NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 15.04.1985, Qupperneq 20

NT - 15.04.1985, Qupperneq 20
■ Þeir gátu leyft sér að vera kampakátir félagarnir lan Kush (til vinstri) og Bruce Grobbelaar, þegar þeir gengu útaf Goodison Park í Liverpool á laugardag, eftir að hafa tvisvar náð að jafna gegn Manchester United á clleftu stundu.Grobbelaar varði eins og berserkur í leiknum, og Rush, sem aidrei hefur skorað gegn Manchester United, skallaði af krafti á mark Manchester í lokin, Bailey sló boltann í slá, og Paul Walsli náði frákastinu og jafnaði. Enska knattspyrnan: ÍTS7 Mánudagur 15. apríl 1985 20 IlL fþróttir Setur Stoke Frá Heimi Berj>ssyni, fréttamanni NT í Eng- landi: ■ Þetta keppnistímabil hefur verið hið hræðilegasta fyrir Stoke City, sem nú vermir botn fyrstu deildar 17 stigum á eftir næst neðsta liðinu. Stoke á því ennþá möguleika á því að slá met sem hefur staðið í næstum 40 ár. Það er að fá minnsta stigafjölda af öllum liðum sem keppt hafa í fyrstu deildar- keppni Englendinga. Leeds United og Qucens Park Rangers eiga þetta met sameiginlega. Leeds United tókst aðeins að ná 18 stigum á keppnistímabilinu 1946-'47, fyrsta tímabilinu eftir stríð. Leeds vann 6 leiki, gerði 6 jafntefli og tapaði einum 30 leikjum. Leeds náði aðeins í eitt stig á útivelli þetta keppnistíma- bil. Queens Park Rangers tókst næstum að „bæta“ þetta met á keppnistímabilinu 1968-’69, en endaði þó á því að ná 18 stigum eins og Leeds. Rangers gerðu þó „betur" í unnum leikjum, unnu aðeins4 lciki á tímabilinu. Stoke hefur spilað 34 leiki, og aðeins fengið 17 stig. Það eina sem liðið þarf því að gera er að forðast frekari sigra. Ef hægt er að dæma út frá síðustu tveimur leikjum félagsins er ekkert lík- legra en að liðinu takist það. Pessi árangur Stoke verður ennþá mcrkilegri fyrir þær sakir ■ HOWARD WILKINSON er frxgur maður í Englandi fyrir þjálfarastörf, og sérstak- lega í Jórvíkurhéraði fyrir að koma Sheffield Wednesday upp í fyrstu deild. Óll þessi frægð hafði þó lítið að nú eru þrjú stig veitt fyrir sigur, en því var ekki að heilsa hér á árum áður. Ef við reiknum árangur Stoke eftir tveggja stiga reglunni, kemur í ljós að þeir þrír sigrar og átta jafntefli sem liðið hefur náð í vetur gera 14 stig. vel á eftir því sem Leeds hafði náð eftir jafnmarga leiki tímabilið 1946-1947. Stoke á einnig möguleika á að setja annað ekki lítilvægara met. Það er að skora fæst mörk í deildinni. Handhafi þess mets er Leicester City, sem setti inn 26 mörk tímabilið 1977-78. Stoke hefur nú skorað 20 mörk í 34 leikjum og aðeins fjögur af þessum mörkum hafa verið gerð á útivelli. Stoke hefur aðeins unnið þrjá leiki eins og getið hefur verið. Það þýðir að þeir ná ekki metinu í því yfir allar deildir. Rochdale er þar í öðru sæti, en liðið vann aðeins tvisvar í 46 leikjum tíma- bilið 1973-74. Methafarnir eru Vale of Leven, sem fóru í gegnum keppnistímabilið 1891- '92 án þess að vinna leik. Sumir segja að þetta rnet muni standa að eilífu, sem er vel skiljanlegt. Þó herma sagnir að aðdáendur Canrbridge United hafi trú á því að lið þeirra, sem fellur örugg- lega niður í fjórðu deild í ár, eigi stóra möguleika á því að jafna þetta met. að segja þegar Wilkinson fór til nágrannaborgar Shefiield, Barnslcy, til að sjá varalið sitt leika gegn varaliði Barnsley. Wilkinson var ekki hleypt inn á völlinn til að sjá lið sitt gera jafntefli 2-2, fyrr en eftir að hafa borgað eitt pund í aðgangs- eyri... ÚRSUT 1. deild: Arsenal-Nott. Forest 1-1 Coventry-Sunderland 0-1 Ipswich-Sheff. Wed 1-2 Leicester-Tottenham 1-2 Newcastle-QPR 1-0 Watford-Norwich 2-0 West Ham-Chelsea 1-1 2. deild: Barnsley-Huddersfield 2-1 Cardiff-Blackburn 1-2 Charlton-Wimbledon 0-1 Grimsby-Man. City 4-1 Leeds-Crystal P 4-1 Middlesbro-Fulham 2-0 Oldham-Shrewsbury 0-1 Portsmouth-Brimingham .... 