NT - 23.04.1985, Síða 5
Bjargráð útgerðarinnar:
Endurbætur minnka olíueyðslu um 40%
-Fjárfestingsemborgarsig á þremur til fjórum árum
■ Stefán Sandholt, bakari, Leif Örbom, framkvæmdastjóri AB
Juvel og Lars-Eric Danielsson, markaðsstjóri AB Juvel.
NT-mynd: Árni Bjarna.
Sænska hveitið
vinsælt á Fróni
■ Eftir að skift hefur verið um
vél, skrúfu, rafal og bætt inn gír
á togaranum Ásbirni RE 50 er
olíueyðsla hans yfir 40% minni
en var áður, en togarinn er nú
nýkominn úr slipp á Akranesi
þar sem breytingin var gerð.
Talið er að viðgerðin borgi sig
upp á þremur til fjórum árum.
„Ætli þetta þyki ekki nokkuð
góð fjárfesting,- svona miðað
við margt annað,“ sagði Vil-
hjálmur Ingvarsson fram-
kvæmdastjóri hjá ísbirninum
sem gerirÁsbjörn út. Sagði Vil-
hjálmur að viðgerðin hefði kost-
að um 24 milljónir en olíueyðsla
togarans hefði áður numið um
15 milljónum króna á ári miðað
við núgildandi verðlag og lækk-
aði væntanlega um 40% eða
meira.
Sú tæknilega breyting sem
þarna er gerð er að sett er stærri
skrúfa og um leið einn gír sem
fær hana til að snúast hægar en
sú verkan er hagkvæmari hvað
snertir orkuþörf. Ráðist var í
framkvæmdina á Ásbirni eftir
að vél togarans brotnaði á síð-
asta ári og er nýja vélin ekki
eins orkufrek og sú sem var
áður í togaranum. Ásbjörn er
442 lesta og smíðaður 1978 í
Noregi.
„Ef mönnum verður gert það
fjárhagslega kleift að ráðast í
þessar framkvæmdir þá held ég
að það sé ein sú besta búbót sem
hægt er að fá fyrir útgerðina,"
sagði Vilhjálmur, „enda mjög
alvarlegt þegar olíukostnaður
getur numið því sama og nær
allar kaupgreiðslur og manna-
hald.“
■ „Við erurn mjög ánægðir,
sem Norðurlandabúar að ís-
lendingar kunni að meta sænska
Juvel-hveitið,“ sögðu Leif Ör-
bom og Lars-Eric Danielsson
frá AB Juvel er þeir voru staddir
hér á landi í síðustu viku.
„Innflutningur Juvel-hveitis á
Islandi hófst árið 1978 og hefur
verið í stöðugri sókn síðan. Sala
hefur aukist um 107% á síðustu
tveimur árunt. í fyrra voru flutt
til íslands 4171 tonn af Juvel-
hveiti, bæði til bakara og í
neysluumbúðum," sögðu Leif
og Lars-Eric.
AB Juvel hefur í hyggju að
bjóða nokkrum bökurum til sín
á ári hverju til að kynna þeint
notkun á hveitinu.
Litli leikklúbburinn 25 ára:
Heimatilbúið leik-
rit á afmælissýningu
■ Litli leikklúbburinn á ísa- Hanna Lára Gunnarsdóttir, fara flestir með mörg hlutverk.
firði verður 25 ára á árinu og Pétur Bjarnason og Páll Ás- í fréttatilkynningu um sýning-
afmælissýningin verður á nýju geirsson en leikstjóri er Rúnar una segir að leikritið eigi sér
„heimatilbúnu" verki. Nefnist Guðbrandsson sem setti upp enga fyrirmynd úr raunveru-
það „Engin mjólk og ekkert „Pið munið hann Jörund" eftir leikanum, og ef einhverjir þyk-
sykur“ og fjallar á gamansaman Jónas Árnason hjá Litla leik- ist þekkja persónur eða atburði
hátt um hótelrekstur á litlu klúbbnum fyrr í vetur. á sviðinu þá sé það alger til-
byggðarlagi. Höfundar eru Leikarar í verkinu er 14 og viljun.
