NT - 23.04.1985, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 23. apríl 1985 16
Útvarp — s|<
Sjónvarp kl. 21.25:
Síðasti þáttur
DERRICKS
■ Nú cr sú stund runnin upp
að sjónvarpsáhorfendur fú að
fylgjast mcð leynilögreglufor-
ingjanum Dcrrick, með hjálp
síns dygga aðstoðarmanns
Klcin. Icysa sitt síðasta. að því
cr virðist í fyrstu óleysanlega
mál í bili a.m.k. Þátturinn í
kvöld heitir Ógnir næturinnar
og hefst kl. 21.25. Mcð aðal-
hlutverk fara cins og fyrri dag-
inn Horst Tappert og Fritz
Wepper. Þýðandi er Veturliöi
Guðnason.
■ I síðasta þætti þurfti Derr-
ick að linna bankaræningja,
sem halði orðið cinum við-
skiptavini hankans að bana.
Hann grunaði að leigubílstjóri
sem hafði tekið ræningjann
upp í bíl sinn hefði borið
kennsl á hann. Leigubílstjór-
inn fannst síðar myrtur. Hér
yfirheyra Derrick og Klein son
leigubílstjórans.
Sjónvarp kl. 22.25:
Á ferð og flugi
- umræðuþáttur um ferðamál
■ Nú er kominn ferðahugur
í marga, enda leynir scr ckki
að vorið er komið. Sumir
hyggja á ferðir innanlands í
sumar, aðrir hafa hug á aö
leggja í lengri ferðalög til
annarra landa, og kannski
eru flcstir cnn óráðnir í hvert
skal Italda í sumarfríinu.
Fcrðaþjónusta og ferðalög í
sumar, Utanlands og innan
■ Þátturinn Nýjasta tækni og
vísindi er á dagskrá sjónvarps
í kvöld kl. 20.40. Það telst til
nýlundu að þessu sinni að allt
efnið er íslenskt.
Þar ntá nefna, nt.a. efnis, að
lýst er rannsóknum sem fara
fram á vegum Líffræðistofnun-
ar Háskólans, t.d. á hitaþoln-
verða til umfjöllunar í um-
ræðuþætti í beinni útsendingu
í sjónvarpinu í kvöld kl.
22.25. Honum hefur verið
gcfið nafnið Á ferð og flugi
og umsjón ntcð honunt hefur
Agnes Bragadóttir. blaða-
maður.
Agnes segir vaka fyrir sér
að kynna fyrir fólki hvaða
fcrðalög séu á boðstólum fyr-
um örverum, útbreiðslu jurta,
lyktarskyni laxfiska og vist-
fræði fjörunnar. Þátturinn er
þar með öðrum þræði innlend
náttúrulífsmynd.
Umsjón og handritsgerð
hefur Siguröur H. Richter haft
mcð höndunt en dagskrárgerð
annaðist Baldur Hrafnkell
Jónsson.
ir landann og hvað þau kosti.
Síðan ætlar hún að hrinda af
stað víðari untræðu um ferða-
mál almennt, ferðaþjónustu
hér innanlands og uppbygg-
ingu hennar sem atvinnu-
greinar o.s.frv. Til umræðna
þar um fær hún Kjartan Lár-
usson, formann Ferðamála-
ráðs, Ingólf Guðbrandsson,
formann íslenskra ferðaskrif-
■ Sigurður H. Richter hefur
um langa hríð verið umsjónar-
maður hinna vinsælu þátta
sjónvarpsins um nýjustu tækni
og vísindi. (NT-mynd Sverrir)
Sjónvarp kl. 20.40:
Eingöngu íslenskt
efni í Nýjustu
tækni og vísindum
■ Agnes Bragadóttir blaða-
maöur, stýrir umræðuþættin-
um í kvöld.
stofa. Auk þess koma tveir |
fulltrúar frá flugfélögunum, |
þeir Sigfús Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs
Flugleiða, og Magnús
Oddsson, markaðsstjóri Arn-
arflugs, í þáttinn og er ætlun-
in að koma af stað umræðu
um markaðsmál.
Þá hefur umsjónarmaður
t.d. í huga að ferðamönnum
sem koma til íslands fer
stöðugt fjölgandi, fjölgaði um
tæp 10% í fyrra t.d. og hefur
fjölgað um rúm 17% á tveim
undanförnum árum, en sú
fjölgun öll hefur átt sér stað á
tímabilinu júní-ágúst. Það
gerir það að verkum að sífellt
verður erfiðara að veita
ferðamannastraumnum þær
viðtökur sem til er ætlast. Má
ekki lengja þetta tímabil á
einhvern hátt? Þetta er ein
þeirra spurninga sem Agnes
leggur fyrir ferðamálasér-
fræðingana sem hún fær til.
umræðu í kvöld.
Islensk tónlist
■ Á dagskrá útvarps í kvöld
kl. 21 er þáttur sem nefnist því
yfirlætislausa nafni íslensk
tónlist. Þátturinn er í tveim
liðum. í þeim fyrri er Helga in
fagra, lagaflokkur cftir Jón
Laxdal. Þuríður Pálsdóttir
syngur og Guðrún Kristins-
dóttir leikur á píanó.
1 síðari liðnunt leika þeir
Björn Ólafsson fiðluleikari og
Árni Kristjánsson píanóleikari
þrjú lög fyrir fiðlu og píanó
eftir Helga Pálsson.