1-3 Sheffield Utd.-Carlisle 0-0 Wolves-Oxford 1-2 STAÐAN 1. deild Everton 32 21 6 5 71-35 69 Man. Utd. 35 19 8 8 67-37 65 Tottenham 34 19 7 8 64-36 64 Sheff. Wed. 35 15 13 7 52-37 58 Liverpool 33 16 9 8 49-25 57 Southanmpton 35 16 9 10 47-42 57 Arsenal 36 16 8 12 54-43 56 Nott. Forest 35 16 6 13 50-42 54 Chelsea 34 13 11 10 49-39 50 Aston Villa 35 13 10 12 48-49 49 West Bromw. 35 13 6 16 46-52 45 Newcastle 36 11 12 13 49-62 45 QPR 36 11 11 14 44-56 44 Leicester 36 12 6 18 56-62 42 Norwich 34 11 9 14 39-50 42 Watford 34 10 11 13 61-60 41 West Ham 33 9 11 13 41-54 38 Sunderland 35 10 8 17 37-50 38 Ipswich 33 9 9 15 33-46 36 Luton 32 9 8 15 41-53 35 Coventry 32 10 4 18 35-52 34 Stoke 34 3 8 23 20-71 17 2. deild Oxford 35 21 7 7 67-29 70 Birmingham 36 20 6 10 50-32 66 Portsmouth 37 17 14 6 61-45 65 Blackburn 36 18 10 8 57-37 64 Man. City 37 18 10 9 55-35 64 Leeds 37 17 10 10 61-39 61 Brighton 36 16 11 9 40-27 59 Shrewsbury 36 15 11 10 59-48 56 Grimsby 36 16 7 13 64-53 55 Barnsley 35 14 13 8 41-31 55 Fulham 36 16 6 14 58-59 54 Wimbledon 35 15 6 14 64-67 51 Huddersf. 35 14 9 12 47-50 51 Carlisle 37 13 7 17 46-54 46 Oldham 37 12 7 18 39-59 43 Sheffield Utd. 36 10 12 14 51-57 42 Charlton 36 10 9 17 44-52 39 Crystal P. 35 8 12 15 39-58 36 Middlesbro 37 8 9 20 37-52 33 Wolves 37 7 8 22 33-65 29 Notts C. 36 7 6 23 35-66 27 Cardiff 36 6 8 22 39-72 26 Wilkinson borgaði! Frá Heimi Bergssyni fréttamanni NT í Englandi: - sagði Joe Fagan - Mínir menn vonsviknir og reiðir sagði Atkinson - Everton áfram - Pleat niðurbrotinn - Fallbaráttan í algleymingi í deildinni ■ Eins og íslenskir sjónvarps- áhorfendur sáu á laugardaginn voru það tvö mörk, annað í enda venjulegs leiktíma og hitt einni mínútu fyrir lok fram- lengingar sem héldu vonum Liv- erpool um bikarmeistaratitil lif- andi. Það var frábær bikar- stemmning á Goodison Park í Liverpool. Bryan Robson náði foryst- unni fyrir Manchester United á 69. mínútu en Ronnie Wheel- an jafnaði fyrir Liverpool með frábæru langskoti. Það var Frank Stapleton sem skoraði fyrir United í framlengingunni en á 120. mínútu sendi Daglish góðan bolta á Rush sem skallaði að marki. Bailey í marki United náði að snerta boltann með fingurgómunum en það var ekki nóg og Paul Walsh kom aðvíf- andi og hjálpaði boltanum í markið. Liðin verða því að leika að nýju á Main Road í Manchester á miðvikudags- kvöld. „Við sluppum fyrir horn tvisvar í dag," sagði Joe Fagan eftir þennan dramatíska bikar- leik. „Þegar Manchester United skoraði sitt annað mark sagði ég við sjálfan rnig: Jæja og jamm jamm, þar fór bikarinn. En ég varð afar feginn að við skyldum skora í lokin og fá þar með annað tækifæri á miðvikudags- kvöld". „Leikmenn mínir eru von- sviknir og reiðirsagði Ron Atkinson framkvæmdastjóri United eftir leikinn. „Ég er þó bjartsýnn á að við vinnum auka- leikinn, sérstaklega ef menn mínir spila álíka vel og þeir gerðu í dag. Það er langt síðan lið hefur komist jafn oft í gegn- um vörn Liverpool og við gerð- um í dag“. Luton-Everton 1-2 Derek Mountfíeld skoraði sigurmark Everton í framlengd- um leik á Villa Park í Birming- ham og Everton er því komið á Wembley annað árið í röð, mætir nú annað hvort Manc- hester United eða Liverpool. Heppnin var svo sannarlega með Éverton í þessum leik. Luton var bctra liðið allan venjulegan leiktíma og náði sanngjarnri forystu undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Ricky Hill. stórgott skot frá vítateigslínu. Neville Southall hélt svo Everton á floti í seinni hálfleik með góðri markvörslu en Kevin