NT - 23.04.1985, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. apríl 1985 9
Texti: Egill Helgason ■
Innsýn
skotlínunni. En í myndinni var þeim
lýst sem hláeygðum heiðursmönnum.
sern einsettu sér að veita téðu siðgæði
einhverja uppreisn æru. Raunveru-
leikinn var miklu Ijótari - valdniðsla
og spilling af lakasta tagi. Símhleran-
ir. mútur og þvinganir, en í myndinni
varð þetta hástemmd lofgjörð um
frelsi orðsins og sigur bandarískrar
réttvísi yt'ir þrjótnum Nixon. Þjóðfé-
lagið var í grundvallaratriðum gott.
hornsteinar þess traustir og Water-
gate bara Ijótt undantekningartilfelli;
púki sem þeir hjartahreinu þurftu að
reka út. Þeirrar spurningar var til-
dæmis aldrei spurt hvers konar þjóðfé
lag það væri sem hleypti gaur á borð
við Nixon til æðstu metorða.
Hneykslisfnykur
Nýja blaðamennskan svokölluð
hefur verið á kreiki í rúnt tíu ár og í
anda hennar liggur í loftinu að blaða-
maður okkar tíma eigi að taka þátt í
atburðúnum. lifa sig inní þá, deila
kjörum með fólki, taka afstöðu -
andstætt þeim gamla og forsmáða
blaðamanni, sem situr í myrku
skúmaskoti og semur flennifyrirsagn-
ir á uppsláttarfréttir um morð, kynlíf
og ofbeldi. Hinar stóru fyrirmyndir í
nýju blaðamennskunni - sem máski
er ekki jafn ný og af er látið - eru
flestar bandarískar og kannski ástæða
til að nefna eina þeirra til sögunnar.
rithöfundinn og blaðamanninn Hunt-
er S. Thompson. Thompson þessi er
eins konar Rimbaud blaðamennsk-
unnar; hann notar sjálfan sig einsog
tilraunadýr og skrifar einsog hann
sitji í miðju foraðinu - hvort sem
hann er á meðal mótorhjólatöffara,
fjárhættuspilara, dópista eða póli-
tíkusa. Óforskömmuð skrif Thomp-
sons í tímaritið Rolling Stone eru
fyrir löngu orðin sérkapítuli í sögu
blaðamennskunnar og á persónu hans
hefur meira að segja verið byggð
bíómyndin Where the Buffaloes
Roam, sem kvað tæpast rísa undir
nafni Thontpsons.
Sé litið um öxl aftur í kvikmyndá-
söguna má sjá að rnargar bíómyndir
hafa á einn hátt eða annan fjallað um
þá afleitu æsiblaðamennsku. gulu
pressuna. Náttúrlega hefur sú uni-
fjöllun yfirleitt verið heldur ncikvæð
og nær alltaf tekinn hlutur saklauss
fólks sem verður fyrir barðinu á
hálfsannleika og lygum. Meistara-
verkið er sjálfsagt sígilt listavcrk
Orson Welles, Citizen Kane, sem
fjallar á lítt dulbúinn hátt um kóng
sorpblaðamennskunnar William
Randolph Hearst. Til að fullnægja
stórmennskubrjálæði sínu kom He-
arst þessi sér upp neti lítt geðslegra
dagblaða, sem níddu æruna af and-
stæðingum Hearts og seldu aílt meöan
af því var einhver hneykslisfnykur.
Það eru líka til nýlegar kvikmyndir
sem taka sama pól í hæðina. Glötuð
æra Katrínar Blum er gerð eftir sögu
Heinrichs Böll og gefur hcldur ófagra
mynd af starfsháttum götupressunn-
ar. Hún segir frá óprúttnum blaða-
manni sem leggur unga konu í einelti
og útmálar hana sem lagsnaut terror-
ista í fjölmiðli sínum án þess að hún
geti borið hönd fyrir höfuð sér. Á
endanum sér hún þann kost vænstan
að myrða blaðamanninn sen stendur
fyrir rógsherferðinni.
Blaðamenn eru sumsé ekki alltaf
sannleikselskandi heiðursmenn. jafn-
vel þótt þeir séu í bíó. Við erum
kannski engir heiðursmenn heldur,
íslensku blaðamennirnir, og stundum
sakaðir um að vera klaufskir, óvand-
aðir eða bókstaflega illkvittnir. Það
held ég reyndar að sé ekki raunin. En
okkur er líka vorkunn - á okkur
drýpur svo ósköp lítið af hetjuljóma
bíómyndablaðamannanna...
Hagvirkismenn stórhuga:
Ætla sjálfir að fjármagna
endurbyggingu hringvegar
- milli Reykjavíkur og Akureyrar, því ella þyrfti að
selja tæki úr landi sökum verkefnaskorts
■ Vegna samdráttar í orku- og
vegaframkvæmdum á verktakafyr-
irtækið Hagvirki nú unr það að velja
að selja stórvirkar vinnuvélar úr
landi eða sækja á erlenda verktaka-
markaði og inn á markað smærri
verktaka hérlendis.
En fyrirtækið hefur eygt leið til að
halda starfsemi sinni í fullum gangi,
þá að byggja upp veginn frá
Reykjavík og norður á Akureyri og
fjármagna framkvæmdina sjálfir.
Forsvarsmenn fyrirtækisins
kynntu tilboð sem þeir hafa gert
samgönguráðherra um byggingu
vegarins á blaðamannafundi í gær.
Veginn hyggjast þeir byggja á árun-
um '85-'87 fyrir 920 milljónir kr. eða
74% af kostnaðaráætlun.
Fjárins verði aflað með útgáfu
skuldabréfa og hefur Kaupþing hf.
unnið undirbúningsvinnu slíks
útboðs. í greinargerð Kaupþings er
gengið út frá því að unt 7% vexti
yrði að ræða á bréfunum og að
ríkissjóður greiddi þau með mánað-
arlegum greiðslum á árunum 1987-
1994.
Reiknað er með að fyrirhugaðar
vegaframkvæmdir þessa árs og
næsta raskist ekki, enda verði fram-
kvæmdirnar greiddar á þeim árum
sem þær voru fyrirhugaðar.
Að sögn forstjóra Hagvirkis hefur
fyrirtækið nú yfir að ráða afkasta-
miklum tækjum og vönum mönnum
■ Hagvirkismenn við hluta véla
sinna á Reykjanesbraut sem nú er
verið að leggja fyrir ofan Kópavog,
en Hagvirki var með langlægsta
tilboð í það verk, 16,8 milljónir
króna meðan kostnaðaráætlun
hljóöaði upp á um 32,4 milljónir.
NT-mynd: Arni Bjarna
vegna mikilla framkvæmda fyrir- íslenskt fyrirtæki í stakk búið að fást
tækisins á Iiðnurn árum, en missi við fyrirhugaðar virkjunarfram-
þeir tæki sín úr landi verður ekkert kvæmdir.
áburöardreifarar
á frábæru verði
★ Sterkir og einfaldir
★ Nýtísku hönnun
★ Lág hleðsluhæð (92 cm)
★ Litur: Grænir
800 lítra kr. 13.500.-
(Gengi 1. apríl ’85)
Hafið samband við sölumenn okkar,
sem veita allar jnánari upplýsingar
Það grær eftir
þann græna
LÁGMÚLI 5, SIMI 81555