NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 15.04.1985, Qupperneq 23

NT - 15.04.1985, Qupperneq 23
Mánudagur 15. apríl 1985 23 ítalska knattspyrnan: Deildin galopin Tórínó lagði Veróna-Boniek með tvö-Zico, Rummenigge, Souness og Schachner á markaskónum Zbigniew Boniek skoraði tvö fyrir Juventus. ■ Tórínó galopnaði ítölsku 1. deildina í knattspyrnu í gær, er liðið sigraði efsta liðið, Verona, á útivelli 2-1. Inter, Juventus og Sampdoria unnu öll sína leiki og eiga því öll góða möguleika á sigri í deildinni. Sjö umferðir eru eftir á Ítalíu. Þetta var fyrsta tap Verona á heimavelli í vetur en leikmenn liðsins geta sjálfum sér um kennt. Snemma í leiknum fékk liðið víti, en markmaður Tór- Skíðaganga: Bannað að skauta? - lagt til að „skautastíll11 verði bannaður í öllum lengri vegalengdum í skíðagöngu ínó, Silvano Martina, varði spyrnuna. Stuttu eftir hlé tóku gestirnir forystuna er Aldo Ser- ena skoraði með hjólhesta- spyrnu og á 65. mín. bætti austurríski landsliðsmaðurinn Walter Schachner öðru marki við. Domenico Volpati minnk- aði muninn með skallamarki. Pað blés ekki byrlega fyrir Juventus gegn Udinese. Andre- as Carnevale skoraði á 20. rnín. en 14 mínútum síðar jafnaði Zbigniew Boniek metin með hörkuskoti. Boniek bætti við öðru marki í síðari hálfleik og Giovanni Koetting, sem kom inn á sem varamaður fyrir Paolo Rossi gerði þriðja markið. Brasilíski landsliðsmaðurinn Zico gerði síðara mark Udinese beint úr aukaspyrnu. Karl-Heinz Rummenigge skoraði sigurmark Inter gegn Fiorentina beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Sampdoria sigraði Milanó 2-1 á heimavelli. Pietro Vierchowd skoraði í fyrri hálfleik og Skot- inn Graeme Souness í þeim síðari. Sergio Battistini gerði mark Mílanó-liðsins, sem sakn- aði Mark Hateley sárt í framlín- unni. Úrslit urðu annars þessi: Avellino-Atalanta ............. 1-1 Como-Lazio..................... 1-0 Cremonese-Napoli............... 1-1 Inter-Fiorentina............... 1-0 Juventus-Udinese............... 3-2 Roma-Ascoli.................... 3-1 Sampdoria-Milan................ 2-1 Verona-Torino.................. 1-2 Staða efstu liða er þá þessi: Verona 25 13 10 2 36-16 36 Juventus 25 11 10 4 42-26 32 Torino 25 12 8 5 33-22 32 Sampdoria 25 10 12 3 27-16 32 Inter 25 10 12 3 29-19 32 Milan 25 10 10 5 27-23 30 ■ Samstarfsnefnd sérfræðinga í norrænum skíðagreinum mælti með því í gær að svokallaður skautastíll í lengri skíðagöngu- greinum yrði bannaður. Nefndin leggur til að þessi stíll verði bannaður í 30 og 50 km göngu karla, 10 og 20 krn göngu kvenna og 20 km tví - þraut(skíði og skotfimi). Hins vegar yrði keppendum leyft að skauta í 15 km göngu karla, og 5 km göngu kvenna. Pá leggur nefndin til að keppendur í allt Kvennablak: Fullt hús hjá Kínverjum ■ Kínverska kvennalands- liðið í blaki var ósigrandi á miklu móti sem haldið var í Japan í síðustu viku, tapaði ekki leik og aðeins tveimur hrinum í sjö leikjum. Sov- ésku stúlkurnar urðu í öðru sæti, töpuðu aðeins fyrir þeim kínversku og aðeins einni hrinu þar fyrir utan. Petta var í fyrsta skipti sem Kína vinnur þessa ár- Iegu keppni. Einsog alkunna er, eru kínversku konurnar ólympíumeistarar í grein- inni. Úrslit í viðureignunum síðasta keppnisdaginn koma hér á eftir og svo lokastaðan: Kina-Japan 3-0 (15-5,15-2,15-6) Sovét-Tékkóslóvakía 3-0 (15-5,15-4,15-10) S. Kórea-Brasilía 3-0 (15-11,15-12,15-7) V-Þýskaland-Mexikó 3-0 (15-2,15-6,15-6) Lokastaðan: Kína Sovétríkin Japan S.