NT


NT - 23.04.1985, Side 3

NT - 23.04.1985, Side 3
fiU Niðjudafur 23. apríl 1985 Kjaradómur: Nálægt kröfum ríkisvaldsins cnfnaft hpfnr v^rift á fllmp.nnnm vinnnmai - lægstu laun um 22.000 krónur ■ Kjaradómur hefur kveðið upp dóma í sérkjarasamningamálum 24 félaga háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. Tveir dóm- enda greiddu sératkvæði. Jón G. Tómasson taldi að hafna bæri kröfum BHMR um almennar og verulegar launahækkanir, en Pétur Ingólfsson vildi að laun viðmiðunar- hópa hækkuðu um u.þ.b. 46% miðað við 1. des. s.l. og annarra hópa sem næst því. Dómar Kjaradóms eru um 20 launaflokkum neðar en kröfur hinna einstöku félaga innan BHMR hljóðuðu upp á, en 3% bil er milli hvers flokks í launastiganum. Gildistími dómsins er frá 1. mars 1985. Grunnskólakennarar lægstir Kjaradómur raðaði lægstu launaflokkun- um hjá nær öllum félögunum á bilið milli 133. og 136. flokks. í byrjunarlaun gefa þeir frá um 22.750 til 24.860 kr. í mánaðarlaun og upp í um 30.950 til 33.800 kr. í efsta starfsaldursþrepi eftir 18 ára starf. Undan- tekning er með grunnskólakennara sem fara lægst í 129. flokk og hæst í 136. flokk. En 136. flokkur er t.d. lægsti flokkur hjá hópum eins og verkfræðingum, arkitektum, lögfræðingum, dýralæknum og sálfræðing- um. Hæstu laun um 49.600 í grófum dráttum má segja að einungis forstöðumenn deila og einstakir stjórnendur raðist í flokka fyrir 140, sem í launum þýðir frá tæplega 28 þús. kr.. í byrjunarlaun og upp í um 38 þús. krónur með hámarks starfs- aldri. Hæst raðaði Kjaradómur i 148. flokk - rektorum á háskólastigi og forstöðumönn- um stórra ríkis- og rannsóknastofnana. í .þeim flokki komast laun hæst í um 49.000 kr. með fullum starfsaldri. BHMR krafðist 13 viðbótar- launaflokka Launastigi sá er Kjaradómur ákvað í febrúar s.l. var með 30 launaflokkum á bilinu frá 126 til 155, með 3% launabili milli flokka sem áður segir. Hver flokkur hefur svo 8 starfsaldursþrep sem gefur að hámarki 36% launahækkun eftir 18 ára starf. Kröfur hinna einstöku félaga innan BHMR voru hins vegar á bilinu frá 147. til 168. launaflokks (13 fl. hærri en launastigi Kjaradóms), þannig að um 20 launaflokka vantar á að þau hafi fengið kröfum sínum fullnægt. Kjaradómur fer hins vegar nokkuð nærri kröfum varnaraðila - samningamanna ríkissjóðs - sem voru um röðun í launa- flokka á bilinu 128. til 146. flokks. „Engin fullnægjandi skýring...“ „Engin fullnægjandi skýring hefur fengist á þeim gífurlega mismun sem er á kröfugerð aðila, þrátt fyrir sameiginlega viðleitni þeirra til þess að finna eðlilega og sann- gjarna viðmiðun við lausn málsins með launarannsóknum þeim, er þeir hafa látið framkvæma," segir m.a. í dómi Kjaradóms. Bent er á að kröfur sóknaraðila - félaga í BHMR - hafi gengið mun lengra en dómur Kjaradóms í febrúar s.l. um laun æðstu embættismanna ríkisins, en í þeim dómi voru þó allar yfirvinnugreiðslur felldar inn í launataxta embættismannanna. Sambærileg kjör-ekkert einfalt mál f dómnum segir jafnframt að málflutningur hafi leitt í ljós að ekki sé einfalt mál að kveða upp úr um það hvað séu sambærileg kjör og svipuðu gegni varðandi hliðstæð störf. Ekki sé heldur gefið að lögmál íslenskar málfreyjur: Fá til sín góðan gest ■ íslenskar málfreyjur halda fræðslufund að Hótel Hofi í kvöld 23. apríl í tilefni af komu Ednu Chapman, varaforseta V. svæð- is Alþjóðasambands málfreyja ITC. Edna Chapman er bresk og hefur starfað sem málfreyja í 10 ár. Hún verður hér á landi fram á miðvikudag 24. apríl. íslenskar málfreyjur halda sitt fyrsta landsþing dagana 7.