NT - 15.04.1985, Blaðsíða 6
Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi Kópavogi:
Mánudagur 15. apríl 1985 6
Eyjan á höfuðborgarsvæðinu
■ Um áratugaskeið hefur
Kópavogur haft ýmsa sérstöðu
meðal sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu og um margt
skarað fram úr. Ef til vill var
þaö aldurssamsetning íbú-
anna, scm haft hefur þessi
áhrif en Kópavogur var bær
barnanna frá fyrstu tíð. Hér
hefur manneskjan setiö í fyrir-
rúmi frá upphafi. Menn hafa
lagt rækt viö félagslega þjón-
ustu allt frá fyrstu árum bæjar-
ins, sem aðeins tveggja ára
gamall hóf rekstur eigin stræt-
isvagna. Árið l%4 var t’yrsta
barnaheimilið tekiö í notkun
og nú er betur að barnaheimil-
um okkar búið en almennt
gerist. Skömmu eftir 1970 var
tekin upp nýskipan félagsmála,
sent var algjört nýntæli á þeirn
tíma. Hér hefur verið rekið
þróttmikið unglingastarf og
vinnuskóli sem stendur undir
nafni. Bærinn hefur að veru-
legu leyti verið byggöur á fc-
lagslcgum grunni t.d. hafa
80% íbúðabygginga á s.l. 10
árum verið byggöar af bygg-
ingasamvinnufélögunt. Yntis-
legt af þessu hefur orðið öðrum
sveitarfélögum til fyrirmyndar.
Önnur virðast kappkosta að
ná sama marki. Svo dænti sé
nefnt þá ketriur borgarstjórinn
í Reykjavík varla svo fram í
fjölmiðlum að hann geti ekki
einhvers sem honunt tekst eins
vel eða betur en okkur. Varla
er borgarstjórinn í Rcykjavík
að bera sig santan við einhverja
skussa.
Eyjan í íhaldshafinu
Nú hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn meirihluta í öllunt sveitarfé-
lögunum á höfuðborgarsvæð-
inu nema Kópavogi og hefur
aldrei náð því hér. Hefur svo
verið að mestu alla þessa ára-
tugi. Framsóknarflokkurinn
hefur átt drjúgan þátt í þessari
stefnumötun, sem að frarhan
er lýst. Hann hefur verið i
meirihlutasamstarfi öslitið frá
1%2. Fyrst með forverum AI-
þýðubandalagsins síðan með
Sjálfstæðisflokki og frá 1978
nteð Alþýðubandalagi og Al-
■ Kópavogur hei’ur vcriö
bær harnanna frá fyrstu tíö.
þýöuflokki. Samstarfið við
Sjálfstæðisflokkinn á sínum
tíma breytti engu ,um þessi
mannlegu viðhorf bæjarins til
íbúanna. Enda var það því
aðeins gerlegt að á þeim tíma
sátu frjálslyndir sjálfstæðis-
menn í bæjarstjórn. Menn eins
og Axel Jónsson og Sigurður
Helgason. Nú hafa aðrir tekiö
við þeirra sætum, menn ann-
arrar stefnu, sem er lengst til
hægri í stjórnmálum. Kveður
nú við annan tón úr þeim
flokki í bæjarstjórn.
Frjálshyggjan
„Ég vil fá aö borga fyrir þá
þjónustu sem ég fæ,“ er ntarg-
tuggin setning úr ræðum þeirra
þetta kjörtímabil einkum þó
Ásthildar Pétursdóttur. Félag-
ar hennar eru þar svo sem
engir eftirbátar í þessari pré-
dikuna m.k. ekki þcgar kem-
ur að tillögum þeirra um stefnu
bæjarins í þessu efni. Fyrir
skömrnu var til afgreiðslu fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1985. Þá
fluttu þeir breytingatillögur við
fjárhagsáætlun vinstri flokk-
anna sem m.a. fela í sér eftir-
farandi atriði.
