NT - 15.04.1985, Page 11

NT - 15.04.1985, Page 11
Mánudagur 15. apríl 1985 11 Sigríður Lóa Þorvaldsdóttir Fædd 8. des 1913 Dáin 29. mars 1985 Hún Lóa systir hefur gengið sitt skeið. Margir bjartir morgnar eru að baki. Hver dagur var tekinn snemma með þeim einlæga ásetningi að skila sem mestum og bestum verkum. Hlynna að öllu lífi, forða börnum frá hætt- um og hjúkra veikum. Standa á verðinum og víkja hvergi til að sinna eigin hagsmunum. Hún safnaði ekki til að geta látið eftir sér munað. Æviferill Sigríðar Lóu Þor- valdsdóttur hófst í Syðstu-Mörk undir Eyjafjölium. Hún flutti 5 ára gömul að Skúmstöðum í Landeyjum með foreldrum sínum, Ólöfu Jónsdóttur og Þorvaldi Jónssyni. Hún var næstelst 9 systkina. Hún þurfti að vinna mikið frá barnsaldri. Faðirinn átti við heilsubrest að stríða og þurftu elstu systkinin að vinna mestu verkin. Lóa og Hildur, elsta systirin, voru mjög samrýmdar. Þær unnu mikið saman og glöddust saman. Mesta ánægjuefni þeirra var að ala fola og temja og fórst þeim það vel úr hendi. Svo dró ský fyrir sólu. Hildur veiktist af lungnabólgu og dó, aðeins tví- tug að aldri. Þung var sorgin að sjá á eftir þessari kæru systur og vinkonu. Öll él birtir upp um síðir. Fáum árum síðar fékk Lóa óskaprinsinn sinn. Hann kom með tvo gæðinga til reiðar og sótti unnustuna. Ég man hvað hann Tvistur var fallegur undir henni Lóu þegar hún hélt að heiman. Svanirnir á Skúmstaða- vatni sungu venju fremur fagurt þennan dag. Hún Lóa fór ekki langt. Leið- in lá að Álfhólum, bæ í sömu sveit þar sem unnustinn, Ágúst Jónsson, var alinn upp. Þau bjuggu þar tvö fyrstu árin. Þar fæddist þeim fyrsta barnið, dótt- ir sem var látin heita Hildur. Lóa var aftur orðin samvistum við unga og efnilega Hildi. Á milli Álfhóla og Skúmstaða var eyðibýlið Sigluvík. Þau Ágúst og Lóa byggðu það upp og unnu hörðum, samtaka höndum. Þarfæddust þeimtveir synir, Jón og Eiríkur. Hún ól síðar upp dótturson, Sigurð Rúnarsson. Lóa var svo lánsöm að öll börnin hennar hófu bú- skap í námunda við hana. Lóa stóð ávallt við hlið manns síns við bústörfin. Hún var lieil- steypt kona og vel af guði gerð. Öll hennar verk voru vönduð, hvort heldur hún vann úti eða inni. Allt verður að lúta almættinu. Lóa átti við erfiðan sjúkdóm að stríða síðasta árið. Hún kvart- aði ekki, heldur þraukaði með festu og dugnaði. Hún missti málið og kraftarnir þurru, en hugurinn var heill og skýr til hinstu stundar. Lóa naut aðstoðar eigin- manns síns, barna og barna- barna. Sigurður, uppeldissonur hennar, reyndist henni sérstak- lega vel þegar mest á reyndi. Hann var hverja stund að reyna eitthvað sem gæti létt henni þrautirnar. Síðustu tvær vikurn- ar dvaldi Lóa á Grensásdeild Borgarspítalans. Hún gat þá ekki talað og ekki heldur skrifað. Tvær dótturdætur hennar skiptust á um að vera hjá ömmu sinni þessa erfiðu daga og hjúkra henni. Þær voru henni jarðneskir englar sem viku ekki frá dánarbeðinu fyrr en yfir lauk í kyrrð og himnesk- um friði. Okkur sem söknum Lóu finnst söngur svananna á flóð- unum milli Sigluvíkur og Skúmstaða vera tregablandinn þessa daga. Hrefna t Hún Lóa í Sigluvík er dáin. Ég kom oft að Sigluvík þegar ég var barn og naut nærveru og aðhlynningar hennar Lóu, frænku minnar. Alla ævina var hún að hlúa að öðrum, bæði mönnum og skepnum. Um- hyggja hennar fyrir öðrum gekk reyndar úr hófi fram, því henni láðist að hugsa um sitt eigið líf og heilsu. Líf hennar var vinna frá morgni til kvölds allan ársins hring. Sumarleyfi og skemmti- ferðir þekkti hún naumast. Lóa átti þátt í að móta líf margra og lifir þannig áfram í okkur. I börnunum sínum þremur, 17 barnabörnum og barna-barnabörnum sem ég hef ekki tölu á. í okkur sem kynnt- umst henni og hún hafði áhrif á. Raunar í allri þjóðinni sem hún átti þátt í að ala á mjólk og kjöti sem hún