-Kórea V.-Þýskaland Brasilía Tékkóslóvakía Mexíkó 7 7 0 21 7 6 1 19 7 5 2 16 7 4 3 13 7 3 4 11 14 10 7 2 5 9 16 9 716 4 18 8 7 0 7 0 21 7 2 14 4 13 9 12 9 11 að 10 km tvíþraut megi skauta, sem og þátttakendur í boð- göngu. Enn fremur megi skauta í keppni í norrænni tvíþrautJ Tillögur nefndarinnar verða lagðar fyrir fund alþjóða skíða- sambandsins, sem haldinn verð- ur í Vancouver í Kanada í maílok. Norðurlandaþjóðirnar, Vest- ur-Þjóðverjar og Sovétmenn hafa verið fylgjandi algjöru banni á skautastílnum, en Italir, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Austur-Þjóðverjar hafa talið eðlilegt að leyfa þennan nýja stíl. Búlgaría: Efsta liðið í heimaleikjabann - og stig tekin af - Útherji sektaður og dómari settur af ■ Búlgörsku meistararnir í knattspyrnu frá Sofíu, Levski Spartak hafa verið neyddir til að loka heimavelli sínum næstu þrjár umferðir í 1. deildar- keppninni. Búlgarska knatt- spyrnusambandið ákvað einnig að sekta landsliðsútherjann Is- krenov og einn dómara. Levski Spartak verður að Hnefaleikar: Bruno reynir við Eklund - vill ná í Evrópumeistaratignina ■ Þungaviktarmaðurinn Frank Bruno frá Bretlandi mun reyna að ná Evrópumeistara- Belgíska knattspyrnan: Sigurgangan stöðvuð Frá Reyni Þór Finnbogasyni, fréttaritara NT í Hollandi: ■ Sigurganga Anderlecht í belgísku 1. deildinni var stöðv- uð í gær, er liðið mátti láta sér lynda 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Club Brugge. Eftir sem áður er liðið langefst í deildinni, hefur 10 stiga forskot á næsta lið, Waregem, sem sigraði Beer- schot 1-0. Úrslit í 27. umferð urðu sem hór segir: Beveren-Gent................... 3-1 Standard Liege-Waterschei ..... 0-1 Lokeren-ST Niklaas............. 6-1 Anderlecht-FC Brugge .......... l-l KV Mechelen-FC Liege........... 2-2 Waregem-Beerschot ............. 1-0 Lierse-Kortrijk ................. 2-1 CS Brugge-Seraing ............... 2-0 Antwerpen-Racing Jet............. 0-1 Staðan er nú þessi, þegar níu umferðir eru eftir: Anderlecht 27 21 6 0 80-18 48 Waregem 27 17 4 6 54-30 38 FC Brugge 27 14 9 4 50-31 37 FC Liege 27 13 9 5 47-29 35 Beveren 27 14 6 7 51-20 34 Gent 27 11 8 8 53-32 30 titlinum af Svíanum Andres Eklund í boxi þann 14. maí næstkomandi á Wembley. Eklund sigraði Norðmanninn Steffen Tangstad í Kaup- mannahöfn 9. mars síðastliðinn eins og sagt var frá hér í blaðinu. Frank Bruno steinlá á síðasta ári fyrir fyrrum Evrópumeistara, Frakkanum Lusien Rodriguez, eftir aðeins 2 mínútur og 39 sekúndur í hringnum. Það var svo Norðmaðurinn Tangstad sem vann titilinn af Frakkanum. Verðlaunin sem eru í boði 14. maí eru þau hæstu sem boðin hafa verið fyrir Evrópu- meistaratitil til þess eða 10 mill- jónir króna. leika næstu þrjá heimaleiki sína annarsstaðar eftir að áhangend- ur