NT


NT - 15.04.1985, Side 13

NT - 15.04.1985, Side 13
PÍT? Mánudagur 15. apríl 1985 13 LlLí Útlönd Skriðdrekar standa vörð um kjörstaði Lima-Reuter. ■ Her og lögregla í Perú hafði mikinn viðbúnað í gær vegna almennra þing- og forsetakosn- inga. 85.000 hermenn og 20.000 lögreglumenn voru kallaðir út og stillti herinn meira að segja upp skriðdrekum í námunda við kjörstaði til að vera viðbúnir öllu ef skæruliðar skyldu gera árásir. Skæruliðar maoista í samtök- um Stígsins skínandi sprengdu fimm flokksskrifstofur hægri- sinna í loft upp í höfuðborginni Lima aðfaranótt kosninganna, í námaborginni Cerro De Pasco eyðilögðu þeirkosningamiðstöð og í Huancayo, - sem er 315 km fyrir austan Lima eyðilögðu þeir símstöð. Maoistarnir segja kosning- arnar skrípaleik ríka fólksins og hafa hótað kjósendum öllu illu ef þeir taki þátt í þeim. En kosningaþátttaka er lögbundin jafnvel fyrir þá Perúmenn sem dveljast erlendis og stjórnvöld hafa því skipað hernum að veita kjósendum alla þá vernd sem mögulegt sé þótt skoðanakann- anir sýni að stjórnin muni bíða gífurlegan ósigur í kosningun- um. Lítið fylgi stjórnarinnar sem var kosin 1980 eftir 12 ára herstjórn stafar fyrst og fremst af djúpri efnahagskreppu sem hrjáir nú þetta 19 milljón manna land. Verðbólgan er um 130 prósent og kaupmáttur launa er svipaður og var á sjötta áratugi þessarar aldar. Um þriðjungur allra vinnufærra manna er ekki í fullri atvinnu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem var gerð tveim dögum fyrir kosningarnar fær forsetafram- bjóðandi stjórnarinnar, Javier Alva Orlandini aðeins sex prós- ent atkvæða en tveir vinstrisinn- aðir frambjóðendur hafa lang- mest fylgi. Sósíaldemokratinn Alan Carcia hafði 47% atkvæða samkvæmt skoðanakönnuninni og kommúnistinn Alfonso Bar- rantes, sem nú er borgarstjóri í Lima, hafði 20% fylgi. Fái enginn frambjóðenda meirihluta í kosningunum verð- ur að kjósa aftur. Forsetafram- bjóðendurnir eru samtals níu og 21 flokkur býður fram í þingkosningunum. " áHrl J§| JK áÉyL.« WBmmm ■ Gífurlega fjölmennt lið lögreglu og hermanna var kallað út í Perú til að tryggja að kosningar gætu fariö fram þar í gær. Hér sjást öryggissveitir flýta sér inn í bæinn Ayacucho þar sem skæruliðar maoista hafa lafið mikið að sér kveða en þeir héldu uppi árásum jafnt á kjörstaði sem kjóendur nú í kosningunum. Símaraynd: - POLFOTO. Sovétríkin: Betri neysluvarningur - er krafa nýja flokksleiðtogans Moskva-Rcutcr ■ Yfirmenn verslana og verk- smiðja verða gerðir ábyrgir fyrir því að selja sovéskum almenn- ingi óvandaðan varning að við- lagðri þrælkunarvinnu. Pannig hljómar nýjasti leikur Gorbac- hevs í umbótastarfinu. Á fundi í hæstarétti Sovét- ríkjanna nú fyrir helgi voru réttinum ákveðnar nýjar starfs- reglur og nýjar skiígreiningar gerðar á ábyrgð þeirra sem framleiða eða selja gallaða, óvandaða eða ófrágengna vöru. Þeir sem verða uppvísir að slíku verða sóttir til saka, hvort sem um verknað að yfirlögðu ráði eða vanrækslu er að ræða, að því er fram kemur í kvöld- blaði ríkisstjórnarinnar, Izvest- ia. Þessar hertu reglur hafa það í för með sér að verslunarmenn sem taka við lélegri vöru frá framleiðanda og verksmiðju- stjórar sem telja sig geta kennt um lélegu hráefni standa jafnir frammi fyrir mögulegri refs- ingu. Fundur hæstaréttar fylgdi