NT - 23.04.1985, Blaðsíða 25
Gff
Þriðjudagur 23. april 1985 25
Knattspyrnan í Vestur-Þýskalandi:
Bayern lá í Hamborg
- og Bremen vann Bochum og á möguleika á toppsætinu - Lárus góður-Jafnt hjá
Atla - Magnús ekki með - Stuttgart tapaði
■ Mark McGhee skoraði glæsimark gegn Bayern
Miinchen, og tryggði liði sínu, Hamburger Sportverein þar
með sigur. Þessi eitilharði Skoti hefur ekki náð að festa sig
í sessi í liði HSV í vetur, en líklegt er að frammistaða hans
nú um helgina hafi gert strik í þann reikning. Hann meiddist
þó í leiknum, svo allt getur gerst í því efni.
■ Jóhann fngi Gunnarsson: Nær hann meistaratitlinum í
V-Þýskalandi í vetur ?
Handboltinn í V-Þýskalandi:
Frá Gudmundi Karlssyni frcltamanni NT í
V-Þýskalandi:
■ Eftir leiki helgarinnar opn-
aðist fyrsta deildin hér í knatt-
spyrnu til muna, og mikil
spenna ríkir nú á toppi, um
miðbik og á botni deildarinnar.
Tæplega tvö hundruð þúsund
áhorfendur sáu 28 mörk í níu
leikjum. Mörkin á tímabilinu
eru því orðin 861. Nokkrir leik-
menn og þrír dómarar fengu 6 í
einkunn. Eini munurinn þar er
sá að dómurum er ekki hægt að
skipta útaf. Aðalleikurinn um
helgina var sigur HSV á Baycrn
Munchen, og munaði þar miklu
fyrir toppliðið að missa af tveim-
ur stigum, Bremcn er einu stigi
á eftir og á leik til góða.
Hamborg-Bayern Munchen .. 2-1
í toppleik helgarinnar í orðs-
ins fyllstu merkingu sáu tveir
útlendingar um að „jarða“ Bay-
ern Múnchen. 62 þúsund áhorf-
endur fengu nóg fyrir peningana
sína. 5. mínúta: Belginn Pless-
ers náði boltanum á miðjunni af
Mattheus, hristi hann af sér og
gott skot hans af 25 metra færi
söng í netinu. Överjandi fyrir
Pfaff í markinu. Bayern átti
næsta færi, cn Nachtwei skaut
upp á bílastæði af sex metra
færi. 19. rnínúta: Wohlfart átti
góðan skalla að marki, en Kaltz
bjargaði. 25. mínúta: Skotinn
McGhee keyrði upp hægri
kantinn, „saltaði" Pfúgler og
sendi frábæran bananabolta frá
vinstra vítateigshorninu í vinkil-
inn fjær. Frábært mark. Aðeins
níu mínútum síðar var McGhee
að fara út af vegna meiðsla.
Schröder kom í hans stað. 40.
mínúta: Augenthaler átti gott
skot af þrjátíu metra færi, en
rétt framhjá. 43. mínúta: Eftir
hornspyrnu frá Kaltz skallaði
Schröder í slá Bayernmarksins.
Bayern kom sterkara til síðari
hálfleiks, og á 50. mínútu skall-
aði Wohlfart boltann í netið,
eftir að Stein markvörður hafði
hálfvarið skot Dremmlers. Bay-
ern 'átti síðan leikinn án þess að
skapa sér veruleg færi. Matt-
heus og Lerby áttu þó skot rétt
framhjá. 86. mínúta: Mathy
hermdi eftir Nachtwei, og skaut
af sex metra færi langt yfir.
Lattek þjálfari Bayern sagði á
blaðamannafundi eftir leikinn.
„Ef maður brennir af slíkum
dauðafærum eins og við gerðum
í dag getur maður ekki unnið.
HSV skoraði tvö mörk úr þrern-
ur færum. Við vorum betra
liðið“. - Hlátur fréttamanna.
