NT - 23.04.1985, Qupperneq 2
Þriðjudagur 23. apríl 1985
2
Sara' Allsherjaratkvæða-
tSBB’. J greiðsla 2. og 3. maí
■ Dagana 2. og 3. maí n.k. fer
fram allsherjaratkvæðagreiðsla
meðal félaga í Kennarafélagi
íslands um það hvort félagið
skuli vera áfram innan BSRB,
eða segja sig úr því. Um 3000
félagsmenn hafa atkvæðisrétt og
falli % hlutar atkvæða með úr-
sögn er sú niðurstaða bindandi
og tekur gildi um næstu áramót.
Þetta mál hefur lengi verið til
umræðu í félaginu og eru
skoðanir skiptar.
„Árangurinn af því að vera
innan BSRB, sem hefur verk-
fallsrétt varðandi aðalkjará-
samninga, er sá að kennarar
hafa aldrei staðið verr launalega
séð,“ sagði Kári Arnórsson
skólastjóri á blaðamannafundi í
gær, en hann er talsmaður þeirr-
ar skoðunar að kennarar eigi að
vera sjálfstæður samningsaðili.
Þetta kenndi hann jafnlauna-
stefnu BSRB, sem hefði orðið
láglaunastefna í framkvæmd.
Hann taldi að kennarar gætu
sem sjálfstæður samningsaðili
orðið brimbrjótur fyrir kjara-
bætur öðrum til handa, verið í
fararbroddi í launabaráttu í
landinu.
Haukur Helgason skólastjóri
er á öndverðum meiði. Hann
sagði að ef kennarar segðu sig
úr heildarsamtökunum stæðu
þeir í laiisu lofti. Sterkur maður
er ekki' sterkur ef hann er
óvopnaður andsæpnis vel vopn-
uðum andstæðingi, sagði hann
og vísaði þar með til verkfalls-
réttarins. Hann taldi fjarstæðu
að lág laun kennara mætti rekja
til veru þeirra í BSRB.
Hann sagði kennara myndu
verða í algerri óvissu um hvað
tæki við eftir úrsögn og lagalega
stöðu þeirra óljósa. Dreift var á
fundinum álitsgerð Gests Jóns-
sonar hrl. sem telur að til að
samtök kennara utan heildar-
‘samtaka geti öðlast sjálfstæðan
samningsrétt þurfi lagabreyt-
ingu og geti fjármálaráðherra
ekki upp á eigin spítur ákveðið
að viðurkenna slík samtök sem
sjálfstæðan samningsaðila. Kári
Árnórsson kvaðst hafa heyrt
andstæðar skoðanir frá öðrum
lögmönnum, þótt ekki hafi þar
verið um formlegar álitsgerðir
að ræða. Hann taldi að ein
samtök kennara utan heildar-
samtaka yrðu svo sterk að ekki
yrði hjá því komist að semja við
þau.
■ í BSRB eða ekki? F.v. Haukur Helgason, Guðmundur Árnason, Valgeir Gestsson og Kári Arnórsson.
NT mynd Sverrir.
Enn nýtt
flokksgagn
■ í gömlu stalínískum
fræðum kemur fram sú kenn-
ing að pólitíkin sé allsstaðar
og allsráðandi, allir hlutir
pólitískir í eðli sínu þannig
að sannur flokksmaður skuli
hvergi láta þess ófreistað að
koma kenningunni ómeng-
aðri á framfæri. Svo sorglegt
sem það nú er þá er Stalín
ekki hér og stalínistar um
það bil að geyspa golunni.
En maður kemur í manns
stað. Sá flokkur sem helst
gerir tilkall til þess að vera
„Flokkurinn" á íslandi 1984
er tvímælalaust sá gamli
Sjálfstæðisflokkur (allra
stétta sem gefur svo út blað
allra landsmanna). En nú
hafa þessum Flokki áskotn-
ast liðsmenn sem gefa hrein-
um þegnum hinnarstalínísku
flokksmyndar ekkert eftir og
um leið fært í búiö nýtt
Flokksmálgagn. Það er
Tölvublaðið undir ritstjórn
sagnfræðingsins og sjálf-
stæðismannsins Anders
Hansen sem hér geysist inn á
markaðinn á glansandi
pappír.
Allstaðar þar sem vafalítið
tölvufróður ritstjórinn hefur
séð eitthvert pláss milli
greina er skotið inn fréttum
eins og „Landsfundur í Laug-
ardalshöll", „Bjargar Friðrik
frjálsu útvarpi", og fleira sem
sérstakt erindi á til áhuga-
manna um tölvur.
Þetta skyldi þó ekki vera
það sem þeir kalla frelsi
fjármagnsaflanna til fjöl-
miðlaútgáfu? Eða var ein-
hver að tala um alræðis-
hyggju...
Prestshjón
fengu samloku
■ Fráþvívarskýrtísíðustu
viku að ung hjón úr klerka-
stétt hefðu fengið tvö sam-
liggjandi brauð í Þingeyjar-
prófastsdæmi. Séra Hann á
María Karlsdóttir Háls-
prestakall og séra Sigurður
Árni Þórðarson Staðarfells-
prestakall. Nú þurfa menn
varla að brjóta heilann lengi
um það hvað tvö samliggj-
andi brauð heita á ágætri
íslensku - auðvitað sam-
ioka.