■ Þuríður Pálsdóttir syngur og Guðrún Kristinsdóttir leikur
á píanó lagaflokkinn Helga in fagra eftir Jón Laxdal.
■ Ámi Kristjánsson píanóleikari og
ari leika 3 lög eftir Helga Pálsson.
Björn Ólafsson fiðluleik-
Thor Vllhjálmsson Höfundur les
(18)
22.00 Tónlelkar
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Frá tónleikum fslensku
hljómsveitarinnar i Bústaða-
kirkju 11. apríl sl. Stjórnendur:
Guðmundur Emilsson og Þorkell
Sigurbjörnsson. a. Kvartett í F-dúr
K. 368b eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. b. „Áttskeytla", oktett eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. c. Kvintett í
Es-dúr op. 16 nr. 2 eftir Ludwig van
Beethoven. Kynnir: Ásgeir Sigur-
gestsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
14:00-15:00 Vagg og velta. Stjórn-
andi: Gísli Sveinn Loftsson.
15:00-16:00 Með sínu lagi. Lög leikin
af islenskum hljómplötum. Sljórn-
andi: Svavar Gests.
16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur. Stjórn-
andi: Kristján Sigurjónsson
17:00-18:00 Frístund. Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
Þriggja minútna fréttir sagðar
klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og
17:00.
Þriðjudagur
23. apríl
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.20 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Fndurt páttur Valdi-
mars Gunnaissonar frá kvöldinu
áður
8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir Morgunorð
Ingimar Eydal talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Hollenski Jónas" eftir Gabriel
Scott Gyða Ragnarsdóttir les þýð-
ingu Sigrúnar Guðjónsdóttur (7).
9.20 Lelkfimi. 9 30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.4F Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 1040 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (utdr.)
10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfríður
Sigurðardóttir á Jaðri sér um
þáttinn. (RÚVAK).
11.15 Við Pollinn Umsjón: Gestur E.
Jónasson. (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Sólveig
Pálsdóttir.
13.30 „Lög við Ijóð eftir Halldór
Laxness“
14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björns-
son Helgi Þorláksson les (21).
14.30 MiðdegistónleikarTveirþættir
úr Serenöðu i d-moll op. 44 eftir
Antonin Dvorák. Kammerblásara-
sveitin í Prag leikur; Martin T urnov-
sky stjórnar.
14.45 Upptaktur Guðmundur Bene-
diktsson
15.30 Tilkynningar. Tónleikar
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veóur-
fregnir
16.20 Síðdegistónleikar a. „Háry
Janos", hljómsveitarsvíta eftir
Zoltán Kodály. Fílharmoniusveitin
„Hungarica'' leikur; Antal Dorati
stjómar. b. „Rapsódía" fyrir planó
og hljómsveit eftir Béla Bartók.
Filhamoniusveit Sofíuborgar leik-
ur; Dimitur Manolov stjórnar.
17.10 Síðdegisútvarp 18.00 Fréttlr
á ensku. Tllkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar
19.50 Daglegt mál. SigurðurG.Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Á framandi slóðum Oddný
Thorsteinsson segir frá Thailandi
og leikur þarlenda tónlist. Seinni
hluti. (Áður útvarpað 1981).
20.30 Mörk láðs og lagar - Þættir
um náttúruvernd Karl Gunnars-
son líffræðingur talar um lif á
grunnsævi.
20.50 „Fossinn og timinn“ Baldvin
Halldorsson les Ijóð eftir Rósu B.
Blöndals.
21.00 Islensk tónlist a. „Helga in
fagra", lagaflokkur eftir Jón Laxdal.
Þuríður Pálsdóttir syngur. Guðrún
Kristinsdóttir leikur á píanó. b. Þrjú
lög fyrir fiðlu og píanó eftir Helga
Pálsson. Björn Olafsson og Árni
Kristjánsson leika.
21.30 Utvarpssagan: „Folda" eftir
■1fT
Þriðjudagur
23. apríl
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi: Páll Þorsteinsson.
Þriðjudagur
23. apríi
19.25 Hugi frændl á ferð Breskur
teiknimyndaflokkur. Þýðandi
Guöni Kolbeinsson
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Nýjasta tækni og víslndl.
Líffræðistofnun Háskóla
Islands. Að þessu sinni er allt efni
þáttarins heimafengið sem er ný-
mæli. Lýst er margs konar rann-
sóknum sem fram fara á vegum
Líffræðistofnunar Háskólans, svo
sem á hitaþolnum örverum, út-
breiðslu jurta, lyktarskyni laxfiska
og vistfræði f|örunnar svo að
eitthvað sé nefnt. Vegna eðlis
þessara rannsókna er þátturinn
öðrum þræði innlend náttúrulifs-
mynd. Urosjón og handrit: Sigurður
H. Richter. Dagskrárgerð: Baldur
Hrafnkell Jónsson.
21.25 Derrick Lokaþáttur - Ógnir
næturinnar Þýskur sakamála-
myndaflokkur. Aöalhlutverk: Horst
Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi
Veturliði Guðnason.
22.25 Á ferð og flugi Bein útsending.
Umræðuþáttur um ferðaþjónustu
og ferðalög í sumar, utanlands og
innan. Umsjón: Agnes Bragadóttir,
blaóamaöur.
23.20 Fréttir í dagskrárlok.