NT


NT - 23.04.1985, Síða 6

NT - 23.04.1985, Síða 6
 Þriðjudagur 23. apríl 1985 6 Vettvangur Árni Hjartarson og Vigfús Geirdal: ^ F-15 Eagle-ögrandi árásarvopn á Islandi ■ Kortið sýnir vígageisla F-4E Phantom og F-15 Eagle orrustuþota með bækistöð í Keflavík. Skotmörk á Kolaskaga og sjálf Leningradborg eru innan vígageisla F-15 vélanna. ■ Á miðju þessu ári er gert ráð fyrir að þær breytingar verði gerðar á orrustuflugsveit- inni á Keflavíkurflugvelli að í stað tóif véla af gerðinni F-4E Phantom munu koma 18 þotur af gerðinni McDonald-Doug- las F-15 Eagle. Aformin um stækkun og eflingu orrustu- flugsveitarinnar liafa mætt furðu lítilli tortryggni og and- stöðu hérlendis. Hér er þó um að ræða margföldun á flugþoli og vígagetu sveitarinnar. F-15 vélarnar eru taldar öflugustu orrustuvélar heims og jafnframt þær dýrustu. Talað hefur verið um að ein F-15 jafngildi einni og hálfri F-4E. Eflingin er því 100%. Petta mál er skólabók- ardæmi um þá einhliða vígvæð- ingu sem nú á sér stað á íslandi. Þessi gífurlega efling sveitarinnar hefur nefnilega aldrei verið rædd sérslaklega á Alþingi eða í ríkisstjón. ís- lenskir stjórnmálamenn og al- menningur lesa bara um þessar nýjungar í fréttatilkynningum hersins eða í gögnum frá Bandaríkjaþingi. Hér er þó stórmál á ferðinni. Staðsetn- ing F-15 vélanna hérlendis er nefnilega fráhvarf frá þeirri túlkun stjórnvalda á herstöðva- samningunum við Bandarík- in, að hér á landi skuli ekki staðsett vopn sem nota megi til árása á önnur ríki. Rússarnir fá krúnuna kembda Á hernaðarmáli er sú fjar- lægð sem herflugvél getur at- hafnað sig á umhverfis flugvöll sinn nefnd vígageisli (radius of action). Vígageisli orrustu- þotna fer mikið eftir þeim vopnabúnaði sem þær bera. F-4E þoturnar hafa t.d. 800- 1300 km vígageisla en sam- svarandi tölur fyrir F-15 eru heimingi hærri eða 1600-2700 km. F-15 hefur margfalt öflugri ratsjá en aðrar orrustu- þotur og fjölbreyttari vopna' búnað og getur m.a borið margskonar kjarnorkuvopn. F-15 "þota með 5400 km flugþol sem staðsett er á Kefla- víkurflugvelli hlýtur í augum Sovétmanna að teljast ögrandi árásarvopn. Hún er t.d sérlega vel fallin til að fylgja eftir hernaðaraðgerðum á sjó langt norður af íslandi og til að veita langdrægum sprengjuflugvél- um vernd í árásarferðum t.d. Iiinum frægu B-52 eða þá arf- tökum þeirra B-1 vélunum, þegar þær komast í gagnið. Eins og kortið sýnir getur hún einnig gert kjarorkuárásir á skotmörk í Sovétríkjunum t.d. á hernaðarmannvirki á Kola- skaga og snúið að því loknu aftur til Keflavíkur. Ef stór- borgir verða valdar að skot- mörkum þá er Leningrad inn- an vígageislans frá Keflavík. Jafnvel Moskvubúar eru ekki óhultir fyrir íslensku F-15 orr- ustuflugsveitinni. Ef eldsneyt- isflugvél afgerðinni K-135 sem staðsett er í Keflavík fylgdi henni í árásarferðina gætu Kremlarherrar sjálfir fengið krúnuna kembda. Stjörnustríð Það er að verða æ Ijósara að næstu lotu vígbúnaðarkapp- hlaupsins á að heyja út í geimn- um. Höf og álfur og iður j arðar hafa verið yfirfyllt af gereyð- ingarvopnum, á himnum hefur hingað til verið griðastaður en þau grið vilja vígbúnaðaröflin nú rjúfa. F-15vélarnar koina þar einnig við sögu. í stjörnu- stríðsævintýri Reagans eiga þær að geta grandað gervi- hnöttum og geimbúnaði líkt og myndin hér að ofan sýnir. 1 smíðum er sérstakt flugskeyti sem ætlað er til þessara nota en hvort íslendingar verða þess heiðurs aðnjótandi að hýsa hetjur stjörnustríðsins verður framtíðin að skera úr um. Ef einhver áform sem kalla rnætti „eðlilega endurnýjun1' á tækjum og tólum Keflavíkur- stöðvarinnar væru til, hefði mátt ætla, að í stað hinna 12 gömlu F-4E véla kæmu jafn- margar F-14 eða jafnvel F-16 vélar. Báðar þessar vélar eru að vísu mun öflugri vopn en F-4E en hvorug þeirra hefur flugþol til Sovétríkjanna og flokkast í þeim skilningi ekki undir ögrandi árásarvopn. Smáskammtavígvæðing Okkur er ekki kunnugt um hvenær sú ákvörðun var tekin að staðsetja F-15 á fslandi. Geir Hallgrímsson virðist hafa samþykkt vélarnir upp á sitt eindæmi einhverntíma á síð- asta ári eða jafnvel 1983 og ríkisstjórnin virðist hafa tekið því möglunarlaust. Hvorki utanríkisráðherra né aðrir í stjórninni virðast hafa vitað mikið um hernaðarmátt vél- anna, a.m.k. eru þær upplýs- ingar sem birtust í skýrslu utanríksiráðherra um utanrík- ismál 1984 bæði rangar og villandi. Árið 1980 undirritaði Ólafur Jóhannesson þáverandi utan- ríksiráðherra leyfi til bygging- ar s.k. sprengiheldra flugskýla á Vellinum. 