í kjölfar gagnorðrar ræðu Gor- bachevs yfir flokksleiðtogum og háttsettum persónum í landbún- aði og iðnaði. í ræðu sinni sagði hann viðstöddum að nú dygði ekki lengur að kenna ytri að- stæðum um lélegan varning. Gorbachev hefur sett um- bætur í iðnaði á oddinn og bendir allt til þess að hann ætli sér að auka bæði gæði og úrval neysluvarnings, sovéskum al- menningi eflaust til óblandinnar ánægju. Sjötíu kíló af heróíni Bankok-Rcuter. ■ Thailenska lögreglan fann samtals 70 kíló af her- óíni við skyndileit í farar- tækjum við landamæri Thai- lands og Malaysíu. Markaðs- verð þessa heróíns í Thai- landi mun vera um 600.000 dollarar en þegar það kemur á götur í New York í Banda- ríkjunum er söluverðið hundrað sinnum meira eða 60 milljón dollarar. Heróínið fannst hjá tveim- ur hópum smyglara. Fimm- tíu kíló fundust undir bak- sætinu hjá tveimur thailensk- um mönnum og einni konu sem hafa verið ákærð fyrir aðild að stórfelldu heróín- smygli frá Norður-Thailandi til suðurhluta landsins. Tutt- ugu kíló af heróíni fundust einnig í thailenskum vörubíl, sem var á leiðinni með „hrísgrjón" yfir til Malaysíu. Dauðarefsing er í Thai- landi við eign á heróíni, verslun með það og útflutn- ingi. Lögregla bjargar nýnas- istum Vaxjo-Reuter ■ Sænska lögreglan varð að kalla til liðsauka í smábænum Vaxjo í Suður-Svíþjóð þegar um þúsund vinstrisinnar gerðu aðsúg að litlum hóp nýnasista sem flýði inn á almenningssal- erni á járnbratuarstöð bæjarins. Vinstrisinnarnir hleyptu upp fundi nýnasistanna eftir að þeir höfðu sjálfir tekið þátt í útifundi þar sem sænski kommúnista- leiðtoginn Lars Werner minntist fórnarlamba nasismans. Einn maður særðist í átökum nýnasistanna og sænsku vinstri- sinnanna. Lufthansa kaupir brasilískar vélar Köln-Reuter ■ Vesturþýska flugfélagið Lufthansa hefur fest kaup á fimm brasilískum skrúfuþotum af EMB 120 gerð og pantað fimm aðrar að auki. Lufthansa er fyrsta evrópska flugfé- lagið sem kaupir EMB 120 flugvélar til notkunar á evrópskum flugleiðum. Flugvélar þessar hafa sæti fyrir 30 far- þega og sagðar hentugar á styttri flug- leiðum. Talsmenn Lufthansa segjast munu nota flugvélarnar í innanlands- flugi til lítilla staða í Vestur-Þýskalandi og smábæja annars staðar í Evrópu. Brasilía: 400.000 heimilislausir eftir þriggja vikna flóð Rio De Janciro-Rcutcr ■ Ríkisstjórinn í Ceara-ríki í Brasilíu, Luis Gonzaga Da Mota, sagði í sjónvarps- viðtali nú um helgina að um 400.000 manns hefðu misst heimili sín í miklum rigningum og flóðum síðastliðnar þrjár vikur. Ríkisstjórinn sagði að tugir bæja inni í landinu hefðu bókstaflega þurrkast út og í Ceara-ríki einu saman hefðu flóðin gert 150.000 manns heimilislausa. Flóðin hafa aðallega verið í Norðaustur- Brasilíu þar sem venjulega er lítil úrkoma og þurrkar. Stjórnvöld segja að verið sé að flytja fólk á flóðasvæðunum til nýrra heimkynna og margir búi í tjöldum sem herinn hafi sett upp. En matvæli og lyf eru sögð af skornum skammti á mörgum stöðum. -------\ ÖRYGGI Höfum fyrirliggjandi á mjög góðu verði flestar gerðir af öryggjum frá Sipe, Portúgal. JÖT1JI\II\If HOFÐABAKKA 9 REVKJAVÍK SÍMI: 685656 og 84530 Morgunstund gefur gull í mund / afsláttur af L öllu morgunbrauði 0 fyrir kl. 10.00 Bakaríið Kringlan Starmýri 2

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.