liðsins réðust á rútu andstæð- inganna Pirin, sem voru í heim- sókn og unnu 1-0. Levski var með góða forystu á toppi deild- arinnar en til viðbótar við heimaleikjabannið hefur verið ákveðið að draga fjögur stig af liðinu svo það er nú jafnt Cska Sofia með 22 stig. Ástæðan fyrir því er að dómarinn Georgi Tsvetanov gaf liðinu vítaspyrn- ur þegar staðan var 0-2 gegn Slavia Sofía. Levski vann svo leikinn 4-2. Dómarinn var að sjálfsögðu settur í bann, hann fær ekki að dæma meira í 1. deildinni. Iskrenov var sektaður fyrir ósæmilega hegðun í landsleik gegn A-Þjóðverjum. Það eiga fleiri en Bretar í vandræðum með áhorfendur. Þó yrðu smávægilegar skemmd- ir á rútubíl varla blaðafréttir í Bretlandi. Fótbolti í Asíu ■ Sýrlendingar komu mjög á óvart er þeir náðu jafntefli gegn Kuwait á útivelli, 0-0, í Asíuriðli undankeppni HM í knatt- spyrnu. Sýrland á nú góða möguleika á að tryggja sér sæti í milli- riðli. Liðinu nægir jafn- tefli í síðasta leik sínum, gegn Norður-Yemen á heimavelli. Yemen-liðið er án stiga. Kuwait-liðið komst í úrslit HM á Spáni 1982. Þá sigruðu Quatar Jór- daníu 2-0 í öðrum Asíu- riðli. Quatar er efst í þessum riðli með 4 stig en Irak og Jórdanía hafa 2 stig. írak á eftir að leika við bæði liðin á heima- velli. Indland sigraði Bangla- desh 2-1 í þriðja Asíu- riðlinum. Indónesía vann þennan riðil, hlaut 9 stig úr sjö leikjum, en Ind- land varð í öðru sæti með' 7 stig. Loks sigraði Macau Brunei 2-1. > Brunei er neðst í riðlinum, hefur ekkert stig og er búið með leiki sína. Kínverjar eru efstir með 7 stig úr fjórum leikjum. Macau hefur þrjú. Spánn: Meiri forysta hjá Barcelona ■ Barcelonajókforystu sína í níu stig í spænsku 1 deildinni í knattspyrnu gær, er liðið gerði marka laust jafntefli á heima velli gegn Athletic Bil bao. Atletico Madrid tap aði 0-1 fyrir Real Zara goza. Þá sigraði Valencia Real Madrid 1-0. NBA-boltinn: Bucks lögðu Celtics að velli ■ Boston Celtics töpuðu naumlega fyrir Milwaukee Bucks í framlengdum leik í bandarísku atvinnumanna- deildinni í körfubolta, NBA, á föstudag. Lokatölur urðu 115- 113. Önnur úrslit á föstudag urðu þessi: Milwaukee-Boston............. 115-113 Detroit-Washington............ 102-96 Philadelphia 76ers-Indiana ... 111-105 Atlanta-Chicago.............. 119-108 L.A. Clippers-Houston........ 115-110 San Antonio-Kansas .......... 117-112 Cleveland-N.Y. Knicks ....... 109-108 Phoenix-Utah................... 96-92 Portland-Dallas ............. 131-111 L.A. Lakers-Seattle ......... 145-131 Enskir ólátabelgir: Tólf í fangelsi ■ Tólf af áhangendum Everton sem fóru með liðinu til Múnchen á Evr- ópubikarleikinn gegn Bayern var stungið í steininn að sögn lögreglu- yFirvalda. Alls voru átján teknir fastir, þar af sex Þjóðverjar en þeim var sleppt eftir að nöfn þeirra höfðu verið bókuð. Að sögn lögreglunnar voru átta Bretanna viðriðnir átök við starfsfólk á bar nokkrum sem neitaði að hleypa þeim inn vegna ölvunar, tveir voru settir inn fyrir „móðgandi háttarlag“ og þeir tveir sem eftir eru, voru að sögn atvinnuvasaþjófar. T yqy MmmÆ JL mML, Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.