Þeir vilja lækka útsvar úr
10,8% í 10,5% en það eru um
kr. 6.700.000. Til þess að mæta
þcssari tekjulækkun bæjarins
vilja þeir lækka útgjöld og
auka tekjur m.a. með eftirfar-
andi atriðum. Lækkun á fjár-
hagsaðstoö og hækkun á
endurgreiðslum vegna veittrar
fjárhagsaðstoðar kr.
1.480.000. Hækkun greiðslu
fyrir heimilishjálp kr. 250.000.
Félagsstarf aldraðra - lækkun
á rekstri kr. 428.000. Hækkun
daggjalda á dagvistarstofnun-
um kr. 2.071,000. Nýtt gjald
kr. 20 fyrir hverja komu barns
á gæsluvöll kr. 1.300.000.
Hætta rckstri Kópasels (dag-
vistarstofnun) í haust og for-
eidrar taki við rekstrinum að
öllu leyti ef þeir j)á kæra sig um
kr. 1.600.000. A þessum þátt-
um einum, sem ég nú hef talið
og allir grípa beint ofan í
pyngju íbúanna, vilja þeir taka
aftur útsvarslækkunina og ríf-
lega það.
Þetta heitir skattalækkun í
þeirra málflutningi en er það
ekki. Þetta er aðeins tilflutn-
ingur á skattheimtu. Þeir vilja
lækka útsvarið á þeim sem
komnir eru til manns og hafa
efni og ástæður eins og sagt er
til þess að bera sinn skerf af
sameiginlegum byrðunt samfé-
lagsins. Þeim vilja þeir hjálpa
til þess að verða stöndugri. Á
móti vilja þeir innheimta ríf-
lega þessa upphæð af fólkinu
sem á börn á dagvistarheimii-
unum og notar gæsluvellina, af
sjúka fólkinu sem þarf á heim-
ilishjálp að haida og af félags-
starfi aldraða fólksins og svo
minnka aðstoð við þá sem
misst hafa fótanna í lífsbarátt-
unni og þurfa á aðstoð að
halda til þess að ná sér á strik
á ný.
Ekki er nú stórmannlega að
farið. En stefnan er klár.
Grímulaus íhaldsstefna nú um
stund kölluð frjálshyggja.
Stefna, sem miðar að auðsöfn-
un fárra á kostnað fjöldans.
Þetta er stefna sem gengur í
þveröfuga átt við stefnu Frant-
sóknarflokksins sem stefnir að
því að jafna kjör fólksins í
landinu og gefa fjöldanum
tækifæii til þess að vera efna-
lega sjálfstæður
En þetta er það sem hljómar
svO' fjálglega frá Ásthildi og
félögum hennar að „fá að
borga fyrir þá þjónustu sem ég
fæ“ og eins og hún bætir svo
við „ég vil svo glöð gera þaö."
Eins og er nota hún og hennar
líkar lítið þessa þjónustu
bæjarins, þetta er fólk sem
stendur í blóma lífsins búið að
koma börnunum af herðum
sér og ellin ekki farin að gera
vart við sig.
Að vera maður
Það er hollt fyrir hvern og
einn að líta í eigin barmog
ígrunda hvenær á lífsleiðinni
það er, sem það kemur sér vel
að sveitarfélagið létti undir
með honum í lífsbaráttunni.
Það er enginn vafi á því að það
eru þau ár þegar verið er að
stofna heimili, börnin að vaxa
úr grasi og verið er að koma
yfir sig þaki. Og síðar þegar
hallar að ævikveldi að létt sé af
fólki einsemd með félagsstarfi
og heimilishjálp þegar heilsan
bilar.
Ýrnsa hendir það að verða
fyrir áföllunt í lífsbaráttunni
og þurfa á aðstoð að halda til
þess að ná sér á strik á ný.
Þetta hafði ég haldið að væru
sannindi sem allir nútímamenn
í okkar þjóðfélagi virtu og
styddu af ráðurn og dáð vegna
þess að þetta er réttlát stefna.
