NT - 02.04.1985, Page 4

NT - 02.04.1985, Page 4
Ný endurhæfingardeild í Sjúkrahúsi ísafjarðar: Opnun fullbúinnar deildar stöðvuð vegna einnar hurðar Sinubruni í Breiðholti ■ Slökkvilið Reykjavík- ur var kvatt að Alaska Breiðholti í gærdag vegna sinubruna. Eldurinn ógn- aði viðkvæmum trjágróðri en slökkviliðið réð niður- lögum eldsins fljótlega. Útkallið barst um klukkan 14. ■ ísfirðingar hafa að undanförnu bæði brosað og verið nokkuð mæddir yflr þeirri vafasömu frægð að eiga fullbúna sundlaug, sem ekki fæst opnuð vegna ónögra brunavarna. Telja þeir sig þar eiga a.m.k. Islandsmet ef ekki meira. Sundlaugin, sem hér um ræðir, er hluti af nýrri endur- hæfingardeild í nýja sjúkrahús- inu á ísafirði, sem stendur nú fullbúin með öllum tækjum. Hugmyndin var að opna hana um mánaðamótin janúar/febrú- ar. Endurhæfingardeildin hefur verið á hálfgerðum hrakhólum síðustu 2-3 árin þar sem henni var komið fyrir uppi í rjáfri á gamla spítalanum. Aðstæður þar voru óviðunandi og mjög erfiðar og því eðlilegt að fólk hlakkaði til að komast á nýja staðinn í lok janúar. En þá kom babb í bátinn. Brunavarnareftirlit, sem kom til að taka út deildina, harð- bannaði að hún yrði tekin í notkun fyrr en búið væri að koma upp rammgerðri bruna- varnarhurð í gangi deildarinnar til-að skilja hana frá lítilli kap- ellu og nokkrum fleiri stofum sem liggja að sama gangi. Hurð- inni var komið fyrir í snarheit- um og síðan hefur verið beðið eftir mönnum að „sunnan" til að taka út þessa mikilvægu hurð. Frá brunahættusjónar- miði telja kunnugir að fólk (starfsfólk og sjúklingar) hljóti þennan tíma að hafa verið í stórum meiri hættu á gamla loftinu. En reglur eru reglur. Að undanförnu hefur starf- semi sjúkrahússins á ísafirði smátt og smátt verið að færast úr gamla húsinu yfir í það nýja. Röntgendeildin er llutt og heilsugæslustöðin að fullu kom- in í nýja staðinn. Nú er verið að innrétta lyflækningadeild þar sem eru um 30 rúm. Félag einstæðra foreldra: Hyggst kaupa 9 íbúða hús fyrir bráðabirgðaþjónustu - borgin lánar 2 milljónir ■ Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi s.l. þriðju- dag að veita Félagi einstæðra foreldra lán að upphæð tvær milljónir vegna kaupa félags- ins á nýju húsnæði fyrir neyð- ar- og bráðabirgðaþjónustu. Féð er fært á fjárveitingu vegna leiguíbúða. Félag einstæðra foreldra hefur rekið þessa þjónustu í tæp þrjú ár í húsi sínu í Skeljanesi 6. Þau ár sem sú starfsemi hefur verið við lýði hafa yfir 200 manns búið þar, foreldrar og börn. Félág einstæðra foreldra hefur nú augastað á húsi, sem gæti hýst 9 fjölskyldur í senn, í Skeljanesi 6 rúmast 10 fjölskyldur í einu. r NT-mynd: Ámi Bjama ■ Frá votheysfundinum. Fyrirlesarinn er Grétar Einarsson sem fjallaði um tækni við votheysgerð. Bændur á S/V landi funda um vothey: „Boðar þáttaskil í fram- þróun votheysverkunar“ - sagði Stefán Jasonarson við setningu f undarins ■ „Ef svo fer fram sem horfir ætti þessi fundur að boða nokk- ur þáttaskil í hinni hægfara