NT - 23.04.1985, Blaðsíða 10

NT - 23.04.1985, Blaðsíða 10
M-------- Kristín Þorvaldsdóttir Arason Fædd 12. mars 1888. Dáin 10. apríl 1985. Látin er í hárri elli, sú kona, sem ég leyfi mér að kalla ein-' hverja hina síðustu „ old grand lady“ íslands. Var það Kristín Porvaidsdóttir, kennari, frá Flugumýri/Víðimýri í Skaga- firði. Af kunningjum kölluð Stína Ara. Andaðist hún í svefni á hjúkr- unarheimilinu að Hafnarbúð- um. Þar hafði hún dvalið við og við í boði yfirlæknisins þar, en að mestu frá s.l. hausti. Hún fékk jafnan þaðan heimfarar- leyfi, þegar hún óskaði. Starfs- fólk Hafnarbúða dáði hana fyrir elskulega framkomu og gerði allt fyrir hana, sem í valdi þess stóð og var hún jafnan uppáhald allra þar. Til síðasta dags var ’hún ern, stálminnug og vel á sig komin, jafnt liress líkamlega sem andlega. Ókunnugir hefðu getað talið hana aðeins á sjötugsaldri. Þegar ég sá hana síðast, 8. apríl s.l., hlakkaði ég til að eiga von á að taka þátt í aldarafmæli hennar. Hún átti glæsilegt heimili, að Seljavegi 27, og naut sín þar. Annaðist sig að mestu sjálf, las mikið ævisögur og þjóðlegan fróðleik. Var mikið fyrir ætt- fræðirit. Frá slíku hvíldi hún sig. inn á milli. með lestri skáldsagna og skemmtibóka. Hafði mikið af blómum hjá sér, scm hún af natni hugsaði vel um. Eftirað heilsa hennarleyfði ekki útivinnu í garði hússins, sem hún áður hafði ræktað af alúð, þá kom órækt í garðinn og haföi hún viss leiðindi af því, að blóni í garðinum voru orðin nær engin, hrörnun kominn í trjá- gróðurinn, allt með vaxandi villigróðri. í heimvistarleyfum frá Hafnarbúðum var jafnan gestkvæmt hjá henni. Voru það ■ ýmist gamlir nemendur hennar, börn og barnabörn fyrri vina hennar, sem síðar verður vikið að, svo og lifandi ættingar og vandamenn. Kristín fæddist að Flugumýri og fluttist síðan að Víðimýri og varð þriðja elzta barn hjónanna, Þxirvalds Ara Arasonar. bónda og póstafgreiðslumanns og konu hans Önnu Vigdísar Steingrímsdóttur. Af sjö börn- urn þeirra cru nú öll látin, nema yngsti bróðirinn, sem nálgast nírætt. í föður karllegg var Kristín alskagfirsk, afkomandi Ásbirninga með forföðurnum, Höfða - Þórði.landnámsmanni. Móðurætt hennar má kenna við Bakka í Öxnadal. Kristín sótti jákvæð einkenni sín mun meira í föðurætt og blöndunar góðra stofna í henni, eins og í Þor- valds- og Bólstaðarhlíðarætt- ina. Indriði Einarsson, rit- höfundur, og Sigurður Nordal, prófessor, hafa báðir látiö það frá sér fara, að hafi verið uppi á íslandi sannur enskur „gentlem- an", hafi það verið faðir Krist- ínar. Ari yngri, læknir á Flugu-‘ mýri, afi Kristínar var kvæntur Helgu Þorvaldsdóttur Böðvars- sonar. Helga var dóttir Þorvalds af þriðja hjónabandi hans með Kristínu Björnsdóttur Jónsson- ar prests í Bólstaðarhlíð. Kristín bar nafn þessarar for- móður sinnar og var stolt af. Vel þykir mér á því fara, til minningar um hina látnu, að minnast á elzta sálm, sem talinn er ortur á íslandi, af Ásbirningn- um, Kolbeini Tumasyni, Víði- mýri. Sálmurinn virðist hafa verið til gæfu fyrir hina látnu, jafnvel mótað hana, veitt henni mjúka miskun himnasmiðsins, skapað henni mildi, gætt hennar hverja stund, hjálpað henni og jafnan verið hjarta hennar nær. Þó kvæði Hannesar Hafstein, ráðherra, til Guðlaugar föður- systur Kristínar myndi nægja sem tæmandi eftirmæli um hana, þá hefi ég svo mikið um hana að segja til viðbótar, að ég get ekki stöðvað penna minn, en kvæðið leyfi ég mér þó að taka upp: Nei, smáfríd er hún ekki og enginn skýjadís, en enga samt ég þekki, sem ég mér heldur kýs. Pótt hún sé holdug nokkuð er höndin ofursmá. Hún er svo íturlokkuð með æskulétta