Bandalag jafnaðarmanna
Kerfisflokkarnir
ábyrgir fyrir
bílafríðindunum
■ Þingmenn Bandalags jafnaðarmanna
hafa sent frá sér ályktun þar sem spurt er
hvers vegna fulltrúar kerfisflokkanna hafi
þagað um lífeyrissvindlið þegar að þeir
fordæmdu bankaráðin sín vegrm bílastyrkj-
anna, en ofan á bílafríðindin njóta topparnir
margfaldra lífeyrisgreiðslna sem eru úr öllu
samræmi við kjör annarra launþega.
Spyrja þingmenn Bandalags jafnaðar-
manna hverja Alþýðuflokkurinn ætli að
reka vegna þessa máls og bent er á að það
sé engin tilviljun að þingmenn og flokks-
broddar hafi hreiðrað um sig í þessum
embættum, því þingmenn hafi notað sér að
stöðu sína og trúnað kjósenda til að skapa
sér þægilegar aðstæður að hverfa að þegar
kjósendur hafna þeim. Því sé til lítils að
skella skuldinni á menn úti í bæ, því sökin
sé Alþingis. Segir í alyktun þingmanna
Bandalags jafnaðarmanna að það sé ekki til
neins að skipta um menn í bankaráðunum,
þjóðin verði að kalla kerfisflokkana til
ábyrgðar og taka af þeim það andstyggilega
leikfang sem þeir hafa gert sér úr stjórnkerf-
inu.
íslandsdagar
í Hagkaup
- stórátak til sölu á ís-
lenskum vörum í maí
■ „íslandsdagar í Hagkaup" er kjörorð
stórátaks í sölu á íslenskum vörum sem
Hagkaup hefur ákveðið að efna til dagana
7. til 18. maí næst komandi. Félag íslenskra
iðnrekenda - sem forráðamenn Hagkaups
hafa leitað til um samvinnu í þessu átaki -
hafa sérstaklega fagnað framtaki Hagkaups,
en þar gefst um 60 félagsmönnum FÍI kostur
á að njóta þessa söluátaks. Markaðshlut-
deildarkannanir eru sagðar sýna að íslensk-
ar vörur eigi nú í vök að verjast í samkeppni
við innfluttar og markmiðið með „íslands-
dögum í Hagkaup" er að snúa þeirri þróun
við, að því er segir í frétt frá Hagkaup.
Þær tvær vikur sem söluátakið nær yfir
mun Hagkaup standa fyrir ýmsum uppá-
komum í öllum 5 verslunum fyrirtækisins í
Reykjavík, Njarðvík, og á Akureyri. Þar
má nefna tískusýningar, vörukynningar og
vörusýningar sem verða í samvinnu við
íslenska framleiðendur. Allar íslensku vöru-
rnar verða merktar á sérstakan hátt og allir
starfsmenn Hagkaups, um 500 að tölu,
munu á einn eða annan hátt taka þátt í
kynningarstarfinu og aðstoða viðskiptavini.
Sumir hafa gleymst — og gleymast enn — þegar verið er að hanna byggingar.
Það em þeir fötluðu. Samt em þeir allt að því tíundi hluti þjóðarinnar.
Öll þekkjum við afleiðingar slysa, sjúkdóma og elli. Og ættum því að vera tilbúin
að leggja eitthvað af mörkum til þess að allir geti komist leiðar sinnar.
Margar opinberar byggingar, sem metnar
hafa verið með tilliti til þarfa fatlaðra, hafa fengið
15-20 stig af 100 mögulegum.
ráða verslunum, samkomuhúsum, þjónustu-
miðstöðvum og fjölbýlishúsum.
Það er hægt að leggja sitt af mörkum.
En það verður að láta í sér heyra við þá sem ráða íbúi í fjölbýlishúsi getur t.d. gert sitt til að láta
hjá ríki og bæ. Láta í sér heyra við þá sem
merkja bílastæði fyrir fatlaða nálægt inngangi.
Útilokum ekki suma og jafnvel okkur sjálf síðar meir!
Vfljiþinn skiptir líka máli
SAMSTARFSNEFND UM
FERLIMÁL FATLAÐRA