NT - 23.04.1985, Page 11

NT - 23.04.1985, Page 11
GB Oliver Steinn Jóhannesson Þriðjudagur 23. apríl 1985 11 bókaútgefandi Fæddur 23. maí 1920 Dáinn 15. apríl 1985 Gerðarmaður úr hópi ís- lenskra bókaútgefenda er fall- inn frá hálfsjötugur að aldri. Oliver Steinn Jóhannesson, stofnandi og forstjóri bókarút- gáfunnar Skuggsjá í Hafnar- firði, verður borinn til moldar í heimabæ sínum í dag. Hann lést 15. apríl s.l. eftir alllanga van- heilsu af sjúkdómi sem engin grið gaf þótt barist væri til lífs af bjartsýni og æðruleysi. Oliver Steinn lét sverðið sem yfir vofði ekki beygja sig, en sinnti starfi sínu og áhugaefnum á fremsta hlunn meðan stætt var. Oliver Steinn fæddist í Ólafs- vík 23. maí 1920. Hann var sonur hjónanna Guðbjargar Oliversdóttur og Jóhannesar Magnússonar sjómanns þar. Hann gekk í algeng störf á barns- og unglingsárum, var snemma duglegur og tápmikill fjörpiltur sem stundaði íþróttir og leiki, gekk að starfi og leik með glöðum áhuga. Hann var líka skýr og ötull við nám og varð gagnfræðingur í Flensborg- arskóla aðeins 16 ára. Sama ár gerðist hann verslunarmaður hjá KRON í Hafnarfirði og starfaði þar í sex ár en réðst þá til Bókaverslunar ísafoldarprent- smiðju í Austurstræti í Reykja- vík og var orðinn verslunarstjóri tveimur árum síðar, 1944, í stærstu, eða einni stærstu, bóka- verslun landsins á þeirri tíð, aðeins 24 ára að aldri. Pví starfi gegndi hann í ellefu ár, en gerðist þá um stund sölustjóri Sameinuðu verksmiðjuaf- greiðslunnar í Reykjavík. En Oliver Steinn gat ekki slitið sig frá bókunum og hvarf að eigin bókaverslun í Hafnar- firði 1957 og stofnaði jafnframt eigið útgáfuforlag sem hann nefndi Skuggsjá. í>að rækti hann og rak með dugnaði og myndar- skap/til 1978 og hafði þá byggt með reisn yfir starfsemi sína - og betur þó - við aðalgötu Hafnarfjarðar, og var bókabúð- in þá orðin stærst í bænum og útgáfan með blóma. Þá breytti hann örlítið um skipan, gerði starfsemi sína að fyrirtækinu Skuggsjá - Bókabúð Olivers Steins sf. og var áfram fram- kvæmdastjóri þess og lífið og sálin í starfinu ásamt börnum sínum til lokadags. Bókaútgáfa Olivers Steins hefur ætíð verið með ótvíræðri reisn og alúð, og honum var jafnan í hug að styðja menning- arviðleitni þjóðarinnar og stuðla að verðveislu menningar- arfsins eftir því sem unnt er með bókaútgáfu. Auðvitað gaf hann út töluvert af léttu lesefni sem gaf kannski eitthvað í aðra hönd, eins og íslenskum bóka- útgefendum hefur ætíð verið nauðsynlegt til þess að standa undir öðru betra . Og Oliver Steinn skilaði því dyggilega í mörgum góðum útgáfum sem við munum lengi njóta. Hann lagði metnað í þessa útgáfu, vandaði vel til hennar og fékk til þess úrvalsmenn. Þar réð hóf- söm smekkvísi og gömul fegurð bóka fékk þar oft að halda sér. Hann sparaði ekkert til þessara hluta. Honum var hugleikið að koma á framfæri þjóðlegum fræðum og lífsdæmum góðs fólks jafnt úr alþýðustétt sem fræðaranni. Hann lagði sig fram um að endurnýja útgáfur eldri þjóðskálda og rithöfunda þjóð- arinnar í vönduðum heimabún- aði trúrra bókmenntamanna og í búningi réð látlaus smekkvísi. Oliver Steinn lét sjaldan ábata- sjónarmið eitt ráða. Hann var svo heill og hrifnæmur maður, að hann stóðst illa þá freistni að gefa út það sem hann langaði til og stóð metnaði hans næst. Ég kynntist þessum glaða og reifa manni ekki fyrri en hann var orðinn verslunarstjóri í ísa- fold, og maður var að læðast þar inn til að skoða bækur, og á síðari árum hlakkaði ég ætíð til að líta inn til hans í Firðinum. Hann var ailtaf glaður og reifur, fullur áhuga á mönnum og mál- efnum og ómyrkur í máli um það sem honum þótti illa af sér vikið eða vel gert. Oliver Steinn var á yngri árum frækinn íþróttamaður þar sem kapp hans og atgervi leiddi til meta