NT


NT - 15.04.1985, Síða 9

NT - 15.04.1985, Síða 9
 ■ Vöruverð virðist almennt vera hærra á ísafirði en annars staðar á landinu. Þegar Verð- lagsstofnun kannaði verð í matvöruverslunum víðs vegar á landinu 7. og 8. ntars sl. reyndist meðalfrávik frá lægsta verði vera mest á ísafirði eða vel yfir 40%. Vöruverð er reyndar yfirleitt hærra á landsbyggðinni en Reykjavíkursvæðinu og vöruval minna, sem vonlegt er. Kemur þar til annars vegar meiri flutn- ingskostnaður en hins vegar er markaðurinn minni. Um matvöruna gildir náttúr- lega að fólk á ekki annarra kosta völ en sæta þeim kjörum sem í boði eru og af því leiðir að matarkostnaður lands- byggðarbúa verður óhjá- kvæmilega hærri en þeirra sem á R-svæðinu búa. Öðru máli gegnir um fatnað og ýmsar aðrar vörutegundir sem ekki eru jafn viðkvæmar og matvaran. Þessar vörur er hægt að flytja milli landshluta með póstinum, enda nýta margir landsbyggðarbúar sér það óspart og láta senda sér í ■ Þettamunverau.þ.b.hinn daglegi skammtur ísfirðinga af póstkröfusendingum, - aðal- lega að sunnan!. Mynd: Vestfirska fréttablaðiö. fjöllun blaðsins má skilja að Isfirðingar hafni óhjákvæmi- lega í nokkurs konar vítahring að þessu leyti: vöruverð hljóti alltaf að vera nokkru hærra og vöruúrval minna af þeim á- stæðum sem að framan greinir, en af þessu leiðir aftur að ísfirðingar beini viðskiptum sínum fram hjá ísfirskum versl- unum og til R-svæðisins eftir mætti. Þetta leiðir svo aftur til þess að vöruverð hækkar og úrval minnkar í hlutfalli við minnkandi umfang verslunar- innar. í febrúarmánuði létu ísfirð- ingar senda sér vörur í póst- kröfu fyrir meira en þrjár mill- jónir króna. Sé þessi eini mán- uður ekki þeirn ntun lengra frá meðaltalinu mætti áælta að á einu ári næmi þessi hluti versl- unarinnar upp undir fjörutíu milljónum, ekki síst ef reiknað er með að jólainnkaypin fari jdagur 15. apríl 1985 9 leiðbeiningar LE!KR£GLUR Kennslubók í keiluspilinu ■ Út er komin kennslubók um keiluíþróttina, eftir Dick Ritger og Judy Soutar í þýð- ingu Boga Arnars Finnboga- sonar og Jóns Hjaltasonar. í bókinni er aö finna ýmsan fróðleik um keiluna. svo sem sögu íþróttarinnar, reglur og leiðbeiningar fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir í keiiuíþróttinni. Útgefandi er Öskjuhlíð og bókin er prentuð í Skákprent. Bók þessi fæst m.a. í nýju keiluhöllinni í Öskjuhlíð og kostar þar 190 kr. Isafjörður: Vítahringur verslunarinnar Hærra vöruverð og minni viðskipti póstkröfu að sunnan það sem ekki fæst í heimahögum eða er mun dýrara þar. Um þessi mál er fjallað í nýlegu tölublaði Vestfirska fréttablaðsins, einkum út frá sjónarmiði ísfirðinga. Af um- að einhverju leyti í þennan farveg. Póstkröfuinnkaupin segja heldur ekki alla söguna að þessu leyti, því allajafna gerir fólk nokkur innkaup þegar það á ferð til Reykjavíkur. Olíustyrkur: Iðnaðarráðuneyti fari með framkvæmd ■ Frumvarp til laga um breytingu á lögtim um jöfnun og lækkun hitakostnaðar var til fvrstu umræðu í efri deild Alþingis fyrir nokkru og gerði Sverrir Hermannsson grcin fyrir málinu. Lagt er til að iðnaðarráðherra fari alfarið með framkvæmd þessara laga en rtú er framkvæmd um olíustyrk í höndum viðskiptaráðherra. Verði frumvarp þetta að lögum færast mál er varða greiðslu olíustyrks til iðnaðarráðuneytis og þykir það eðlilegt með tilliti til þess að lögð hefur verið áhersla á að menn skipti sem mest yfir í rafhitun í stað olíuhitunar. Iðnaðarráðuneytið het'ur besta yfirsýn yfir möguleika á rafhitun í hinum ýmsu héruðum landsins. Þess var getið að olíustyrkir voru í fyrstu 95 þúsund talsins en nú er tala þeirra komin niður í 10 þúsund. Auk Sverris tóku til máls Eyjólfur Konráð Jónsson og Valdimar Indriðason og lýstu báðir því yfir að þctta væri mikilvægt mál sem bæri að fá skjóta afgreiðslu og var málinu vísað til annarrar umræðu og iðnaðarnefndar. Fjöldi vörutegunda með lægsta verð ....... 0 Fjöldi vörutegunda með hæsta verð......... 2 Fjöldi vörutegunda undir meðalverði .......13 KEA Sigluf. O) <75 •o n 5 tn LU ro </) «o “3 -O 'a) ro áC <f) KEA Höfðahl. KEA Hrísal. o z o. 3 ro jx O) ro I K.