Sheedy jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok, skoraði beint úr aukaspyrnu. Það var svo loks í framlenging- unni sem Everton fór að sýna þá knattspyrnu sem hefur fleytt þeim í nálægð við þrjá titla á þessu keppnistímabili. Skallamark Mountfíelds kom þó ckki fyrr en fjórum mínútum fyrir leikslok. David Pleat framkvæmda- stjóri Luton var niðurbrotinn maður eftir leikinn og sagði: „Við vorum betri aðilinn allan leikinn og til dæmis kom fyrsta markskot Everton ekki fyrr en á 26 mínútu. Eftir að þeir loks jöfnuðu tóku þeir öll völd á vellinum.“ I fyrstu deildinni léku Ipswich og Sheffíeld Wednesday og lauk leiknum með sigri Wednesday 2-1. Wednesday spilaði væng- brotið lið Ipswich sundur og saman. Brian Marwood tók forystuna fyrir Sheffield á 20. mínútu með marki úr vítaspyrnu og liðið virtist á góðri leið með að skora fleiri mörk er Ipswich náði að jafna óvænt á 65. mínútu. Þrem- ur mínútum síðar tók Andy Blair hornspyrnu og eftir nokk- uð þóf inni í vítateig tók boltinn sig til og skoppaði í Cooper markvörð Ipswich og þaðan í netið. Arsenal-Nottingham Forest 1- 1: Ian Allinson jafnaði metin fyrir Arsenal eftir að Mill hafði tekið forystuna fyrir Forest á þriðju mínútu. Bæði liðin eiga því ennþá möguleika á Evrópu- sæti, en ef skyldi dæma af frammistöðu liðanna í þessum leik, þurfa önnur lið í Evrópu ekki að hafa neinar áhyggjur. Leicester-Tottenham 1-2 Mark einni mínútu fyrir leiks- lok frá Falco og það sigurmark, heldur titilvonum Tottenham ennþá lifandi, þó þær vonir séu þó líklegast byggðar á sandi, því Everton þarf að bregðast illilega í síðustu umferðunum ef svo á að fara. Ennþá einu sinni sýndi Tott- enham betri leik á útivelli og landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle tók forystuna fyrirTott- enharn á 54. mínútu með góðu marki. Andy Peak jafnaði fyrir Leicester fimm mínútum fyrir leikslok en Falco skoraði svo í lokin og aðdáendur Tottenham önduðu léttar. Coventry-Sunderland 0-1: Það var Moore sem skoraði sigurmarkið fyrir Sunderland og tryggði þrjú mikilvæg stig fyrir liðið í fallbaráttunni. Newcastle-QPR 1-0: Georg Reilley skoraði fyrir Newcastle og liðin höfðu þar með sætaskipti í miðri deildinni. Watford-Norwich 2-0: John Barnes og Rostron tryggðu Watford sigurinn í þess- um leik West Ham-Chelsea 1-1: Cottee skoraði fyrir West Ham en Speedy jafnaði fyrir Chelsea. Aðalleikurinn í annarri deild var viðureign Portsmouth og Birmingham í toppbaráttunni. . Birmingham sigraði með þrem- ur mörkum gegn einu. Það var Dillon sem skoraði fyrir Ports- mouth en David Geddis skoraði þrennu fyrir Birmingham. Leeds vann Crystal Palace með fjórum mörkum gegn einu og á ennþá möguleika á 1. deildarsæti næsta keppnistíma- bil. Skotland: Tvö jafntefli ■ Báðum leikjunum í undanúrslitum skosku bikar- keppninnar lauk með jafn- tefli. Aberdeen, sem er á leið að bikarnum í fjórða sinn í röð gerði jafntefli 0-0 við Dundee United í Edin- borg og Celtic gerði jafntcfli gegn Motherwell í Hampdcn Park. Gary MacAlisterskor- aði fyrsta markið fyrir Moth- erwell á 14. mínútu en fyrr- um landsliðsmaðurinn Tommy Burns jafnaði fyrir stórliðið níu mínútum seinna. Celtic hefur orðið bikarmeistari 26 sinnum. Aðeins einn leikur var í skosku úrvalsdeildinni. Dundee vann Dumbarton með einu marki gegn engu. Staðan í úrvalsdeildinni er nú þannig: Abordeen 32 24 4 4 79-24 52 Celtic 31 20 6 5 70-27 46 Dundee Utd. 32 18 6 8 62-30 42 Rangers 31 11 11 9 39-33 33 St. Mirren 32 14 4 14 41-51 32 Hearts 32 13 5 14 44 50 31 Dundee 32 12 6 14 43-50 30 Hibemian 32 8 6 18 34-55 22 Dumbarton 32 6 7 19 29-55 19 Morton 32 5 1 26 27-93 11

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.