framþróun votheysverkunar hér á Suð-Vesturlandi að loknum tveimur illræmdustu rigningar- sumrum í áratugi. Með votheys- kveðju." Þannig fórust Stefáni Jasonarsyni orð við setningu votheysfundar í Bændahöllinni síðastliðinn föstudag. Þarna var á ferðinni fræðslu- og umræðu- fundur um votheysmál sem Búnaðarfélagið og fleiri stóðu að en frumkvæðið kom frá Stef- áni. 8 erindi fræðimanna og bænda, sem reynslu hafa af votheysverkun, voru flutt. Að þeim loknum voru umræður og stóð fundurinn fram eftir degi. Meðal framsögumanna var Bjarkar Snorrason kúabóndi í Flóanum sem undanfarin ár hef- ur einungis verkað í vothey. Hann sagði reynslu sína góða og heyjaöflun trygga. AA-samtökin: Afmælisfundur á föstudaginn langa ■ AA-samtökin halda árlegan afmælisfund sinn á föstudaginn langa í Háskólabíói og hefst hann kl. 21. íslandsdeild sam- takanna var stofnuð á föstudag- inn langa árið 1954, og hefur sá dagur verið hátíðisdagur þeirra æ síðan, sama upp á hvaða mánaðardag hann hefur borið. Ý msir AA-félagar koma fram á fundinum á föstudag, og einn- ig koma fram gestir frá Al-Anon og Al-Ateen samtökunum, sem eru samtök aðstandenda alkóhó- lista. Kaffiveitingar verða eftir fundinn. AA-samtökin starfa í 156 deildum á íslandi, auk þess sem starfandi eru 8 íslenskumælandi deildir á erlendri grundu. í Reykjavík eru margir fundir haldnir dag hvern og byrja þeir fyrstu um kl. 7.30 á morgnana, en hinir síðustu undir miðnætti. Þeir sem vilja fá upplýsingar um fundina og fundarstaði geta snú- ið sér til skrifstofu samtakanna að Tjarnargötu 5 í Reykjavík, sem er opin alla virka daga kl. 13-17. Síminn er 12010. Þá hafa ■ Surtseyjarfélagið hefur ákveðið að reisa nýtt hús á eynni Surtsey, vegna þess hversu lélegt hús félagsins, sem fyrir er, er orðið. Hinn nýi staður er fyrirhugaður ofar á eynni, og verður húsið sunnar og austar en það gamla. Staðsetningin mun vera nálægt borholunni sem boruð var í eynni. Að sögn Gunnars Björns Jónssonar sem situr í stjórn Surtseyjarfélagsins verða til- AA-samtökin símaþjónustu í síma 16373 alla virka daga kl. boð opnuð í bygginguna rétt eftir páska, og hafa gögn þegar verið send til nokkurra aðila varðandi bygginguna. Þá sagði Gunnar að ákveðið hefði verið að húsið yrði um 40 fermetrar. ■ Á myndinni sést gamli skálinn í Surtsey, en hann mun vera að hruni kominn. í hans stað verður reistur nýr skáli austar og sunnar á eynni. 17-20. Surtseyjarfélagið: Reisir hús í Surtsey Fréttastofa útvarps: Gagn- rýnd vegna fréttar ■ Útvarpsráðsfulltrúar gagnrýndu það á fundi sín- um á föstudaginn að fréttastofa útvarpsins skyldi hafa greint svo ná- kvæmlega frá hvarfi Ber- víkurinnar frá Ólafsvík sama kvöldið og hún fórst. Engin trygging hefði verið fyrir að náðst hefði til aðstandenda og hefðu þeir getað áttað sig á því af fréttinni um hvaða bát var að ræða. Það var Eiður Guðna- son fulltrúi Alþýðuflokks- ins í útvarpsráði sem hóf umræðurnar um málið.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.