brá. Við eldblik augna kátra skín andlit glatt og Ijóst. Við hljómfall léttra hlátra sem hrannir lyftast brjóst. Hún er svo frjáls og ítur, svo æskusterk og hraust, að hver sem hana lítur, til hennar festir traust. Og ef ég er með licnni, ég eld í hjarta finn. Það er sem blóðið brenni og bálist hugur minn. “ Árið 1896 fluttist Kristín frá Víöimýri til föðursystra sinna þeirra Kristínar íslensku- kennara við barnaskólann og Önnu Sigríðar. Bæði þá og síðar var hún mikið hjá frænku sinni og alnöfnu. sern setti hér upp fyrstu listmunaverzlun með nafninu „Kúnst“. Enn þann dag í dag er Kúnst talin hafa verið sú fullkomnasta, sem nokkru sinni hafi verið hér á landi, með fjölbreytt úrval allskonar Iist- niuna eftir þáverandi heimsins frægustu listamenn. Telja ýmsir, að sú verzlun hafi átt þátt í eflingu innlendrar listsköpun- ar. Kristín lauk nánii við Barna- skóla Reykjavíkur næstu fjögur árin, undir skólastjórn Mortens Hansens. Minnistæð voru Kristínu aldamótahátíðarhöldin, þegar allir Reykvíkingar sameinuð- ust, til að fegra hús sín og gera allt sem hátíðlegast. Kristín taldi unglingsár sín mjög skemmtileg, sem og bernskuár sín, Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur þessi fyrstu ár, var hún þar aðeins að vetrunum, fór með vorinu með skipi til Sauðárkróks, en suður aö haustinu í ánægjulegri fylgd föður síns. Á vetrunum var þá all skemmtilegt í Reykja- vík og marga ánægjustundina átti hún dansandi á tréskautum, þegar Tjörnin var ísi lögð. Þá voru oft til skemmtunar á tjörn- inni listskautasýningar Sigurðar Thoroddsen, verkfræðings, sem þá var talinn snjallasti skauta- maður Reykjavíkur. Hún lauk kvennaskólanámi árið 1905 undir skólastjórn frú Þóru Melsted og naut þar einnig kennslu Ingibjargar Bjarnason. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eöa minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfá að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Bekkjarsystir og vinkona Krist- ínar, í Kvennaskólanum, var Laufey Valdimarsdóttir, sem lagði sig fram til að fá Kristínu með sér í menntaskóla, en til þess var Kristín of hlédræg. Kristín hélt tvívegis smá- barnaskóla í Reykjavík, fyrst skólaárið 1906-7 og síðan aftur skólaárið 1908-9. Kenndi hún þar ýmsum mönnum, sem síðan náðu miklum frama og urðu hinir mætustu íslendingar. Á einu skólaári lauk Kristín kennaraprófi, vorið 1906, frá Flensborgarskóla. í Flensborg voru með henni Jóhannes S. Kjarval og Oscar Clausen, ásamt ýmsum fleirum, en á þá tvo minntist hún oft og hélzt vinátta þar á milli. Til náms í tungumálum fór Kristín síðan í Verzlunarskól- ann og lauk honum á skólaárinu 1907-8 og lærði þar dönsku, ensku og þýsku. Hélt hún þess- ari málakunnáttu sinni við til síðustu stundar og las jafnt bækur á þessum málurn, sem móðurmálinu. Aðalkennari Verzlunarskólans var þá Ágúst Bjarnason, síðar prófessor, sem virðist hafa haft mikil áhrif á Kristínu til fræðiiðkana og víð- sýni. Skólaárið 1908-9 kenndi Kristín við Barnaskóla Reykja- víkur. Haustið 1909 varð Kristín skólastjóri á Hesteyri og jafn- framt farkennari í Sléttuhreppi vestra. Aðalaðsetur hennar var á Hesteyri og bjó hún þar á meðal skyldmenna, sem þá voru þar og á ísafirði mörg. Því starfi gengdi hún til vorsins 1914. í farkennslustarfinu þurfti hún mikið að ferðast, því kennslu- staðir voru margir og langt á milli þeirra. Þegar aldur fór að færast yfir hana, og hún að þrekna, þá sagði hún oft frá, með glettni í augum, að fáir mundu nú trúa, að áður fyrr hefði hún dansað á skautum á Tjörninni og farið á skíðum, alein í hvaða veðri sem væri, frá Hesteyri til Staðar í