NT


NT - 23.04.1985, Síða 12

NT - 23.04.1985, Síða 12
■V/liðstj' Þriggja daga miðstjórnarfundi lokið: Nýsköpun atvinnulífs ins í brennidepli Þriðjudagur 23. apríl 1985 12 Af miðstjórnaifundinum um helgina. Ni-mynd:Ari ■ Valur Arnþórsson, sem var kosinn inn í framkvæmdastjórn- ina í stað Þorsteins Ólafssonar, situr hér að tali við þá Eystein Jónsson, fyrrverandi formann flokksins, og Halldór Asgrímsson núverandi varaformann. NT-mynd: An. ■ Á sunnudaginn lauk þriggja daga miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á Hótel Hofi í Reykjavík eftir mikil fundahöld og umræður um ný- sköpun atvinnulífsins, hús- næðismál, stjórnmálástandið, stjórnarsamstarfið og vaxtamál. Atvinnumál voru í brenni- depli á fundinum og voru sam- þykktar ýmsar róttækar tillög- ur um áframhaldandi stefnu flokksins hvað nýsköpun at- vinnulífsins varðar. Þessar til- lögur hafa að meginmarkmiði að létta undir með þeim fyrir-^ tækjum, sem vilja reyna að framleiða og markaðssetja „nýjar“ afurðir, s.s. í rafeinda- og lífefnaiðnaði. Tillögur miðstjórnarfundarins eru birt- ar í stjórnmálaályktuninni hér í opnunni. Húsnæðismál voru einnig í deiglunni, en Drífa Sigfúsdótt- ir, Keflavík, kynnti ítarlegar tillögur starfshóps um lausn þeirra mála og eru þær birtar hér á síðunni. Á fundinum voru einnig rædd mál er varða stjórnar- samstarfið, s.s. vaxtamál og frjálshyggja. Svo virtist sem fulltrúar vildu almennt stefna að áframhaldandi stjórnarsam- starfi, svo framarlega sem hægt væri að halda frjálshyggju- öflunum í samstarfsflokknum niðri. Málefni og fjármál NT voru einnig rædd, en Framsóknar- flokkurin á 40% í Nútímanum h.f. og er þannig stærsti hlut- hafi blaðsins. Þá var flokksskrifstofan og flokksmálefni rædd. Flokksforustan var öll endurkosin. Steingrímur Her- mannsson var kosinn formaður með 85 atkvæðum af 95, Guð- mundurBjarnason, ritari, með 93 atkvæðum af 96, sem er óvenju glæsileg kosning og Guðmundur G. Þórarinsson sem gjaldkeri. Varastjórnin var einnig endurkosin, þ.e. þau Halldór Ásgrímsson, varaformaður með 82 af 96, Ragnheiður Svein- björnsdóttir, vararitari, og Sigrún Magnúsdóttir, vara- gjaldkeri. í framkvæmdastjórn flokks- ins varð ein breyting þegar Valur Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóri á Ákureyri, var kos- inn í stað Þorsteins Ólafssonar, framkvæmdastjóra hjá SÍS, sem gaf ekki kost á sér. í framkvæmdastjórninni eru nú: Sigrún Magnúsdóttir, Erlend- ur Einarsson, Níels Árni Lund, Dagbjört Höskuldsdótt- ir, Hákon Hákonarson, Drífa Sigfúsdóttir, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Jón Sveins- son og Valur Arnþórsson. Stjórnmálaályktun miðstjórnarfundarins: Traustur grunnur lagðurað nýju tímabili í atvinnumálum íslands Nýir straumar leika um þjóðlífið ■ Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, skýrir stjórn- málaályktunina fyrir blaðamönnum á fundi í gær. Með honum á myndinni eru þeir Halldór Ásgrímsson, varaformaður flokksins, og Haukur Ingibergsson, framkvæmdastjóri flokksins. ■ Miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins haldinn í Reykjavík 19.-21. apríl 1985, minnir á kjörorð flokksins fyrir síðustu kosningar: Festa, sókn, framtíð * Þrátt fyrir gífurlegt atvinnu- leysi í nágrannalöndum okk- ar hefur tekist 'að standa við fyrirheit flokksins. ísland án atvinnuleysis * Þrátt'" fyrir óvenju erfiðar aðstæður hefur ríkisstjórn undir forystu Framsóknar- flokksins tekist að ná verð- bólgunni niður. Verðbólgan er nú um 20% í mörgum málaflokkum hef- ur verulegur árangur náðst. Fundurinn minnir á eftirfar- andi: * Forsætisráðherra hefur haft frumkvæði að tímamótatil- lögum um nýsköpun at- vinnulífsins. * Sjávarútvegsráðherra hefur beitt sér fyrir markvissri frjálslegri endurskipulagn- ingu í sjávarútvegi og sam- einað hagsmunaaðila