„Já hlæið þið bara í rólegheit-
um. Ef við spilum slíkan varnar-
bolta í Múnchen eins og Ham-
burger gerði í dag, kæmi enginn
á völlinn.“
Dússeldorf-Mannheint . . 1-1
í frekar slökum leik deildu
Atli og félagar stigum með
Mannheim sem ekki hefur tap-
að leik í seinni umferðinni.
Dieter Brei. hinn nýi þjálfari
Dússeldorf hafði reynt að
kveikja bjartsýni í brjóstum
sinna manna fyrir leikinn, en
það tókst ekki betur en þetta.
Dússeldorf sótti stíft en fann
ekki leið í gegnum múrinn frá
Mannheim. Aðeins tvö færi í
fyrri hálfleik, og það fyrra átti
Mannheim. 43. mínúta: Gau-
dino skallaði af stuttu færi en
Greinar varði glæsilega. 45.
mínúta: Eftir fallega sókn skall-
aði Thiele boltann í netið, en
dómarinn dæmdi rangstöðu.
Á fyrstu tíu mínútu seinni
hálfleiks komu mörkin. 47. mín-
úta: Fach var felldur innan víta-
teigs, og Bommer skoraði úr
vítaspyrnunni. Nú sneri Mann-
heim sókn í vörn, og á 55.
mínútu skoraði Tsionanis hinn
júgóslavneski með skalla 1-1,
og þar við sat, því hvorugu
liðinu tókst að skapa sér færi
það sem eftir lifði leiks.
Atli átti frekar slakan leik
Kiel enn á toppnum
- eftir góðan sigur gegn Alfreð og félögum - Alfreð góður - tap og fallhætta
hjá Sigga Sveins
Frá Guðmundi Karlssyni frctlamanni NT í
V-Þýskalandi:
■ Tveir toppleikir voru hér
um helgina í 1. deildinni í hand-
knattleik, er fjögur efstu liðin
léku innbyrðis. Lið Jóhanns
Inga Gunnarssonar þjálfara
sigraði Alfreð Gíslason og fé-
laga í Essen 21-19, og er þar
með efst í deildinni og á góða
möguleika á meistaratitilinum
þegar fjórum umferðum er
ólokið. Gummersbach á góða
möguleika einnig, er í öðru sæti
eftir sigur á Grosswalsstadt.
Essen er að mestu búið að missa
af lestinni.
Kiel-Essen.................21-19
Talað var um að 20 þúsund
áhorfendur hefðu viljað sjá
leikinn, en einungis 7 þúsund
fengu miða. Stemmningin var
giturleg, og leikstjórnandi Kiel-
arliðsins, Pólverjinn Panasz
skoraði tvö fyrstu mörkin. Kiel
jók síðan forskotið í 7-3, en þá
brá Essen á það ráð að taka
Panasz úr umferð. Þrátt fyrir
það tókst liði Jóhanns Inga með
dyggri aðstoð áhorfenda áð
halda forskotinu, og með marki
beint úr aukakasti skoruðu þeir
sitt 13. mark. Staðan í hálfleik
13-8.
Á tímabili í síðar: hálfleik leit
út fyrir að Essen ætlaði að jafna
leikinn, en þá hafði þreniur
leikmönnum Kiel verið vikið
af velli. En allt kom fyrir ekki.
Þegar sex mínútur voru eftir var
staðan 21-14 Kiel í hag. Essen
skoraði 'síðustu fimm mörkin,
en nær komust þeir ekki, Alfreð
og félagar.
Bestu menn Kielarliðsins
voru Wiemann sem skoraði 9
mörk og Schwenker sent skor-
aði 6. Bestu menn Essen voru
að vanda Fraatz og Alfreð, og
var þeirra stíft gætt allan leik-
inn. Fraatz skoraði 8 mörk,
Alfreð 4. Með þessum sigri
hélt Itð Jóhanns Inga forystunni,
en Essen er trúlega úr leik hvað
meistaratignina varðar. Um
næstu helgi verður nánast spilað
um titilinn, þá mætir Kiel
Gummersbach í Gummers-
bach.