Grunnavík og einnig Staðar í Aðalvík. Bæði á Hesteyri og í Sléttu- hreppi var hún mjög vinsæl og eftirað Hesteyri varfarin teyði, þá heimsóttu hana ýmsir gamlir nemendur þaðan með skemmti- legum nöfnum, Betúelar, Tím- óteusar og fleiri. Fyrst íslenskra kvenna hóf hún, árið 1915, matreiðslunám við „Statens Lærer Höjskole" í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi, árið 1916, með mjög góð- um vitnisburði, bæði fyrir stutt- an námstíma og mjög háar eink- unnir. Dvaldist síðan í Kaup- mannahöfn til ársins 1917. Fékk þar vinnu og stundaði samhliða framhaldsnám í „Professor Jac- obsens Clinik“, þ.e.a.s. mat- reiðslu sjúkrafæðis svo og lúxus- rétta. Sjúkrafæðisnámið kom henni síðar vel, þegar hún í sumarleyfum sínum leysti iðu- lega af ráðskonurnar, bæði á Kleppi og Vífilsstöðum. Kristín var fyrst íslenskra kvenna til að rita kennslubók í matreiðslu, sern fjölrituð var fyrir nemendur hennar. Sú bók hefir síðan verið aðaluppistaðan í síðar útgefnum matreiðslu- bókum hér á landi. Af látleysi sínu var henni sama um höfund- arrétt sinn. Eftir námsdvöl sína í Kaup- mannahöfn var hún fyrsti og eini kennari landsins, sem bæði hafði próf sem matreiðslukenn- ari og fullkominn almenn önnur kennsluréttindi. Á Kaupmannahafnarárunum sínum vann hún fyrir sér og varði afgangi tekna sinna til kaupa á vönduðu húsgagnasetti, sem hún sendi að gjöf heim til foreldra sinna að Víðimýri. Á allan hátt naut Kristín Kaup- mannahafnaráranna, stundaði leikhús og listsýningar og ferð- aðist nokkuð um Mið-Evrópu. Eftir heimkomuna frá Kaup- mannahöfn þráði hún átthag- ana, foreldra og systkini sín og kenndi þar almenna kennslu skólaárið 1917-18. Meðal nemenda hennar þá var Stefán Á. íslandi, sem þá var Guðm- undsson, en Kristín tók fram, að hún hefði ekki kennt honum söng. Næstu fimm árin kenndi hún í Kvennaskólanum í Reykjavík og einnig í Miðbæjarbarna- skólanum. Þá aðstoðaði hún Guðjón Samúelsson, húsa- meistara, við skipulagningu skólaeldhúss Austurbæjar- bamaskólans. Eftir að sá skóli tók til starfa starfaði hún þar langt fram yfir sjötugt. Með áðurnefndri kennslu, rak hún um tíma matsölu fyrir stúdenta á efri hæð hússins á horni Lækjargötu og Austur- strætis undir nafninu Mensa. Mun það hafa verið ca. á árun- um 1922-26. Var það nijög ánægjulegur tími fyrir Kristínu og minntist hún þess oft. Helztu gestir vom stúdentar úr hinum alþekkta, „skáldaárangri M.R." Þeirra minntist hún jafnan með aðdáun. Oftast minntist hún á Sigurð Einarsson, Tómas Guömundsson, Thor Thors, Sigurð Grímsson og fleiri. Þar var einnig tíður gestur Halldór Laxness. Mensugestirnir héldu tryggð og vináttu viö hana. Af stöðugum hlaupum milli kennslustaða. taldi hún síðar, að hún hafi ofboðið sér með þeim afleiðingum, að á efri árum varð hún nokkuð stirð til gangs. Aðalprófdómari var hún í Húsmæðraskóla Islands á meðan, að hann var rekinn í kjallara Háskólans og fékk orð fyrir að vilja gefa þar háar einkunnir. Við kennslu fékkst Kristín samfellt í nær 55 ár. Af félagsmálum hafði Kristín lítil afskipti og hafði oft orð á því, að hún væri engin „kven- réttindakona". Eini félags- skapurinn, sem hún starfaði í var „Hringurinn", og það frá 1920 og allt fram á áttræðisald- ur. Þarvarhún bæðivirtogvirk. Kristín var mikil ferðakona og fór á hestum um flesta fjall- vegi landsins og öræfi þess, hér á árum áður. Þrátt fyrir marga göfuga biðla, gekk Kristín ekki í hjú- skap fyrr en 28. maí 1938, að hún giftist Helga Guðmunds- syni, málarameistara, frá Brekkum í Mýrdal. Hann var ellefu árum eldri, ekkjumaður og fjögurra uppkominnabarna faðir. Hann andaðist eftir far- sælt