1 deilunumsemút af því spunnust var aldrei minnst á F-15, en undarleg er sú tilviljun, að nú eru 9 þessara skýla tilbúin einmitt þegar nýju vélanna er von og 4 til viðbótar verða tilbúin innan tíðar. Skýl- in eru gerð úr gríðarþykkri járnbentri steinsteypu og eru af þeim styrkleika sem Banda- ríkjaher nefnir semi-harden- ed. Það þýðir að þau eiga að standast kjarnorkuárás svo fremi sem bomban lendi ekki beintáþeim. Auk þesseruþau þannig útbúin að keyra má þotuhreyflana upp inni í þeim, svo nánast má skjóta flugvél- unum út og koma þeim í loftið, þótt völlurinn sjálfur sé veru- lega laskaður. Þegar áætlanirnar um flug- skýlin voru lögð fyrir íslend- inga hefur vafalítið verið búið að ákveða eflingu orrustusveit- arinnar. Því virðist þó hafa verið haldið leyndu fyrir stjórnvöldum enda gildir sama lögmálið um pólitíkusa og um dyntótta krakka; það er auð- veldara að narra ofan í þá óætan graut í smáskömmtum en stórum slummum. ■ F-15 orrustuþota eyðilegg- ur gervihnött. I mikilli hæð skýtur þotan tveggja þrepa flaug í átt að skotmarkinu. Flauginni er fyrst í stað stýrt með boðum frá jarðstöð. Eld- flaugarþrepin falla burt er hún nálgast skotmarkið en eftir það fylgir flaugaroddurinn spor- baug uns innrauð geislastýring fínnur gervihnöttinn og eyði- leggur hann með öflugum á- rekstri. (Úr Scientific Americ- an, júní 1984). ■ F-15 orrustuþota á æfingarflugi með geimvopn. Neðan á vélinni er tveggja þrepa flaug sem ætlað er að granda gervihnött- um. (Mynd úr Scientific American 1984). lags búabænda og Lands- samtaka sauðfjárbænda að' yngsti og framsæknasti hluti stéttarinnar rambi á barmi gjald- þrots þá fáum við staðfestingu á því með niðurstöðum þessar- ar könnunar. Kaupfélagsstjór- ar sem NT hefur rætt við taka undir þessa skoðun og víða er staða þeirra fyrirtækja ekki skárri en svo að forsvarsmenn þeirra telj a sig ekki geta gengið í ábyrgð íyrir áburðarkaup fyrin þá bændur sem ekki geta lagt fram tryggingu fyrir greiðslum. í þessu rekur hvað annað, því skuldasöfnun bænda og sam- dráttur í framleiðslu bitnar á kaupfélögunum sem svo aftur komast í vanskil við sína við- skiptaaðila og í þeim efnum hefur staða Áburðarverk- smiðju ríkisins verið í sviðs- Ijósinu, nú síðast undir yfirlýs- ingaregni iðnaðarráðherra. Áburðarverkmsiðjan ekki banki Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið í samráði við búnaðar- félögin að ráðast í könnun á aðstæðum bænda og ber að fagna þeirri ákvörðun. Sé það rétt sem haldið hefur verið fram á bæði stofnfundum Fé- Áburðátúnin ■ Vaxtastefna ríkisstjórnarinnar ásamt samdrætti í hefðbundinni landbúnaðarframleiðslu er á ^cjðri leið með að leggja nýtískulegar fjárfestingar bænda í auðn. ■ Á sama tíma og fjöldi ungra bænda stendur á heljar- þröm skulda og óvíst að allir fái nokkurn áburð keyptan á tún sín leggja stjórnvöld fram nýtt frumvarp til Framleiðslu- ráðslaga. Áð frumvarpinu ólöstuðu þá hjálpar það lítið þeim bændum sem hvað verst eru settir og í mörgum tilfellum eru þar á ferðinni þeir bændur sem hvað best hafa húsað jarð- ir sínar og reist sér hurðarás um öxl með fjárfestingum. Fjöldi kaupfclaga í landinu treystir sér ekki til þess að kaupa áburd á sömu greiðslu- kjörum og voru á síðasta ári og framkvæmdastjóri Áburðar- verksmiðjunnar segir í viðtali við NT að fyrirtækið geti ekki haldið áfram að vera banki eins og það hefur verið síðast- liðin 20 ár. Enn er hluti áburð- ar frá í fyrra ógreiddur. Það er Ijóst að þeir bændur sem ekki fá áburð keyptan á þessu vori þurfa ekki að hafa áhyggjur af abufðarkaupum í náinni framfið. Vaxtaævintýri stjórnvalda Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjárfesting í fjósum og fjárhúsum, hinum hefð- bundnu greinum íslensks land- búnaðar er þegar of mikil og útkoman er sú að bændum er ekki gert kleift að fullnýta þá fjárfestingu sem þeir hafa lagt í. Verst kemur samdráttur framleiðslunnar við þá sem nýlega hafa fjárfest og al- mannamál er að skil milli ein- staka bænda skerpist. Annars- vegar eru það þeir sem hafa þegar borgað sína fjárfestingar upp í topp og hinsvegar þeir sem byggðu eftir vaxtaævintýri stjórnvalda og mega nú súpa^ seyðið af þeirri þjóðþrifastefnu að fjármagnseigendur (af sum- um nefndir sparifjáreigendur) mali gull án þess að hafa nokk-' uð fyrir því. Verði ekkert að gert fara

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.