Grosswallstadt-
Gummersbach ..........12-13
Með stuttu millibili varði
Thiele í marki Gummersbach
þrjú vítaköst, og því náði hans
lið að merja sigur. Langbestu
menn vallarins voru markverð-
irnir, Roch og Thiele, sem buðu
upp á markvörslu á heimsmæli-
kvarða.
Húttenberg-Lemgo . . . 29-23
Lemgo hélt í Húttenberg
aðeins í fyrri hálfleik. Sigurður
Sveinsson var tekinn úr umferð
allan leikinn, og því varð sóknar-
leikur Lemgo hálfvandræðaleg-
ur. Vörnin og markvarslan réðu
samt úrslitum í þessum leik, en
þessir tveir þættir urðu L.emgo
að falli. Staðan 12-12 í hálfleik,
18-20 eftir 45 mínútur, en síðan
stungu heimamenn af.
Sigurður Sveinsson skoraði 7
mörk, þar af 3 víti, og átti
þokkalegan leik. „Þetta var
slæm helgi fyrir Lemgo, þar sem
Handewitt og Rheinichsdorfer
Fuchse sigruðu bæði á útivelli.
Við erum komnir í bullandi
fallhættu. Úr síðustu fjórum
leikjunum verðum við að ná
fimm stigum ef við eigum að
hanga,“ sagði Sigurður í samtali
við NT.
Staða efstu liða er þannig, að
Kiel er efst með 34 stig eftir 22
leiki. Gummersbach hefur 23
stig eftir jafnmarga leiki, og
Essen hefur 30 stig eftir 22 leiki.
Grosswallstadt hafa 23 stig í
fjórða sæti eftir 22 leiki.
Húttenberg er í tíunda sæti
með 17 stig eftir 22 leiki, en lið
Atla Hilmarssonar, TURA
Bergkamen hefur 16 stig eftir
21 leik. Lemgo hefur jafnmörg
stig eftir 22 leiki og sama gildir
um Flandewitt. Marsenheim er
neðst með 15 stig eftir 21 leik.
Tvö neðstu lið falla beint, en
þriðja neðsta lið leikur við
þriðja efsta lið fyrstu deildar
um, fyrstudeildarsæti að ári.
Þýska
knattspyrnan:
eins og flestir leikmenn Dúss-
eldorf, og náði ekki að skapa
sér færi úr þeim fáu boltum sem
til hans komu. Því má þó ekki
gleyma að Atli nefbrotnaði um
síðustu helgi, og hefðu sjálfsagt
ekki allir getað leikið nú. En
Atli er hörkutól, barðist vel, en
fékk fáa bolta.
Gladbach-Úrdingen.........0-0
í hörmulega lélegum leik var
Lárus Guðmundsson eins og
Ijósið sem kveikt varð á í myrkr-
inu. En sá maður sem mesta
athygli vakti í leiknum var dóm-
arinn, sem næstum því alltaf
flautaði tóma vitleysu. 19.mín-
útu Scháfer gaf fyrir á Lárus, en
Borowka bjargaði á síðustu
stundu. Skömrnu síðar önnur
fyrirgjöf, en áður en Lárus náði
til Itennar kýldi Súde mark-
vörður boltann frá. 0-0 í hálfleik
og síðari hálfleikurinn leið
áfrant rneð svipuðunt hraða.
En dómarinn, sem á sínum
tíma varð frægur er hann rak
tvo markverði útaf nteð
sköntmu millibili í annarri deild,
hélt uppi stemmningunni. 55.
mínúta: Hannes felldi Lárus
gróflega innan vítateigs, en ekki
flautaði dómarinn. 74. mínúta:
Scháfer dauðafrír, en af fimrn
metra færi skaut hann nærri því
hornfánann niður...... Lárus
átti góðan leik, og. hann ásamt
tveimur öðrum fengu bestu
einkunn þrjá. Aðrir fengu verri
einkunn.