framleiddi ásamt fjöl- skyldu sinni á langri starfsævi. Við tökum við kyndlinum af Lóu og berunr hann áfram inti í óvissa framtíð. Þorvaldur Örn. „Eitt gersemi kónga“ Náhvalstönn á háalofti Náttúrugripasafns ■ Einsog kom fram í páska- blaðinu okkar rakst blaðamaður NT á dögunum inn á Náttúru- gripasafnið við Hlemmtorg og fékk þar að skoða í skápa og skúffur, hirslur og háaloft. Með- al þess sem fvrir augu bar á háaloftinu var forláta mikil tönn - ekki einhyrningstönn einsog mátt hefði ætla við fyrstu sýn, heldur úr hinni sjáldséðu heim- skautaskepnu náhvalnum. Þetta varð til þess að blaðamað- ur för að kynna sér frekari heimildir um náhvalstennur, sem forðum tíð þóttu sannkali- að kóngaglingur. „Náhvalur, 20 álnir, mein- laus, hógvær og óhættur. Hans tönn er sjö álna. Hans feiti nær sem hverfi úr katli strax sem yfir eld kemur. En hann allur er sú næmasta forgift hverrar. skepnu, er því bergir, hvort.sem það eru fuglar, menn eður dýr, því þá fær þegar bana. Hér á móti eru margar góðar náttúrur og yfirvættis dyggðir huldar og faldar í hans tönn, hver er hvit og snúin öll, svo senr einhyrn- ingshorn. Öll hans vandverkt og trú er á tönninni, en þó er hún honum gagnslaus. Hún er eitt gersemi kónga." Svo farast Jóni Guðmunds- syni lærða orð um þessa furðu- skepnu, náhvelið, í bók sinni „Ein stutt undirrétting um ís- lands aðskiljanlegar náttúrur", en Jón var ættaður af Ströndum, uppi á öndverðri 17du öld, óg hefur líklega haft einhverjar spurnir af náhvölum þar vestra. Það örlar á nokkrum mis- skilningi í náttúrufræðinni hjá Jóni. sem reyndar var þrálátur langt fram eftir öldum. Það er víst ekkert sem bendir til þess að náhvalurinn sé eitraður eins og menn héldu forðum tíð. 1 Konungsskuggsjá er lagt strangt forboð við því að éta náhval: „megu menn eigi éta hann fyrir sótta sakir, því að menn fá sótt af og deyja, ef þeir éta hann." í reyndinni er náhvalurinn ekki eitraðri en svo að eskimóar hafa löngum lagt sér hann til munns og ekki orðið meint af svo vitað sé. Heimildir greina einnig frá því að um jólaleytið árið 1800 hafi náhveli rekið í Dýrafirði innarlega og hafi hvalurinn ver- ið étinn og engum orðið meint af. En hitt er dagsatt hjá Jóni lærða að náhvalstennur voru gersemi konunga. í bókinni Jens Munk segir Torkild Hans- en frá því, en getur reyndar ekki heimilda, að 1605 hafi veiðst á íslandsmiðum náhveli ■ Svona ímynduðu menn sér að náhvalurinn liti út, en myndin mun vera nokkuð fjarri sanni. Hún er óneitanlega nokkuð grimmúðleg skepnan á myndinni, en sannleikurinn er sá að náhvalurinn er meinlítið-dýr. 30 feta langt og er talið að skögultönnin, sex fet að lengd, hafi verið selt á 40 þúsund ríxdali, sem Torkild Hansen segir að jafngildi tveimur millj- ónum danskra króna á gengi áranna um 1960. Úr náhvals- tönnum voru smíðaðir ýmsir dýrgripir, tilaðmynda biskups- baglar, og er talið líklegt að silfurbúinn hvaltannarlúður sem Oddur Sturluson lögmaður gaf Friðriki konungi öðrum hafi verið úr náhvalstönn. Fleiri heimildir geta þess að íslendingar hafi fært konungum náhvalstennur að gjöf. Á þrett- ándu öld spunnust miklar deilur milli Árna biskups Þorlákssonar og Þorvaldar Helgasonar próf- asts út af náhvalstönn. Deil- urnar enduðu með því að próf- astur sigldi út og gaf Éiríki konungi tönnina í óþökk biskups. Guðbrandur biskup Þorláksson sendi konungi ná- hvalstönn, 4 álna langa, árið 1621 og segir frá því að hann hefði hæglega getað fengið 1000 dali frá Hamborgarkaupmönn- um fyrir gripinn. Náhvalstennur eru vissulega fallegir gripir, en þó er það ekki eina skýringin á dýrmæti þeirra. Á miðöldum var það hald manna að tennurnar væru úr skepnu einni sem kallaðist ein- hyrningur, villihrossi með snúið stunguhorn í enni, sem rómað var í þjóðsögum og kerlinga- bókum. Dýr þetta átti að hafast