hjónaband þeirra 5. maí 1942. Hann var dugandi málara- meistari, en sem margir aðrir, hafði hann farið fremur illa út úr rekstri sínum á kreppuárun- um fyrir stríðið. Á santa tíma, hafði hann kostað son sinn til læknanáms og verðandi tengda- son til tannlæknanáms í Þýska- landi, sem reyndar lauk ekki námi. Af þeim sökum voru miklar skuldir í búi Helga, sem reyndar grynntist á í upphafi stríðsins, en samt var svo háttað, að þegar hann andaðist voru áttatíu prósent af sameig- inlegum húsakaupum þeirra Kristínar á Seljaveginum ógreidd, sem Kristín greiddi síðar af launum sínum. Stjúpbörnum sínum reyndist Kristín mjög vel og á sama við um börn þeirra og barnabörn. Öll reyndust þau Kristínu líka vel. Þriðjudagur 23. apríl 1985 10 Þegar Seljavegshúsið var keypt 1938 átti sú gata að vera strandgata með mjög fögru út- sýni til Snæfellsness, Akra- ness, yfir sundin og allar sigling- ar til og frá Reykjavík. Fátt var það, sem var valdandi skap- brigðum hjá Kristínu, en ekki var laust við, að hún yrði mjög ergileg, þegar því skipulagi var breytt og Vitamálahúsið tók frá henni kært útsýni til Snæfells- jökuls og dró úr fegurð Vestur- bæjarins og hinna fögru vor- kvelda þar, sem Tómas borgar- skáld hefir gert ódauðleg með snilldarljóði. Kristín var hófsemdarkona og dugnaðarforkur hinn mesti. Trúkona var hún mikil og hjá henni fór saman kenning og breytni. Hafi einhver sannað og sýnt, að kærleikurinn sé tak- markalaus og umburðarlyndið dyggð, þá var það Kristín. Höfðingi var hún og hjálpsöm úr hófi fram, jafnan miskunnsami samverjinn, sannkölluð „Móðir Teresa“ norðursins. I fram- komu látlaus og lítillát og gerði allt til að leyna góðverkum sínum. Rósemi, blíða og mildi hennar var einstök á hverju sern gekk. Það mun hún hafa sótt til föður síns og föðurafa. Ró- sentin gekk þó ekki svo úr hófi fram, sem hjá föður hennar, þegar hann eitt sinn um jól sat að spilum með vinum sínum og á meðan kviknaði í jólatrénu. Spilafélagarnir ruku upp til slökkvistarfa, en Þorvaldur fað- ir hennar snupraði þá með þeim orðum; „að þeir skyldu ekki Ijúka spilinu fyrst.“ Svo fór Kristín eftir þeirri gullvægu kenningu Biblíunnar, að hóflega drukkið vín gleddi mannsins hjarta, því að í blaða- viðtali, nítíu og sex ára, komst hún svo að orði: „Ég er búin að reykja í yfir sextíu ár og fæ mér í staupinu, ef svo ber undir og verð ekki vör, að það sé óhollt .• Eldri systur sinni, Önnu Rósu, sem látin er fyrir nokkr- um árum reyndist hún einstök. Anna, sem var mun meira menntuð en Kristín og með stærri prófgráður, bæði frá Dan- mörku og Þýskalandi var skóla- stýra Kvennaskólans á Blöndu- ósi 1911-23. Anna mun tvímæla- laust vera jafnmerk skólastýra og þær Elín Briern og Þóra Melsted. Hún mat nemendur skólans eingöngu eftir ástundun og námshæfileikum, en hvorki eftir ættum né auði og völdunt forfeðrar þeirra. Hún lagði fyrst og fremst áherslu á bókleg fræði fyrir nemendur sína og vandaðri og æðri hannyrðir, en lítið sem ekkert upp úr eldun hafragrauts ogsokkaþvotti. Taldi nemendum sínum ekki veita af þessum tveggja ára skólatíma, þar sem þeir myndu ekki hljóta frekari menntun síðar, til að nema það, sem kennslu þyrfti við, en eyða ekki kennslutímanum í hluti, sem myndu lærast af sjálfu sér. Þetta féll ekki í góðan jarðveg foreldra lélegra nemenda og skólancfndar, svo að hún var látin hætta skólastjórn. Það tók hún sér allt of nærri, því að ýmiss störf við hennar hæfi buðust. Eftir það fékkst hún aldrei við kennslu og var aldrei söm síðan. Eftir fjögurra ára aðgerðarleysi, gerðist hún spjaldskrárritari, sem var staða ósamboðin menntun hennar og hæfileikum. Kristín var henni í þessum raunurn og jafnan síðar huggari og í öllu stoð og stytta. 