og afreksverka. Hann var einnig ákaflega félagslyndur maður og dró ekki af sér við þau störf. Hann var um árabil í stjórn Félags ísl. bókaverslana og síðar í félagsskap bóksala og bókaútgefenda og formaður þeirra samtaka tvisvar. Hann hafði þar ýmis örðug mál til meðferðar á umskiptatímum og fórst það vel úr hendi og með lipurð. Þá var hann einnig bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði um skeið og í fræðsluráði Hafnarfjarðar 1970- 80. Hann hafði mikinn áhuga á skólamálunum og bar fram ýms- ar tillögur og beitti sér fyrir þeim af fullri einurð og hrein- skiptni, hvort sem öðrum líkaði betur eða ver. Hann átti einnig sæti í Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar. Oliver Steinn kvæntist 31. des. 1946 Sigríði Þórdísi Bergs- dóttur, Jónssonar alþingis- manns og bæjarfógeta í Hafnar- firði og konu hans Guðbjargar Lilju Jónsdóttur, hinni mestu atgerviskonu, sem ekki dró af sér við að létta manni sínum erfiðustu stundirnar á lokadægr- um. Börn þeirra eru uppkomin, Guðbjörg Lilja, Jóhannes Örn og Bergur Sigurður. Þau hafa þegar búist til að taka við verki föður síns. Andrés Kristjánsson Með þessum fáu kveðjuorð- um langar mig að minnast tengdaföður míns Olivers Steins Jóhannessonar. Hann var einn þeirra manna sem öllum þótti vænt um. Hann var stórbrotið karlmenni, hár vexti og fasmikill og hlýr í viðmóti. Hann var traustur vinur og drenglyndur, sem gott var að eiga að og nú að minnast. Fal- legar og góðar minningar eiga barnabörnin um afa sinn, um glettni hans og hlýju. Æði oft var Oliver störfum hlaðinn eins og títt er um menn í hans stöðu. Alltaf átti hann smá stund til að hampa og leika við barnabörnin sín, þegar þau komu í heimsókn til afa og ömmu á Arnarhraun- ið. Oliver var harður stjórnandi í fyrirtæki sínu og gerði miklar kröfur til starfsfólks síns, en ekki síður til sjálfs sín. Hann var virtur af starfsfólki sínu og því þótti vænt um hann. Oliver háði harða baráttu við erfiðan sjúkdóm, þann sjúkdóm sem svo marga leggur að velli fyrir aldur fram. Miklar vonir voru bundnar við læknismeð- ferð sem hann fór í til Kaup- mannahafnar. Og kom hann heim úr þeirri ferð fullur af gleði og ekki síst góðri von um bata. En vonin brást og háði hann margra mánaða erfiða baráttu við sjúkdóminn sem sigraði að lokum. Það var mikill styrkur fyrir Oliver að hafa sér við hlið í veikindunum eiginkonu sína Sigríði Þórdísi, þessa hægu og prúðu konu sem studdi hann í baráttunni við þennan erfiða sjúkdóm. Siddý eins og hún er kölluð af vinum og vandamönnum átti ekki síður erfiða daga í veikind- um hans en hann sjálfur. Siddý míaég veit að það voru margar andvökunæturnar hjá þér nú síðustu vikurnar. En minningin um góðan og traustan lífsförunaut verður sterkari. Oliver var í eðli sínu dulur maður og var ekki að flíka tilfinningum sínum. Hann hafði líka ákveðnar skoðanir og lét þær þá i Ijós, en sagði ekki eitt í dag og annað á morgun. Margar góðar stundir áttum við Oliver saman, en því miður voru þær alltof fáar. Margar voru stundirnar við silungsveið- ar á Þingvallavatni og víðar, og alltaf var hann reiðubúinn að veita tengdasyni sínum góð ráð hvort heldur það var við veiði- skap eða annað sem upp kom, en sagði svo á eftir, Sævar minn láttu mig ekki hafa of mikil áhrif á þig, þannig var hann í lífi og starfi. Og veit ég að ég mun alla tíð búa vel að ráðleggingum hans. Því hann vildi vel og gerði vel. Það er stórt skarð sem mynd- ast hefur í fjölskyldu okkar og vinahópinn en við munum minnast þín, vinur.hvar sem við erum. Börn þeirra Sigríðar og Oli- vers eru Guðbjörg Lilja verslun- armaður gift þeim er þessar línur ritar, Jóhannes Örn bóka- safnsfræðingur ógiftur, Bergur Sigurður lögfræðingur giftur Sigríði Ingu Brandsdóttur. Nú skilja