Helme strax í dag og reyna að finna lausn á málinu. Milli- svæðamótin eiga að hefjast í apríl og ríður á að botn fáist í þessa deilu sem fyrst. Póstur og sími getur keypt Stóra norræna út í ársiok: Símgjöld til útlanda gætu Danir hunsa Af hálfu Skáksambands fs- lands hefur verið haldið fast við það að einvígið verði haldið í hlutlausu landi og hefur verið talað um Amsterdam eða Luxemburg í því sambandi. Ferðaskostnaður skiptist þá Handtökur: Grunur um fíkniefni ■ Lögreglan í Reykjavík handtók seint í gærkvöldi nokkra einstaklinga sem grunaðir voru uni að hafa fíkniefni undir höndum. Amar Jensson deildar- ! stjóri hjá fíkniefnalögregl- unni varðist allra frétta af ; málinu, þegar NT hafði j «i samband við hann á tólfta ) tímanum í gærkvöldi, þar i ;| sem yfirheyrslur voru skatpmt á veg komnar. j ijí Þegar NT fór í prentun var j é ekki vitað hvort grunur 1 lögreglunnar hafði verið | 1 staðfestur. lækkað um 20% á næsta ári - við afnám tekjuhlutdeildar ritsímafélagsins Allar líkur eru á að áhrif Stóra norræna ritsímafélagsins hverfi að mestu hér á landi í lok ársins en þá getur íslenska ríkið keypt hlut félagsins í jarðstöð- inni Skyggni sem er síðasti ang- inij af samningi milli félagsins og ríkisins frá 1960. Að sögn verkfræðings Pósts og síma lítur út fyrir að þessari yfirtöku ríkis- ins fylgi veruleg lækkun á sím- gjöldum á milli íslands og ann- arra landa. Samningur ríkisins og Stóra norræna, snérist upphaflega um byggingu og rekstur sæstrengj- anna Scotice og Icecan en með í samningnum fylgdi að Stóra norræna hefði einkarétt á síma- þjónustu við landið. Þegar sæstrengirnir reyndust ófull- nægjandi vegna aukningar sím- tala og sjónvarpssendinga, og jarðstöðin var byggð árið 1977, var endursamið við Stóra norr- æna á þann veg að félagið eignaðist hluta í jarðstöðinni. í samningnum er gert ráð fyrir að íslenska ríkið geti keypt hlut Stóra norræna í jarðstöðinni, en þann hluta sem ekki verður þegar afskrifaður um áramótin 1985-86. Nýti ríkið sér ekki forkaupsréttinn mun Stóra norræna eiga sinn hlut til ársins 1992 þegar ríkið eign'aðist hann án nokkurra fjárútláta. Kaupverð eignarhlutans nú í árslok verður 7,5 milljónir danskra króna eða 28 milljónir íslenskra króna. Gústav Arnar, yfirverkfræð- ingur Pósts og síma, sagði í samtali við NT að vegna fjárút- látanna við kaupin yrði e.t.v. ekki samstundis sú lækkun á símgjöldum sem útganga Stóra norræna og afnám tekjuhlutdeild- ar þess gæfi tilefni til. En Gústav sagði að lækkunin gæti orðið á bilinu 10-20%. Stóra norræna mun áfram eiga sæstrengina að fullu, og er líklegt að strengirnir héðan til Færeyja og héðan til Grænlands verði áfram starfræktir til örygg- is, en að strengurinn til Kanada verði aflagður. ■ Leigubflar hópuðust saman á Barónsstíg í gær eftir að sendibfll frá Steindóri og leigubfll frá Hreyfli lentu í árekstri. Eins og sést á myndinni benda hemlaför leigubílsins til að hann hafl bakkað framan á sendibflinn. NT-mynd: Sverrir ■ Lögreglan í Reykjavík var alloft kvödd til í gær vegna árekstra milli leigubfla og sendi- bfla frá Steindóri og í a.m.k. tveim tilfellum urðu skemmdir á bflum. Það fyrra var á Barónsstíg í nágrenni Sundhallarinnar en þar óku saman bifreið frá Steindóri og leigubifreið frá Hreyfli en leigubíllinn mun hafa bakkað framan á sendibílinn. { síðara tilvikinu óku saman leigubíll og fólksbíll sem frarn- kvæmdastjóri Steindórsstöðvar- innar ók. Lögreglan var oftar kvödd út vegna erja bílstjóra en þar mun ekki hafa verið urn alvarlega árekstra að ræða.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.