NT - 23.04.1985, Side 14
Þriðjudagur 23. apríl 1985 14
■ Fyrír 2 árum voru þeir óþekktir, en nú eru þeir frægiru
24 ára söngvarí, Holly Johnson 24 ára aðalsöngvari hljóms'
Tony Pope....framkvæmdastjórinn sem finnur upp á au$
Goes to Hollywood.
góðir strákar
En öðruvísi ...og spennandi,"
segir gítarleikarinn Brian Nash
■ Pað eru ckki nema eins og tvö ár
síðan piltarnir i hljómsveitinni „Frankie
Goes to Hollywood“ voru atvinnulausir
og gutluðu við að spila á gítara og fleiri
hijóðfæri í vörugeymslu í heimaborg
sinni Liverpool. Peir reyndu að koma sér
innundir hjá hljómplötufyrirtækjum, en
enginn tók þá alvarlega. Nafnið á hljóm-
sveitinni hefur valdið mörgum vangavelt-
um, en þeim segist svo frá, að þaö sé
tilkomið vegna þess að þeir komu auga
á myndatexta undir mynd af Frank
Sinatra: Frankie goes to Hollywood, og
skírðu svo hljómsveitina sína eftir þvt.
Lítiá sem ekkerl gekk þcim að koma
sér áfram fyrr en Trevor Horn hljóm-
plötuútgefandi tók þá að sér. Hann lét
auglýsa þa' upp með látum, en það var
Paul Morley blaðamaður, sent tók það
að sér. Hann varóprúttinn við kynningu
á hljómsveitinni, svo þuð lá við að
auglýsing þeirra verkaði öfugt á almenn-
ing.
En alla vega var tekiðcftir strákunum,
og lögin þeirra Relax ogTwo.Tribes voru
á toppnum vikum saman á s.l. ári og
fram á þetta ár. Rclax var reyndar
bannað í BBC útvarpinu, en það varð
einungis til þess að það rauk upp t fyrsta
sæti á vinsældalistum. Sömuleiðis voru
gcrðar_athugasemdir af því opinbera
vegna myndbandaútgáfu af lögum
þeirra, sem þóttu grófar.
Tveir t' hljómsveitinni hafa lýst því yfir
að þeir séu kynhverfir, og yfirleitt virðist
sem þeim sé fáar siðareglur hcilagar.
Peir hafa látið hafa eftir sér ýntsar
fullyrðingar og yfirlýsingar, sem hafa
vakið mótmæli og æsing, - en það eru
þeirra ær og kýr aö hneyksla almenning.
. Margir segja, að það séu alls ekki
strákarnir sjálfir, sem standi fyrir þessu.
heldur þeir sem „gera hljómsveitina út“,
eins og það er kallað og svífast einskis til
að vekja athygli á henni. s
Það var t.d. Paul Morley, blaðafufltrú-
inn þeirra, og Tony Popc, umboðsmað-
urinn, sem létu gera boli með áletrunun-
um „Frankie-hljómsveitin vill láta vopna
atvinnuleysingja!“
Þá komu mótmæli frá rússneska sendi-
ráðinu í London vegna myndbandsins
„Tvo Tribes“, en þar fannst þeim verið
að veitast að Rússum.
„Við syngjum um kynltf og ofbeldi,
það er vinsælast," segir Paul, söngvarinn
karlmannlegi nieð yfirskeggið, - en hann
er annar þeirra sem segist vera hommi.
Nú segja þeir í „Frankie Goes to
Hollywood” að mikið sé undir því komið
fyrir þá. að fyrsta plötu-albúmið þeirra
gangi vel á markaðnum. en þaö heitiC
„The Pleasure Dome".
I>arna endurtekur sig sagan fra því stulk
Idur minni lætin þegar Bítlamir voru upp
Hoíiy í Frankie Goes To Hollywood er að