TÖLVUBLADID
■ Tölvublaðið, vandað úr
glanspappír um tölvur sem
flytur reglulega afrekaskrá
Flokksins fil lesenda sinna.
■ í lK.sinn tylla þessir þekktu bræður sér á topp rallbíls síns og
fagna sigri.
Afmælisrall BÍKR og Skeljungs:
18. sigur rall-afanna
■ 15 keppnisbílar af 18 luku
10 ára afmælisralli BÍKR og
Skeljungs sem fram fór á Suður-
nesjum á föstudag og laugardag.
Sigurvegarar urðu Ómar og
Jón Ragnarssynir í 18. sinn. en
þeir hafa tekið þátt í 37 af 39
röllum sem haldin hafa verið í
áratugar rallsögu íslands, Jón
aðeins sleppt einu.
Aðrir urðu mjög á óvart Birg-
ir Bragason og Gestur Friðjóns-
son eftir gríðar akstur á lítið
breyttum Toyota Corolla.
Þriðja sæti náðu Ásgeir Sig-
urðsson og Pétur Júlíusson á
Ford Escort 2000.
Bæði Halldór Úlfarsson og
Hjörleifur Hilmarsson, á To-
yota Corolla og Bjarmi Sigur-
garðarsson og Birgir Viðar Hall-
dórsson á besta bíl keppninnar,
240 h.a. Talbot Sunbeam Lotus,
þóttu líklegir til sigurs í upphafi
en öllum á óvart felldu bilanir
þá út. Nánar verður greint frá
rallinu í fimmtudagsblaði NT.
Fjórða alþjóðamót tímaritsins
Skákar hefst í Borgarnesi á morgun:
Fjórir íslenskir skák-
menn á höttun-
um eftir áföngum
■ Fjórða alþjóðlega skákmót-
ið á vegum tímaritsins Skákar
hefst í Borgarnesi í dag með
þátttöku 12 skákmeistara, þar
af fjögurra útlendinga. Mótið er
í 8. styrkleikaflokki sem þýðir
að til þess að ná áfanga að
stórmeistaratitli þarf 8 vinninga
en 6 vinninga til þess að ná
árangri alþjóðlegs meistara.
Fjórir íslenskir skákmenn munu
vera á höttunum eftir þessum
áföngum. Margeir Pétursson
getur náð öðrum áfanga sínum
að stórmeistaratitli og þeir Dan
Hansson, Sævar Bjarnason og
Karl Þorsteins munu áreiðan-
lega setja stefnuna á áfanga að
alþjóðlegum meistaratitli.
Mótið er nokkru sterkara en
síðasta mót tímaritsins Skákar
en þó eru fimm þátttakenda
þeir sömu og tefldu á Húsavík.
Keppendur eru þessir: Jansa
(Tékkóslóvakíu), Mokry
(Tékkóslóvakíu), Lombardy
(Bandaríkjunum), Lein
(Bandaríkjunum), Hansen
(Danmörku).Margeir Péturs-
son, Guðmundur Sigurjónsson,
Karl Þorsteins, Sævar Bjarna-
son, Magnús Sólmundarson,
Dan Hansson og Haukur Ang-
antýsson.
Þetta er annað mótið sem
Skák stendur fyrir á þessu ári en
þriðja alþjóðlega mótið er fyrir-
hugað í Vestmannaeyjum í maí-
mánuði.
Flateyrarsamkomulagið:
„Brotið blað í
kjaramálunum"
- segir Pétur Sigurðsson forseti ASV
9
■ „Ég held, að það verði að
segja, að þetta sé góður samn-
ingur. Starfsaldurshækkunin er
það skemmtilegasta og þar er
brotið blað í kjaramálunum, þó
að þetta séu ekki stórar upp-
hæðir,“ sagði Pétur Sigurðsson
forseti Alþýðusambands Vest-
fjarða um samkomulagið, sem
tókst við útgerðarmenn á fundi
á Flateyri á laugardag. Verka-
lýðsfélagið á Flateyri samþykkti
samninginn, en Þingeyringar
felldu hann, þar sem þeir gera
kröfu um forgangsrétt til
skipsrúms, þegar breytt er úr
togveiðum yfir í rækjuveiðar.
Starfsaldurshækkanirnar,
sem Flateyrarsamkomulagið
felur í sér, eru 2% eftir 2 ár.
3!^% eftir 4 ár, þar af 1 ár hjá
sama útgerðarfélagi og 6% eftir
5 ár, þar af 2 ár hjá sömu
útgerð. Fatapeningar verða
1050 krónur, óháðir hlut.
Kauptryggingin hækkar um
39.1% miðað við kauptryggingu
í nóvember og flestir kaupliðir
hækka um það sama. Þá verður
kauptryggingin greidd út viku-
lega á hefðbundnum útborgun-
ardögum verkafólks, í stað
hálfsmánaðarlega áður. Þá voru
hafnarfrí lengd og verða þau
aldrei skemmri en 30 tímar.
Nýr samningafundur á milli
verkalýðsfélagsins Brynju á
Þingeyri og útvegsmanna hefur
ekki verið boðaður.