NT - 15.04.1985, Page 3

NT - 15.04.1985, Page 3
Mánudagur 15. apríl 1985 3 Álit ráðgjafa íslands í hafréttarmálum: Islendingar eiga mestan rétt á Rockall svæðinu ■ Pað er skoðun dr. Talusan- is, sérlegs ráðgjafa íslensku ríkisstjórnarinnar í hafréttar- málum að réttur íslendinga til Hatton-Rockall svæðisins sé mjög skýr og meiri en hinna þjóðanna þriggja sem gera til- kall til svæðísins, Breta, íra og Dana fyrir hönd Færeyinga. Dr. Talusani sat í fyrradag fund með utanríkismálanefnd Al- þingis og í síðustu viku sat hann ásamt Eyjólfi Konráð Jónssyni formanni utanríkismálanefnd- ar fund með dönskum stjórn- völdum vegna málsins. Dr. Talusani telur það vega þyngst að íslendingar geta dreg- ið óslitna línu frá austurströnd Islands og suður í gegnum hið umdeilda svæði og markað þar brekkufót sem mörk land- grunnsins. Slíkt er ógerlegt fyrir Breta og íra, þar sem um 3500 metra djúpur áll, svokallað Rockall trog aðskilur svæðið frá landgrunni Bretlandseyja, auk þess sem Rockall svæðið heyrir alls ekki til breska landgrunninu ■ Tveir af aðstandendum söfnunarinnar. Svavar Gests t.v. og Jóhann Einvarðsson t.h. Litla stúlkan á myndinni er Vigdís dóttir Jóhanns. NT-mynd: Ámi Bjama Sala rauðu f jaðrarinnar: Viðbrögð fólks framar ■ Sölu Lionshrevfingarinnar á rauðu fjörðinni, til fjáröflunar á tækjakaupum fyrir nýju K-álmu Landspítalans, lauk í gær. NT hafði tal af Jóhanni Ein- varðssyni, framkvæmdastjóra söfnunarinnar í gær. Jóhann sagði að viðbrögð almennings og fyrir- tækja hefðu verið framar öllum vonum, og áætlaði hann að salan væri í heild á bilinu 125-135 þús- und rauðar fjaðrir. Þá voru seldir liðlega 200 handsmíðaðir kubbar í tilefni söfnunarinnar og kostuðu þeir 10.000 krónur hver. 3000 statív seldust til fyrirtækja og vonum einnig var eitthvað um að al- menningur'keypti þau. Jóhann sagði að ekki væri fylli- lega hægt að gcra sér grein fyrir hve mikið safnaðist fyrren einstök aðildarfélög hefðu skilað inn fulln- aðaruppgjöri. „En vel hefurgeng- ið á þeim stöðum þar sem heildar- uppgjör er fyrirliggjandi, og hefur útkoman verið vægast sagt góð. í Vogum á Vatnsleysuströnd seldist rúmlega fjöður á mann.“ Þá bætti Jóhann því við að svipað hlutfall hefði verið í Hrísey. Að lokum sagði hann að það yrðu honum mikil vonbrigði ef heildartalan yrði undir 15-17 milljónum. jarðfræðilega séð. Að sögn Eyj- ólfs Konráðs hafa íslendingar hins vegar frá öndverðu lagt áherslu á að standa við hlið Færeyinga og ganga t engu á þeirra rétt. „Það hefur verið fullt samræmi í okkar málflutn- ingi frá upphafi, einnig hvað þetta varðar,“ sagði Eyjólfur í samtali við NT í gær. Hann taldi að nú væri að því komið að eitthvað færi að gerast í málinu, samband hefur verið milli dönsku og íslensku ríkisstjórn- anna síðasta mánuðinn og óformlegar viðræður hafa átt sér stað rnilli Breta og íslend- inga. írar hafa hins vegar verið ófáanlegir til viðræðna. Bretar og írar gera sameiginlega kröfu til svæðisins og vilja síðan láta gerðardóm ákvarða hvernig nýtingin skiptist á milli þeirra. Eyjólfur Konráð lagði áherslu á að mikilvægt væri að ganga frá kröfum strax en draga það ekki þar til hafréttarsáttmálinn verð- ur endanlega staðfestur, þar sem alþjóðahafsbotnsstofnunin tekur þá til starfa og myndi þá e.t.v. taka svæðið til