NT - 15.04.1985, Qupperneq 15
Mánudagur 15. apríl 1985
Mynd;
- Lífíð er of stutt til þess að drekka
úr litlum glösum...
, - Það er sök sér að mála á gangstéttina.en þegar þú ferð
svo að selja myndirnar þínar, - það er annað mál, góði minn
Einhver fjandans náungi er þarna niðri
með trampolín, sem ég lenti á...
■ Það mun vera kölluð kín-
versk svíning þegar spilari á t.d.
: A9 á móti D86, í lit; og spilar
út drottningunni og hleypir
henni. Svona svíningar hafa
stundum heppnast, þegar milli-
hönd leggur ekki kónginn á,
jafnvel hafa alslemmur unnist á
þessari spilamennsku. En hvað
vilja menn þá kalla það þegar
sagnhafi á A1076 á móti D,
spilar drottningunni út, hleypir
henni og á slaginn? Jón Hjalta-
son lék þennan leik, ekki einu
sinni heldur tvisvar í sama spil-
inu í leik á íslandsmótinu í
•sveitakeppni og í bæði skiptin
liélt drottningin slagnum!
Norður
<k A98653
¥ 7
♦ A1076
4» A7
Vestur
* K742
V K106
* KG4
* 864
Austur
* G10
* AG5
* 98532
•Þ D92
Suður
* D
V D98432
* D
* KG1053
Spilið kom fyrir í leik sveita
Úrvals og Jóns Hjaltasonar í
næstsíðustu umfcrð mótsins.
Við annað borðið spiluðu Guð-
laugur Jóhannsson og Örn Arn-
þórsson 3 spaða í NS og unnu
þá slétt en við hitt borðið lcntu
Jón Hjaltason og Hörður Arn-
þórsson í erfiðari samning. Þar
opnaði Jón í suður á 2 hjörtum,
sem sýndi a.m.k. 5-lit í hjarta
og a.m.k. 4-lit í láglit, en neitaði
opnunarstyrk. Hörður í norður
sagði 2 grönd, sem spurðu hvorn
láglitinn suður ætti. Jón sagði 3
lauf og Hörður ákvað að passa
þau niður.
Ásmundur Pálsson spilaði út
laufi. Jón lét lítið í borði og tók
drottningu austurs með kóng.
Hann spilaði næst spaðadrottn-
ingunni. Ásmundur lét lítið,
enda hefði eftirleikurinn verið
auðveldur fyrir Jón ef Ásmund-
ur hefði lagt kónginn á. Eftir
nokkra umhugsun lét Jón
spaðadrottninguna fara - og
hún átti slaginn.
Jón spilaði nú laufi á ásinn,
tók spaðaás og henti hjarta, og
spilaði spaðaníunni. Karl Sigur-
hjartarson íausturtrompaði með
níunni og Jón yfirtrompaði
heima. Jón tók síðan tromp-
kóng og hugsaði sitt mál.
Að lokuni spilaði hann tígul-
drottningunni að heiman. Ás-
mundur var viðbúinn og hann
lét lítið án þess að depla auga.
Ásmundur reiknaði frekar með
því að Jón ætti drottninguna
aðra í tígli og ætlaði því að
reyna að skera á samganginn
með því að láta lítið. En aftur
fékk blönk drottning að fara
hringinn og aftur hélt hún slag.
Jón spilaði sig nú út á hjarta en
vörnin hlaut að gefa honum 9.
slagin á tígulásinn í borði.
DENNI DÆMALAUSI
„Komdu strax ungi maður, þú þarft að fá þér bað.“
„Hvað ertu að gera með Jóa í baðkarinu?"
4574.
Lárétt
1) Illgresið. 5) Ellegar. 7)
Dauði. 9) Gljúfur. 11) Spil.
12) Keyrði. 13) Verkur.
15) Væta. 16) Blaut. 18)
Skepnuna.
Lóðrétt
1) Fyrirgefningar. 2) Skref.
3) Hreyfing. 4) Bit. 6)
Röndina. 8) Stelpa. 10)
Barn. 14) Stía. 15) Utan-
húss. 17) Jökull.
1 2 ■J v ■
p 5" . _ ■
? 8 ‘í 7o
// ■ m *
m “ n ■ 1
■ *
Ráðning á gátu no. 4573
Lárétt
1) Nausti. 5) Lúi. 7) Tál. 9) Föt. 11) Al. 12) Ho. 13) Slý. 15) Töp.
16) Skó. 18) Gamall.
Lóðrétt
1) Nýtast. 2) Ull. 3) Sú. 4) Tif. 6) Stopul 8) Áll. 10) Öhö. 14) Ýsa
15) Tóa. 17) Km.