Þetta er félagshyggja sent
stefnir að ræktun þjóðfélags
sjálfstæðra manna í efnalegu
tilliti svo að þeir geti gengið í
gegnum lífið nteð fullri reisn.
Eg skil ekki réttlætismat sjálf-
stæðismanna sem með tillögu-
flutningi sínum í bæjarstjórn
vilja lækkka útsvör á hinurn
betur stæðu þegnum þjóðfé-
lagsins og bæta svipaðri upp-
hæð á þá efnalegu minnimáttar
sem síst af öllu geta bætt á sig
meiri gjöldum. Þessi stefna
sjálfstæðismanna, ef fram-
kvæmd yrði. myndi á ör-
skömmum tíma breyta Kópa-
vogi í bæ þar sent auðurinn er
meira metinn en maðurinn.
Borgarstjórinn í Reykjavík kem-
ur varla svo fram í fjölmiðlum
að hann geti ekki einhvers sem
honum tekst eins vel eða betur
en okkur. Varla er borgarstjór-
inn í Reykjavík að bera sig sam-
an við einhverja skussa.
„Grísir gjalda, gömul svín valda“
■ Það er ólga meðal bænda
nú. Hið hefðbundna félaga-
form bændastéttarinnar virðist
vera að riðlast og bændur farn-
ir að stofna starfsgreinarfélög
eftir því hvaða framleiðslu þeir
stunda. Undirrótin virðist
reyndar vera sú hin sama og
hrjáir þjóðfélagið allt. Bændur
eins og almennir launþegar
skiptast í tvennt eftir afkomu.
Annarsvegar eru þeir sem
fjárfestu fyrir 1979 meðan lán
voru óverðtryggð og hins vegar
þeir sem hafa verið að byggja
upp á allra síðustu árunt. Þeir
sitja í skuldasúpu sem þeir sjá
ekki fram úr. í grófum dráttum
er þetta þannig að eldri bændur
hafa það bærilegt en yngri
bændur sjá ekki út úr banka-
tilkynningum um síhækkandi
lán. Á sama tíma hefur land-
búnaðarframleiðslan
minnkað, tekjurnar lækkað og
vextir hækkað. Þetta er auðvit-
að alveg ófært. Þeir sem eiga
fjánnagn eða skuldlausar fast-
eignir hafa allt sitt á þurru.
Hinir eiga ckkert nerna stig-
hækkandi skuldir.
Skuldir bænda aukast
Ingi Tryggvason formaður
stéttarsambandsins segir um
þetta í viðtali við NT í sl. viku:
„Við höfunt ekki neinar ná-
kvæmar upplýsingar um stöðu
bænda. En skuldir bænda við
viðskiptastoínanir þeirra hafa
aukist þrátt fyrir að um 700
þeirra hafi á síðasta ári fengið
lausaskuldalán. Það lagaði á-
standið aðeins í bili en síðan
jukust skuldirnar aftur. Og
þetta kemur okkur ekki veru-
lega á óvart. Framleiðslan hef-
ur minnkað, almenn laun í
landinu hafa lækkað og laun
bænda taka mið af þeim. Vext-
ir hafa hækkað þannig að
fjármagnskostnaðurinn við
búreksturinn í heild er orðinn
miklu meiri en reiknað er með
í verðlagsgrundvellinum. Yfir-
leitt hafa allir sem staðið hafa
í fjárfestingum með verð-
tryggð lán átt í erfiðleikum.
Ofan á þetta bætist svo erfitt
tíðarfar undanfarin ár eða frá
1979 og allt til 1983. 1984 var
tíðarfar aftur mjög gott en
áhrifa þess er ekki ennþá farið
að gæta að ráði."