við í afskekktum skógum og hvíldi á því sá 'átrúnaður að engir gætu fangað það nema helst hreinar meyjar. Þannig tengdist sögnin af einhyrningn- um hugmyndinni um Maríu mey og var talið að skip sem hétu þessu nafni væru vernduð öðr- um fremur. Þess má líka geta að Englendingar tóku kynja- skepnu þessa upp í skjaldar- merki sitt og er hún þar enn. Það sannaðist svo fvrst með óyggjandi rökum frá Islandi á 17du öld að þessar tennur voru úr hval, en árin 1639 og 1648 rak einmitt náhveli á Norðurlandi með hafís. Aukinheldur mun það hafa verið hald manna í þá daga að muldar náhvalstennur væru fyrirtaks meðal gegn eitri, tildæmis höggormseitri. Náhvalurinn (Monodon mon- oceros) er hánorrænn smáhval- ur, hvítgrár að lit; tíðast 416-6 metrar að lengd. Karldýrin og einstaka kvendýr hafa snúna skögultönn fram úr efra skolt- beininu allt að 30 sentímetra inn í skoltbeinið. Heimkynni náhvalsins eru fyrir norðan 65 breiddargráðu við jaðar norður- heimskautsins og allt norður að 85°. Á þessu svæði mun hann sjaldséðastur við Síberíustrend- ur, sést stundum í Barentshafi og er alltíður á Davis-sundi. í norðurhöfum milli Grænlands og Svalbarða er hann nokkuð tíður, en sem fyrr segir fer hann helst ekki suður fyrir 65° norð- lægrar breiddar og er því mjög sjaldséður við ísland, sérstak- lega á síðari árum þegar hafís ■ Ævar Petersen fugla- . fræðingur með náhvalstönnina góðu. Hún er af fullorðnu dýri, rúmir 220 cm á hæð, og fannst á Hallsteinsnesi í Aust- ur-Barðastrandarsýslu árið 1921. Þegar rofar til í hús- næðismálum Náttúrugripa- safnsins verður tönninni von- andi valinn veglegri staður en háaloftið. NT-mynd: Ari hefur farið minnkandi við landið. Náhvalurinn er óróleg skepna, sem sjaldan heldur lengi til á sama stað, en sveimar til og frá við ísskarir og og innan um íshrafl. Hann vogar sér oft langt inn undir íshelluna, ef aðeins eru í henni vakir, en hverfur skjótt þegar þær lokast og getur þá synt lengi undir ísnum til næstu vakar. Það var ■ Fyrr á öldum töldu menn náhvalstennur vera horn kynja skepnunnar einhyrnings. Það voru aðeins kóngar og furstar sem máttu leggja fyrir sig einhyrningsveiðar, en þó var talið víst að ekki væri hægt að fanga einhyrning nenia þeir legðu höfuðið í kjöltu hreinnar meyjar. löngum nokkuð óljóst hvaða gagnsemi náhvalurinn hefði af sinni glæstu tönn og hallast menn helst að því nú að þetta sé einbert montprik, sem karldýrin beita í baráttunni um kvenpen- inginn. Þær kenningar hafa einn- ig verið uppi að náhvalurinn noti tönnina til að stinga með fiska eða stjaka burt ísjökum eða jafnvel til að róta í botn- leðju, en sem fyrr segir hallast menn helst að því nú að gagn- semi tannarinnar sé harla lítil. í bók sinni urn spendýrin sem út kom árið 1932 segir Bjarni Sæmundsson að aðeins séu níu dæmi kunn um heimsóknir ná- hvala til íslands síðan 1800. Er hér um að ræða rekna hvali eða skögultennurnar eina sem fund- ist hafa. Öll þessi dæmi eru af Norður- eða Norðvesturlandi. Einn síðasti fundur náhvalsreka um langt árabil var vorið 1921, en þá rak fullorðið dýr á Hall- steinsnesi í Austur-Barða- strandarsýslu og er það tönnin sem nú er uppi á háalofti á Náttúrugripasafninu. Síðasti náhvalsfundur sem vitað er um á íslandi var svo árið 1976, en þá fundust tvö smáhveli rekin í Geldinganes- fjöru innan við Reykjavílc. Frá því segir í Náttúrufræðingnum það sama ár. Náhvalstennur eru ekki leng- ur þeir dýrgripir sem áður var, en engu að síður skipa þær veglegan sess á náttúrusöfnum víða erlendis. Náhvalastofninn er ekki stór, en þó ekki í neinni teljadi útrýmingarhættu einsog er um margar aðrar hvalateg- undir. Eskimóar, bæði í norður- héruðum Kanada og á Vestur- Grænlandi, veiða hann enn og er tönnin einkum notuð til smíða.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.