-9. júní að Hótel Loft- leiðum og stefna að því að stofna formlegt landssamband málfreyja þann 1. ágúst. einkarekstrar og opinbers rekstrar séu þau sömu. Kjaradómur kveðst heldur ekki geta fallist á að grein í aðalkjarasamningi - um að innbyrðis samræmis skuli gætt - sé túlkuð á þann veg að finnist eitthvert starf hjá ríkinu, sem eigi sér algera hliðstæðu við starf hjá öðrum, þá hafi hækkun í röðun þess starfs í för með sér tilsvarandi breytingu á öllum öðrum störfum hjá ríkinu. Er um dulbúnar kauphækkanir að ræða? Kjaradómur kveður einnig hafa komið fram að um verulegar yfirvinnugreiðslur sé að ræða til ýmissa starfshópa hjá ríkinu, sem minnki mun á heildarlaunum ríkisstarfs-■ manna og annarra og þurfi nánari athugunar við hvort þar er um dulbúnar kauphækkanir að ræða. Fallist er á að eðlilegt væri að miða samanburð við dagvinnulaun, en aðila greini á um hvað liggi að baki upplýsinga sem safnað hefur verið á almennum vinnumark- aði. Frekari rannsóknir nauðsynlegar Kjaradómur segir upplýsingar um almenn laun utan ríkisgeirans renna stoðum undir það mat að laun hjá BHMR séu lægri um þessar mundir en á hinum almenna markaði. Sá launamunur hafi hins vegar ekki verið nægilega skilgreindur og virðist hjá sumum starfshópum hafa verið brúaður með greiðslum úr ríkissjóði fyrir fasta yfirvinnu. Kjaradómur segir frekari rannsóknir nauð- synlegar eigi að færa laun ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu til samræmis við launakjör á almennum markaði. Áfram skuli því unnið að samanburðarathugunum aðila og sérstök nefnd skipuð til að leysa úr ágreiningi innan samanburðarnefndar. Niðurstöður þess samanburðar verði svo lagðar til grundvallar við endurskoðun á samningum BHMR. Kjaradómur telur þó af ýmsum atriðum að ríkisstarfsmenn í BHM eigi nú þegar rétt á nokkurri launahækkun umfram það sem fulltrúar ríkisins buðu og kvað upp dóm sinn samkvæmt því. Skjótra aðgerða þörf - segir Stefán Ólafsson for- maður launamálaráðs BHM ■ „Þessi dómur veldur fy rst og fremst gífurlegum von- brigðum," sagði Stefán Ólafsson formaður launa- málaráðs BHM þegar NT ræddi við hann niðurstöðu kjaradóms í kjaradeilu BHM og ríkisvaldsins. Sagði Stefán það þó vera jákvætt í dóminum að fallist væri á þá stefnu BHM að í samanburði launa þá skyldu borin saman daglaun há- skólamenntaðra manna hjá ríki og í einkageiranum. Þessu hefði dómurinn svo vísað frá sér vegna þess að gögn vantaði en er í raun og veru að láta undan þrýstingi og væri því mjög mikilvægt að stjórnvöld brygðust strax við til þess að þessari stefnu yrði framfylgt. „Þetta er mjög mikilvægt því óánægjan innan rík- iskerfisins verður gífurlega mikil og það sem við þurfum að fá eru skýr svör hvernig daglaunastefnan á að vera framkvæmd svo ekki komi til upplausnarástand.“ Ætiarþú til útíanda í sumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sittýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.