leiðir um sinn. Þeg- ar ég kveð Oliver Stein tengda- föður minn, er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu hans. Ég þakka þér fyrir tryggðina og hversu góður afi hann var dætrum okkar Lilju, þær munu minnast hans sem góðs afa á Arnarhrauninu. Hafi hann þökk fyrir. Blessuð sé minning Olivers Steins Jóhannessonar. Sævar Stefánsson Milli ofannefndra dagsetn- inga eru tæplega 65 ár. Þann tíma spannaði æviskeið hins þekkta bókaútgefanda, Olivers Steins í Hafnarfirði. Þar átti hann heima lengi og setti drjúg- an svip á bæjarfélagið. Hann sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um skeið og var virkur í félagsmál- um þar. Á yngri árum var Oliver kunnur fyrir íþróttaafrek sín. Oliver var fæddur í Ólafsvík á Snæfellsnesi og taldi sig Ólsara alla tíð. Um ætterni Olivers munu aðrir mér færari skrifa á því sviði. Ég mun hér fyrst og fremst rekja kynni mín af manninum, sem urðu allnokkur á síðari árum, vegna samvinnu um bókaútgáfu er við áttum. Fyrst mun ég hafa veitt þess- um hávaxna og spengilega manni athygli, er hann vann í bókaverslun ísafoldar í Austur- stræti í Reykjavík. Þar var hann bæði handfljótur og sporléttur. Áhugamaður, eins og hann var alla ævi. Það gekk undan Oliver það sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar ég var skólastjóri í Þykkvabæ sá ég þar um árabil um bókasafn hreppsins, annað- ist innkaup á bókum meira að segja. Keypti þær beint af út- gáfufélögum. Brást þá ekki að ég legði leið mína suður í Fjörð, þó að það væri nokkuð úrskeiðis og ég bíllaus, þetta var jafnan rétt fyrir jólin og mikið annríki hjá forlögum. Óíiver Steinn tók mér jafnan alúðlega og röbbuð- um við saman nokkuð í skrif- stofu hans, sem var undirlögð bókum þeim er fara áttu á markaðinn. Þá er hver stundin dýrmæt fyrir þann sem stendur í kaupmennsku hvers konar. Oliver Steinn var þeirrar gerðar, að vilja starfa sjálfstætt. Gerðist sjálfstæður atvinnurek- andi, gaf út bækur í stórum stíl. Mikið af stórverkum. Má þar nefna Myndir eftir Einar Jónsson, Æviskrár samtíðar- manna, margar minningabækur barna um foreldra sína. Væri og langt mál að telja öll rit þau upp, er hann gaf út á löngu árabili, eða frá 1958, að hann stofnaði bókaútgáfuna Skuggsjá, er hann rak til dauða- dags. Jóhanncs sonur hans var nánasti samverkamaður hans, er heilsan tók að gefa sig á seinni árum. Bókaútgáfa er áhættusamur atvinnuvegur. Ræddum við Oliver nokkuð það mál. Hann sagði mér, að hann væri fjárhættuspilari að vissu leyti, líkt og allflestir bókaút- gefendur. Aldrei er fyrirfram vitað, hvort viðkomandi bók kann að bera sig. Á sumum er gróði, á öðrum tap. í ársbyrjun 1981 tók ég að mér að sjá um útgáfu rits fyrir Skuggsjá, sem fjalla skyldi um látna kennara, er börn þeirra rituðu. Ég hafði samband við marga þessu viðkomandi. Og uppskeran varð tvö bindi, er komu út fyrir jólin 1982 og 1983, undir heitunum Faðir minn - skúlastjórinn og Faðir minn - kennarinn. Er þar alls um 29 æviágrip að ræða. Mér var mikil ánægja að takast þetta starf á hendur, og samvinnan við Oliver og Jóhannes son hans var með ágætum. Oft hitti ég þá feðga að máli og ræddi enn oftar við þá í síma, því að ég bjó úti á landi. Bókaútgefandinn þarf að bera skyn á bókmenntir, og þar var Oliver vel heima. Hann þekkti mikinn fjölda fólks pers- ónulega og kunni skil á enn fleiri. Vakandi maður. Það segir nokkuð. Hann var menningar- maður að mínum dómi. Með bókaútgáfu sinni vann hann mikið og merkt ævistarf. Ég efa ekki að verki hans verði fram haldið. Bókaútgáfa má ekki ganga saman á íslandi. Þá er menning okkar í hættu. Ég held að myndbönd geti aldrei komið í stað lesmáls. Oliver Steinn var gegn maður, traustur og heiðarlegur. Þess vegna minnist ég hans. Með hluttekningarkveðjum til