Bochum-Bremen.............1-3
í þokkalegum leik sigraði
Bremen Klaus Fischerog félaga
í Bochum sanngjarnt. Ef Brem-
en tekst að sigra eða ná jafntefli
gegn Köln á fimmtudag, í frest-
uðum leik, ná þeir efsta sæti
deildarinnar í fyrsta sinn á tíma-
bilinu. Mörk Bremen skoruðu
Oswald (sjálfsmark), Möhlm-
ann og Rudi Völler, hans 20.
mark á tímabilinu. Mark Boch-
um skoraði Benatelli.
Schalke-Köln ..............2-3
Heppnissigur Kölnar á
Schalke, því fimrn mínútum fyr-
ir leikslok var Schalke yfir 2-1
Mörk Schalke skoruðu Taúbcr
og Hartmann. Mörk Kölnar
skoruðu Klaus Allofs tvö og
Littbarski eitt.
Kaiserslautern-Dortmund ... 5-0
Dortmund sem í sex undan-
förnum leikjunt hafði náð í II
stig, var ekki svipur hjá sjón,
kannski vegna þess að Eric
Ribbeck sem reif þá upp úr
öldudalnum hefur ákveðið að
gerast bjálfari hjá Leverkusen á
næsta tímabili. Mörk Kaisers-
lautern skoruðu Brehme tvö,
Lang, Hoss og Thomas Allofs
eitt hver.
Frankfurt-Stuttgart ........2-0
í slökum leik féllu tvö falleg
mörk. Hið fyrra skoraði Kraaz
með skoti af 30 metra færi beint
í vinkilinn, og hið seinna Tobol-
lik beint út aukaspyrnu.
Karlsruher-Braunschwieg .. . 4-1
I leik tveggja slökustu liða
deildarinnar komu fimm mörk.
Fyrir Karlsruher skoruðu Boys-
en, Gúnther, Zahn og Kúnst.
Kindermann skoraði fyrir
Braunschweig Magnús Bergs
lék ekki með fremur venju.
Leverkusen-Bielefeld.......-1-1
Með sunnudagsskoti kom Pinn-
inn Rautianan Bielefeld yfir, en
Kóreumaðurinn Bum Kun Cha
jafnaði í síaðri hálfleik.
Bayern 28 16 7 5 64 36 39
Bremen 27 15 8 4 72 41 38
Gladbach 27 13 7 7 64 38 33
Hamborg 26 12 8 6 48 37 32
Köln 27 14 3 10 52 46 31
Urdingen 27 11 7 9 47 41 29
Bochum 27 10 9 8 44 40 29
Mannheim 27 9 11 7 36 39 29
Stuttgart 28 12 4 12 69 49 28
Frankfurt 28 9 9 10 53 56 27
Leverkusen 28 8 10 10 42 41 26
Schalke 27 10 6 11 51 54 26
Kaiserslautern 25 8 9 8 35 43 25
Dortmund 27 10 3 14 39 53 23
Diisseldorf 27 6 8 13 43 58 20
Bielefeld 28 4 12 12 33 54 20
Karlsruher 27 4 9 14 38 70 17
Braunschwieg 27 7 2 18 31 65 16
Rudi Völler, skorar grimmt fyrir Bremen og landsliðið.
Völler markahæstur
Frá Guðmundi Karlssyni frcttamanni NT
í V-Þýskalandi:
■ V-þýski landsliðsmaður-
inn Rudi Völler skoraði sitt
tuttugasta mark í 1. deild-
inni í knattspyrnu hér um
helgina. Hann er marka-
hæstur, en Kölnarmaðurinn
Klaus AUofs kemur næstur
með 18 mörk, eftir að hafa
skorað tvö nú um helgina.
Þeir félagar mætast á
fimmtudag í frestuðum leik.
Þessir eru efstir:
Rudi Völler, Bremen ...
Klaus Allofs, Köln.......
Karl Allgöver, Stuttgart
Taiiber, Schalke.........
Frank Mill, Gladbach ..
Klaus Fischer, Bochum .
Thomas Allofs, Kaisersl