Á. Selfossi P.E. Eskif. Vörum. Eiðis -o JZ «o £ m Vöruv. ísaf. Kaupf. ísf. 38 11 40 39 41 38 42 38 38 40 37 37 4 2 0 2 8 8 0 4 15 2 1 1 1 0 3 5 0 1 4 6 1 0 14 8 31 4 16 14 39 37 12 11 31 16 4 3 14,6 29,3 30,0 26,9 11,7 12,6 31,0 28,3 15,0 26,2 46,7 42,0 Þessa töflu birti Vestfirska fréttablaðið til samanburðar á verði matvöru á ýinsum stöðum á landinu. Taflan er byggð á upplýsingum ' sem fram komu í verðkönnun Verðlagsstofnunar snemma í mars. ■ Á borgarstjórnarfundi var nýlega borin upp tillaga frá Kristjáni Benediktssyni, borg- arfulltrúa Framsóknarflokks- ins um breytingu á reglum um gatnagerðargjöld. í tillögunni fólst, að við endanlegt uppgjör verði miðað við raunverulegt byggingarmagn, talið í rúm- metrum, þannig að þeir sem byggja minna en viðmiðunar- gjald eða lágmarksgjald segir til um, þurfi ekki að greiða hærra gjald á hvern rúmmetra en aðrir. Þá var lagt til að viðmiðunar- gjald skyldi miðað viö hundrað Borgarstjórn: Gatnagerðargjöldin verði miðuð við rúmmetraf jölda fermetrum niinna hús en nú er gert. I málflutningi með tillögunni lét Kristján þess getið að við núverandi ástand grciddu þeir sem byggðu smátt óeðliega hátt gjald á hvern rúmmetra miðað við þá sem byggðu stórt, og því gæti núverandi ástand virkað hvetjandi á fólk að byggja stærra en það hefði þörf fyrir. Nokkrar umræður spunnust um tillögu þessa og kom m.a. fram í málflutningi fulltrúa Kvennaframboðsins, að stefna borgaryfirvalda í skipulags- niálum væri óeðlieg að þessu leyti, þar sem fólki gæfist ekki kostur á að velja milli stórra lóða og lítilla. Tillögunni var loks vísað til borgarráðs, til nánari um- fjöllunar. Greiddu á þér hnakkann! ■ Fyrir mörgum, mörgum árum. þegar ég var aðeins sextán ára unglingur, dvaldi ég vikutíma á Akureyri, höfuð- borg norðurlands. Þetta var að haustlagi, rétt áður en skólar hófust (og þá hófust þeir ekki fyrr en í byrjun október) og náöúran skartaði sínu feg- urs a, veðrið var stillt og sólfar mikið, en farið að kólna og auðsætt, að vetur konungur var á næsta leiti. Þegar ég rifja upp þessa dvöl á Akureyri, þá er alltaf eitt atriði, sem stendur upp úr og ég man eins og það hefði gerst í gær. Á hverj um degi sá ég háöldr- uð hjón fá sér göngutúr. Þau leiddust svo innilcga og voru svo ástfangin, að þau sáu vart neitt nema hvort annað. Ég hef oft hugsað um, að þessi gömlu hjón hafa áreiðanlega munað tímana tvenna, upplif- að fátækt og kreppu og jafnvel berklavciki, en þarna, orðin svona háöldruð, var sýnilegt að ást þeirra var jafnfersk og ný og þau væru nýgift. Síðan eru vissulega mörg ár og margt breytt í íslensku þjóðfélagi. Tækni, hraði og tímalcysi cru að kollkeyra allri rómantík. En er það nú alveg víst? Vissulega eru konur núna líka útivinnandi og tímalausar og enginn heima til að taka á móti þreyttri fyrirvinnu o.s.frv. En ástin lætur ekki að sér hæða. Ég hef ótal dæmi í gegnuni tíðina, að fólk heldur bara baki brotnu áfram að vera ástfangið fram eftir öllum aldri og finnur sér tíma í öllu tímaleysinu. Ég kannast við hjón, sem eru svonaja-miðaldra.a.m.k. eiga þau börn, sem þau eru búin að koma upp með miklum sóma. Hann starfar í einhverju ráðuneyti og hún í einhverjum banka. En í hverju hádegi sækir maðurinn konu sína, þau leiðast heim (búa nálægt mið- bænum) og fá sér eitthvað snarl, - eða hvað? Þau leiðast til baka, konan alltaf jafn, hugguleg og vel til höfð. nema samstarfsfólk hennar finnur hjá sér ástæðu að segja við hana, þcgar hún kemur til baka: „Elskan mín, greiddu á þér hnakkann!" Þessi hjó'n hafa e.t.v. ekki upplifað það sama og gömlu hjónin, sem ég sá á Ákureyri „i den tid". Hins vcgar hafa þau upplifað aðra tíma og kannske ekki auðveldari, þeg- ar hugsað er um að hafa tíma til að vera ás,r ”:n. Aðalatr- iðið er að gleyina ekki því sem skiptir máli, hvurslags tímar sem það annars eru, sem við lifum á.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.