1 öllum ættum er fólk sem ekki er vammlaust, því sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Við ó- skilgetna ættingja Kristínar gerði hún engan mun og á skyld- mennum sínum. Reyndist hún mæðrum þeirra barna og börn- um þeirra sem móðir, svo og barnabörnum þeirra og var jafn- vel betri við þá ættingja sína en aðra, enda hlaut hún fyrir það, bæði ást þeirra, svo og þakklæti og virðingu. Kristín hefir reynst mér sem móðir, sér í lagi eftir, að móðir mín andaðist á bezta aldri. Hjá Kristínu bjó ég árin 1946-53. Kynntist ég henni náið og mann- kostum hennar mjög vel. Fyrsta þjóðskáld íslendinga, séra Hallgrímur Pétursson, seg- ir í Passíusálmunum sínum „Oft má á máli þekkja manninn, hver helzt hann er.....Góð- ur af geði hreinu góðorður reyndist víst...... o.s.frv." Sama þjóðskáld yrkir um dóttur sína og eiga þau orð vel um hina látnu „Tign, æru, sæmd ogsóma sálirguðs barna fá, sem Ijósar stjörnur Ijóma lambsins stóli hjá, ávallt guðs auglit sjá, meðhvítum skrúða skrýddar, skarti réttlætis prýddar, sorg allri sviftar frá. “ Líkur sækir líkan heini. Vinir og gestir Kristínar voru einstakt úrvalsfólk, göfugt, gáfað, trygglynt, mannlegt og einstak- lega skemmtilegt. Átti það jafnt við karla sem konur, er reyndar voru í meirihluta. Allir þessir vinir munu nú látnir. Kristín, sem var glöð með glöðum og hrygg með döprum, tók nærri sér andlát vina sinna, sætti sig samt við það og rifjaði upp minningar uni góð kynni og ógleymanlegar gleðistundir með þeim. Meðal helztu gesta hennar, sem ég nú man eftir, rifja ég nokkra upp. Byrja ég á Elísa- betu Foss, sem mun hafa verið bezta vinkona hennar og það allt frá 1896, Theódóru Thor- oddsen og dætur hennar, Katrínu, Kristínu, Ragnhildi og Maríu, dætur sér Jóns Árnason- ar frá Otradal, Sigríði og Ragn- heiði, systurnar Láru og Maren Lárusdætur, Margréti Hróð- marsdóttur, Þórunni Pálsdótt- | ur. Sigríði Grímsdóttur, syst- urnar Rögnu og Helgu Sigurðar- dætur, Olöfu Jónsdóttur frá Seglbúðum og margar Uciri slíkar konur. Af mönnum eru mér minnistæðir Magnús Jónsson, Þorsteinn Þorsteins- son, Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, Sigurður Einars- son. Tómas Guðmunsson, Sig- urður Grímsson, Torfi Jó- hannsson og margir fleiri. Þetta eru nú þeir, sem ég man eftir í augnablikinu. Þávorumjögtíð- ir gestir hjá Krisfinu ættingjar hennar og stjúpbörn, ásamt niðjum þeirra allra. Éftir að Kristín fór að finna fyrir elli og eiga erfitt með að fara sjálf ferða sinna reyndust mjög margir henni góðir og hjálpsamir, t.d. bræðradætur hennar þrjár, svo og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Nautabúi. Sannaðist þar rækilega orðtak- ið: „Svo uppsker hver sem hann sáir.“ Af öllurn kostum Kristínar tel ég mildina hennar höfuðkost. Því á vel við lokavers forföður hennar, Þorvalds Böðvarssonar í áramótasálmi hans: „Alvöld mildin, öllu þú sem ræður, enn góðvildar séð oss þinnar gæðum, auðga dyggðum, hamla hryggðum, hrind burt í styggðum. bú oss byggð í hæðum. “ Persónulega vona ég, að við missi þessarar velgjörðarkonu minnar, sem á vissan hátt var mér sem móðir, að hluti mildar hennar muni fylgja mér alla ævi. Minningarorðum þessum lýk ég með lokaerindi séra Tryggva H. Kvaran í eftirmælum um föður hinnar látnu: „Góði vinur, Guð þig leiði Greiði för um ókunn höf. Brosið þitt, sem brast á vör- um Byrgja nú hin hvítu tröf Ótal vina ást og virðing Yfir skyggir þína gröf. “ Kópavogi, 20. apríl 1985. Þorvaldur Ari Arason.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.