aðstandenda hans. Auðunn Bragi Sveinsson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. Oliver Steinn Jóhannesson verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 23. apríl klukkan 13:30. Blóm og kransar vinslamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir Sigríður Þórdis Bergsdóttir Guðbjörg Lilja Oliversdóttir Jóhannes örn Oliversson Bergur Sigurður Oliversson tengdabörn og barnabörn Athugasemd frá Lúðvík Jósepssyni ■ í dropa-teljara NT á mánudag 15. þ.m. er reynt að koma höggi á mig vegna bifreiðahlunninda bankastjóra. Þar segir m.a. , að ég hafi: „gengið á undan bitlingamönnum annarra flokka í banka- ráðum og gefið stjórum sínum þessar krónur". Hér er auðvitað um staðlausa stafi að ræða. Þann tíma, sem ég hefí verið í bankaráði Lands- bankans hefír ekki verið samþykkt þar einnar krónu hækkun á bílastyrk bankastjóranna. Það sem samþykkt var í bankaráðinu 28. des. s.l., var að breyta um form á þeim bílastyrk, sem bankastjórarnir hafa haft í s.l. 15. ár. í samþykkt bankaráðs Landsbankans var bein- línis tekið fram, að banka- stjórarnir skyldu halda „áður umsömdum hlunn- indum sem næst óbreytt- um“. Bankaráðið varð við ábendingum löggiltra endurskoðenda bank- anna, að láta reikna út þessi bílahlunnindi og greiða þau sem framtals- skyld laun, en ekki sem skattfrjálsan bifreiða- styrk. Bankastjórarnir fengu enga hækkun en forminu var breytt í skattskylda greiðslu. Það er furðulegt, að al- þingismenn og ráðherrar, sem vitað hafa um þennan bílastyrk í 15 ár skuli nú fyrst, þegar styrkurinn er reiknaður til verðgildis, rjúka upp og ætla að skella allri skömminni á þá sem sýna í skýrum tölum hver styrkurinn hefír verið. Persónuleg afstaða mín til þessara bílastyrkja ráð- herra og bankastjóra ligg- ur skýrt fyrir á Alþingi. Þar hefi ég marg sinnis lýst yfir því að þennan styrk eigi að fella niður. Þessi bílastyrkur var á- kveðinn í tíð viðreisnar stjórnarinnar 1970. Um hann hefir oft verið rætt á s.l. 5 árum, eftir að allar aðstæður höfðu gjör- breyzt. Ef ríkisstjórn og Al- þingi kæmi sér saman um að fella úr gildi þá reglu- gerð sem veitir ráðherrum þennan bílastyrk, þá félli bflastyrkur bankastjóra o.fl. niður af sjálfu sér, því hann er í ráðningar- kjörum bankastjóra mið- aður við sömu kjör og ráðherrar hafa. Bílamál þetta ætti því að vera auðleyst. Alþingi breyti heimild fjármála- ráðherra til að veita þessi fríðindi og þá fellur reglu- gerðin niður og öll bíla- fríðindi bankastjóra. SUNNLENDING AR - AUSTFIRÐINGAR ERUM Á FERÐ TIL EINANGRUNAR OG SKOÐUNAR HÚSA FYRIR ÞÁ SEM ÞESS ÓSKA Þinn maður Raufarhöfn: Þorgeir Ólafsson. 96-51123 Þórshöfn: Jöhannes Jónasson. 96-81255 Egilsstaðir: Magnús Hjólmarsson. 97-1337 Seyðisfjörður: Sveinn Kristjánsson. 97-2130 Neskaupstaður: Kristmn ívarsson. 97-7468 Eskifjörður: Konráð Pálmason. 97-6280 Reyðarfjörður: Hilmar Sigurjonsson. 97-4226 Fáskrúðsfjörður: Lars Gunnarsson. 97-5121 okkar vegum Stöðvarfjörður: Grétar Jónsson. 97-5865 Breiðdalsvik: Þorgeir Helgason. 97-5685 Djúpivogur: Pétur Björgvmsson. 97-8894 Höfn Hornafirði: Gunnar Gunnlaugsson. 97-8685 Kirkjubæjarklaustur: Bjarni Mattníasson. 99-7647 Vik i Mýrdal: Björn Sæmundsson. 99-7122 Skógar: Þórhallur Fnðriksson. 99-8884 Hvolsvöllur-Fljótshlíð: Kristinn Jónsson. 99-8319 Hella: Þórður Þorsteinsson. 99-5635 Þykkvibær: Þorður Þorstemsson. 99-5635 Holtahreppur: Grétar Guðmundsson. Skammbeinsst. 99-5565 Flúðir Arness.: Helgi Guðmundsson, 99-6615. 6613 Laugarvatn: Halldór Benjaminsson. 99-6179 Selfoss: Guðmundur Sveinsson. 99-1362. 1316 Eyrarb-Stokkseyri: Stefán Stefánsson. 99-3425 Þorlakshöfn: Sævar Sigursteinsson c o Stoð s^f 99-3792 a Verð pr. m2 10 cm 298 16 cm 447 20 cm 594 GREIÐSLUKJOR

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.