Grísir valda, gömul
svín valda
Þorfinnur Björnsson bóndi
á Löngumýri skrifar skemmti-
lega grein um vanda bænda í
NT í vikunni undir fyrirsögn-
inni „Grísir gjalda, gömul svín
valdat' Hann er aldeilis ekki
sáttur við forystu bændasam-
takanna. Hann segir í upphafi
greinar sinnar:
Nú síðustu mánuði hefur
vandi húsbyggjenda sem reist
hafa sér hurðarás um öxl, verið
mjög til umræðu. Hafa þeir
myndað samtök sem orðin eru
að mjög öflugum grátkór.
Hann gefur landsfrægum
bændabarlóm ekkert eftir.
Þessi grátkór á samúð mína
alla enda eru vandamálin svip-
uð og megin þorri bændastétt-
arinnar á við að glíma, þar sent
vextir og verðbætur æða
áfram óheft en launin eru
skrúfuð niður. Þó finnst mér
bændur standa þarna lakar að
vígi. í fyrsta lagi þarf rúmur
helmingur bænda að fjár-
magna með lánsfé allan sinn
rekstur. í öðru lagi ef bændur
fara á hausinn er ekki nóg með
að þeir missa eigur sínar allar
heldur standa þeir líka uppi
atvinnulausir. Það er ástæðan
fyrir því að fjöldi bænda er enn
ekki hættur búskap, þó þeim
virðist allar bjargir bannaðar."
...komnir af léttasta
skeiði
Og Þorfinnur sýnir það að
hann er ekki sonur Björns
bónda fyrir ekki neitt:
„Ein ástæðan fyrir misjafnri
afkomu bænda er að þeir sem
kosnir eru til trúnaðarstarfa
eru flestir af sama sauðahúsi.
Það er sveitasiður að kjósa
ekki nema efnaða bændur sem
eru þá yfirleitt komnir af létt-
asta skeiði. Virðist einu gilda
þó þetta séu lággáfaðir menn,
sem ekki hafa neitt nýtt til
málanna að leggja. Það gefur
auga leið að þessir menn geta
ekki, þó þeir vildu, sett sig í
spor frumbýlinga og þeirra sem
staðið hafa í framkvænidum
síðustu árin. En þeir eiga hins
vegar létt með að sjá að t.d.
niðurfelling söluskatts á nýjum
búvélum kemur þeim sjálfum
að miklu gagni. Að fella niður
söluskatt og jafnvel tolla af
varahlutum hefði hins vegar
komið öllum jafnvel, og orðið
til að nýta gamlar vélar mun
betur.
En ein ástæðan fyrir slælegri
kjarabaráttu er hve bændur
eru pólítískir. Þeim gengurþví
ákaflega illa að sameina krafta
sína til virkrar kjarabaráttu.
Ef menn eru kosnir pólitískt
þá aukast líkurnar á að þeir
sýni ístöðuleysi og undirlægju-
hátt gagnvart sínum flokk."
Undir þetta má taka fyrir utan
þetta með lággáfurnar að sjálf-
sögðu, en tæpast eru aðrir
hagsmunafulltrúar mikið há-
gáfaðri en forsvarsmenn
bænda. En það má hið sama
segja um forystumenn bænda
og forystumenn í stjórnmála-
flokkum, verkalýðshreyfingu.
alþingsmenn og ríkisstjórn.
Þeir eru allir af þeirri kynslóð
sem byggði upp fyrir sparifé
gamla fólksins og þegar þeir
voru búnir að því þá lokuðu
þeir dyrunum á eftir sér, skildu
börnin sín eftir með yfirverð-
tryggð lán og háa vexti. Þess
vegna búa tvær þjóðir í þessu
Iandi. Og sjálfsagt kemst
skuldugi hluti þjóðarinnar
seint til valda. Skuldirnar sjá
til þess að hann hefur annað að
gera en að taka þátt í félags-
ntálum, nema að farið verði að
ráðum Þorfinns Björnssonar,
en við gefum honum lokaorðin
hér í dag; með þeirri viðbót að
aðalsmenn finnast nú víðar en