nýtingar. „Ég er sannfærður um rétt íslendinga en legg enn áherslu á að við styðjum Færeyinga í að nýta svæðið að sínu leyti,“ sagði Eyjólfur Konráð. ólvaður maðuR Stakk pilt með hnífi í kviðinn ■ Sautján ára gamall piltur var stunginn í kviðarholið með hníf fyrir utan skemmtistaðinn Traffíc. á föstudagskvöld. Pilturinn var á ferð með þremur félög- um sínum þegar árásarmað- urinn veittist að honum og stakk hann fyrirvaralaust. Pilturinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans þar sem gért var að sárum hans. Að aðgerð lokinni dvaldist hann síðan á gjör- gæsludeild, en er nú talinn úr lífshættu. Að sögn Helga Daníelssonar hjá rannsókn- arlögreglunni hefur árás- armaðurinn játað á sig verknaðinn og einnig að hafa framið hann að tilefnis- lausu. Reykjavík: Mikil ölvun um helgina ■ Ökumaður grunaður um ölvun ók á stolnum bíl á kyrr- stæða bifreið við Rcykjahlíð aðfaranótt sunnudags. Síðan lá leið ökumannsins í Mávahlíð, þar sem hann keyrði á grindverk. Ökumaðurinn stakk af úr bílnum, og hefur ekki spurst til hans enn. Að sögn lögreglu var mikið um ölvun og ölvunarakstur um helgina. Einn bílstjóri fannst meðvitundarlítill í bíl sínum við heita lækinn í Reykjavík, en hann hafði verið við akstur skömmu áður en lögregla kom á vettvang. Silungsveiði , gengið misvel það sem af er - Þorleifslækur og Geirlandsá bestu kostirnir ■ Sjóbirtingsveiði er víða hafin suðvestan- lands. Þorleifslækur hefur komið vel út, og er ekki óalgengt að menn fái yfir tuttugu fiska á dag. Fyrsta daginn veiddust rúmlega 90 fiskar og var hlutfallið af regnbogasilungi tæpur einn þriðji, en þó er það mismunandi. Einn veiðimaður sem NT hafði tal af í gær fékk 22 fiska síðastliðinn fimmtudag og var regnbogasilungur helmingur aflans. Veiði- maðurinn sagði að áin væri full af fiski og væri mikið um smáan urriða, og hefði bókstaflega verið á hverju kasti. Vatnamót og Geirlandsá eru þekkt sjó- birtingssvæði þar sem oft veiðist vel á vorin. í Geirlandsá komu 30 fallegir sjóbirtingar á j land opnunardaginn, og er það fullur kvóti. Sjóbirtingurinn var allt upp í 11 pund að j sögn Steinars Björgvinssonar hjá Stang-1 veiðifélagi Keiflavíkur. Talsvert var um j bjartan fisk, og lofar áin góðu. Vatnamótin j áttu ekki jafn góðu að fagna fyrstu dagana. I Við opnunina komu 12 fiskar á land, en ekki | nema þrír hjá næsta hóp og hefur oft verið betri veiði á þessum tíma. Veiðileyfið kosta 900 krónur í Geirlandsá og Vatnamótum. Eitthvað hefur verið rennt fyrir í Hörgsá og Fossálunum, en gengið illa. Veiði er hafin í Laxá í Leirársveit, en hefur gengið ill það sem af er. Rangárnar hafa ekki gefið mikið af fiski en sem komið er, en lítið hefur verið reynt. Þrírbílar í árekstri ■ Þrír bílar lentu í hörðum árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Bústaða- Vegar í gærdag um þrjú leytið. Engan sakaði, en flytja varð tvo bílana af árekstrar- staðnum með kranabifreið. útborgunar EV kjör ^ VOLVO 245 “?8 við bióðum AFSIÁTT AUir notaðir bílar Viö tón eðaiaínvel^"1 ev ■^ör’1’81 Eiör amcconcobo 7 ólum ATHUG® „ eI „„.i**** t Tökum ' .svæðinu fyr« Stór-Reyk)aviBur 1929 j EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4. Kópavogi. Simar 79944 — 79775 1 EVsalurinn 1985

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.