um viðkvæma kerfisbreytingu við stjórnun fiskveiða sern áþreifanlega hefur bætt af- komu sjávarútvegsins við erfiðar aðstæður. * Landbúnaðarráðherra hefur kynnt frumvarp um endur- skipulagningu á framleiðslu- og sölumálum landbúnaðar- ins sem felur í sér róttækar breytingar og verulegan stuðning við nýjar búgrein- ar. * Félagsmálaráðherra hcfur unnið markvisst að því að mæta greiðsluvanda hús- byggjenda, m.a. með ráð- gjafaþjónustu; og viðbótar- lánum hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Hann hefur lagt fram fastmótaðar tillögur um greiðslujöfnun fást- eignalána, skattfrádrátt vegna húsnæðis og sett nýjar útlánareglur húsnæðislána. Framsóknarflokkurinn mun hér eftir sem hingað til starfa af fullum heilindum í ríkis- stjórn og leggur m.a. áherslu á eftirfarandi atriði. * Menntakerfiðþarfaðendur- skipuleggja þannig að það búi komandi kynslóðir undir þá framtíð sem ný viðhorf í atvinnurekstri og upplýs- ingatækni krefjast. * Utanríkisþjónusta lands- manna verður í auknum mæli að sinna viðskipta- og markaðsmálum í þágu at- vinnulífsins. * Hagræðing og sparnaður í kostnaðarsömustu þáttum í ríkisrekstri og bankakerfi er löngu orðið tímabært. Höfuðviðfangsefni íslenskra stjórnmála er að varðveita frjálst velferðarþjóðfélag á ís- landi þar sem manngildi er metið ofar auðgildi og þjóðfé- lagslegt réttlæti ríkir. Fundurinn varar sterklega við blindri trú á öfgakenndar kennisetningar frjálshyggju og sósíalisma. Oftrú á eitt rekstrarform í atvinnulífinu er andstætt grundvallaratriðum í stefnu Framsóknarflokksins. Flokkurinn mun standa vörð um meginstoðir blandaðs hag- kerfis sem felst í heilbrigðu einkaframtaki, öflugum sam- vinnufélögum og hagkvæmum opinberum rekstri þar sem hans er þörf. Framsóknarflokkurinn telur mikilvægara en nokkru sinni fyrr að með samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkis- valdsins takist að jafna launa- kjör og aðstöðu fólksins í land- inu. Sérstaka áherslu leggur flokkurinn á að bæta kjör þeirra, sem við lökust lífskjör búa. Flokkurinn telur að þróun vaxtamála hafi farið úr NT-mynd: Róbert. böndum. Fundurinn telur því brýnt, bæði vegna einstaklinga og atvinnulífs að vaxtastefnan verði endurskoðuð með hóf- lega raunvexti að markmiði. Á mörgum sviðum leika nýir straumar um þjóðlífið. Á miðstjórnarfundi á Akureyri á síðasta ári lagði Framsóknar- flokkurinn pólitískan grunn að þeirri nýsköpun sem nú er að hefjast í atvinnumálum íslend- inga. Þar ber hæst tillögur um að 500 millj. kr. af ríkisfé verði varið til nýsköpunar. Nú þegar þessar hugmyndir eru að ná fram telur Framsókn- arflokkurinn tímabært að taka næstu skref til aðstoðar fyrir- tækjum sem teljast til ný- sköpunar í atvinnulífi og selja á erlendan markað. * Aðflutningsgjöld og sölu- skattur af stofnkostnaði verði felld niður. * Tekjuskattur verði felldur niður í 5 ár. * Söluskattur og verðjöfn- unargjald af raforku verði sömuleiðis felld niður. * Með beinum skattafrádrætti og/eða mótframlagi úr ríkis- sjóði verði hvatt til aukinnar rannsóknar- og þróunar- starfsemi fyrirtækja. * Leitað verði leiða til að örva samvinnu innlendra og er- lendra fyrirtækja í nýjum atvinnugreinum þar sem ís- lendingar geta öðlast reynslu og þekkingu á sviði húþró- aðrar tækni og markaðs- mála. * Komið verði á fót sam- keppnis- og útflutningslána- kerfi sambærilegu því sem erlendir samkeppnisaðilar njóta. * Lög um ríkisábyrgð verði endurskoðuð þannig að ríkisábyrgðakerfinu megi beita til hvatningar ný- sköpunar í atvinnulífinu. Með fyrri tillögum um ný- sköpun atvinnulífsins og því framfaraskrefi sem flokkurinn vill nú að verði stigið telur hann traustan grunn vera lagð- an að nýju tímabili í atvinnu- málum íslandinga til framfara um land allt.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.